"Þolinmæði"!

Að sögn Ríkisútvarpsins þá segir fjármálaráðherra að "fréttir um að auðmenn hafi flutt háar fjárhæðir til útlanda rétt fyrir bankahrun gefa tilefni til frekari rannsókna og jafnvel kyrrsetningar eigna". Að sögn RÚV þá þykir fjármálaráðherra kyrrsetning eigna vera "flókin aðgerð". Að sögn RÚV þá hefur fjármálaráðherrann skilning á því að "óþolinmæðin sé mikil".

Orðrétt segir fjármálaráðherrann:

"Það hefur auðvitað vafist eitthvað fyrir mönnum hvernig ætti að útfæra slíkt... svona lagalega og menn benda á þær heimildir sem til staðar eru í lögum þegar að mál eru komin í rannsókn, ef efni standa til, þá er það spurningin af hverju hefur þeim ekki verið beitt ennþá: hafa ekki komið upp þau tilvik þar sem ástæða væri til slíks? Ég held það sé ástæða til að fara yfir það núna í ljósi nýjustu upplýsinga sem eru að koma fram. (...) Þegar að auðugir menn voru að færa persónulega fjármuni í stórum stíl frá landinu dagana og vikurnar fyrir bankahrunið bendir nú til þess að þeir hafi kannski vitað að þetta væri ekki... væri ekki á traustum fótum. Og þá er þetta orðin spurning auðvitað um innherjaupplýsingar og annað í þeim dúr sem allt þarf að rannsaka. (...) Að sjálfsögðu munum við reyna að endurheimta allt til þjóðarbúsins sem að með réttu á að koma hér upp í það tjón sem að orðið er" (leturbr. undirritaðrar)

Hvað er fjármálaráðherrann að segja?

1. Við hvaða menn á Steingrímur þegar hann segir: "Það hefur auðvitað vafist eitthvað fyrir mönnum hvernig ætti að útfæra slíkt"... Eru það menn sem eru hafnir yfir allan vafa um að eiga hagsmuna að gæta eða einhverjir aðrir? Hvað segja lögmenn: Eru lögin um kyrrsetningu "eigna" svo flókin að ekki sé hægt að beita þeim?

2. "Þegar að auðugir menn voru að færa persónulega fjármuni í stórum stíl frá landinu dagana og vikurnar fyrir bankahrunið". "Auðugu mennirnir" sem Steingrímur vísar til eru það mennirnir sem núna eru til rannsóknar vegna gruns um að þeir hafi komist yfir fé með ólögmætum hætti? Er viðeigandi að tala um þá sem "auðuga" menn.

3. ..."færa persónulega fjármuni í stórum stíl frá landinu"... Snýst ekki allt málið um að fjármunirnir voru og eru ekki þeirra? Hvers vegna talar fjármálaráðherra um "auðuga" menn og "persónulega" fjármuni þeirra?

Ef stjórnvöld líta á umrædda menn sem "auðuga" og það fé sem þeir hafa undir höndum sem "persónulegt" fé þeirra er þá e.t.v. komin skýringin á því að stjórnvöld eiga í erfiðleikum með að beita lögunum um kyrrsetningu eigna? Ef það er svona sem stjórnvöld líta á málið, þá endilega segið það upphátt!

Að sögn RÚV þá hefur Steingrímur skilning á því að "óþolinmæðin sé mikil". Ef Steingrímur á við að almenningur sé óþolinmóður þá þykir mér það vera mikil smekkleysa að tala um líðan almennings sem "óþolinmæði".

Almenningur hefur í 10 mánuði sýnt fáheyrða þolinmæði í biðinni eftir réttlæti.

Í 10 mánuði hafa þúsundir manna misst vinnuna sína, þúsundir hafa misst hluta vinnu sinnar, þúsundir hafa orðið að sætta sig við launalækkun, þúsundir hafa misst... ekki þolinmæðina, Steingrímur,... heldur vonina og flutt til útlanda, þúsundir vakna upp á hverjum morgni og vona að martröðinni sé lokið.

Samkvæmt orðabók Samfylkingarinnar er forsætisráðherra "verkstjórnandi". Hvar er verkstjórnandi ríkisstjórnarinnar? Hefur verkstjórnandinn ekkert að segja við almenning? Núverandi verkstjórnandi var félagsmálaráðherra þegar meintir fjármagnsflutningar fóru fram - vill hún kannski rifja upp hvers vegna ekki var þá brugðist við og segja þjóðinni frá því?

Ítreka hér í lokin spurningar sem ég hef áður birt hér á síðunni

Hvers vegna ávarpar Jóhanna Sigurðardóttir ekki þjóðina?

Hvers vegna tekur Ríkisútvarpið ekki Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon í yfirheyrslu að hætti BBC í Hard Talk?

Hvers vegna hafa margir á tilfinningunni að ríkisstjórnin velji að ganga erinda innlendra og erlendra fjármagnseigenda?

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband