Rúv kemur hótunum AGS opinberlega til skila.

Greinilegt er að gríðarlegur þrýstingur er á alþingi að ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave verði staðfest af þinginu.

Í fyrstu frétt sjö fréttatíma rúv í gær var viðtal við landstjórann Franek Rozwadowski (fulltrúa AGS á Íslandi) þar sem hann hótaði að ef icesave samningurinn yrði ekki samþykktur, þá væri gjaldeyrislán frá norrænum seðlabönkum í uppnámi. Einnig var rætt við  Paul Rawkins sérfræðing frá Fitch ratings sem í gær lækkaði lánshæfismat íslenska ríkisins niður í næst lægsta flokk með hótum um að íslenskar ríkið verði sett í svokallaðan ruslflokk ef Icesave samkomulagið verður ekki samþykkt.

í Inngangi að fréttinni kom fram
.
Íslendingar verða að semja um Iceave skuldbindingar til að norrænir seðlabankar veiti gjaldeyrislán, þetta er mat fulltrúa Alþjóða gjaldeyrissjóðsins hér á landi. Sérfræðingur hjá alþjóðlegu matsfyrirtæki segir lánshæfi íslenska ríkisins meðal annars ráðast af niðurstöðunni um Icesave.
Aldrei þessu vant, voru sérfræðingarnir ekki nafnlausir enda gáfu nöfn þeirra hótuninni mikla vikt.
Björn Malmquist segir í upphafi fréttarinnar.
það eru tveir utanaðkomandi þættir sem geta haft víðtæk áhrif á íslenskt efnahagslíf á næstu vikum og mánuðum. Annars vegar sú einkunn sem alþjóðleg lánshæfisfyritæki gefa ríkissjóði Íslands og hins vegar enduskoðun AGS á efnahagsaðgerðum hér á landi og útgreiðsla annars hluta láns frá sjóðnum. Að dómi sérfræðinga sem fréttastofa hefur rætt við, er Icesave samingurinn lykilatriði í báðum þessum þáttum þó hann sé formlega séð ekki hluti af afgreiðslu AGS."

þessi samantekt Björns lýsir vel þeim skilaboðum sem Sérfræðingarnir, sem talað var við, komu áleiðis.  Skýrara getur það ekki verið, annað hvort samþykkir Alþingi ábyrgð á Icesave samningnum eða við hljótum verra af.

Ætli þetta flokkist sem eðlileg vinnubrögð alþjóða matsfyrirtækis og AGS?

Eru það svona hótanir sem stýra ákvörðunum íslenskra stjórnvalda?

 

Benedikt G. Ófeigsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Benedikt. Ég er þeirra skoðunar að stjórnmálamenn hugsi nú fyrst og fremst um hvað sé þægilegt fyrir þá. Þeir láta sífellt undan þrýstingi erlendra valdhafa og skrifa undir samninga sem færa vandmálin út fyrir kjörtímabil þeirra.

Það hefur verið skelfilegt að horfa upp á heigulshátt stjórnmálamanna allt frá því að bankarnir hrundu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.6.2009 kl. 14:46

2 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Sæl Jakobína

Ég var svo sem ekkert að reyna að verja gjörðir stjórnvalda,  heldur að reyna að benda á að það sem rúv kallar sérfræðiálit er ekkert annað en bein hótun. Þessi frétt segir meira en mörg orð um það hvernig "fyrirheitna landið" (ESB),  í gegn um AGS, starfar. Og þetta er það sem samfó vill að við tökum þátt í. 

Ég get alveg tekið undir orð þín að stjórnmálamenn fara yfirleitt þá leið sem er þægilegust.  Eins og nýlegar skatta og niðurskurðartillögur bera með sér. Það var alveg greinilegt í upphafi að það átti að selja samningin út á þetta meinta skjól sem hann á að veita í sjö ár og þar með koma vandanum yfir á einhverja aðra í framtíðinni. 

það virðist þó að  þrýstingurinn  frá AGS um að við borgum Icesave sé talsvert meiri en gengur og gerist (þetta er greinilega þeirra forgangsmál). Það er væntanlega ekki daglegt brauð að matsfyrirtæki sé sagt að lækka lánshæfismat þjóðar og hóta því að lækka það en frekar.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 24.6.2009 kl. 15:39

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Spurning af hverju var rætt við þessa sérfræðinga en enga sem hafa beinlínis varað við að við gengum að Icesave-samningnum í núverandi mynd

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.7.2009 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 18577

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband