Fréttstofa Ríkisútvarpsins sofnuð aftur!

Svo virðist sem fréttamenn RUV hafi saknað Halldórs Ásgrímssonar eftir að hann hvarf úr sviðsljósi stjórnmálanna. Allavega sá RUV ástæðu til hafa drottningarviðtal við Halldór sem fyrstu frétt í kvöldfréttum sjónvarps í gær. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir hélt á hljóðnemanum meðan Halldór tjáði sig um hrunið.
Það er svo sem ekkert athugavert við að taka viðtal við Halldór sem var um árabil ein valdamesti maður landsins.  En, hefði ekki átt að spyrja hann gagnrýnna spurninga um framkvæmd einkavæðingar bankanna í stað þess að slá órökstuddri skoðun hans upp í fyrirsögn.
í úrdrætti með fréttinni stendur.

Aðspurður hvort upphaf kreppunnar megi rekja til einkavæðingar bankanna segist Halldór ekki telja svo vera. ,,Einkavæðing bankanna     byrjaði strax í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks á sínum tíma. Síðan var henni haldið áfram í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Ég held að það hafi allt verið rétt. Ég held að verstu mistökin sem við höfum gert, þegar maður lítur til baka, hafi verið að fara ekki inn í Evrópusambandið og inn í þær umræður miklu fyrr."


Á hverju byggir Halldór þessa skoðun sína? Það væri fróðlegt að vita. En hann var ekki spurður. það er örugglega til fólk sem hefur eithvað við þessa söguskoðun Halldórs að athuga.

Margir telja að hrun bankakerfisins megi að hluta rekja til þess hér hafi skort gagnrýna umræðu. Þetta drottningarviðtal við mann sem sumir myndu flokka sem einn af arkítektum hrunsins ber ekki vott um að fréttamenn ruv hafi dregið mikinn lærdóm af þeirri gagnrýni sem fjölmiðlar hafa sætt eftir hrunið.

Fréttastofa rúv virðist bara rétt hafa rumskað í speglinum en verið sofnuð strax þegar kom að sjónvarpsfréttum.

 

Benedikt G. Ófeigsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jóhanna Vigdís hefði t.d. mátt spyrja hann hvernig honum þætti hans pólitíska arfleifð hafa leikið Ísland?

Og hún hefði sem "fréttamaður" átt að fylgja eftir þessum orðum hans: "Ég held að verstu mistökin sem við höfum gert, þegar maður lítur til baka, hafi verið að fara ekki inn í Evrópusambandið og inn í þær umræður miklu fyrr."

Tilgangurinn með viðtalinu var augljóslega ekki vönduð gagnrýni og þess vegna spurði hún ekki.

RÚV á að standa fyrir gagnrýnni, uppbyggilegri og fræðandi umræðu.

Helga (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 13:55

2 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Ég sá ekki allan fréttatímann í gær og veit því ekki hvort þar var meira af svona bulli. En þetta lagaðist ekki í Kastljósinu

Ég held að óundirbúið viðtal Helga Seljan við SGG í Kastljósinu í gær hljóti að vera einhvers konar met  í lélegri fréttamensku.

Sigurður fékk að úttala sig gagnrýslaust og Helgi gat ekki einu sinni bent honum á þetta álit 

 Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að lífeyrissjóður geti ekki verið í einkaeigu. Í lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða frá árinu 1997 sé fjallað ítarlega um starfsemi lífeyrissjóðanna í landinu. Þar komi meðal annars fram að heitið lífeyrissjóður sé lögvarið, og því geti ekki allir notað það. „Þá er ljóst að samkvæmt lögunum getur einstaklingur ekki stofnað lífeyrissjóð.“

sem birtist hér

Almennilegur undirbúinn féttamaður hefði væntanlega kynnt sér málið eða fengið í þáttin lögfræðing/sérfræðing sem er ekki beint tengdur málinu. Mun innihaldsríkari umfjöllun um þetta mál er að finna blogginu hjá Láru Hönnu

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 16.6.2009 kl. 15:03

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég hringdi í fréttastofu sjónvarps áðan og benti vaktstjórnanum á að lesa þetta blogg. Það er mikilvægt að Ríkissjónvarp allra landsmanna geri sér grein fyrir ábyrgð sinni og þátt sinn í því að mennta/forheimska þjóðina. Ég kalla eftir vandaðri vinnubrögðum frá þeim bæ.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.6.2009 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 18617

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband