Færsluflokkur: Bloggar
31.7.2009 | 03:45
Á villigötum
Nú velta menn vöngum yfir því hvers vegna AGS hefur frestað lánveitingu til Íslands.
Menn velta líka fyrir sér afleiðingarnar af frestun lánsins og ekki vantar dómsdagsspár þeirra sem vilja að Íslendingar afsali griðum fullveldisins til Breta og Hollendinga. Sjálfsagt hinir sömu og samþykkja afsal sjálfstæðis með því að færa vald í hendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Menn hafa kannski ekki velt nægilega vöngum yfir því hvers vegna við tökum lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Megintilgangur lántökunnar er að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn. Gjaldeyrisvarasjóðurinn er í vörslu banka í Bandaríkjunum sem greiðir lága vexti af fjárhæðinni. Á hverjum degi mun ríkissjóður, íslenskir skattgreiðendur þurfa að greiða fleiri tugi milljóna í vaxtamun vegna erlendra lána og það í GJALDEYRI. Tilgangurinn, jú efla þarf traust fjármálakerfisins. Ha, fattar alþjóðafjármálakerfið ekki að þetta er bara lán eða treystir fjármálakerfið Íslandi mikið betur ef Ísland er mjög skuldugt.
Treystir alþjóðafjármálakerfið Íslandi t.d. betur ef Ísland skuldar 3.000 milljarða en ef Ísland skuldar t.d. 1.000 milljarða? Hvað ef Ísland skuldar t.d. 10.000 milljarða er því þá treyst enn betur?
Þetta gengur ekki upp í mínum huga og samræmist á engan hátt á skilningi mínum á hugtakinu traust. Það er vert að taka það fram að ég er mikill sérfræðingur í þessu hugtaki. Tók það fyrir í masterritgerðinni minni, þ.e. traust í viðskiptum. Hef líka verið að skoða þetta hugtak í doktorsritgerðinni minni.
Man eftir því að Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún ferðuðust vítt og breytt um heiminn í fyrra og lugu að fólki til þess að efla traust þess á Íslenskum bönkum. Traust í skilningi nýfrjálshyggjunnar er nefnilega notað sem samheiti við að ljúga á skilvirkan hátt. Vel heppnuð blekking eflir traust. Þess vegna er lögð rík áhersla á að fjármálakerfið haldi að Íslendingar eigi mikinn gjaldeyrisvarasjóð. En auðvitað fattar alþjóðafjármálakerfið alveg að nettó gjaldeyrisvaraforði er lítill eftir sem áður. En vegna griðalegrar skuldsetningar verða Íslendingar undir stöðugri ógn af lokun lánalína.
Hvílíkt vald sem alþjóðafjármálakerfið fær yfir íslensku þjóðarbúi. Vegna þess að ríkisvaldið velur að ganga með betlistaf um heimsbyggðina í stað þess að takast á við vandann. Í minni orðabók heitir það aumingjaskapur. En það sem verra er, er aulahátturinn í strategískum samskiptum við aðrar þjóðir.
Það er því alsendis óvíst að það takist að kjafta upp krónuna eða traust á henni. Rétt eins og Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu tókst ekki að kjafta bankanna upp úr gjaldþrotinu. Og víst reyndu þau.
Lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fer ekki til uppbyggingar atvinnulífs. Ekki til þess að styrkja varnir samfélagsins gegn þeim sem vilja notfæra sér ringulreiðina á Íslandi og hirða hér auðlindir án þess að láta neitt á móti.
Stóriðjan á Íslandi er gott dæmi um bókhaldsbrellur alþjóðafjármálasamfélagsins. Erlendu móðurfyrirtækin lána dótturfélögum sínum, á Íslandi, hundruði milljarða. Við það hækka erlendar skuldir þjóðarbúsins. Hefur það áhrif á lánshæfismat? Hækkar það vaxtabyrði Landsvirkjunar? Hvers vegna skuldsetja alþjóðafyrirtæki dótturfélög sín hér á landi? Jú til þess að losna við að greiða skatt á Íslandi. Viljum við fleiri svona díla? Ekki ég.
Þess má geta að einstaklingar á Íslandi skulda erlendum aðilum ekki neitt. Erlendar skuldir einstaklinga eru 0. Skuldsetning stóriðjunar eru um 600 milljarðar að meðtaldri áhættufjármögnun.
Hamrað er á því í erlendum fjölmiðlum sem ganga erinda alþjóðafyrirtækja að íslenskur almenningur þurfi að standa við sínar skuldbindingar. Ég spyr: hverjar eru þær? Vogunarsjóðir sem léku sér með íslenskt efnahagskerfi og alþjóðafyrirtæki sem hafa arðrænt þjóðarbúið, hvar er ábyrgð þeirra?
Hvers vegna vill hinn græni forsætisráðherra byggja fleiri álver? Þegar erlendir aðilar byggja á Íslandi eykst eftirspurn eftir krónu. Krónan hækkar í verði.
Ég spyr er endalaust hægt að taka vitlausar ákvarðanir til þess að styrkja krónuna.
Í haust þegar bankarnir hrundu lá fyrir, að mínu mati, áætlun á borði Breta um það hvernig þeir ætluðu að beita öllum valdastofnunum hins vestræna heims til þess að græða sem mest á öngþveitinu.
Hegðun Breta, Hollendinga, Norðurlandanna, ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er strategísk. Fyrsta skrefið var að telja stjórnvöldum á Íslandi í trú um að aðeins ein leið væri út úr vandanum og síðan var sú leið stráð þyrnum.
Stjórnmálamenn sitja fastir í hugmyndafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eru þess vegna hluti af vandamáli þjóðarinnar. Þessi leið er einfaldlega of dýrkeypt.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.7.2009 | 23:14
ESB -AGS -Icesave hryllingurinn
Innganga í ESB er mjög umdeild á Íslandi. Samfélagsgerð ESB á sér ekki forvera í heimssögunni. ESB hefur þróast og tekið breytingum í áratugi. Ríki sem gengu í ESB fyrir tuttugu árum síðan gengu í efnahagsbandalag en hafa nú verið innlimuð í sambandsríki. Minni ríki hafa haft lítil áhrif á þróun ESB og þurfa að taka við breytingum sem oft eru innleiddar á forsendum voldugri þjóðríkja.
Það er óljóst hvers konar bandalag ESB mun verða eftir tuttugu ár. Það segir sagan okkur.
Bankahrunið á Íslandi afhjúpaði alvarlegan ágalla á formgerð, hugmyndafræði og regluverki Evrópusambandsins.
Tilskipanir sambandsins eru mótaðar af þjóðum sem fara með flest atkvæði í sambandinu og hafa þar mest völd. Það má spyrja þeirrar spurningar hvort voldugar þjóðir hafi skilning á sérstöðu minni ríkja, aðstæðum og getu þeirra í samfélagi við stærri ríki.
Tilskipun ESB, sem heimilar ekki ríkisábyrgð á tryggingarsjóði innistæðna, var mótuð af valdhöfum ESB. Umhverfi fjármálastarfsemi í Evrópu var mótað af valdhöfum ESB.
Það er á ábyrgð yfirvalda á hverjum tíma að móta löggjöf sem elur af sér kerfi sem gengur upp. Gengur upp fyrir alla sem hlut eiga að máli.
Við bankahrunið á Íslandi í haust kom í ljós að ESB hafði skapað regluverk og viðskiptaumhverfi sem gekk ekki upp fyrir smáþjóð eins og Ísland. Það þýðir ekki að segja að íslenskir útrásarvíkingar hafi verið gráðugir. Víst voru þeir gráðugir en græðgin er einn af þeim þáttum sem ábyrgir valdhafar gera ráð fyrir við hönnun kerfa og mótun viðskiptaumhverfis.
Það er á ábyrgð löggjafans og valdhafanna að móta regluverk sem tryggir það að refsing sé þeirra sem sekir eru, að tapið sé þeirra sem tóku áhættu og að ábyrgðin sé þeirra sem valdið hafa.
Hvernig brugðust þá Evrópusambandsþjóðirnar við bankahruninu á Íslandi? Settust þær niður eins og siðuðum þjóðum sæmir og reyndu að finna lausn á vandanum? Vandanum sem alfarið má skrifa á vanburði þeirra sjálfra við mótun reglna, mótun umhverfis og valkosta. Reyndu þær að takmarka skaðann fyrir alla hlutaðeigandi og vernda hina saklausu?
Nei.
Nei, þessar þjóðir sem sjálfar hafa ekki farið varhluta af græðginni hafa í krafti stærðar sinnar og valda kosið að vernda gallað regluverk fremur en að viðurkenna að regluverkið gengur ekki upp í litlu hagkerfi.
Hagkerfi lítilla þjóða eru viðkvæm. Lítill gjaldmiðill er viðkvæmur. Þegar erlendir áhættufjárfestar og íslenskir bankamenn veðja gegn krónunni nægir það til þess að rústa hagkerfinu. Íslenskir fjárglæframenn voru ekki einir í þessum leik. Leikurinn var háður því að einhver vildi leika við þá og með þeim. Ísland varð í boði íslenskra og erlendra fjármálakerfa að spilavíti alheimsins. Fjármálafyrirtækin voru skráð á Íslandi en leikurinn fór að mestum hluta fram erlendis.
Íslenskur almenningur stendur berskjaldaður frammi fyrir erlendum valdastofnunum sem hafa tekið sig saman um að sjá til þess að íslenskur almenningur sem ekki veðjaði gegn krónunni, sem ekki stofnaði banka erlendis, sem ekki hafði völd til þess að hafa áhrif á þróun bankakerfisins, sem ekki áttu neina aðild að viðskiptunum, já þessar valdastofnanir ætla að sjá til þess að það verði þeir beri tapið.
Við höfum alþjóðagjaldeyrissjóðinn inni á stofugólfi hjá okkur.
Fyrir ári síðan var okkur sagt að íslenska ríkið skuldaði ekki neitt. Í dag er okkur sagt að ríkið skuldi þúsundir milljarða. Hvers vegna þarf íslenska ríkið að skuldsetja almenning. Jú samkvæmt alþjóðagjaldeyrissjóðnum verðum við að gera það til að styrkja krónuna. Til að tryggja það að þeir sem tóku áhættu þurfi ekki sjálfir að bera tapið.
Og hver eru skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins:
Háir stýrivextir sem eru að drepa atvinnulífið en tryggja bönkum góðar tekjur, bönkum sem síðan á að færa í hendur erlendra lánadrottna og áhættufjárfesta.
Niðurskurður í velferðarkerfi sem mun verða það róttækur að hann mun hafa í för með sér skertar lífslíkur, aukna vanheilsu og minni tækifæri til menntunar.
Mismunun og ójöfnuður í samfélaginu mun aukast ef við höldum áfram á þessari braut.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nefnilega sagt ríkisstjórninni að hún verði að taka svona mikil lán, safna meiri skuldum en ríkið getur nokkru sinni borgað og setur síðan ríkistjórninni skilyrði sem tryggja það að kreppan hér á landi dýpkar og geta til þess að standa við skuldbindingarnar rýrnar.
Takið eftir að engin af tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins felur í sér að auka styrk íslensku þjóðarinnar. Þvert á móti ganga þessi skilyrði út á að veikja þrótt þjóðarinnar og draga úr varnarmætti hennar og gera hana háða erlendri stóriðju og fjármálastofnunum.
Gordon Brown sagði nefnilega að hann væri í góðum tengslum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og "aðrar stofnanir." Það er varla umdeilanlegt lengur að mótuð hefur verið sameiginleg "strategía" meðal helstu valdastofnanna heims.
Þessar stofnanir eru ríkisstjórn Bretlands, ríkisstjórn Hollands, ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. Því miður hefur hin svo kallaða vinstri-ríkisstjórn fallist á að fylgja þeirri stefnu sem henni hefur verið sett fyrir. Stefnu sem miðar að því að kollsteypa fjölskyldum og fyrirtækjum sem þjóna þjóðarhag en tryggja sem best hag áhættufjárfesta og aðgang alþjóðafyrirtækja að auðlindum Íslendinga.
Þegar litið er til samskipta íslendinga við aðrar þjóðir fer varla fram hjá neinum að staðan er erfið og vandamálin fjölþætt. Stærstu mistök ríkisstjórnarinnar er að mínu mati að draga aðildarumsókn að ESB inn í þetta öngþveiti sem hér ríkir í ríkisfjármálum, efnahagsstjórn og síðast en ekki síst pólitík.
Þegar innihald Icesave-samningsins er skoðað er ljóst að Íslendingar geta ekki, í því umhverfi sem alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur skapað hér á landi, staðið við skuldbindingar samningsins. Það er algjörlega dagsljóst í mínum huga að þetta skilja Bretar og þetta skilja Hollendingar.
Því spyr ég hvers vegna hafa þessir aðilar lagt fram samning sem þeir vita að Íslendingar geta ekki staðið undir.
Ég spyr einnig hvers vegna hefur ríkisstjórnin ástundað blekkingarleik í marga mánuði til þess að leyna innihaldi samningsins og gögnum hans.
Öll pólitísk umræða hefur beinst að ESB og Icesave. Ríkisstjórnin ber fulla ábyrgð á því. Icesave-samningurinn er þeirra barn og aðildarumsókn að ESB er þeirra barn.
En ég spyr hvar er uppbyggingin.
Hvar er skjaldborg heimilanna?
Hvar eru viðbrögð við vaxandi atvinnuleysi.
Hvar eru aðgerðir til þess að auka tekjur þjóðarbúsins.
Hvar eru aðgerðir sem miða að verðmætasköpun og aukinni fullvinnslu?
Hvar eru aðgerðir sem miða að því að afla markaða fyrir íslenska framleiðslu?
Hvar er hið aukna lýðræði?
Hvar er aukið gangsæi?
Hvers vegna eru skilanefndirnar enn skipaðar mönnum sem tengjast hruninu?
Hvers vegna eru sekir stjórnendur enn að störfum í bönkunum?
Hvernig ætlar Jóhanna að verja skjaldborg heimilanna þegar bankarnir eru komnir í eigu erlendra lánadrottna?
Já þær eru margar spurningarnar
Ríkisfjármálin hafa verið lögð til hliðar. Athyglinni dreift frá risavöxnum vandamálum sem blasa við fjölskyldum og fyrirtækjum og milljarðar settir í aðildarumsókn um ESB.
Ég legg til að ríkisstjórnin sendi alþjóðagjaldeyrissjóðinn heim, dragi til baka umsókn um aðild að ESB og fari að byggja upp innviði samfélagsins, veiða fisk og fullvinna hann, nota orkuna í þágu atvinnulífsins og fari að greiða niður skuldir í stað þess að safna þeim.
Ræða flutt á Austurvelli
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Össur: Diplómatískur sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2009 | 23:42
Nú getur ESB fylgst náið með þér
Eftirfarandi frétt birtist í sænska fréttablaðinu Expressen:
Nú er á borðinu að ESB fái frjálsan aðgang að upplýsingum um ferðir, fjármál og netnotkun þegnanna. Áhyggjurnar og óánægjan eykst. Þetta myndi bitna illilega á Svíum segir sænski þingmaðurinn Camilla Lindberg (FP).
Auka á réttarfarslega samvinnu meðal ESB landanna undir sænsku forræði. Á miðvikudag hittast dómsmálaráðherrar ESB á óformlegum fundi í Stokkhólmi til þess að ræða stefnuna í hinu svo kallaða Stokkhólmprógrammi.
Eitt af aðalatriðunum er réttarfarslegt samstarf í ESB -og bæta á upplýsingargjöf á milli landanna.
Frjáls aðgangur að upplýsingum um ferðir þegnanna, fjármál og netnotkun eru nokkrar af tillögunum.
Viðkvæmar upplýsingar
Það sem hefur lekið út um tillöguna hefur nú þegar mætt gagnrýni bæði á blogginu og meðal stjórnmálamanna.
Þingmaðurinn Camilla Lindberg sem var sú eina í samstarfsflokkunum sem kaus gegn FRA heldur að það mismuni Svíum að halda uppi svona samstarf.
Í Svíþjóð erum við gríðarlega berskjölduð þegar kemur að persónuupplýsingum. Það er mun auðveldara að safna miklum upplýsingum um Svía en t.d. Frakka, þess vegna myndi þetta bitna mjög illa á sænskum almenningi segir hún.
Mark Klamberg doktorsnemi í lögfræði við Stokkhólmsháskóla kemur líka auga á vandamál:
Það er hætta á því að löndin geti notað upplýsingar í öðrum tilgangi en þeim var safnað.
Það stendur til að móta þetta prógram nú með haustinu.
Þýð. Jakobína Ólafsdóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.7.2009 | 13:17
Nu vill EU kunna följa dig i detalj
Nu vill EU kunna följa dig i detalj
Fyrir þá sem ekki skilja sænsku þá verður þýðing sett inn seinna í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2009 | 17:08
Hreinskilni samfylkingarinnar!
Í gær var mikill hreinskilnisdagur hjá samfylkingunni, Jóhanna Sigurðardóttir viðurkenndi í ræðustól að Samfylkingin hafi hótað Vinstri Grænum stjórnarslitum ef þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði ekki samþykkt. Lítið hefur þó farið fyrir málefnalegri rökræðu um ástæður þess að Ísland eigi að ganga inn í ESB. Sú umræða hefur verið mjög áróðurskennd og lítið um haldbær rök. Mest öll orðræðan í málinu hefur verið frasakennd þar sem frasarnir lægra vöruverð, traust, krónan er dauð, Við þurfum að vera hluti að alþjóðasamfélaginu o.s.frv., o.s.frv.. Ágætis úrdráttur af innihaldslausum órökstuddum frösum er að finna í grein Baldurs Þórhallssonar í Fréttablaðinu þann 7. Júlí síðastliðinn.
Í Kastljósþætti gærkvöldsins var rætt við þau Margréti Tryggvadóttur, Helga Hjörvar, Ásmund Einar Daðason, Illuga Gunnarsson og Sif Friðleifsdóttur um þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þar kom reyndar fram en einn áróðurs frasinn frá Helga Hjörvari, "eigum við að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu". Morfís-frasar Helga koma hreinlega á færibandi þessa dagana.
Það sem var áhugaverðast í þættinum var svar Helga Hjörvars við spurningu Sigmars Guðmundssonar stjórnanda þáttarins, sem spurði í lok hans, "hver eiga að vera helstu markmið ef við förum í þessar viðræður, hver eiga að vera helstu markmið þar".
Þetta var svar Helga Hjörvars,
Það er auðvitað út af forræði yfir sjáfarauðlindunum vegna þess líka að Evrópuþjóðunum hefur ekki gengið mjög vel að halda utan um sína fiskistofna, þar einmitt höfum við nokkuð til málanna að leggja og að gefa inn í Evrópusambandið. Hitt er auðvitað evran, og kannski ekki síst að fá sem allra fyrst stuðning evrópska seðlabankans við myntina sem við erum með og við þurfum að styðjast við á næstu árum sem er krónan, vegna ...
Það að tryggja forræði yfir sjáfarauðlindunum nefndi Helgi Hjörvar í framhjáhlaupi. Helgi skýrði samt ekki nánar með hvaða hætti það ætti að vera. Hvort hann heldur, að við getum tryggt að tekjur af sjávarútvegnum skili sér til íslensks samfélags, kom heldur ekki fram hjá honum. Í svarinu kemur líka fram að það væri mjög gott ef Evrópski seðlabankinn myndi styðja við Íslensku krónuna.
Ekkert nýtt var í þessum orðum en það sem var áhugaverðast í svari Helga er ástæðan fyrir því að hann telur að það sé mikilvægt að fá stuðning frá Evrópska seðlabankanum.
það er nefnilega Ekki ... vegna þess að íslensk heimili mega ekki við meiri gengislækkun (eða eitthvað í þeim dúr).
Nei, inngangan í ESB hefur ekkert með íslenskan almenning eða íslensk fyrirtæki að gera. Framhaldið á svari Helga var þetta,
... vegna þess að við verðum að gefa þeim alþjóðlegu fyrirtækjum sem enn eru hér starfandi og fjármálastofnanir eru að bjóða að flytja sig til annarra landa vegna þess að þau munu ekki njóta lánstrausts hér, við verðum að gefa þeim einhverja framtíðarsýn og einhverja ástæðu til þess að taka þennan slag við okkur og komast í gegn um þessi tvö þrjú erfiðu ár sem að við eigum hér fram undan til þess að við náum að auka hér verðmætasköpunina og standa undir þeim skuldbindingum við höfum verið að taka á okkur.
Með öðrum orðum eiga helstu markmiðin með aðild að vera að tryggja hagstætt umhverfi fyrir alþjóðleg fyrirtæki. Það er gott að fá loksins hreinskilið svar frá fulltrúa Samfylkingarinnar um það hvaða hagsmuni þeir eru að vernda. Þegar öllu er á botni hvolft snýst þetta ekki um hagsmuni íslensk almennings, þetta snýst ekki um lægra vöruverð (eitt af því sem samfylkingin hefur hangið á). Stöðuleikinn sem á að fást í Íslenskt efnahagslíf er ekki stöðugleiki fyrir íslenskan almenning. þetta snýst á endanum um að tryggja hagsmuni erlendra fjárfesta. Snúast öll stefnumál Samfylkingarinnar um að tryggja hagstætt fjárfestingarumhverfi fyrir erlend fyrirtæki? Er skjaldborgin svokallaða fyrst fremst ætluð til að vernda erlent fjármagn? Er ríkisábyrgð á Icesave líka ætluð til að vernda erlenda fjárfesta. Er kannski hugmyndin að lánakjör erlendra fyrirtækja sem hér starfa verði gerð hagstæðari með ríkisábyrgð? Helgi Hjörvar (og Samfylkingin) þarf að skýra það betur hvernig lánstraust erlendra fyrirtækja sem starfa á íslandi tengist inngöngu íslands í Evrópusambandið. Einnig þarf Samfylkingin að svara því af hverju hagsmunir erlendra fyrirtækja séu þeim ofar í huga en hagsmunir Íslensks almennings. Var ekki Samfylkingin örugglega kosinn af Íslenskum almenningi?
Benedikt G. Ófeigsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
3.7.2009 | 18:35
Island blir plundrat
Island blir nu plundrat med ett avtal som den isländska regeringen tvingas ingå av myndigheterna i Brittanien och Holland.
Motståndet från allmänheten på Island har börjat öka igen. Skälet är "loan agreement" som har avtalats på den ena sidan mellan britter och islänningar och på den andra sidan mellan holländare och islänningar. I dessa avtal dokumenteras en systematisk utpressning.
När de isländska bankerna kraschade i oktober 2008 tillgrep den brittiska regeringen terroristlagar mot Island. Terroristlagarna var särskilt riktade mot den privatägda Landsbankinn. Landsbankinn var ägd av den isländska staten fram till 2002 då den blev sålgd till tre individer som hadde starka anknytningar till Ryssland. http://www.hvitbok.vg/Profilar/BjorgolfurGudmundsson/IcesaveKallarnir/
När banken gick konkurs hadde det insamlas över 70 milljarder SEK insatt kapital på Icesave konton i Brittanien och Holland. Det är 100 gånger vad de tre indevider betalat för deras majoritets andel i banken.
Det dröjde inte länge från att Landsbankinn/Icesave gick konkurs tills den Brittiska regeringen började propagera för vem skulle bära skulden för Icesave fiaskot, dvs Isländska skattebetalare. De satte i gång med det samma tvångsåtgärder mot Island. Under det att den isländska befolkningen blir förföljd och utpressat av hollendarna og britterna, med stöd av EU och IMF, liver de som terroristlagen riktades mot i prakt Brittanien. De deltar inte i lösningar som skulle innibära någon slags kompensation för deras enorma brott. Varken britterna eller holländarne har visat intresse för att få tag i dem och deras plunder. Följande bilder visar en av Landsbankinn/Icesave huvudägaras livsstil.
http://www.hvitbok.vg/Profilar/BjorgolfurThorBjorgolfsson/FleiriSnekkjuMyndir/
http://www.hvitbok.vg/Profilar/BjorgolfurThorBjorgolfsson/Einkathotan/
http://www.hvitbok.vg/Profilar/BjorgolfurThorBjorgolfsson/WhereHaveTheBillio/
I fortsättning av att den brittiska regeringen riktade terroristlagar mot de islänska bankerna tog de till vidsträckta och kränkande åtgärder för att skapa brist på förnödenheter i Island. All valuta som skulle föras til Island blev fryst i utländska banker och import av varor som är livsviktiga i Island upphörde. I slutet av oktober började man sätta i gång ett plan för att slagta all höns och gris på Island eftirsom foder höll på att ta slut i landet. Vissa medicin höll även på att ta slut på Island. Britterna med sina åtgerder hotade liv och hälsa bland allmänheten i Island. http://www.bondi.is/Pages/1140
I fortsättningen av att bankerna kraschade körde Gordon Brown och hans specialister propaganda i det internationella samhället. Stormaktens plan är att utpressa det isländska folket för att ställa upp med et garanti för Icesave. EU makthavarna ville skydda banker i Europa från "run" vilked de oroade sig för att kunne bli följden om almännheten skulle bli medveten om EU directivens bristfällighet. Det är nämligen så att ingen garnatifund kan garantera sparkonton när det blir ett system krasch. Det är jämnförbart med ett tillstånd där ett försäkringsbolag står inför att alla deras kunders hus har brunnit över en natt. Icesave fiaskot skyllas först og främst på att EU makthavarna insåg inte att alla hus kunne gå upp i lågor på en natt och därför saknas där att beredskap har införts i direktiven för en sådan händelse.
För att dölja EU-direktiven bristfällighet utpressas nu isländska skattebetalare till att åta garanti för privata firmas affärer. De skal betala "terroristernas", skulder samt för bristerna i EU-directiven som tillåt "terroristerna" att leka med vanliga människors plånböcker utan garanti i dessa länder. För Island kommer EUs lösning att kosta många liv, ökad spädbarnsdöde, kortare medelålder, sämre allmän hälsa och ett fördärvat utbildningssystem.
Enligt EU-direktiven får en deltagende stat eller deras myndiheter inte vara ansvariga för banker om myndigheterna har sett till att en garantifond upprättas. En garantifond upprättades i Island. Den är ett självständigt bolag med ingen anknytning till staten.
Island uppfyllte därför kraven i EU-direktiven men det finns inget, varken i EU direktiven eller i den isländska lagstiftningen, som stipulerar att den isländska rikskassan skal ställa upp med garanti för fonden.
De två "loan agreement" som britterna och holländarna har nu gjort med den isländska regeringen är en del av deras tvångsåtgärder. Tillvägagångssättet är i högsta grad omtvistligt speciellt eftersom den brittiska och den hollänsdka regeringen vägrar kanalisera tvisten på ett normalt och demokratisk sätt, vilket skulle innebära att en ojävig och opartisk enhet f.eks. internationella domstoler eller en skiljedom tar ställning i saken.
Den hollendska och den brittiska regeringen har ställt krav på att detta "loan agreement" skulle vara hemligt. Av något skäl vill de inte att detta avtal skall uppenbaras för pupliken. De ställde krav på att även isländska riksdagsmän skulle rösta om lag som tillåter statens financiella åtaganden för fullbordan av detta kontract men utan riksdagsmännen fått ta del av innehållet í kontraktet. Hela tillvägagångdsättet strider mot grundlagens anda.
Kontraktet blev smugglat av någon ut ifrån regeringens lokaler och har nu publiseras i isländska tidningar.
Professorer i internationella lagar i Island hävdar att enligt EU direktiven bör den isländska staten inte ställa upp med garanti för privatägda bankers affärer i Europa därför att Island uppfyllte de krav som ställs i EU-direktiven.
EU directivet översatt til isländska http://brunnur.stjr.is/ees.nsf/pages/2E9317F82E04988100256700004E1234/$file/394l0019.pdf
Översatt till svenska:
Detta directiv kan inte göra deltagende stat eller deras myndiheter ansvariga för låneinstetut [banker] om de [myndigheterna] har sett till att ett eller flera system [garantifond] som är erkännda av myndigheterna upprättas. System som garanterar insatta pengar eller att bankerne själva garanterar att kompencera kontoägarna i enlighet med detta directivs krav.
Engelska teksten:
"the system [en garantifond] must be in existence and have been officially recognized when this Directive is adopted," och "The system must not consist of a guarantee granted to a credit institution by a Member State itself or by any of its local or regional authorities" http://www.legaltext.ee/et/andmebaas/tekst.asp?dok=T40689&keel=en&query=pension&tyyp=SITE_T&ptyyp=I&pg=20
I Island uppläver man att britterna och holländarna går fram med våld. Deras uppförande har varit brutalt. Stormakterna EU, IMF, Brittanien och Holland har pressat fram ett avtal som medför att britterne och holländarne kan överta islänska naturresurser om de är ägda av staten. Detta är speciellt bekymrande därför att historian berättar att de har inte varit skönsamma mot naturen där de har plundrat.
De brittiska och holländska parterna har, med hot om straffåtgärder, tvingad fram ett avtal som islänningar kan aldrig uppfylla. Till detta har de haft stöd av IMF och EU. Avtaled har gjorts under hot om att avbryta valutaflöde till Island men för en så isolerat ö som Island innebär detta helt enkelt at det blir brist på mat.
Britterna och holländarna har valgt att kalla detta internationella avtal "loan agreement" även om det är inget "loan agreement" eftersom detta handlar inte om lån till Island utan en tvångsåtgärd för att få den isländska regeringen att gå med på att allmänheten skall åta garanti för ett privatägt firmas affärer.
Enligt avtalet skall Island garantera återbetalning av över 64 milljarder SEK året 2016. Islänningar skall garantera en återbetalning av hela summan under åren 2016 till 2023. Om inga tillgångar finns i banken skall risken tillfalla den isländska skatteborgaren. I Island bor där ungefär 100 tusen familjer. För varje familj innibär avtalet skuldåtaganden av 640.000 SEK året 2016. Räntesatsen på lånet är 5,5%. Avtalet förplikter en återbetalning och ränta upp till 125.000 SEK per familj per år under sju års period. Detta innebär att man störtar velfärdsystemet på Island i fullständigt fördärv.
Det som är mest chockerande i denna "loan agreement" är att Island skall, enligt paragraf 16.3 avstå från sin suveränitet.
I denna säger:
Each of the Guarantee Fund and Iceland consents generally to the issue of any process in connection with any Dispute and to the giving of any type of relief or remedy against it, Including the making, enforcement or execution against any of its property or assets (regardless of its or they-ir use of intended use) of any order or judgement. If either the Guarantee Fund or Iceland or any of their respective property or assets is or are entitled in any jurisdiction to any immunity form service of process or of other documents relating to any Dispute, or to any immunity from jurisdiction, suit, judgment, execution, attachment (whether before judgement, in aid of execution or otherwise) or other legal process, this is irrevocably waived to the fullest extent permitted by the law of that jurisdiction. Each of the Guarantee Fund and Iceland also irrevocably agree not to claim any such immunity for themselves or their respective property of assets.
http://www.morgunbladid.is/media/46/1546.pdf
Översatt till svenska:
Både garantifonden och Island går fullständigt med på att vars lags rättegång gentemot dem angående vilken som hälst tvist I vilket område som helst och vilken som hälst rättsutveg, därmed göra utmätning eller utfärdande mot vilken egendom eller tilgång som helst (uavsätt till vilken användning den är avsädd) enligt vilket som hälst utlåtande eller dom.
Om garantefonden eller Island eller vilka som helst tilgångar eller rättigheter har rätt til immunitet (befriande) i någon som helst jurisdiction från process/rättegång eller publishering av andra dokumenter anknutna til vilket tvist som helst eller berättigade någon slags annan immunitet från juridiktion, åklagan, bedömande, utförande, eller övertagande (varken före bedömande, till stöd av fullföljande eller något annat) eller annan rättslig process, detta äroåterkallelig eftergift till den ytterste utsträckning tillåten enligt lagen i den jurisdiction. Garantifonden och Island också oåterkalleligt samtycker att göra inte anspråk på någon slik immunitet för dem själva eller deras respektive egendomar och tillgångar.
Enligt detta kan både brittiska och holländska parter överta vilka egendomar och tillgångar som helst ägda av den islänska staten. Vägar, sjukhus, skolor, hamnen, energy källor, vatten källor o.s.v. De kan ta vad som hälst och på sina egna villkor.
Risken i avtalet innebär i värsta fall att Island skall betala från året 2016 12 milljarder SEK om året till de brittiska och holländska parter.
För att förstå storleksgraden av detta påpekas att den isländska rikskassans intäkter i år är 23 milljarder SEK varav rikskassan betalar 5 milljarder SEK i ränta på andra utländska lån. Förra års BNP var ungefär 86 milljarder SEK på Island. Offentliga (statens) utgifter 2009 är över 32 milljarder SEK.
Det som händer nu på Island är inte ett särisländsk problem utan ett problem som almännheten i hela Europa står framför.
Man skatteplagar nu almännheten för att rädda finanssystemet, d.v.s. adlens egendomar.
Det har varit mycket propaganda på Island sedan bankerna kraschade i höst. Man propagerar att almännheten har slösat med pengar och att därför har ekonomien blivit dålig. Det är klart att det har varit korrumpta politiker i högsta instanser samt de som ägde bankerna som har ödelagt den isländska ekonomien. Mycket av den isländska valutafonden som försvann i höst när bankerna kraschade finns antagligen nu i någon brittisk skatteparadis på Virgin Islands.
Vanliga männeskor på Island (95% av befolkningen) har levt ett ganska normalt liv och skött sina åtaganden.
Fortfarande finns där korrumpta politiker och ämbetsmän i högsta instanser på Island som skyddar förbrytarna. Det islänska folket kämpar för rättvisan. Britterna och holländarna utnyttjar Islands nödläge och optimerar sin vinst. De har inte visat något intresse att spåra vart kapilatet tog vägen.
Det är almännheten som lider och den kommer att lida sålänge som det internationella samhället tar ställning med stormakternas förtryck.
Om den här orättvisan tar överhanden och om det legitimeras att oskyldiga männeskor som inte har haft något tilfälle att påverka affärerna skall ta ansvaret och förlusten för andras felsteg då är det en förlust för almännheten i alla länder.
Jakobína Ólafsdóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2009 | 00:18
Stöndum vaktina: hvað þýðir Icesave?
Ekki mátti upplýsa um innihald Icesave samningsins og það ekki birt fyrr en einhverjum hafði tekist að smygla því út úr stjórnarráðinu.
Hvers vegna þessi leynd?
Svarið við því virðist nokkuð ljóst. Samningurinn er þess eðlis að hann er stórhættulegur sjálfstæði og framtíð þjóðarinnar.
Fullyrðingar stjórnvalda, embættismanna og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru byggðar á sandi.
Enginn veit hverjar eignir Landsbankans eru eða hverjar þær verða eftir sjö ár.
Bretar og Hollendingar voru ekki tilbúnir til þess að líta við þessum eignum, hvers vegna?
Enginn veit hver landsframleiðslan verður á Íslandi eftir sjö ár.
Enginn veit hver gjaldeyrisstaða eða vöruskiptajöfnuður verður á Íslandi eftir sjö ár.
Enginn veit hverjar erlendar skuldir og greiðslubyrði vega vaxta og afborganna af þeim verður eftir sjö ár.
Gengdarlaus áróður á borð við það að Ísland sökkvi nánast í sæ ef Bretum, Hollendingum og bröskurum verði ekki leyft að sópa til sín allri arðsemi af auðlindum og verðmætasköpun á komandi áratugum í fjölmiðlum.
EN enginn hefur getað dregið upp mynd af því hver veruleikinn verður fyrir þjóðina árið 2016 þegar búið er að uppræta helming velferðarkerfisins, lækka laun undir fátækramörk, skattleggja allt sem hægt er að skattleggja, skuldsetja Ríkissjóð um þúsundir milljarða. Hvað er Ríkisstjórnin að hugsa?
MÆTUM Í IÐNÓ
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Borgarafundur um Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2009 | 14:23
Stundar Hagfræðiprófessor áróður?
Þrýstingurinn vegna Icesave vex dag frá degi. Hótanir og áróður eru vopnin sem notuð eru til að þvinga í gegn um alþingi skuldbindingar sem mikill vafi leikur á hvort ríkinu beri að taka á sig, og nánast engar líkur eru á að Íslenskir skattgreiðendur hafi bolmagn til að standa undir. Það er raunar með ólíkindum hvað menn geta látið út úr sér til að sannfæra almenning og þing um að skattgreiðendur á Íslandi eigi að borga spilaskuldir Björgólfsfeðga.
Svo virðist sem Þórólfur Matthíasson, titlaður prófessor, sé orðinn einn aðal áróðursmeistarinn í Icsave málinu. í Fréttablaðinu í dag lætur Þórólfur hafa eftir sér að
Samþykki Alþingi ekki ríkisábyrgð á Icesave-lánið gæti skapast stríðsástand í efnahagslífinu hérlendis, Ísland fengi hvergi fyrirgreiðslu, fyrirtæki færu unnvörpum í þrot og við yrðum sett á sama stall í samfélagi þjóðanna og Kúba og Norður-Kórea. Þetta segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor sem segist mjög hissa á óábyrgri afstöðu sumra stjórnmálamanna til málsins.
Það hefur verið stríðsástand í Íslensku efnahagslífi síðan einkavæðing bankanna byrjaði. En þá fengu örfáir aðilar bankanna afhenta að gjöf, sem þeir svo notuðu til að sölsa undir sig öll vermæti sem hönd á festi. Ránsfengurinn var svo notaður til frekari landvinninga erlendis. Stríðsástandið í Íslensku efnahagslífi versnaði svo til allra muna þegar stjarnfræðilegu tapi Víkinganna var velt yfir á skattgreiðendur á Íslandi. það þarf því að benda prófessornum á að nú þegar er stríðsástand í íslensku efnahagslífi , og því stríði lýkur ekki fyrr en stjórnvöld í landinu hætta að rukka almenning um spilaskuldir útrásarvíkinganna.
Það má einnig benda Prófessor Þórólfi á það að ástandið í Íslensku efnahagslífi er nú þegar þannig að Ísland fær hvergi fyrirgreiðslu og fyrirtæki fara í þrot í umvörpum.
Svo ætti prófessorinn að kynna sér örlitla sögu áður enn hann gerir lítið úr þeim samfélögum sem byggja Kúbu og Norður-Kóreu.
Hefur Prófessorinn einhver haldbær rök til að styðja þá fullyrðingu að hér verði miklu verra ástand ef Iceave skuldbindingin verður ekki staðfest. Eða vonast hann til að prófessors titilinn einn dugi sem rökstuðningur?
Það ætti einhver að benda prófessornum á það að jafnvel bjartsýnustu spár um skuldabyrðina af Icesave, benda til þess að Íslenskt samfélag gæti átt mjög erfitt með að standa undir þeim. Gott væri að heyra frá prófessornum hvaða áhrif hann telur að skuldabaggi sem við ráðum ekki við, hafi á íslenskt samfélag og hvar hann heldur að við fáum fyrirgreiðslu undir þeim kringumstæðum.
Það getur vel kallað á hefndaraðgerðir af hálfu Breta, Hollendinga og ESB (í gegn um AGS), að samþykkja ekki Icesave skuldbindingarnar. En að samþykkja, skuldbindingar sem við vitum ekkert hvað verða miklar á endanum, (og gætu reyndar í versta falli orðið yfir 1000 miljarðar þegar upp er staðið), er glæpsamlega óábyrgt.
Ef Prófessorinn telur í alvöru að það sé betri kostur að hneppa næstu kynslóð í skulda-ánauð frekar en að taka slaginn núna þarf hann að rökstyðja þá skoðun sína með meiru heldur bara prófessors titlinum. Einnig þarf prófessorinn að svara því hvernig það sé siðferðilega verjandi að velta skuldum Björgólfsfeðga yfir á okkur og börnin okkar.
Benedikt G. Ófeigsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2009 | 13:02
Rúv kemur hótunum AGS opinberlega til skila.
Í fyrstu frétt sjö fréttatíma rúv í gær var viðtal við landstjórann Franek Rozwadowski (fulltrúa AGS á Íslandi) þar sem hann hótaði að ef icesave samningurinn yrði ekki samþykktur, þá væri gjaldeyrislán frá norrænum seðlabönkum í uppnámi. Einnig var rætt við Paul Rawkins sérfræðing frá Fitch ratings sem í gær lækkaði lánshæfismat íslenska ríkisins niður í næst lægsta flokk með hótum um að íslenskar ríkið verði sett í svokallaðan ruslflokk ef Icesave samkomulagið verður ekki samþykkt.
í Inngangi að fréttinni kom fram.
Íslendingar verða að semja um Iceave skuldbindingar til að norrænir seðlabankar veiti gjaldeyrislán, þetta er mat fulltrúa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins hér á landi. Sérfræðingur hjá alþjóðlegu matsfyrirtæki segir lánshæfi íslenska ríkisins meðal annars ráðast af niðurstöðunni um Icesave.
Björn Malmquist segir í upphafi fréttarinnar.
það eru tveir utanaðkomandi þættir sem geta haft víðtæk áhrif á íslenskt efnahagslíf á næstu vikum og mánuðum. Annars vegar sú einkunn sem alþjóðleg lánshæfisfyritæki gefa ríkissjóði Íslands og hins vegar enduskoðun AGS á efnahagsaðgerðum hér á landi og útgreiðsla annars hluta láns frá sjóðnum. Að dómi sérfræðinga sem fréttastofa hefur rætt við, er Icesave samingurinn lykilatriði í báðum þessum þáttum þó hann sé formlega séð ekki hluti af afgreiðslu AGS."
þessi samantekt Björns lýsir vel þeim skilaboðum sem Sérfræðingarnir, sem talað var við, komu áleiðis. Skýrara getur það ekki verið, annað hvort samþykkir Alþingi ábyrgð á Icesave samningnum eða við hljótum verra af.
Ætli þetta flokkist sem eðlileg vinnubrögð alþjóða matsfyrirtækis og AGS?
Eru það svona hótanir sem stýra ákvörðunum íslenskra stjórnvalda?
Benedikt G. Ófeigsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.6.2009 | 21:58
Mjög alvarlegur samningur ekki birtur á íslensku!
Í færslunni hér næstri á undan er vísað á opinbert skjal sem stjórnvöld kalla Skýringar við Icesave samninginn (lesið þetta endilega - en sýnið sjálfum ykkur þá virðingu að lesa textann með gagnrýnu hugarfari).
Stjórnsýslan auglýsir þessa dagana að Icesave-samningarnir við hollensk og bresk yfirvöld séu opinberir á vefnum island.is. Gott og vel! Þeir eru þar! En á flóknu ensku lagamáli . Hvað lesa margir Íslendingar sem eru ekki löglærðir flókið enskt lagamál sér til fullkomins skilnings?
Í viðtali á Útvarpi Sögu nýlega sagði Magnús Thoroddsen, fyrrum hæstaréttardómari að þótt menn kunni að vera góðir í ensku þá skilja þeir ekki enskt lagamál til fullnustu. Hann hefur auðvitað lög að mæla.
Það skildi þó ekki vera með vilja gert að birta ekki samningana á íslensku?
Helga Garðarsdóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tenglar
Áhugaverðar innlendar vefsíður
- Áskorun til forseta Íslands
- Economic Disaster Area
- "Glæsileg niðurstaða"!
- Heimssýn
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hvítbókin
- Icesave-reiknir - hver skuldbindingin?
- Samningurinn við Breta vegna Icesave
- Samningurinn við Hollendinga vegna Icesave
Áhugaverðar erlendar vefsíður
- Bloomberg
- Business Monitor International
- Do you know the truth about the EU?
- Folkebevægelsen mod EU, Danmörku
- Global Britain... in the wider world
- Institute for Creditary Economics - ICE
- Naomi Klein
- Nei til EU, Noregi
- Nej til EU, Svíþjóð
- Juni bevægelsen for et nyt og slankt EU
- RGE Monitor
- TEAM the European Alliance of EU-Critical Movements
- VOX
- World Socialist Web Site
Erlend dagblöð og tímarit
- Aftenposten
- Al Jazeera
- Berlinske Tidende
- Dagens Nyheter
- Deutsche Welle - DW-World
- Dimmalætting
- E24
- Economist
- Financial Times
- Forbes
- Fortune
- Gulf Times
- IceNews - Daily News
- Irish Independent
- Jyllands-Posten
- Le Figaro
- Le Monde
- London Evening Standard
- Politiken
- Spectator
- Telegraph
- The Daily Princetonian
- The Huffington Post
- The Independent
- The New York Times
- The Wall Street Journal - Europe Edition
- The Washington Post
- Zeit On Line
Greinar um Ísland og kreppuna í erlendum miðlum
- Walking up to reality in Iceland, by Jón Daníelsson
- Time to install Iceland 2.0, by Ben H Murray
- Bizarre battering of insurers, by Anthony Hilton
- European bank bail-out could push EU into crisis, by Bruno Waterfield
- In praise of Iceland, editorial
- Culpability debate at RBS intensifies, by Kate Burgess
- Iceland in turmoil as coalition collapses, by David Ibison
- Iceland Turns Hard Left
- Ireland? Iceland? Doubts on Doomsday Scenario in Eire, by Landon Thomas
- Crime Once Exposed Has no Refuge but in Audacity - Tacitus, by Íris Erlingsdóttir
- Iceland's Conservatives Try to Rewrite History, by Íris Erlingsdóttir
- Cracks in the crust
- Major-Washington Agency Runs Iceland Look-Alike Casting, by Edward Hugh
- Nobel prize winner blasts IMF over loans
- How Bad Could The Crisis Get? Lessons From Iceland, Jón Daníelsson
- Iceland: The country that became a hedge fund, by Peter Gumbel
- Ultra-Capitalism Killed Iceland
- Upheaval calls for Fleece Revolution in Iceland, by Lenka Vaiglova
- Who bombed Iceland? by Uwe Reinhardt
- World Agenda: is this the most hated man in Iceland? by Roger Boyes
- Britain and the Netherlands bully little Iceland, by Ársæll Valfells
- Iceland gets cold feet over paying back bailout
- Latvian debt crisis shakes Eastern Europe, by Ambrose Evans-Pritchard
- Iceland PM hits out at IMF rumors, by K. Már Hauksson
- Britain's 'gunboat' diplomacy still angers Iceland, by Ambrose Evans-Pritchard
- A Debate Rages in Iceland: Independence vs. I.M.F. Cash, by Landon Thomas
- All Of Them Must GO, by Naomi Klein
- SFO to help Iceland as probe turns to Kaupthing's US links, by Rowena Mason
- Iceland hits impasse over lost savings, by Andrew Ward and Alex Barker
- Icelanders are angry but will make sacrifices, by Jóhanna Sigurðardóttir
- Iceland seeks UK fraud office help, by Andrew Ward
- For you, the war is over, by Andrew Hill
- Iceland poised for foreign payback pact, by Andrew Ward, Megan Murphy and Jim Pickard
- Icelands debt repayment limits will spread, by Michael Hudson
- Iceland: what ugly secrets are waiting to be exposed in the meltdown?, by Rowena Mason
- The ice storm, by Gauti Kristmannsson
- Brain drain hits cash-strapped Iceland, by Susanne Henn
- Islands nye krise, av Ola Storeng
- Iceland's bank crisis delivers baby boom, by Andrew Ward
- Is Iceland too small? By Þorvaldur Gylfason
- Iceland shows the dangers ahead for us all, by Robert Wade
- Islands Schulden sind zu teilen, Von Clemens Bomsdorf
- The IMF destroys Iceland and Latvia, by Nathan Lewis
- The Lehman Brothers collapse: the global fallout, by Richard Wachman
- Iceland urges media to lift nations gloom, by Andrew Jack
- Iceland after a year of financial crisis, by Robert Jackson
- Icelands PM: Icesave Will Decide the Coalitions Fate
- Icelands PM: We Cannot Wait for IMF Any Longer
- Iceland Reaches Agreement with IMF
- Iceland Minister Confident Icesave Bill Will Pass
- Iceland's president turns cold on Icesave deal, by Rowena Mason
Greinar um Ísland og kreppuna í innlendum miðlum
Álit erlendra sérfræðinga um orsakir efnahagshrunsins
- Undersized: Could Greenland be the new Iceland? Should it be?
- The Icelandic banking crisis and what to do about it: The lender of last resort theory of optimal currency areas
Greinar um hvers vegna Icesave eru ekki skuldir Íslendinga
Greinar um efnahagskreppuna í erlendum dagblöðum
Evrópusambandið
- Support for Lisbon Treaty falls eight points to 46%, by Stephen Collins
- The European Union the New Soviet Union, by Vladimir Bukovsky
Útvarps- og sjónvarpsþættir á netinu
Innlendir og erlendir ljósvakamiðlar
Bloggvinir
- malacai
- andrigeir
- arikuld
- axelthor
- baldvinj
- creel
- birgitta
- bjarnihardar
- gattin
- gagnrynandi
- draumur
- egill
- erla
- estheranna
- finni
- gretarmar
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- bofs
- hreinn23
- morgunblogg
- maeglika
- helgatho
- hedinnb
- kreppan
- islandsfengur
- jonl
- kaffistofuumraedan
- capitalist
- katrinsnaeholm
- liljaskaft
- lydurarnason
- vistarband
- marinogn
- pallvil
- raksig
- raudurvettvangur
- rutlaskutla
- sigurjonth
- siggi-hrellir
- sij
- siggith
- fia
- lehamzdr
- isspiss
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- kreppukallinn
- reykur
- thjodarsalin
- aevark
- isleifur
- thorsaari
- tbs
- eeelle
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar