14.7.2009 | 17:08
Hreinskilni samfylkingarinnar!
Í gær var mikill hreinskilnisdagur hjá samfylkingunni, Jóhanna Sigurðardóttir viðurkenndi í ræðustól að Samfylkingin hafi hótað Vinstri Grænum stjórnarslitum ef þingsályktun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði ekki samþykkt. Lítið hefur þó farið fyrir málefnalegri rökræðu um ástæður þess að Ísland eigi að ganga inn í ESB. Sú umræða hefur verið mjög áróðurskennd og lítið um haldbær rök. Mest öll orðræðan í málinu hefur verið frasakennd þar sem frasarnir lægra vöruverð, traust, krónan er dauð, Við þurfum að vera hluti að alþjóðasamfélaginu o.s.frv., o.s.frv.. Ágætis úrdráttur af innihaldslausum órökstuddum frösum er að finna í grein Baldurs Þórhallssonar í Fréttablaðinu þann 7. Júlí síðastliðinn.
Í Kastljósþætti gærkvöldsins var rætt við þau Margréti Tryggvadóttur, Helga Hjörvar, Ásmund Einar Daðason, Illuga Gunnarsson og Sif Friðleifsdóttur um þingsályktunartillögu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þar kom reyndar fram en einn áróðurs frasinn frá Helga Hjörvari, "eigum við að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda eigi þjóðaratkvæðagreiðslu". Morfís-frasar Helga koma hreinlega á færibandi þessa dagana.
Það sem var áhugaverðast í þættinum var svar Helga Hjörvars við spurningu Sigmars Guðmundssonar stjórnanda þáttarins, sem spurði í lok hans, "hver eiga að vera helstu markmið ef við förum í þessar viðræður, hver eiga að vera helstu markmið þar".
Þetta var svar Helga Hjörvars,
Það er auðvitað út af forræði yfir sjáfarauðlindunum vegna þess líka að Evrópuþjóðunum hefur ekki gengið mjög vel að halda utan um sína fiskistofna, þar einmitt höfum við nokkuð til málanna að leggja og að gefa inn í Evrópusambandið. Hitt er auðvitað evran, og kannski ekki síst að fá sem allra fyrst stuðning evrópska seðlabankans við myntina sem við erum með og við þurfum að styðjast við á næstu árum sem er krónan, vegna ...
Það að tryggja forræði yfir sjáfarauðlindunum nefndi Helgi Hjörvar í framhjáhlaupi. Helgi skýrði samt ekki nánar með hvaða hætti það ætti að vera. Hvort hann heldur, að við getum tryggt að tekjur af sjávarútvegnum skili sér til íslensks samfélags, kom heldur ekki fram hjá honum. Í svarinu kemur líka fram að það væri mjög gott ef Evrópski seðlabankinn myndi styðja við Íslensku krónuna.
Ekkert nýtt var í þessum orðum en það sem var áhugaverðast í svari Helga er ástæðan fyrir því að hann telur að það sé mikilvægt að fá stuðning frá Evrópska seðlabankanum.
það er nefnilega Ekki ... vegna þess að íslensk heimili mega ekki við meiri gengislækkun (eða eitthvað í þeim dúr).
Nei, inngangan í ESB hefur ekkert með íslenskan almenning eða íslensk fyrirtæki að gera. Framhaldið á svari Helga var þetta,
... vegna þess að við verðum að gefa þeim alþjóðlegu fyrirtækjum sem enn eru hér starfandi og fjármálastofnanir eru að bjóða að flytja sig til annarra landa vegna þess að þau munu ekki njóta lánstrausts hér, við verðum að gefa þeim einhverja framtíðarsýn og einhverja ástæðu til þess að taka þennan slag við okkur og komast í gegn um þessi tvö þrjú erfiðu ár sem að við eigum hér fram undan til þess að við náum að auka hér verðmætasköpunina og standa undir þeim skuldbindingum við höfum verið að taka á okkur.
Með öðrum orðum eiga helstu markmiðin með aðild að vera að tryggja hagstætt umhverfi fyrir alþjóðleg fyrirtæki. Það er gott að fá loksins hreinskilið svar frá fulltrúa Samfylkingarinnar um það hvaða hagsmuni þeir eru að vernda. Þegar öllu er á botni hvolft snýst þetta ekki um hagsmuni íslensk almennings, þetta snýst ekki um lægra vöruverð (eitt af því sem samfylkingin hefur hangið á). Stöðuleikinn sem á að fást í Íslenskt efnahagslíf er ekki stöðugleiki fyrir íslenskan almenning. þetta snýst á endanum um að tryggja hagsmuni erlendra fjárfesta. Snúast öll stefnumál Samfylkingarinnar um að tryggja hagstætt fjárfestingarumhverfi fyrir erlend fyrirtæki? Er skjaldborgin svokallaða fyrst fremst ætluð til að vernda erlent fjármagn? Er ríkisábyrgð á Icesave líka ætluð til að vernda erlenda fjárfesta. Er kannski hugmyndin að lánakjör erlendra fyrirtækja sem hér starfa verði gerð hagstæðari með ríkisábyrgð? Helgi Hjörvar (og Samfylkingin) þarf að skýra það betur hvernig lánstraust erlendra fyrirtækja sem starfa á íslandi tengist inngöngu íslands í Evrópusambandið. Einnig þarf Samfylkingin að svara því af hverju hagsmunir erlendra fyrirtækja séu þeim ofar í huga en hagsmunir Íslensks almennings. Var ekki Samfylkingin örugglega kosinn af Íslenskum almenningi?
Benedikt G. Ófeigsson
Tenglar
Áhugaverðar innlendar vefsíður
- Áskorun til forseta Íslands
- Economic Disaster Area
- "Glæsileg niðurstaða"!
- Heimssýn
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hvítbókin
- Icesave-reiknir - hver skuldbindingin?
- Samningurinn við Breta vegna Icesave
- Samningurinn við Hollendinga vegna Icesave
Áhugaverðar erlendar vefsíður
- Bloomberg
- Business Monitor International
- Do you know the truth about the EU?
- Folkebevægelsen mod EU, Danmörku
- Global Britain... in the wider world
- Institute for Creditary Economics - ICE
- Naomi Klein
- Nei til EU, Noregi
- Nej til EU, Svíþjóð
- Juni bevægelsen for et nyt og slankt EU
- RGE Monitor
- TEAM the European Alliance of EU-Critical Movements
- VOX
- World Socialist Web Site
Erlend dagblöð og tímarit
- Aftenposten
- Al Jazeera
- Berlinske Tidende
- Dagens Nyheter
- Deutsche Welle - DW-World
- Dimmalætting
- E24
- Economist
- Financial Times
- Forbes
- Fortune
- Gulf Times
- IceNews - Daily News
- Irish Independent
- Jyllands-Posten
- Le Figaro
- Le Monde
- London Evening Standard
- Politiken
- Spectator
- Telegraph
- The Daily Princetonian
- The Huffington Post
- The Independent
- The New York Times
- The Wall Street Journal - Europe Edition
- The Washington Post
- Zeit On Line
Greinar um Ísland og kreppuna í erlendum miðlum
- Walking up to reality in Iceland, by Jón Daníelsson
- Time to install Iceland 2.0, by Ben H Murray
- Bizarre battering of insurers, by Anthony Hilton
- European bank bail-out could push EU into crisis, by Bruno Waterfield
- In praise of Iceland, editorial
- Culpability debate at RBS intensifies, by Kate Burgess
- Iceland in turmoil as coalition collapses, by David Ibison
- Iceland Turns Hard Left
- Ireland? Iceland? Doubts on Doomsday Scenario in Eire, by Landon Thomas
- Crime Once Exposed Has no Refuge but in Audacity - Tacitus, by Íris Erlingsdóttir
- Iceland's Conservatives Try to Rewrite History, by Íris Erlingsdóttir
- Cracks in the crust
- Major-Washington Agency Runs Iceland Look-Alike Casting, by Edward Hugh
- Nobel prize winner blasts IMF over loans
- How Bad Could The Crisis Get? Lessons From Iceland, Jón Daníelsson
- Iceland: The country that became a hedge fund, by Peter Gumbel
- Ultra-Capitalism Killed Iceland
- Upheaval calls for Fleece Revolution in Iceland, by Lenka Vaiglova
- Who bombed Iceland? by Uwe Reinhardt
- World Agenda: is this the most hated man in Iceland? by Roger Boyes
- Britain and the Netherlands bully little Iceland, by Ársæll Valfells
- Iceland gets cold feet over paying back bailout
- Latvian debt crisis shakes Eastern Europe, by Ambrose Evans-Pritchard
- Iceland PM hits out at IMF rumors, by K. Már Hauksson
- Britain's 'gunboat' diplomacy still angers Iceland, by Ambrose Evans-Pritchard
- A Debate Rages in Iceland: Independence vs. I.M.F. Cash, by Landon Thomas
- All Of Them Must GO, by Naomi Klein
- SFO to help Iceland as probe turns to Kaupthing's US links, by Rowena Mason
- Iceland hits impasse over lost savings, by Andrew Ward and Alex Barker
- Icelanders are angry but will make sacrifices, by Jóhanna Sigurðardóttir
- Iceland seeks UK fraud office help, by Andrew Ward
- For you, the war is over, by Andrew Hill
- Iceland poised for foreign payback pact, by Andrew Ward, Megan Murphy and Jim Pickard
- Icelands debt repayment limits will spread, by Michael Hudson
- Iceland: what ugly secrets are waiting to be exposed in the meltdown?, by Rowena Mason
- The ice storm, by Gauti Kristmannsson
- Brain drain hits cash-strapped Iceland, by Susanne Henn
- Islands nye krise, av Ola Storeng
- Iceland's bank crisis delivers baby boom, by Andrew Ward
- Is Iceland too small? By Þorvaldur Gylfason
- Iceland shows the dangers ahead for us all, by Robert Wade
- Islands Schulden sind zu teilen, Von Clemens Bomsdorf
- The IMF destroys Iceland and Latvia, by Nathan Lewis
- The Lehman Brothers collapse: the global fallout, by Richard Wachman
- Iceland urges media to lift nations gloom, by Andrew Jack
- Iceland after a year of financial crisis, by Robert Jackson
- Icelands PM: Icesave Will Decide the Coalitions Fate
- Icelands PM: We Cannot Wait for IMF Any Longer
- Iceland Reaches Agreement with IMF
- Iceland Minister Confident Icesave Bill Will Pass
- Iceland's president turns cold on Icesave deal, by Rowena Mason
Greinar um Ísland og kreppuna í innlendum miðlum
Álit erlendra sérfræðinga um orsakir efnahagshrunsins
- Undersized: Could Greenland be the new Iceland? Should it be?
- The Icelandic banking crisis and what to do about it: The lender of last resort theory of optimal currency areas
Greinar um hvers vegna Icesave eru ekki skuldir Íslendinga
Greinar um efnahagskreppuna í erlendum dagblöðum
Evrópusambandið
- Support for Lisbon Treaty falls eight points to 46%, by Stephen Collins
- The European Union the New Soviet Union, by Vladimir Bukovsky
Útvarps- og sjónvarpsþættir á netinu
Innlendir og erlendir ljósvakamiðlar
Bloggvinir
- malacai
- andrigeir
- arikuld
- axelthor
- baldvinj
- creel
- birgitta
- bjarnihardar
- gattin
- gagnrynandi
- draumur
- egill
- erla
- estheranna
- finni
- gretarmar
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- bofs
- hreinn23
- morgunblogg
- maeglika
- helgatho
- hedinnb
- kreppan
- islandsfengur
- jonl
- kaffistofuumraedan
- capitalist
- katrinsnaeholm
- liljaskaft
- lydurarnason
- vistarband
- marinogn
- pallvil
- raksig
- raudurvettvangur
- rutlaskutla
- sigurjonth
- siggi-hrellir
- sij
- siggith
- fia
- lehamzdr
- isspiss
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- kreppukallinn
- reykur
- thjodarsalin
- aevark
- isleifur
- thorsaari
- tbs
- eeelle
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir pistilinn Benedikt en þetta er einmitt kjarni málsins.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.7.2009 kl. 21:10
~nutzhellað~, & það vel.
Steingrímur Helgason, 14.7.2009 kl. 23:41
Einmitt!
Arinbjörn Kúld, 15.7.2009 kl. 22:18
Takk fyrir fantagóðan pistil!!!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 18.7.2009 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.