Innihaldslaust álit Hagfræðiprófessors.

Í viðtali rúv við hagfræðiprófessorinn Þórólf Matthíasson kom fram að "afborganir af Icesave-láninu setji þjóðarbúið ekki á hliðina", hvað sem sem það nú þýðir. í viðtalinu kom fram að,
    Greiðslurnar jafngildi því að slökkt væri á álverinu á Reyðarfirði og Kárahnúkavirkjun og þau ekki sett í gang aftur fyrr en að 8 árum liðnum.
þetta virðist hann byggja á eftirfarandi,
Þjóðhagsstofnun gerði ráð fyrir að Kárahnjúkavirkjun og Reyðarálsverkefnið hafi átt að bæta þjóðartekjur um 0,5-1%.
Þessi spá byggir á ákveðnum forsendum sem að öllum líkindum eru allar brostnar. Til viðbótar fullkomnum forsendubresti í spálíkönum sem notuð voru fyrir hrun þá liggja upplýsingar um orkuverðið ekki fyrir sem gerir allan samanburð Icesave og álversins á reyðarfirði marklausar. Í greininni kemur fram að

Í þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir því að árleg landsframleiðsla verði um 15 hundruð milljarðar árið 2014.

þetta er að sjálfsögðu skot út í lofið  því framtíðarhorfur á Íslandi og allstaðar í heiminum eru fullkomlega óvissar um þessar mundir. Ennfremur gerir hann ráð fyrir 2.5% hagvexti sem gefur 1615 M.kra landsframleiðslu árið 2017. En gefum okkur að þetta gangi eftir. Prófessorinn lætur ekkert uppi um það hvernig hann reiknar dæmið við skulum því nota útreikningana sem er að finna hér. Þessir útreikningar gera reyndar ráð fyrir að við byrjum strax að borga vexti sem léttir byrðina þegar afborganir af höfuðstól hefjast. þeir útreikningar gera ráð fyrir að eftir 8 ár (2017) þurfi að greiða 62.5 M.kr. sem eru 3.9 % af 1615 M.kr (þrefallt meira en prófessorinn áætlar). Óvissuþættirnir eru vissulega margir og forsendurnar óljósar, því má vel vera að Prófessorinn reikni þetta eitthvað réttar.  En hvernig á að taka hans tölur alvarlega ef hann gefur ekki upp forsendurnar fyrir útreikningum sínum?

Icesave skuldin er í erlendri mynt, þar með hlýtur greiðslugeta ríkissjóðs að takmarkast við gjaldeyristekjur þjóðarinnar, nánar tiltekið Vöruskiptajöfnuð við útlönd. Á fyrsta ársfjórungi 2009 var Vöruskiptajöfnuður tæplega 15 M.kr. á fyrsta ársfjóðungi skv. seðlabankanum. það gerir um 60 M.kr. á ársgrundvelli. Þetta segir að sjálfsögðu ekkert um vöruskiptajöfnuð árið 2017 en hann þyrfti allavega að hækka  ef við eigum að standa undir Icesave eingöngu (að ógleymdum öðrum skuldbindingum). Rétt væri að Prófessorinn fjallaði um hvernig við kljúfum Iceave með þessum afgangi og hvað hann telur að vöruskiptajöfnuður verði stór upphæð árið 2017.

Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að þegar Prófessor við háskólann veitir álit sitt að hann gefi upp þær forsendur sem hann leggur til grundvallar og rökstyðji mál sitt með skýrum hætti. Miðað við það það sem fram hefur komið um Icesave annars staðar, stenst ekki það sem hann segir. Ef Þórólfur vill láta taka sig alvarlega þarf hann að benda á hvernig við náum nægum vöruskiptajöfnuði til að standa undir þessum skuldbindingum. Einnig þarf hann að sýna hvernig hann kemst að því að greiðslubyrði Iceave nemi einungis 0.5-1.5 % af 1615 M.kr. árið 2017 og gefa okkur upp þær forsendur sem hann leggur til grundvallar. Einnig þarf hann að tala skýrar, það að eitthvað "setji þjóðarbúið ekki á hliðina" segir nákvæmlega ekki neitt.

Ég er ekki hagfræðimenntaður og kann því vel að vera að ég reikni eitthvað vitlaust og/eða komi ekki auga á einhverjar forsendur. Ef svo er, eru leiðréttingar vel þegnar.

Benedikt G. Ófeigsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband