Hvers vegna?... Annar hluti.

Hvers vegna eru Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún ekki látin gera opinberlega ítarlega grein fyrir því hvers vegna og nákvæmlega hvernig og hvar var tekin ákvörðun um að snúa Icesave-málinu frá því að vera spurning um lagatúlkun yfir í að vera pólitískt þrætuepli?

Hvers vegna héldu þingmenn Vinstri grænna, undir strangri forystu Steingríms J. Sigfússonar, áfram með Icesave-þrætueplið í þeim pólitíska farvegi sem Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún snéru því yfir í?

Hvers vegna svipta stjórnvöld íslensku þjóðina þeim grundvallarrétti að mega leita réttar síns vegna Icesave-málsins fyrir dómstólum?

Hvers vegna gerði ríkisstjórnin lítið með sjónarmið Lárusar Blöndal hrl. og Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors um að tryggingasjóður innstæðueigenda sé ekki með ríkisábyrgð?

Hvers vegna er greiðsluáætlun ríkisstjórnarinnar vegna Icesave ekki birt? Er hún ekki til?

Hvers vegna hræðir Steingrímur J. Sigfússon þjóðina með því að ef ríkisábyrgð á Icesave-nauðungarsamningunum verði ekki samþykkt þá sé aftur kominn október? Hefur íslenskur almenningur það betra nú í júlí en í október?

Hvers vegna hræða stjórnvöld þjóðina með því að ef ríkisábyrgð á Icesave-nauðungarsamningunum verði ekki samþykkt þá fái Íslendingar hvergi lán?

Hvers vegna ætti íslenskur almenningur að vilja fleiri lán? Eru skuldabaggarnir ekki nógir þótt ekki sé bætt við?

Hvers vegna er ekki birt opinberlega hverjar eru eignir Landsbankans og hverjir eiga veðskuldirnar sem teljast vera eignir Landsbankans?

Hvers vegna ætti almenningur að trúa því að fjármálaráðherrann viti ekki hverjar eru eignir Landsbankans?

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband