Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
4.8.2009 | 18:25
Viðbrögð lesenda Le Monde við grein Joly!
Athugasemdir lesenda Le Monde við grein Joly um stöðu Íslendinga gagnvart valdamiklum fjölþjóðastofnunum heimsins ættu að vekja athygli í stjórnarráðinu. Gríðarlega margir lesendur finna hjá sér þörf til að tjá skoðanir sínar og hugsanir.
Laurent þarf ekki mörg orð: "Joli, Joly!" (Fínt, Joly). JPX: "Merci Madame Joly." (Þakka þér, frú Joly). Francis segir m.a.: "Bravo Madame Joly! et à bas le FMI!" (Bravó frú Joly! og niður með AGS!). Guillaume segir: "Excellent article. Enfin une mise en perspective qui manque cruellement dans nos medias." (Frábær grein. Loksins er ástandinu lýst á þann hátt sem sárlega vantar í fjölmiðlana okkar). Bonin segir m.a.: "Et oui le même Strauss Kahn qui a forcé la lituanie à baisser les salaires des fonctionnaires de 15%." (Já, og sá hinn sami Strauss Kahn neyðir Litháa til að lækka laun opinberra starfsmanna um 15%).
Vissulega er margar athugasemdir gegn málstað Íslendinga og frá fólki sem veit ekki hverju það á að trúa. En fyrir Íslendinga skiptir mestu máli að augljóst er af athugasemdum lesenda Le Monde að almenning í Frakklandi og víðar í Evrópu, svo og í öðrum heimsálfum vantar upplýsingar.
Íslenskir ráðherrar hysji nú upp um sig buxurnar og fari að tala máli íslensku þjóðarinnar í útlöndum.
Skyldur ráðherranna eru fyrst og síðast við íslenskan almenning, en ekki fjölþjóðafyrirtæki og fjölþjóðastofnanir sem nýta allar lagagreinar, reglur og hverja glufu til að leika sér með líf og eignir einstaklinga og þjóða.
Það er síðan tillaga mín að aðstoðarmanni forsætisráðherra verði bannað að koma nálægt kynningu á málstað Íslendinga.
Helga Garðarsdóttir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2009 | 17:40
Ólíkt hafast þær að...
Eva Joly og Jóhanna Sigurðardóttir.
Sú fyrrnefnda brást vel við einlægri beiðni Egils Helgasonar: "Can you help us"? Sú síðarnefnda lagði í kostnað og fyrirhöfn til að sannfæra nægilega marga kjósendur um að kjósa sig á þing.
Sú fyrrnefnda sagði í blaðaviðtali: "Ég gerði samning við þjóðina". Sú síðarnefnda virðir þjóðina ekki viðlits. Hún er forsætisráðherra á mestu erfiðleika- og óvissutímum sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir. Á sex mánaða forsætisráðherraferli sínum hefur hún aldrei ávarpað þjóðina.
Sú fyrrnefnda skrifaði afbragðsgóða blaðagrein þar sem hún stendur upp óumbeðin og talar máli þjóðarinnar - þjóðarinnar sem hún "gerði samning við". Á sama tíma stendur sú síðarnefnda fyrir því að þröngva í gegnum Alþingi ríkisábyrgð á nauðungarsamningi sem varðar líf þjóðarinnar í nútíð og framtíð og sem mun ráða miklu um það hvort þjóðin eigi sér framtíð í eigin landi.
Aðstoðarmaður þeirrar síðarnefndu sýnir Joly opinberlega óafsakanlega ókurteisi. Sólarhring eftir að óhróðurinn var birtur á facebook-síðu hans hefur ekki heyrst orð frá Jóhönnu Sigurðardóttur. Er hún sammála aðstoðarmanni sínum? Eru skrif hans í sátt við ráðningarsamning hans og hennar?
Skömmin verði þeirra sem hafa unnið fyrir henni!
Þakkir til hennar fyrir að gera samning við þjóðina.
Helga Garðarsdóttir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.8.2009 | 22:43
Að mála skrattann á vegginn!
Stöð 2 átti í gærkvöldi hreint ótrúlegt viðtal við Þórólf Matthíasson. (Endilega horfa og hlusta á viðtalið því tónninn og látbragðið eru ómissandi leikmunir til að skilja skilaboðin).
Miklu máli skiptir að Þórólfur er í inngangi fréttarinnar kynntur sem hagfræðiprófessor. Nú er enginn hagfræðiprófessor svona einn út af fyrir sig heima, heldur er starfstitillinn tilkominn vegna þess að viðkomandi starfar við skólastofnun, sem aftur gefur orðum viðkomandi meiri þyngd en ella. Orð hans ganga svo fram af mér að mér finnst að viðkomandi háskólastofnun komi málið við. Hafi hann sjálfur litið svo á að hann væri að tala sem maður úti í bæ þá hefur hann auðvitað málfrelsi eins og hver annar. En hafi hann verið að tala sem fræðimaður og að auki starfandi prófessor við háskólastofnun þá eru orð hans grafalvarleg, svo ekki sé sterkar að orði kveðið.
Fréttmaður: "Þórólfur segir að ef þjóðin hins vegar neiti að greiða Icesave og ákveði að ganga alein án lánafyrirgreiðslu þurfi að treysta á afganginn af utanríkisviðskiptum einan til að endurfjármagna allar erlendar skuldir."
Þórólfur: "Og þá hrynur krónan! Hún fer niður fyrir allt sem að við höfum nokkurn tímann þekkt! Og lífskjör hér hrynja... gjörsamlega. Atvinnuleysi eykst! Þannig að við erum að horfa upp á alveg hrikalega sviðsmynd. Og ég bara vona að það komi ekki til þess að slíkar sviðsmyndir rætist!
Jahérna, það vantar ekki stóru orðin! En rökin vantar hins vegar alveg. Amx.is hefur þetta að segja.
Ég loka ekki augunum fyrir því að atvinnuleysi eigi eftir að aukast, enn síður að þegar gjaldeyrishöftunum verður aflétt þá lækki gengi krónunnar, ég býst við að landflótti bresti á, velferðarkerfið eigi eftir að muna sinn fífil fegurri en framsetning Þórólfs er að mínu mati ekki boðleg!
Jón Daníelsson, hagfræðiprófessor í Englandi hefur sagt að þingmenn eigi ekki að samþykkja ríkisábyrð á fyrirliggjandi samningum við Hollendinga og Breta, Lárus Blöndal hrl. og Stefán Már Stefánsson, lagaprófessor hafa ritað málefnalegar og vel rökstuddar blaðagreinar um að vafi leiki á að tryggingasjóður innstæðna sé með ríkisábyrgð, Eiríkur Tómasson, lagaprófessor hefur sagt að honum finnist þeir Lárus og Stefán Már rökstyðja skoðun sína vel, Ragnar Hall hrl. hefur gagnrýnt samningana málefnalega, undir gagnrýni hans tekur Eríkur Tómasson, lagaprófessor, Herdís Þorgeirsdóttir prófessor hefur skrifað málefnalega gegn samningunum, Michael Hudson hefur ítrekað varað við því að Íslendingar gangi að kröfum Breta og Hollendinga vegna þess að þeir muni ekki geta staðið undir greiðslunum og í dag skrifaði Eva Joly grein sem hún birtir í víðlesnum blöðum í fjórum löndum, þar sem hún talar máli íslenskrar alþýðu af kunnáttu, skilningi, víðsýni og hjartahlýju.
Helga Garðarsdóttir
Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.8.2009 kl. 18:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.8.2009 | 01:28
Hugsað upphátt!
Í dag er runninn upp 300. dagurinn frá því Geir Haarde sagði: "Guð blessi Ísland"!
Hvað hefur breyst þessa 300 daga? Það er æði margt og flest á sömu bókina lært. Fyrir 300 dögum þurfti ég að hugsa mig um áður en ég skrifaði milljarður með tölustöfum. Núna kann ég upp á mína 10 fingur að milljarður er skrifaður með níu núllum. Fyrir 300 dögum veltu fæstir Íslendingar því fyrir sér hvort til væru viðurlög við landráði! Núna geta margir talað um landráð af góðri þekkingu. Fyrir 300 dögum leiddu fáir hugann að landsdómi! Núna ræðir fólk í alvöru um hvaða einstaklinga þarf að stefna fyrir landsdóm.
Í þjóðhátíðarræðu fyrir nokkuð mörgum árum sagði þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, að nútímasamfélag byggðist á trausti og nefndi nokkur dæmi um birtingarmynd á daglegu trausti sem íbúarnir sýna hver öðrum: Bílstjórar treysta því að umferðarreglur séu virtar og íbúarnir treysta m.a. hinu opinbera og bönkum. Mér fannst þessi þjóðhátíðarræða þáverandi forsætisráðherra vera sérlega góð og þess vegna man ég hana enn.
Traustið á stjórnvöldum og bönkunum er farið og kannski kemur það ekki aftur næstu áratugina. Íbúarnir hættu ekki einn daginn að treysta hver öðrum og stofnunum samfélagsins. Það sem gerðist er að traustið var tekið frá íbúunum: Stjórnvöld, sem nefndur forsætisráðherra tilheyrði eitt sitt, tóku traustið frá íbúunum.
Hvaða möguleika á þjóð sem hefur ærna ástæðu til að treysta ekki kjörnum fulltrúum, stjórnkerfinu, embættismannakerfinu, bönkunum og fjölmiðlum?
Helga Garðarsdóttir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.7.2009 | 20:16
Iceland angry at IMF aid delay
Úr Financial Times
Iceland vented frustration on Friday over a delay to further international aid to the country, amid allegations that the British and Dutch governments were responsible for the hold-up.
Johanna Sigurdardóttir, prime minister, said it was regrettable the International Monetary Fund had postponed a review that must be completed before Iceland can receive more of the $2.1bn (1.47, £1.26bn) rescue package agreed after its banking sector collapsed.
Government officials said they suspected the delay aimed to increase pressure on Icelands parliament to ratify a deal to reimburse British and Dutch savers who lost money in Icelandic accounts. Reykjavik reached an accord in June to borrow £2.3bn from the UK and 1.2bn from the Netherlands to repay the countries for compensation to more than 300,000 depositors in the Icesave savings account.
But Icelands parliament has so far refused to approve the deal, amid mounting public anger over the allegedly harsh terms of the loans.
One government official said there was an assumption that the British and Dutch governments had influenced the IMF to hold back additional funds until parliament votes. Britain denied those allegations on Friday, pointing out that refloating the Icelandic economy with IMF support was crucial to Londons aim of recouping its money.
The UK government is fully supportive of the IMF process with Iceland, said a UK Treasury spokesman. Timings of IMF board meetings are a matter for the IMF management.
The IMF refused to be drawn on why the latest review of Icelands loan programme had been postponed. In addition to the $2.1bn IMF loan, a further $2.5bn from its Nordic neighbours is also tied to IMF approval.
Iceland stressed that it had ample foreign currency reserves to cope with a short-term delay. But Ms Sigurdardóttir made clear her disappointment that recent efforts to rebuild the economy had gone unrewarded by the IMF.
Major progress has been made in refinancing the banking system, she said. As Iceland has fulfilled all the conditions set for the programme review, it is regrettable that its approval by the executive board will now be postponed.
The view in London is that Iceland has a tendency to imagine a British or Dutch conspiracy behind any bad news, a reflection of grim relations between Britain and Reykjavik
Anti-British sentiment has been running high since the UK used anti-terror laws to freeze Icelandic assets last October. That anger reignited once the full cost of the Icesave compensation deal became clear.
Many Icelanders question why they should foot the bill for foreign savings lost in a private bank and feel resentful of the pressure being applied by London and Amsterdam. The Dutch foreign minister recently made clear that support for Icelands bid to join the European Union was conditional on the Icesave deal.
The British and Dutch governments are misusing their powers in these international institutions, said Ragnar Hall, a prominent Icelandic lawyer who opposes the agreement (Financial Times)
30.7.2009 | 21:28
Hvaða leikrit er í gangi og hver leikstýrir?
Margir halda því fram að það að ekki hafi fengist ríkisábyrgð á nauðungarsamningum ríkisstjórnarinnar við hollensk og bresk stjórnvöld sé ástæðan fyrir því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ekki afgreitt annan hluta lánsins til Íslendinga. Almenningur getur ekki annað en giskað vegna þess að ríkisstjórnin segir fólki helst ekkert.
Formenn stjórnarflokkanna bera báðir af sér að stjórnin hafi ekki staðið við sitt. Er það satt?
Um hvað sömdu íslensk stjórnvöld og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sl. vetur? Hvað nákvæmlega stendur í samningnum?
Gerðu íslensk stjórnvöld og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekki áætlun? Hvar er hún?
Stenst áætlunin ekki vegna þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er sífellt að bæta við kröfur sínar á hendur Íslendingum? Eða stenst áætlunin ekki vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa ekki staðið við sinn hluta? Eða stenst áætlunin fullkomlega en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn svíkur?
Hvers vegna er samningur íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ekki birtur opinberlega, ásamt öllum hliðarsamningum, ef einhverjir eru? Er það brot á samningnum að fresta því að afhenda Íslendingum lánið? Styðst frestunin við ákvæði í samningnum?
Stjórnvöldum er mikið í mun að geta veðsett framtíðartekjur Íslendinga með ríkisábyrgð á Icesave-nauðungarsamningunum. Sterk rök hníga að því að Icesave-nauðungarsamningarnir séu aðgöngumiði að Evrópusambandinu - sem aftur er þráhyggja ýmissa stjórnmálamanna.
Meðan samningurinn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, ásamt hliðarsamningum og fylgigögnum eru ekki birt opinberlega: Meðan öll gögn vegna Icesave-nauðungarsamninganna eru ekki birt opinberlega: Meðan ríkisstjórnin er ekki tilbúin að taka undir með Atla Gíslasyni þingmanni um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggi öll spilin á borðið: Meðan ríkisstjórnin hefur ekki varaáætlun (plan B),
þá verður hún að bíta í það súra epli að vera vantreyst innan lands og ef til vill líka utan lands.
Er Icesave-deilumálið skálkaskjól?
Vill ríkisstjórnin vinna með þjóðinni og njóta trausts? Eða vill hún halda áfram að valda óöryggi og kvíða meðal almennings?
Helga Garðarsdóttir
29.7.2009 | 23:45
Lífeyrissjóðirnir og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn!
Steingrímur J. Sigfússon hefur sagt að Icesave-málið sé ekki stærsta vandamálið sem Íslendingar standa frammi fyrir. En hann hefur ekki sagt hvaða annað vandamál er stærra.
Æði margt sem varðar einstaklingana beint situr fast hjá ríkisstjórninni merkt trúnaðarmál.
Heyrst hefur að eignir launamanna í lífeyrissjóðunum séu nú reiknaðar sem eignir ríkisins.
Heyrst hefur að þjóðnýta eigi lifeyrissjóðina til að borga skuldir ónafngreindra einstaklinga og ónafngreindra fyrirtækja í útlöndum. Skuldir sem eru sagðar vera skuldir íslensku þjóðarinnar.
Heyrst hefur að ein af kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé að eignir launamanna í lífeyrissjóðunum verði teknar, þ.e. stolið, og að AGS fái fjármunina til að ráðstafa þeim til alþjóðlegra stórfyrirtækja sem þeir innheimta fyrir.
Atli Gíslason hvatti Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að leggja öll spilin á borðið. Það var örugglega ekki að ástæðulausu.
Jón Bjarnason hefur auk annarra upplýst að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn geri sífellt nýjar kröfur á hendur þjóðinni.
Er ekki kominn tími til að Steingrímur og Jóhanna segi þjóðinni allan sannleikann, umbúðalaust og reki í smáatriðum opinberlega hvernig Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn færir sig sífellt upp á skaftið.
Ríkisstjórnin hefur ekki leyfi til að stefna lífeyri launamanna í hættu og ef hún er að dunda sér við eitthvað slíkt þá eiga eigendur lífeyrisins að fá að vita það tafarlaust!
Helga Garðarsdóttir
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.7.2009 kl. 00:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.7.2009 | 16:25
"Þolinmæði"!
Að sögn Ríkisútvarpsins þá segir fjármálaráðherra að "fréttir um að auðmenn hafi flutt háar fjárhæðir til útlanda rétt fyrir bankahrun gefa tilefni til frekari rannsókna og jafnvel kyrrsetningar eigna". Að sögn RÚV þá þykir fjármálaráðherra kyrrsetning eigna vera "flókin aðgerð". Að sögn RÚV þá hefur fjármálaráðherrann skilning á því að "óþolinmæðin sé mikil".
Orðrétt segir fjármálaráðherrann:
"Það hefur auðvitað vafist eitthvað fyrir mönnum hvernig ætti að útfæra slíkt... svona lagalega og menn benda á þær heimildir sem til staðar eru í lögum þegar að mál eru komin í rannsókn, ef efni standa til, þá er það spurningin af hverju hefur þeim ekki verið beitt ennþá: hafa ekki komið upp þau tilvik þar sem ástæða væri til slíks? Ég held það sé ástæða til að fara yfir það núna í ljósi nýjustu upplýsinga sem eru að koma fram. (...) Þegar að auðugir menn voru að færa persónulega fjármuni í stórum stíl frá landinu dagana og vikurnar fyrir bankahrunið bendir nú til þess að þeir hafi kannski vitað að þetta væri ekki... væri ekki á traustum fótum. Og þá er þetta orðin spurning auðvitað um innherjaupplýsingar og annað í þeim dúr sem allt þarf að rannsaka. (...) Að sjálfsögðu munum við reyna að endurheimta allt til þjóðarbúsins sem að með réttu á að koma hér upp í það tjón sem að orðið er" (leturbr. undirritaðrar)
Hvað er fjármálaráðherrann að segja?
1. Við hvaða menn á Steingrímur þegar hann segir: "Það hefur auðvitað vafist eitthvað fyrir mönnum hvernig ætti að útfæra slíkt"... Eru það menn sem eru hafnir yfir allan vafa um að eiga hagsmuna að gæta eða einhverjir aðrir? Hvað segja lögmenn: Eru lögin um kyrrsetningu "eigna" svo flókin að ekki sé hægt að beita þeim?
2. "Þegar að auðugir menn voru að færa persónulega fjármuni í stórum stíl frá landinu dagana og vikurnar fyrir bankahrunið". "Auðugu mennirnir" sem Steingrímur vísar til eru það mennirnir sem núna eru til rannsóknar vegna gruns um að þeir hafi komist yfir fé með ólögmætum hætti? Er viðeigandi að tala um þá sem "auðuga" menn.
3. ..."færa persónulega fjármuni í stórum stíl frá landinu"... Snýst ekki allt málið um að fjármunirnir voru og eru ekki þeirra? Hvers vegna talar fjármálaráðherra um "auðuga" menn og "persónulega" fjármuni þeirra?
Ef stjórnvöld líta á umrædda menn sem "auðuga" og það fé sem þeir hafa undir höndum sem "persónulegt" fé þeirra er þá e.t.v. komin skýringin á því að stjórnvöld eiga í erfiðleikum með að beita lögunum um kyrrsetningu eigna? Ef það er svona sem stjórnvöld líta á málið, þá endilega segið það upphátt!
Að sögn RÚV þá hefur Steingrímur skilning á því að "óþolinmæðin sé mikil". Ef Steingrímur á við að almenningur sé óþolinmóður þá þykir mér það vera mikil smekkleysa að tala um líðan almennings sem "óþolinmæði".
Almenningur hefur í 10 mánuði sýnt fáheyrða þolinmæði í biðinni eftir réttlæti.
Í 10 mánuði hafa þúsundir manna misst vinnuna sína, þúsundir hafa misst hluta vinnu sinnar, þúsundir hafa orðið að sætta sig við launalækkun, þúsundir hafa misst... ekki þolinmæðina, Steingrímur,... heldur vonina og flutt til útlanda, þúsundir vakna upp á hverjum morgni og vona að martröðinni sé lokið.
Samkvæmt orðabók Samfylkingarinnar er forsætisráðherra "verkstjórnandi". Hvar er verkstjórnandi ríkisstjórnarinnar? Hefur verkstjórnandinn ekkert að segja við almenning? Núverandi verkstjórnandi var félagsmálaráðherra þegar meintir fjármagnsflutningar fóru fram - vill hún kannski rifja upp hvers vegna ekki var þá brugðist við og segja þjóðinni frá því?
Ítreka hér í lokin spurningar sem ég hef áður birt hér á síðunni
Hvers vegna ávarpar Jóhanna Sigurðardóttir ekki þjóðina?
Hvers vegna tekur Ríkisútvarpið ekki Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon í yfirheyrslu að hætti BBC í Hard Talk?
Hvers vegna hafa margir á tilfinningunni að ríkisstjórnin velji að ganga erinda innlendra og erlendra fjármagnseigenda?
Helga Garðarsdóttir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2009 | 23:09
Hvers vegna?... Annar hluti.
Hvers vegna eru Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún ekki látin gera opinberlega ítarlega grein fyrir því hvers vegna og nákvæmlega hvernig og hvar var tekin ákvörðun um að snúa Icesave-málinu frá því að vera spurning um lagatúlkun yfir í að vera pólitískt þrætuepli?
Hvers vegna héldu þingmenn Vinstri grænna, undir strangri forystu Steingríms J. Sigfússonar, áfram með Icesave-þrætueplið í þeim pólitíska farvegi sem Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún snéru því yfir í?
Hvers vegna svipta stjórnvöld íslensku þjóðina þeim grundvallarrétti að mega leita réttar síns vegna Icesave-málsins fyrir dómstólum?
Hvers vegna gerði ríkisstjórnin lítið með sjónarmið Lárusar Blöndal hrl. og Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors um að tryggingasjóður innstæðueigenda sé ekki með ríkisábyrgð?
Hvers vegna er greiðsluáætlun ríkisstjórnarinnar vegna Icesave ekki birt? Er hún ekki til?
Hvers vegna hræðir Steingrímur J. Sigfússon þjóðina með því að ef ríkisábyrgð á Icesave-nauðungarsamningunum verði ekki samþykkt þá sé aftur kominn október? Hefur íslenskur almenningur það betra nú í júlí en í október?
Hvers vegna hræða stjórnvöld þjóðina með því að ef ríkisábyrgð á Icesave-nauðungarsamningunum verði ekki samþykkt þá fái Íslendingar hvergi lán?
Hvers vegna ætti íslenskur almenningur að vilja fleiri lán? Eru skuldabaggarnir ekki nógir þótt ekki sé bætt við?
Hvers vegna er ekki birt opinberlega hverjar eru eignir Landsbankans og hverjir eiga veðskuldirnar sem teljast vera eignir Landsbankans?
Hvers vegna ætti almenningur að trúa því að fjármálaráðherrann viti ekki hverjar eru eignir Landsbankans?
Helga Garðarsdóttir
26.7.2009 | 13:57
Hvers vegna?... Fyrsti hluti.
Hvers vegna ávarpar Jóhanna Sigurðardóttir ekki þjóðina?
Hvers vegna tekur Ríkisútvarpið ekki Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon í yfirheyrslu að hætti BBC í Hard Talk?
Hvers vegna setur ríkisstjórnin þjóðina ekki í fyrsta sæti?
Hvers vegna velur ríkisstjórnin ekki að fá þjóðina í lið með sér?
Hvers vegna tala Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon ekki máli þjóðarinnar?
Hvers vegna hafa margir á tilfinningunni að ríkisstjórnin velji að ganga erinda innlendra og erlendra fjármagnseigenda?
Hvers vegna velur ríkisstjórnin að halda upplýsingum leyndum fyrir þjóðinni, sbr. fylgigögn vegna Icesave-nauðungarsamninganna?
Hvers vegna ætti Jóhanna Sigurðardóttir að vera saklaus af gjörðum og aðgerðarleysi ríkisstjórnar Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar? Sat Jóhanna ekki ríkisstjórnarfundi?
Hvers vegna eru ráðherrarnir ekki spurðir ítarlega út í þá tillögu að Íslendingar leiti á náðir Parísarklúbbsins?
Hvers vegna gengur biskupi Íslands illa að finna sér hlutverk meðal þjóðarinnar eftir að kreppan skall á?
Hvers vegna heyrist ekkert frá forseta lýðveldisins?
Helga Garðarsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar innlendar vefsíður
- Áskorun til forseta Íslands
- Economic Disaster Area
- "Glæsileg niðurstaða"!
- Heimssýn
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hvítbókin
- Icesave-reiknir - hver skuldbindingin?
- Samningurinn við Breta vegna Icesave
- Samningurinn við Hollendinga vegna Icesave
Áhugaverðar erlendar vefsíður
- Bloomberg
- Business Monitor International
- Do you know the truth about the EU?
- Folkebevægelsen mod EU, Danmörku
- Global Britain... in the wider world
- Institute for Creditary Economics - ICE
- Naomi Klein
- Nei til EU, Noregi
- Nej til EU, Svíþjóð
- Juni bevægelsen for et nyt og slankt EU
- RGE Monitor
- TEAM the European Alliance of EU-Critical Movements
- VOX
- World Socialist Web Site
Erlend dagblöð og tímarit
- Aftenposten
- Al Jazeera
- Berlinske Tidende
- Dagens Nyheter
- Deutsche Welle - DW-World
- Dimmalætting
- E24
- Economist
- Financial Times
- Forbes
- Fortune
- Gulf Times
- IceNews - Daily News
- Irish Independent
- Jyllands-Posten
- Le Figaro
- Le Monde
- London Evening Standard
- Politiken
- Spectator
- Telegraph
- The Daily Princetonian
- The Huffington Post
- The Independent
- The New York Times
- The Wall Street Journal - Europe Edition
- The Washington Post
- Zeit On Line
Greinar um Ísland og kreppuna í erlendum miðlum
- Walking up to reality in Iceland, by Jón Daníelsson
- Time to install Iceland 2.0, by Ben H Murray
- Bizarre battering of insurers, by Anthony Hilton
- European bank bail-out could push EU into crisis, by Bruno Waterfield
- In praise of Iceland, editorial
- Culpability debate at RBS intensifies, by Kate Burgess
- Iceland in turmoil as coalition collapses, by David Ibison
- Iceland Turns Hard Left
- Ireland? Iceland? Doubts on Doomsday Scenario in Eire, by Landon Thomas
- Crime Once Exposed Has no Refuge but in Audacity - Tacitus, by Íris Erlingsdóttir
- Iceland's Conservatives Try to Rewrite History, by Íris Erlingsdóttir
- Cracks in the crust
- Major-Washington Agency Runs Iceland Look-Alike Casting, by Edward Hugh
- Nobel prize winner blasts IMF over loans
- How Bad Could The Crisis Get? Lessons From Iceland, Jón Daníelsson
- Iceland: The country that became a hedge fund, by Peter Gumbel
- Ultra-Capitalism Killed Iceland
- Upheaval calls for Fleece Revolution in Iceland, by Lenka Vaiglova
- Who bombed Iceland? by Uwe Reinhardt
- World Agenda: is this the most hated man in Iceland? by Roger Boyes
- Britain and the Netherlands bully little Iceland, by Ársæll Valfells
- Iceland gets cold feet over paying back bailout
- Latvian debt crisis shakes Eastern Europe, by Ambrose Evans-Pritchard
- Iceland PM hits out at IMF rumors, by K. Már Hauksson
- Britain's 'gunboat' diplomacy still angers Iceland, by Ambrose Evans-Pritchard
- A Debate Rages in Iceland: Independence vs. I.M.F. Cash, by Landon Thomas
- All Of Them Must GO, by Naomi Klein
- SFO to help Iceland as probe turns to Kaupthing's US links, by Rowena Mason
- Iceland hits impasse over lost savings, by Andrew Ward and Alex Barker
- Icelanders are angry but will make sacrifices, by Jóhanna Sigurðardóttir
- Iceland seeks UK fraud office help, by Andrew Ward
- For you, the war is over, by Andrew Hill
- Iceland poised for foreign payback pact, by Andrew Ward, Megan Murphy and Jim Pickard
- Icelands debt repayment limits will spread, by Michael Hudson
- Iceland: what ugly secrets are waiting to be exposed in the meltdown?, by Rowena Mason
- The ice storm, by Gauti Kristmannsson
- Brain drain hits cash-strapped Iceland, by Susanne Henn
- Islands nye krise, av Ola Storeng
- Iceland's bank crisis delivers baby boom, by Andrew Ward
- Is Iceland too small? By Þorvaldur Gylfason
- Iceland shows the dangers ahead for us all, by Robert Wade
- Islands Schulden sind zu teilen, Von Clemens Bomsdorf
- The IMF destroys Iceland and Latvia, by Nathan Lewis
- The Lehman Brothers collapse: the global fallout, by Richard Wachman
- Iceland urges media to lift nations gloom, by Andrew Jack
- Iceland after a year of financial crisis, by Robert Jackson
- Icelands PM: Icesave Will Decide the Coalitions Fate
- Icelands PM: We Cannot Wait for IMF Any Longer
- Iceland Reaches Agreement with IMF
- Iceland Minister Confident Icesave Bill Will Pass
- Iceland's president turns cold on Icesave deal, by Rowena Mason
Greinar um Ísland og kreppuna í innlendum miðlum
Álit erlendra sérfræðinga um orsakir efnahagshrunsins
- Undersized: Could Greenland be the new Iceland? Should it be?
- The Icelandic banking crisis and what to do about it: The lender of last resort theory of optimal currency areas
Greinar um hvers vegna Icesave eru ekki skuldir Íslendinga
Greinar um efnahagskreppuna í erlendum dagblöðum
Evrópusambandið
- Support for Lisbon Treaty falls eight points to 46%, by Stephen Collins
- The European Union the New Soviet Union, by Vladimir Bukovsky
Útvarps- og sjónvarpsþættir á netinu
Innlendir og erlendir ljósvakamiðlar
Bloggvinir
-
malacai
-
andrigeir
-
arikuld
-
axelthor
-
baldvinj
-
creel
-
birgitta
-
bjarnihardar
-
gattin
-
gagnrynandi
-
draumur
-
egill
-
erla
-
estheranna
-
finni
-
gretarmar
-
tilveran-i-esb
-
skulablogg
-
bofs
-
hreinn23
-
morgunblogg
-
maeglika
-
helgatho
-
hedinnb
-
kreppan
-
islandsfengur
-
jonl
-
kaffistofuumraedan
-
capitalist
-
katrinsnaeholm
-
liljaskaft
-
lydurarnason
-
vistarband
-
marinogn
-
pallvil
-
raksig
-
raudurvettvangur
-
rutlaskutla
-
sigurjonth
-
siggi-hrellir
-
sij
-
siggith
-
fia
-
lehamzdr
-
isspiss
-
tryggvigunnarhansen
-
vest1
-
kreppukallinn
-
reykur
-
thjodarsalin
-
aevark
-
isleifur
-
thorsaari
-
tbs
-
eeelle
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar