Hreinskilni samfylkingarinnar!

Í gær var mikill hreinskilnisdagur hjá samfylkingunni, Jóhanna Sigurðardóttir viðurkenndi í ræðustól að Samfylkingin hafi hótað Vinstri Grænum stjórnarslitum ef þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði ekki samþykkt. Lítið hefur þó farið fyrir málefnalegri rökræðu um ástæður  þess að Ísland eigi að ganga inn í ESB. Sú umræða hefur verið mjög áróðurskennd og lítið um haldbær rök. Mest öll orðræðan í málinu hefur verið frasakennd þar sem frasarnir lægra vöruverð, traust, krónan er dauð, Við þurfum að vera hluti að alþjóðasamfélaginu o.s.frv., o.s.frv.. Ágætis úrdráttur af innihaldslausum órökstuddum frösum er að finna í grein Baldurs Þórhallssonar í Fréttablaðinu þann 7. Júlí síðastliðinn.
Í Kastljósþætti gærkvöldsins var rætt við þau Margréti Tryggvadóttur, Helga Hjörvar, Ásmund Einar Daðason, Illuga Gunnarsson og Sif Friðleifsdóttur um þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þar kom reyndar fram en einn áróðurs frasinn frá Helga Hjörvari, "eigum við að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu". Morfís-frasar Helga koma hreinlega á færibandi þessa dagana.

Það sem var áhugaverðast í þættinum var svar  Helga Hjörvars við spurningu Sigmars Guðmundssonar stjórnanda þáttarins, sem spurði í lok hans, "hver eiga að vera helstu markmið ef við förum í þessar viðræður, hver eiga að vera helstu markmið þar".
Þetta var svar Helga Hjörvars,

Það er auðvitað út af forræði yfir sjáfarauðlindunum vegna þess líka að Evrópuþjóðunum hefur ekki gengið mjög vel að halda utan um sína fiskistofna, þar einmitt höfum við nokkuð til málanna að leggja og að gefa inn í Evrópusambandið. Hitt er auðvitað evran, og kannski ekki síst að fá sem allra fyrst stuðning evrópska seðlabankans við myntina sem við erum með og við þurfum að styðjast við á næstu árum sem er krónan, vegna ...


Það að tryggja forræði yfir sjáfarauðlindunum nefndi Helgi Hjörvar í framhjáhlaupi. Helgi skýrði samt ekki nánar með hvaða hætti það ætti að vera. Hvort hann heldur, að við getum tryggt að tekjur af sjávarútvegnum skili sér til íslensks samfélags, kom heldur ekki fram hjá honum. Í svarinu  kemur líka fram að það væri mjög gott  ef Evrópski seðlabankinn myndi styðja við Íslensku krónuna.
Ekkert nýtt var í þessum orðum en það sem var áhugaverðast í svari Helga er ástæðan fyrir því að hann telur að það sé mikilvægt að fá stuðning frá Evrópska seðlabankanum.

það er nefnilega Ekki ... vegna þess að íslensk heimili mega ekki við meiri gengislækkun (eða eitthvað í þeim dúr).
Nei, inngangan í ESB hefur ekkert með íslenskan almenning eða íslensk fyrirtæki að gera. Framhaldið á svari Helga var þetta,

 

... vegna þess að við verðum að gefa þeim alþjóðlegu fyrirtækjum sem enn eru hér starfandi og fjármálastofnanir eru að bjóða að flytja sig til annarra landa vegna þess að þau munu ekki njóta lánstrausts hér, við verðum að gefa þeim einhverja framtíðarsýn og einhverja ástæðu til þess að taka þennan slag við okkur og komast í gegn um þessi tvö þrjú erfiðu ár sem að við eigum hér fram undan til þess að við náum að auka hér verðmætasköpunina og standa undir þeim skuldbindingum við höfum verið að taka á okkur.

Með öðrum orðum eiga helstu markmiðin með aðild að vera að tryggja hagstætt umhverfi fyrir alþjóðleg fyrirtæki. Það er gott að fá loksins hreinskilið svar frá fulltrúa Samfylkingarinnar um það hvaða hagsmuni þeir eru að vernda. Þegar öllu er á botni hvolft snýst þetta ekki um hagsmuni íslensk almennings, þetta snýst ekki um lægra vöruverð (eitt af því sem samfylkingin hefur hangið á). Stöðuleikinn sem á að fást í Íslenskt efnahagslíf er ekki stöðugleiki fyrir íslenskan almenning. þetta snýst á endanum um að tryggja hagsmuni erlendra fjárfesta. Snúast öll stefnumál Samfylkingarinnar um að tryggja hagstætt fjárfestingarumhverfi fyrir erlend fyrirtæki?  Er skjaldborgin svokallaða fyrst fremst ætluð til að vernda erlent fjármagn?  Er ríkisábyrgð á Icesave líka ætluð til að vernda erlenda fjárfesta. Er kannski hugmyndin að lánakjör erlendra fyrirtækja sem hér starfa verði gerð hagstæðari  með ríkisábyrgð? Helgi Hjörvar (og Samfylkingin) þarf að skýra það betur hvernig lánstraust erlendra fyrirtækja sem starfa á íslandi tengist inngöngu íslands í Evrópusambandið. Einnig þarf Samfylkingin að svara því af hverju hagsmunir erlendra fyrirtækja séu þeim ofar í huga en hagsmunir Íslensks almennings. Var ekki Samfylkingin örugglega kosinn af Íslenskum almenningi?

 

Benedikt G. Ófeigsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir pistilinn Benedikt en þetta er einmitt kjarni málsins.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.7.2009 kl. 21:10

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

~nutzhellað~, & það vel.

Steingrímur Helgason, 14.7.2009 kl. 23:41

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Einmitt!

Arinbjörn Kúld, 15.7.2009 kl. 22:18

4 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk fyrir fantagóðan pistil!!!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.7.2009 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 18758

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband