Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

After Iceland: Who is next?

Business Monitor International sendir félagsmönnum sínum eftirfarandi:

I am writing to you today as head of country risk to let you know that we have just published a brand new special report After Iceland: Who Is Next. The Report looks at the effect that the worldwide banking and economic crisis will have upon emerging market countries across the globe.
Iceland was the first country to enter the firing line, and BMI looks at the lessons learnt, and assesses which states are at risk of following Iceland into economic meltdown and potentially debt default. In compiling this report, BMI has drawn upon its 25 years of experience in analysing emerging market economies, and its propriety in house five-year economic forecasts and risk ratings on 170 countries worldwide, as well as in house expertise in political and financial market analysis.

Benefits of the Report:
The world economy is becoming more volatile. Against this backdrop, businesses are finding forward planning more difficult, governments are scrambling to shore up their domestic economies, and banks are being exposed to ever higher risks. Not least amongst these dangers is the risk that governments may be forced to default on their international debt obligations.

Sovereign default not only affects funds and investors holding government foreign currency debt instruments. Instead, if the government is unable to service its obligations, banks and corporates will struggle to access foreign currency as well. In short, any business operating in a country at risk of default has good cause to be concerned.

To help businesses and governments plan for these potential risks, BMI has brought together its expertise in macro-economic forecasting, political risk analysis and financial markets to assess the risk of default in a number of key countries, including Pakistan, Ukraine, Bulgaria and Lebanon.

Report Coverage:
The report looks first at what has happened in Iceland, before going on to analyse a global backdrop against which further EM defaults could take place: we conclude that a shrinking US current account and slowing growth both there and in the eurozone (with special focus on Germany) will hit EM external positions, undermining their ability to pay down debt burdens and eroding foreign exchange reserve positions.

We then take a look at a number of case studies from all over the EM world – Pakistan, Argentina, Venezuela, Ecuador, Lebanon, Estonia, Latvia, Bulgaria - examining the extent of their vulnerability, and asking what it would take for them to go down the Icelandic route. We are most concerned about Argentina, Ukraine, Latvia and Pakistan.


Einn starfsmaður í gæluverkefni Samfylkingarinnar ígildi 5-6 lögreglumanna?!

Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í viðtali á Útvarpi Sögu nýlega að Lögregluembættinu í Reykjavík væri gert að skera niður um 57,1 milljón, Lögregluembættinu á Selfossi um 6 milljónir og Lögregluembættinu á Akureyri um 6 miljónir. Hann sagði einnig að kostnaður með launatengdum gjöldum við hvern lögreglumann á ári væri 6 milljónir.

Hvíslað var að AMX: ..."að til þess að gæta hagsmuna Íslands, í viðræðum við Evrópusambandið, sé nauðsynlegt að að fjölga í sendiráði Íslands í Brussel í 70 til 80 manns, annars verði umsóknin ekki trúverðug. Hver maður þar kostar 30 til 40 milljónir króna á ári."

Helga Garðarsdóttir

 

 


Sannfæring þingmanna vs. frekjugangur samstarfsmanna

Ákvörðun Lilju Mósesdóttur, þingmanns Vinstri grænna og fulltrúa í efnahags- og skattanefnd Alþings um að víkja og kalla inn varamann opinberar kúgandi "reglur" og kúgandi vinnubrögð á þingi!

Þessar kúgandi reglur (a) veikja lýðræðið, (b) veikja metnað þingmanna til að vinna faglega, (c) hlúa að og styrkja frekjur í stjórnmálaflokkum og (d) þær verða til þess að heiðarleiki og vandvirkni víkja.

Lilju gekk það eitt til að fá að taka afstöðu til Icesave-nauðungarsamninganna samkvæmt þekkingu sinni og samkvæmt sannfæringu sinni. En það gat hún ekki vegna kúgandi reglna...

eða eru þetta kannski bara siðir sem frekjur meðal þingmanna heimta að aðrir beygi sig undir?

"Vék sæti frekar en að kjósa gegn meirihlutanum" segir Vísir í fyrirsögn um frétt af málinu í dag. "„Mér finnst skipta meira máli að mín rök komi fram í þingsal en í nefnd," segir Lilja og bætir við að hún hafi viljað fara óbundin til atkvæðagreiðslu um málið ... Þá hefði það þýtt að ég væri að segja mig úr stjórnarliðinu. Ég vil ekki blanda Icesave-málinu saman við ríkisstjórnarmynstur á þessu stigi," segir Lilja að lokum, en segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda."" Þetta er mjög athyglisvert.

Þingmaðurinn á að eigin sögn ekki kost á að greiða atkvæði í sátt við sannfæringu sína byggða á þekkingu nema "segja sig úr stjórnarliðinu". Hvernig stendur á þessu? Hvernig hafa svona kúgandi vinnubrögð getað hreiðrað um sig á Alþingi?

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, greip inn í umfjöllun um málið í fjölmiðlum til að tala máli Lilju: "Birgitta segir Lilju hafa verið stillt upp við vegg í málinu og telur að hún hafi ekki átt annarra kosta völ en að víkja sæti. Annars hefði hún annaðhvort þurft að skrifa upp á meirihlutaálitið og þar með fórna því að kjósa gegn málinu í þinginu, eða kljúfa ríkisstjórnina ella."

Finnst fólki í lagi að frekjur meðal þingmanna séu búnar að koma málum þannig fyrir á Alþingi að neiti þingmaður að beygja sig undir vilja meirihluta/minnihluta þá sé viðkomandi þingmaður vændur um að vilja slíta stjórnarsamstarfi og verði gert að axla ábyrgð á því hvort ríkisstjórn lifir eða deyr?

Fari ég með rangt mál þá endilega leiðrétti mig sú/sá sem veit betur. En er það ekki forsætisráðherrann sem hefur þingrofsvaldið í hendi sér? Og heitir forsætisráðherrann ekki Jóhanna Sigurðardóttir en ekki Lilja Mósesdóttir? Og er forsætisráðherrann ekki þingmaður Samfylkingarinnar en ekki þingmaður Vinstri grænna?

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis heitir Helgi Hjörvar. Í samtali við Vísi hafði hann m.a. þetta að segja: "„Það er nú alltaf matsatriði hvenær umfjöllunin er orðin nægileg""...

Hann er lítill skilningur formannsins á alvarleika málsins og lagasetningu yfir höfuð ef honum finnst að umfjöllun um milliríkjadeilur eigi að mæla í mínútum, klukkustundum, dögum eða e-u öðru. Það er spurning hvort hann eigi ekki að leita fyrir sér með aðra vinnu!

En formaðurinn hafði fleira að segja: "„Það voru þrír nefndarmenn sem kölluðu inn varamenn og um ástæður þess verða þeir að svara til sjálfir""...

Og það gerði Lilja. Hún sagði frá því í dag hvers vegna hún kallaði inn varamann og RÚV sagði frá því í fréttum klukkan 18: Lilja "ætlaði að skila séráliti en það hafi fallið í grýttan jarðveg hjá formanni nefndarinnar".

Það féll sem sagt í grýttan jarðveg hjá Helga Hjörvar formanni efnahags- og skattanefndar Alþingis að þingmaðurinn Lilja Mósesdóttir ætlaði sér að skila séráliti. Hann hefði sjálfur getað sagt frá þessu. Hvers vegna valdi hann að gera það ekki?

Þeir sem eiga sök verða að kannast við hana en ekki koma henni yfir á þolandann!

Helga Garðarsdóttir


„Óvissu um bankanna eytt“

Hefur óvissu verið eytt? Hvaða óvissu?

Úr fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins um samkomulag stjórnvalda við skilanefndir bankanna þriggja; Glitnis, Kaupþings og Landsbanka Íslands:

Aðalatriði:

  • Mikilvægt skref í endurreisn bankakerfisins.
  • Fjármögnun bankanna tryggð.
  • Mun minna skattfé til endurfjármögnunar en áður var áætlað.
  • Uppgjör vegna uppskiptingar bankanna fer fram með ráðstöfun eignarhluta í Nýja Kaupþingi og Íslandsbanka.
  • Lagður grundvöllur að sátt við kröfuhafa.
  • Staða viðskiptamanna bankanna verður óbreytt.

1. Er óhætt að trúa þessu?

"Innstæður í útibúum á Íslandi voru fluttar yfir í nýju bankanna ásamt útlánum íslensku útibúanna og öðru sem tengdist starfseminni hér á landi" (úr fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins).

2. Hvaða útlán eru þetta sem voru flutt úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju?

3. Hvað er þetta "annað" sem tengdist starfseminni hér á landi?

"FME skipaði gömlu bönkunum skilanefndir í október og skyldu þær gæta hagsmuna gömlu bankanna og kröfuhafa þeirra. Samkvæmt því hafa skilanefndirnar átt í viðræðum við íslenska ríkið um uppgjör vegna skiptingar bankanna" (úr fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins).

Aðspurður um hverjir væru helstu kröfuhafar Kaupþings svaraði formaður skilanefndar bankans:"Já, þetta eru auðvitað bara stærstu fjármálastofnanir heims. Þetta eru skuldabréfaeigendur og þetta eru stórir bankar sem að lánuðu bankanum... evrópskir... stórir, evrópskir bankar... þannig að það eru stærstu kröfuhafar í Kaupthing banka. En hins vegar kemur þetta ekki endanlega í ljós fyrr en að kröfulýsingarfresti lýkur sem verður núna í desember."

Í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi spurði fréttamaðurinn: "En hverjir eru þessir kröfuhafar sem nú geta eignast nýju bankanna?" Og hann svaraði sjálfur um hæl: "Það er ekki vitað."

Aðspurður í sama fréttatíma svaraði formaður skilanefndar Kaupþings að ómögulegt væri að segja hvort vogunarsjóðir væru meðal kröfuhafa.

Þá sagði formaðurinn að erlendir kröfuhafar kæmu ekki til með að stjórna Nýja Kaupþingi með "neinum hætti" og að ekkert væri víst að kröfuhafar komi með "beint eignarhald á Nýja Kaupþingi, en það ætti eftir að koma í ljós."

4. Fjármálaráðuneytið gefur út fréttatilkynningu um að erlendir kröfuhafar muni eignast tvo banka hér á landi, en ekki fæst uppgefið hverjir þeir eru! Hafa hinir óþekktu kröfuhafar verið spurðir? Er vitað hver er vilji hinna óþekktu kröfuhafa? Finnst fleirum en mér að rétt sé að bíða með að fagna?

Meðal samningsmarkmiða ríkisins var að "mæta væntingum kröfuhafa eins og mögulegt væri".

5. Hvernig mætir maður "væntingum" þess sem maður veit ekki hver er?

6. Hvaða veðskuldir fylgja með Nýja Kaupþingi?

7. Viðskipti eru gerð til að hagnast á þeim. Hvað er í pakkanum sem meintir, væntanlega nýir eigendur ættu að vilja eiga?

Ég sé ekki að innstæða sé fyrir því að segja að "óvissu hafi verið eytt", ef átt er við íslenskan almenning.

Með samningi ríkisins og skilanefndanna skuldbindur ríkið sig til að leggja bönkunum tveimur til 58 milljarða. Mér finnst almenningi koma við hvaðan þessir peningar koma. Eru þeir til í ríkissjóði eða fær ríkið lánað fyrir þeim og þá hvaðan?

Þetta virkar á mig eins og fjármálaráðuneytið hafi fundið leið til að ýta málinu til hliðar í nokkra mánuði. Mér finnst þetta um margt minna á vandann sem sama ráðuneyti sveipir hulu þagnar og myrkurs og kallar "7 ára skjól".

Ég fékk útlendan vin minn sem er fjármálaráðgjafi til að hlusta á viðtal CNBS-sjónvarpsstöðvarinnar við Steingrím J. Sigfússon og bað hann að því loknu að segja mér hvað hann hugsaði meðan hann hlustaði á viðtalið. Svar hans var: "Sigfusson does not know what he is talking about. It will require u to pay the debts for years. It is good that u will join the EU coz u will get their protection as per the EU resolutions and laws. But am sure the goods prices will increase dramatically after joining EU so i really do not know how u will compete in the export or tourism. I guess the current government just wanted to say that they did make a deal but it will never be resolved for the long run... watch and see after this government moves out... the new one will face horrible."

Helga Garðarsdóttir


Fallið frá friðhelgisréttindum

16.3 Fallið frá friðhelgisréttindum

Tryggingarsjóður innstæðueigenda og íslenska ríkið fallast, hvort um sig, almennt á að þeim sé birt hvers konar stefna í tengslum við ágreining sem upp kann að koma og að sjá fyrir hvers konar lausnum og úrræðum í því tilliti, þ.m.t. með aðför eða fullnustu í hvaða eignum sem er (óháð notum þeirra eða ætluðum notum) samkvæmt hvers konar úrskurði eða dómi. Ef Tryggingarsjóður innstæðueigenda, íslenska ríkið eða eignir þeirra eru friðhelgar eða eiga rétt á friðhelgi, í hvaða lögsögu sem er, gagnvart birtingu stefnu eða annarra gagna sem varða hvers konar ágreining, eða eru friðhelgar eða eiga rétt á friðhelgi gagnvart lögsögu, málshöfðun, dómi, fullnustu, fjárnámi (hvort heldur er fyrir dómi, við framkvæmd fullnustu eða á annan hátt) eða öðrum lögfræðilegum úrræðum, er hér með fallið frá þeim rétti með óafturkræfum hætti, að því marki sem heimilt er samkvæmt lögum viðkomandi lögsögu. Tryggingarsjóður innstæðueigenda og íslenska ríkið fallast, hvort um sig, einnig með óafturkræfum hætti á að beita ekki slíkri friðhelgi fyrir sig eða eignir sínar. (Lánssamningur milli Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á Íslandi og Íslands og Hollands, nánar hér)


Gott að rifja upp!

Morgunblaðið birti 2. febrúar verkefnalista minnihluta stjórnarinnar. Nú fimm og hálfum mánuði síðar er sumt á listanum kunnuglegt en annað er mjööög framandi.

Sjö verkefni nýrrar ríkisstjórnar

1. Aukið lýðræði, jöfnuður og upplýsingar

Það sem verður gert

Eftirlaunalögin afnumin og þrjár breytingar gerðar á stjórnarskránni. Í fyrsta lagi verður kveðið á um í henni að auðlindir þjóðarinnar séu þjóðareign. Í annan stað verður sett ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu og í þriðja lagi verður sett ákvæði um að allar stjórnarskrárbreytingar verði bornar undir þjóðaratkvæði. Lög verða sett um skipan og verkefni stjórnlagaþings.

Þá á að breyta kosningalögunum þannig að mögulegt verði að kjósa einstakar persónur í alþingiskosningum.

Það sem stefnt er á að gera

Ríkisstjórnin segist leggja áherslu á góða upplýsingagjöf um aðgerðir sínar, leitast við að hafa samráð við sveitarfélög, aðila vinnumarkaðarins og almenning, hefja undirbúning að setningu nýrra reglna um skipan dómara og hefja vinnu við að endurskoða lög um ráðherraábyrgð.

2. Endurreisn efnahagslífsins

Það sem verður gert

Efnahagsstefna ríkisstjórnar byggist á áætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Það sem stefnt er á að gera

Áhersla verður lögð á að kynna umrædda áætlun betur fyrir almenningi. Þá á að fylgja ábyrgri stefnu í ríkisfjármálum og vinna markvisst að því að jafnvægi náist milli útgjalda og tekna ríkisins.

3. Endurskipulagning í stjórnsýslu

Það sem verður gert

Skipt verður um yfirstjórn Seðlabankans og lögum um hann breytt þannig að yfir honum verði einn bankastjóri. Komið verður á fót peningastefnuráði sem á að fara með ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans. Þá verður skipuð ný yfirstjórn yfir Fjármálaeftirlitið og gerðar breytingar á yfirstjórn einstakra ótilgreindra ráðuneyta.

Það sem stefnt er á að gera

Hafin verður endurskoðun á peningamálastefnu Seðlabankans. Einnig verður kannað hvort og hvernig megi styrkja lagaheimildir til að unnt verði að kyrrsetja eignir „ef slíks er þörf til að tryggja hagsmuni þjóðarbúsins, að virtum ákvæðum stjórnarskrárinnar.“

4. Aðgerðir í þágu heimila

Það sem verður gert

Sett verður á fót velferðarvakt sem mun fylgjast með félagslegum afleiðingum bankahrunsins og gera tillögur um aðgerðir til að mæta þeim. Í febrúar verða lögð fram frumvörp um greiðsluaðlögun, greiðslujöfnun gengistryggðra lána og frestun nauðungaruppboða vegna íbúðarhúsnæðis í allt að sex mánuði. Húsnæðislán gömlu bankanna verða færð til Íbúðalánasjóðs eða tryggt að greiðsluvandaúrræði sjóðsins verði að fullu virk hjá bönkunum. Auk þess verða sett lög um séreignarsparnað sem gefa sjóðsfélögum „tímabundna heimild til fyrirframgreiðslu úr séreignarsjóðum.“

Það sem stefnt er á að gera

Staða skuldara á að verða bætt með því að breyta gjaldþrotalögum. Langtímaáætlun um hvernig skuldavanda heimilanna verði frekar mætt á að liggja fyrir eigi síðar en í lok mars.

5. Aðgerðir í þágu atvinnulífs

Það sem verður gert

Framkvæmdaáform opinberra aðila verða endurskoðuð og lögð áhersla á þjóðhagslega arðbær verkefni sem krefjast mikillar vinnuaflsþátttöku. Þá verða engin ný áform um álver kynnt fram að kosningum. Heimildir Íbúðalánasjóðs til lánveitinga vegna viðhaldsverkefna á íbúðarhúsnæði verða rýmkaðar og tekin upp full endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna vinnu við slík verkefni.

Það sem stefnt er á að gera

Kynnt verður tímasett áætlun um opinberar framkvæmdir og útboð á árinu, ráðast á í sértæk átaksverkefni til að vinna gegn atvinnuleysi og leita leiða til að örva fjárfestingu og sköpun nýrra starfa. Þá þarf að aðlaga lánareglur LÍN þannig að atvinnulausir geti stundað lánshæft nám í stað þess að þiggja atvinnuleysisbætur. Breyta þarf lögum um Byggðarstofnun til að auka útlánagetu hennar og félagsmálaráðuneytinu verður falið að meta sérstaklega áhrif efnahagsástandsins á stöðu kynjanna.

6. Aðgerðir til að byggja upp fjármálakerfið

og greiða úr vanda fyrirtækja

Það sem verður gert

Greiða á úr vanda lífvænlegra fyrirtækja. Ríkisstjórnin mun setja nýju bönkunum útlánamarkmið vegna ársins 2009 til að örva hagkerfið.

Það sem stefnt er á að gera

Huga á að því að viðhalda virkri samkeppni og ljúka endurmati á eignum nýju ríkisbankanna hið allra fyrsta samhliða endurfjármögnun þeirra.

7. Alþjóðasamningar og Evrópusamstarf

Það sem verður gert

Tekið verður saman yfirlit um lántökur og heildarskuldbindingar þjóðarbúsins og það kynnt almenningi. Alþjóðlegir sérfræðingar verða ráðnir til að veita aðstoð við samninga á alþjóðavettvangi í samráði við ríkisstjórn. Þetta á meðal annars við um samninga vegna innstæðutrygginga. Evrópunefnd á að skila skýrslu um viðhorf hagsmunaaðila til ESB þann 15. apríl. Samkomulag er um að aðild að ESB verði ekki ákveðin nema með þjóðaratkvæðagreiðslu.


Ögmundur, hvers vegna?

Ég sat á þingpöllum í dag og hlustaði á þig flytja ræðuna þína. Ég skildi hvert orð sem þú sagðir, en ég skildi þig ekki. Þú fékkst málefnaleg andsvör frá þremur þingmönnum og ég vonaði að svörin þín myndu gera mér kleift að skilja þig. En því miður, þegar ég stóð upp og fór út þá var ég engu nær: Ég skil ekki hvað þú átt við með lýðræði.

Mér heyrðist á þér að þér væri svo mikið í mun að virða lýðræði að þú getur ekki fallist á lýðræðislegar kosningar til að fá úr því skorið hver er vilji lýðsins til umsóknar um aðild að Evrópusambandinu.

Þú sagðir ítrekað að þjóðin vilji aðildarviðræður við Evrópusambandið.

--------------------

Heimssýn lét gera skoðanakönnun dagana 28. maí til 4. júní sl. Spurt var:

"Hversu miklu eða litlu máli finnst þér skipta að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort Ísland eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu?"

Rúm 60% sögðu að það skipti mjög miklu máli að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla. 76,3% sögðu að það skipti mjög miklu eða frekar miklu máli.

Varstu nokkuð að vísa í þessa skoðanakönnun Heimssýnar máli þínu til stuðnings?

Ég bið þig að taka eftir að spurning Heimssýnar bauð ekki upp á feluleik um hvað aðildarviðræður eru. Í spurningunni kom sannleikurinn fram að aðildarviðræður þýða umsókn um aðild.

-----------------------

Í annarri könnun sem einnig var gerð fyrir Heimssýn var spurt:

"Hversu mikla eða litla áherslu finnst þér að ný ríkisstjórn eigi að leggja á að hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið?"

Könnunin var netkönnun og gerð dagana 20. til 27. maí sl. Spurningin er þannig orðuð að látið er að því liggja að hægt sé að hefja aðildarviðræður án þess að sækja um aðild.

Spurningunni sem fól í sér þá blekkingu að hægt sé að hefja aðildarviðræður án umsóknar um aðild, svaraði 41,9%æskilegt væri að hefja aðildarviðræður við ESB og 44,3% voru á öndverðri skoðun. Í könnuninni kom einnig fram að 95% telja aðkallandi að leysa fjárhagsvanda heimila og fyrirtækja.

Þegar þú sagðir í dag að það væri vilji þjóðarinnar að fá úr því skorið í aðildarviðræðum hvað væri í boði, í hvaða kannanir varstu þá að vísa?

------------------

Ég get ekki skilið hvað lýðræði hefur með það að gera að þér finnst að þú sem þingmaður geti neitað að færa þjóðinni það tækifæri að fá að kveða upp úr um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort meirihluti þjóðarinnar vilji fara með fé og tíma í viðræður við Evrópusambandið. Það er ég viss um, Ögmundur, að þú gerir þér mjög vel grein fyrir því að það fé sem notað verður í aðildarviðræður verður tekið af einhverju. Hverju? Hvaðan verður féð tekið? Hvaða verkefni verða lögð niður eða ýtt til hliðar til að skrapa saman í aðildarviðræður?

Það þarf ekki mig til að segja þér að sami þúsund kallinn verður ekki notaður til að borga Bretum vegna Icesave, Hollendingum vegna Icesave, vexti af himinháum lánum, aðildarviðræður við Evrópusambandið (bæði í krónum og erlendum gjaldeyri), til að halda uppi heilbrigðisþjónustu, til að halda uppi menntakerfinu, til að borga atvinnuleysisbætur, til að skapa störf, til að borga kostnað við Alþingi!

Hvernig geturðu komist að þeirri niðurstöðu að það sé virðing við lýðræðið að neita þjóðinni um að fá að greiða því atkvæði hvort hún vilji ráðstafa þeim fáu krónum sem hún á til að ræða við Evrópusambandið?

Þingmenn hafa sagt mér að niðurskurðurinn á næsta ári verði skelfilegur, "blóðugur", segja sumir. Hvernig ætlar þú sem þingmaður að réttlæta það að ráðstafa einum milljarði, tveimur milljörðum, jafnvel hærri upphæð í aðildarviðræður þegar við blasir að í lok þessa árs byrja innviðir samfélagsins að bogna vegna niðurskurðar sem á engan sinn líkan og enginn veit hvað hann varir lengi og fólk getur sennilega ekki fyllilega gert sér í hugarlund hverjar afleiðingarnar af þeim niðurskurði verða og hve lengi það mun taka að byggja innviðina á ný?

Það er með vilja gert að ég rifja ekki hér upp kosningaloforð Vinstri grænna. Þau þekkir þú betur en ég.

Helga Garðarsdóttir

 


Er verið að misnota "leynd" og "trúnað"?

Ef til vill þurfa stjórnvöld að hafa þann möguleika að láta trúnað gilda um skjöl. En eru stjórnvöld ekki að misnota þetta tæki þegar þau bera fyrir sig "leynd" og "trúnað" til að halda upplýsingum frá þingmönnum og þjóð um mál sem lýðræðislega kjörið Alþingi hefur til umfjöllunar?

Upphaflega ætlaðist ríkisstjórnin til að Alþingi samþykkti ríkisábyrgð á Icesave-samningum hennar við hollensk og bresk stjórnvöld án þess að samningarnir væru birtir þingmönnum hvað þá þjóð. Fjármálaráðherra og forsætisráðherra báru fyrir sig trúnað við Hollendinga og Breta.

Samningarnir láku í fjölmiðla og þá átti ríkisstjórnin ekki annan kost en að leggja þá fram á þingi og einnig á island.is

Eru nauðungarsamningar ríkisstjórnarinnar við hollensk og bresk stjórnvöld þess eðlis að hvorki þingmönnum né þjóðinni komi þeir við? Eða er líklegt að ríkisstjórnin hafi misnotað það tæki stjórnvalda að merkja samningana "trúnaðarskjal" og þá ekki ólíklega í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að um þá yrði fjallað á lýðræðislegan hátt utan þings og innan?

Í Morgunblaðinu í dag er frétt undir fyrirsögninni Leynd ekki aflétt í dag: "Engar tölur eru fyrirliggjandi um áætlaða skuldabyrði vegna Icesave-samkomulagsins og verður leyndinni ekki aflétt fyrr en að lokunum fundum í efnahags- og skattanefnd og fjárlaganefnd á morgun."

Nauðungarsamningarnir voru undirritaðir í fyrstu viku júní og talsmenn ríkisstjórnarinnar sögðu þá að þeir yrðu ekki birtir vegna "trúnaðar". Fjármálaráðherra hefur margítrekað að "trúnaður" gildi um hin og þessi skjöl. Sami ráðherra sagði á fundi í Iðnó fyrir skömmu að greiðsluáætlun vegna Icesave yrði lögð fram með gögnum á þingi þá fáum dögum síðar. Það var ekki gert. Nú er upplýst að "leynd" hvíli á upplýsingum um skuldabyrði.

Er nema von að spurt sé: Misnotar ríkisstjórnin það tæki sem trúnaður er?

Helga Garðarsdóttir

 


Kjarkur og kjarkleysi!

Frá því Geir Haarde sagði: "Guð blessi Ísland" hefur engin þeirra þriggja ríkisstjórna sem síðan hafa setið og enginn ráðherra í neinni þeirra haft kjark til að segja hið augljósa:

Að ein af frumskyldum alþingismanna er að standa með þjóðinni sem kaus þá: Að taka málstað þjóðarinnar á hverju sem gengur: Verja þjóðina og hagsmuni hennar hvar sem er og hvenær sem er.

Frá 6. október þegar himinninn hrundi ofan á íslensku þjóðina hefur enginn ráðherra haft þennan kjark. Enginn!

Ragna dómsmálaráðherra hefur hins vegar með verkum sínum sýnt að hún álítur þetta vera verk sitt. Það gerir hún með því að verða við kröfum Evu Joly eins og hún getur innan ramma laganna.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar lét aðvaranir sem vind um eyrun þjóta: Ráðherrar hennar tóku hagsmuni einhverra annarra fram yfir hagsmuni þjóðarinnar. Mörgum mánuðum síðar fæst loksins staðfest að það voru hagsmunir Evrópusambandsins sem ráðherrarnir létu ganga framar hagsmunum íslenskrar alþýðu.

Regluverk Evrópusambandsins var sett á stall, það verndað í bak og fyrir, en íslenskur almenningur látinn róa.

Samfylkingin (forug uppyfir haus frá því að bregðast ekki við viðvörunum) heldur upptekin hætti í skjóli hluta þingmanna Vinstri grænna. Áfram er haldið að verja hagsmuni Evrópusambandsins á kostnað íslensku þjóðarinnar, menningu hennar og landsins sem þjóðin var svo heppin að fá í vöggugjöf. Öllu skal því fórnað svo að Evrópusambandið þurfi ekki að taka afleiðingum af ófullburða regluverki sínu.

Þegar þjóðin hafði misst haldreipið, vonin dvínaði dag frá degi, óvissa um nútíðina, framtíðin í enn meiri óvissu birtist hún eins og engill, norsk-franska konan. Hún sóttist ekki eftir því að fá að leggja þjóðinni lið. En þegar hún var beðin þá brást hún vel við. Beiðnin var einföld og einlæg: Can you help us? spurði Egill Helgason.

Eva Joly tók strax afstöðu: Hún sagði skýrt að hún væri að vinna fyrir íslensku þjóðina og frá þeirri ákvörðun hefur hún aldrei vikið.

Hún hefur staðið í ströngu síðustu mánuði vegna rótfastrar spillingar í embættismannakerfinu á Íslandi, en hún lætur ekki deigan síga, hún stendur keik á meðan skotið er á hana úr launsátri og innan úr kerfinu, jafnákveðin og fyrr í því að hjálpa íslensku þjóðinni vegna þess að þjóðin á skilið að fá að vita sannleikannn, eins og hún segir sjálf.

Í nýlegu blaðaviðtali segir hún: "They (Icelanders) are taking jobs in Norway and that must not happen. People must stay, they must fight, they must fight for their culture and for justice, and I think here, like in all the Nordic countries, the feeling of justice is very important - and today there is a total feeling of injustice."

Meðan Joly talar máli íslenskrar alþýðu við erlent dagblað, þá þverskallast forsætisráðherra Íslands við og neitar með aðgerðaleysi að bregðast málefnalega við ítarlegum lögfræðilegum greinargerðum lögmannanna Lárusar Blöndal og Stefáns Más Stefánssonar. Hún heldur uppteknum hætti að hræða þjóðina inn í Evrópusambandið. Forsætisráðherrann og vinur forsætisráðherrans fjármálaráðherrann boða nánast ragnarök samþykki þingheimur ekki nauðungarsamninga við hollensk og bresk stjórnvöld: Útskúfun úr "alþjóðasamfélaginu" o.s.frv. og fulltrúar þeirra í samninganefndinni (sem verður í sögunni fræg af endemum) gáfu sér eina forsendu hið minnsta: Að íslenska þjóðin bæri fjárhagslega ábyrgð á ófullburða regluverki Evrópusambandsins sem gerði ekki ráð fyrir kerfishruni.

Konan sem þar til nýlega þekkti Ísland aðeins af landakorti talar máli íslenskrar alþýðu í útlöndum, en fólkið sem seldi Íslendingum loforð um að vinna þjóðinni gagn gegn atkvæði telur kjarkinn úr þjóðinni - sennilega vegna þess að þau eru sjálf kjarklaus!

Helga Garðarsdóttir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband