Færsluflokkur: Bloggar
19.6.2009 | 03:18
Það er ekki leyfilegt samkvæmt tilskipun ESB að gera aðildarríki ábyrg fyrir bankainnistæðum
Hann er nokkuð skýr textinn í stjórnartíðindum EB sem gerir grein fyrir því að ekki megi gera aðildarríki ábyrg fyrir innistæðum en hann er svohljóðandi:
Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innistæðueigendum ef þau hafa séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgist innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innistæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun.
Þessi grein er á bls. 3.
Hvers vegna vilja Íslensk yfirvöld leggja skuldabyrði á þjóðina sem henni ber alls ekki að taka á sig?
Vilja Bretarnir að samningurinn sé kallaður lánasamningur af því að það er ólöglegt að kalla hann ábyrgðasamning sem hann í raun er? Hvers vegna gengst Ríkisstjórnin inn á þetta samkomulag sem verður varla túlkað öðruvísi en svik við þá sem veitt hafa henni umboð til þess að gæta hagsmuna hennar?
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Enginn sýnt fram á að samningurinn stofni Íslandi í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2009 | 13:04
Innihaldslaust álit Hagfræðiprófessors.
Greiðslurnar jafngildi því að slökkt væri á álverinu á Reyðarfirði og Kárahnúkavirkjun og þau ekki sett í gang aftur fyrr en að 8 árum liðnum.
Þjóðhagsstofnun gerði ráð fyrir að Kárahnjúkavirkjun og Reyðarálsverkefnið hafi átt að bæta þjóðartekjur um 0,5-1%.
Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir því að árleg landsframleiðsla verði um 15 hundruð milljarðar árið 2014.
þetta er að sjálfsögðu skot út í lofið því framtíðarhorfur á Íslandi og allstaðar í heiminum eru fullkomlega óvissar um þessar mundir. Ennfremur gerir hann ráð fyrir 2.5% hagvexti sem gefur 1615 M.kra landsframleiðslu árið 2017. En gefum okkur að þetta gangi eftir. Prófessorinn lætur ekkert uppi um það hvernig hann reiknar dæmið við skulum því nota útreikningana sem er að finna hér. Þessir útreikningar gera reyndar ráð fyrir að við byrjum strax að borga vexti sem léttir byrðina þegar afborganir af höfuðstól hefjast. þeir útreikningar gera ráð fyrir að eftir 8 ár (2017) þurfi að greiða 62.5 M.kr. sem eru 3.9 % af 1615 M.kr (þrefallt meira en prófessorinn áætlar). Óvissuþættirnir eru vissulega margir og forsendurnar óljósar, því má vel vera að Prófessorinn reikni þetta eitthvað réttar. En hvernig á að taka hans tölur alvarlega ef hann gefur ekki upp forsendurnar fyrir útreikningum sínum?
Icesave skuldin er í erlendri mynt, þar með hlýtur greiðslugeta ríkissjóðs að takmarkast við gjaldeyristekjur þjóðarinnar, nánar tiltekið Vöruskiptajöfnuð við útlönd. Á fyrsta ársfjórungi 2009 var Vöruskiptajöfnuður tæplega 15 M.kr. á fyrsta ársfjóðungi skv. seðlabankanum. það gerir um 60 M.kr. á ársgrundvelli. Þetta segir að sjálfsögðu ekkert um vöruskiptajöfnuð árið 2017 en hann þyrfti allavega að hækka ef við eigum að standa undir Icesave eingöngu (að ógleymdum öðrum skuldbindingum). Rétt væri að Prófessorinn fjallaði um hvernig við kljúfum Iceave með þessum afgangi og hvað hann telur að vöruskiptajöfnuður verði stór upphæð árið 2017.
Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að þegar Prófessor við háskólann veitir álit sitt að hann gefi upp þær forsendur sem hann leggur til grundvallar og rökstyðji mál sitt með skýrum hætti. Miðað við það það sem fram hefur komið um Icesave annars staðar, stenst ekki það sem hann segir. Ef Þórólfur vill láta taka sig alvarlega þarf hann að benda á hvernig við náum nægum vöruskiptajöfnuði til að standa undir þessum skuldbindingum. Einnig þarf hann að sýna hvernig hann kemst að því að greiðslubyrði Iceave nemi einungis 0.5-1.5 % af 1615 M.kr. árið 2017 og gefa okkur upp þær forsendur sem hann leggur til grundvallar. Einnig þarf hann að tala skýrar, það að eitthvað "setji þjóðarbúið ekki á hliðina" segir nákvæmlega ekki neitt.
Ég er ekki hagfræðimenntaður og kann því vel að vera að ég reikni eitthvað vitlaust og/eða komi ekki auga á einhverjar forsendur. Ef svo er, eru leiðréttingar vel þegnar.
Benedikt G. Ófeigsson
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2009 | 10:18
Hrós!
Hrós til Láru Ómarsdóttur fyrir að komast yfir "leyni-viðskiptasamning" íslensku ríkisstjórnarinnar og væntanlegra nýrra eigenda "íslenskra" ríkiseigna.
Eru Steingrímur og Jóhanna enn að bíða eftir leyfi frá hollenskum og breskum "viðsemjendum" til að mega birta samninginn?
Helga Garðarsdóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2009 | 20:41
'' Vér mótmælum allir ''
Eins og Ívar Pálsson bendir á þá er IceSave að umbreytast úr deilu milli þjóða í lítið einkamál. Steingrímur sagði að um væri að ræða samning milli einkaaðila. Það væri ástæðan fyrir því að hann þyrfti leyfi til birtingar á samningnum. Ef deilan við Breta umbreytist í einkamál þá verður að reka það sem slíkt í framtíðinni. Hér er mikil vá fyrir dyrum. Þetta eina atriði er næg ástæða til að fella samninginn á Alþingi.
Að samþykkja ólesinn samning er landráð. Að samþykkja samning sem ber með sér verulega hættu á þjóðargjaldþroti er landráð. Að samþykkja samning sem fenginn var með þvingunum, þar sem Íslendingum var meinaður aðgangur að dómstólum er landráð. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að fara með mál fyrir dómstóla, alveg sama þó það hugnist ekki mótaðilanum. Alveg sama þó öllum finnist það tímasóun. Mannréttindi snúast ekki um slíka praktíska hluti heldur virðingu.
Því er borið við að staða okkar sé vonlaus. IMF muni spila með og setja þumalskrúfuna á okkur. Evrópusambandið muni henda okkur út í hafsauga. Sagan endurtekur sig í sífellu. Kúgun hefur ætíð verið til staðar, niðurstaðan byggist mun frekar á viðbrögðum hins kúgaða. Eitt sinn settist lítill Indverji á rassinn og heilt heimsveldi fór á hliðina. Í annað sinn stóð upp íslenskur maður og mótmælti ofríki Dana á Íslandi. Í kjölfarið stóðu allir hinir upp og sögðu "vér mótmælum allir". Þessi viðbrögð eru grundvöllur þess að í dag höldum við 17 júní hátíðlegan til að minnast fullveldis og heiðra minningu Jóns Sigurðssonar.
Mér er til efs að Jóni forseta hafi fundist sín samningsaðstaða sterk, sennilega hefur honum fundist hún nær vonlaus eins og okkur. Hann gerði sér aftur á móti grein fyrir því að það var bara ein leið til að komast að hinu sanna, að láta reyna á það. Ætlum við að sitja? Ætlum við að fylgja fordæmi Jóns og standa upp?
Gunnar Skúli Ármannsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.6.2009 | 14:13
Enga öfundsýki! Borgið með bros á vör!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.6.2009 | 11:31
Fréttstofa Ríkisútvarpsins sofnuð aftur!
Svo virðist sem fréttamenn RUV hafi saknað Halldórs Ásgrímssonar eftir að hann hvarf úr sviðsljósi stjórnmálanna. Allavega sá RUV ástæðu til hafa drottningarviðtal við Halldór sem fyrstu frétt í kvöldfréttum sjónvarps í gær. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir hélt á hljóðnemanum meðan Halldór tjáði sig um hrunið.
Það er svo sem ekkert athugavert við að taka viðtal við Halldór sem var um árabil ein valdamesti maður landsins. En, hefði ekki átt að spyrja hann gagnrýnna spurninga um framkvæmd einkavæðingar bankanna í stað þess að slá órökstuddri skoðun hans upp í fyrirsögn.
í úrdrætti með fréttinni stendur.
Aðspurður hvort upphaf kreppunnar megi rekja til einkavæðingar bankanna segist Halldór ekki telja svo vera. ,,Einkavæðing bankanna byrjaði strax í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á sínum tíma. Síðan var henni haldið áfram í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ég held að það hafi allt verið rétt. Ég held að verstu mistökin sem við höfum gert, þegar maður lítur til baka, hafi verið að fara ekki inn í Evrópusambandið og inn í þær umræður miklu fyrr."
Á hverju byggir Halldór þessa skoðun sína? Það væri fróðlegt að vita. En hann var ekki spurður. það er örugglega til fólk sem hefur eithvað við þessa söguskoðun Halldórs að athuga.
Margir telja að hrun bankakerfisins megi að hluta rekja til þess hér hafi skort gagnrýna umræðu. Þetta drottningarviðtal við mann sem sumir myndu flokka sem einn af arkítektum hrunsins ber ekki vott um að fréttamenn ruv hafi dregið mikinn lærdóm af þeirri gagnrýni sem fjölmiðlar hafa sætt eftir hrunið.
Fréttastofa rúv virðist bara rétt hafa rumskað í speglinum en verið sofnuð strax þegar kom að sjónvarpsfréttum.
Benedikt G. Ófeigsson
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.6.2009 | 21:00
Hverjir eru í lögfræðideild Nýja Landsbankans?
"Lögfræðideild Landsbankans sá ekkert athugavert við að Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri veitti sjálfum sér lán upp á sjötíu milljónir króna úr einkalífeyrissjóði sínum" (úr kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 15. júní 2009).
Landsbankinn er ríkisbanki. Landsbankinn undir stjórn Sigurjóns lék íslensku þjóðina verr en dæmi eru áður til um. Þess vegna er eðlilegt að spurt sé og svarað:
Hverjir eru í lögfræðideild Landsbankans?
Helga Garðarsdóttir
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tenglar
Áhugaverðar innlendar vefsíður
- Áskorun til forseta Íslands
- Economic Disaster Area
- "Glæsileg niðurstaða"!
- Heimssýn
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hvítbókin
- Icesave-reiknir - hver skuldbindingin?
- Samningurinn við Breta vegna Icesave
- Samningurinn við Hollendinga vegna Icesave
Áhugaverðar erlendar vefsíður
- Bloomberg
- Business Monitor International
- Do you know the truth about the EU?
- Folkebevægelsen mod EU, Danmörku
- Global Britain... in the wider world
- Institute for Creditary Economics - ICE
- Naomi Klein
- Nei til EU, Noregi
- Nej til EU, Svíþjóð
- Juni bevægelsen for et nyt og slankt EU
- RGE Monitor
- TEAM the European Alliance of EU-Critical Movements
- VOX
- World Socialist Web Site
Erlend dagblöð og tímarit
- Aftenposten
- Al Jazeera
- Berlinske Tidende
- Dagens Nyheter
- Deutsche Welle - DW-World
- Dimmalætting
- E24
- Economist
- Financial Times
- Forbes
- Fortune
- Gulf Times
- IceNews - Daily News
- Irish Independent
- Jyllands-Posten
- Le Figaro
- Le Monde
- London Evening Standard
- Politiken
- Spectator
- Telegraph
- The Daily Princetonian
- The Huffington Post
- The Independent
- The New York Times
- The Wall Street Journal - Europe Edition
- The Washington Post
- Zeit On Line
Greinar um Ísland og kreppuna í erlendum miðlum
- Walking up to reality in Iceland, by Jón Daníelsson
- Time to install Iceland 2.0, by Ben H Murray
- Bizarre battering of insurers, by Anthony Hilton
- European bank bail-out could push EU into crisis, by Bruno Waterfield
- In praise of Iceland, editorial
- Culpability debate at RBS intensifies, by Kate Burgess
- Iceland in turmoil as coalition collapses, by David Ibison
- Iceland Turns Hard Left
- Ireland? Iceland? Doubts on Doomsday Scenario in Eire, by Landon Thomas
- Crime Once Exposed Has no Refuge but in Audacity - Tacitus, by Íris Erlingsdóttir
- Iceland's Conservatives Try to Rewrite History, by Íris Erlingsdóttir
- Cracks in the crust
- Major-Washington Agency Runs Iceland Look-Alike Casting, by Edward Hugh
- Nobel prize winner blasts IMF over loans
- How Bad Could The Crisis Get? Lessons From Iceland, Jón Daníelsson
- Iceland: The country that became a hedge fund, by Peter Gumbel
- Ultra-Capitalism Killed Iceland
- Upheaval calls for Fleece Revolution in Iceland, by Lenka Vaiglova
- Who bombed Iceland? by Uwe Reinhardt
- World Agenda: is this the most hated man in Iceland? by Roger Boyes
- Britain and the Netherlands bully little Iceland, by Ársæll Valfells
- Iceland gets cold feet over paying back bailout
- Latvian debt crisis shakes Eastern Europe, by Ambrose Evans-Pritchard
- Iceland PM hits out at IMF rumors, by K. Már Hauksson
- Britain's 'gunboat' diplomacy still angers Iceland, by Ambrose Evans-Pritchard
- A Debate Rages in Iceland: Independence vs. I.M.F. Cash, by Landon Thomas
- All Of Them Must GO, by Naomi Klein
- SFO to help Iceland as probe turns to Kaupthing's US links, by Rowena Mason
- Iceland hits impasse over lost savings, by Andrew Ward and Alex Barker
- Icelanders are angry but will make sacrifices, by Jóhanna Sigurðardóttir
- Iceland seeks UK fraud office help, by Andrew Ward
- For you, the war is over, by Andrew Hill
- Iceland poised for foreign payback pact, by Andrew Ward, Megan Murphy and Jim Pickard
- Icelands debt repayment limits will spread, by Michael Hudson
- Iceland: what ugly secrets are waiting to be exposed in the meltdown?, by Rowena Mason
- The ice storm, by Gauti Kristmannsson
- Brain drain hits cash-strapped Iceland, by Susanne Henn
- Islands nye krise, av Ola Storeng
- Iceland's bank crisis delivers baby boom, by Andrew Ward
- Is Iceland too small? By Þorvaldur Gylfason
- Iceland shows the dangers ahead for us all, by Robert Wade
- Islands Schulden sind zu teilen, Von Clemens Bomsdorf
- The IMF destroys Iceland and Latvia, by Nathan Lewis
- The Lehman Brothers collapse: the global fallout, by Richard Wachman
- Iceland urges media to lift nations gloom, by Andrew Jack
- Iceland after a year of financial crisis, by Robert Jackson
- Icelands PM: Icesave Will Decide the Coalitions Fate
- Icelands PM: We Cannot Wait for IMF Any Longer
- Iceland Reaches Agreement with IMF
- Iceland Minister Confident Icesave Bill Will Pass
- Iceland's president turns cold on Icesave deal, by Rowena Mason
Greinar um Ísland og kreppuna í innlendum miðlum
Álit erlendra sérfræðinga um orsakir efnahagshrunsins
- Undersized: Could Greenland be the new Iceland? Should it be?
- The Icelandic banking crisis and what to do about it: The lender of last resort theory of optimal currency areas
Greinar um hvers vegna Icesave eru ekki skuldir Íslendinga
Greinar um efnahagskreppuna í erlendum dagblöðum
Evrópusambandið
- Support for Lisbon Treaty falls eight points to 46%, by Stephen Collins
- The European Union the New Soviet Union, by Vladimir Bukovsky
Útvarps- og sjónvarpsþættir á netinu
Innlendir og erlendir ljósvakamiðlar
Bloggvinir
- malacai
- andrigeir
- arikuld
- axelthor
- baldvinj
- creel
- birgitta
- bjarnihardar
- gattin
- gagnrynandi
- draumur
- egill
- erla
- estheranna
- finni
- gretarmar
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- bofs
- hreinn23
- morgunblogg
- maeglika
- helgatho
- hedinnb
- kreppan
- islandsfengur
- jonl
- kaffistofuumraedan
- capitalist
- katrinsnaeholm
- liljaskaft
- lydurarnason
- vistarband
- marinogn
- pallvil
- raksig
- raudurvettvangur
- rutlaskutla
- sigurjonth
- siggi-hrellir
- sij
- siggith
- fia
- lehamzdr
- isspiss
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- kreppukallinn
- reykur
- thjodarsalin
- aevark
- isleifur
- thorsaari
- tbs
- eeelle
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 18758
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar