Stundar Hagfræðiprófessor áróður?

Þrýstingurinn vegna Icesave vex dag frá degi. Hótanir og áróður eru vopnin sem notuð eru til að þvinga í gegn um alþingi skuldbindingar sem mikill vafi leikur á hvort ríkinu beri að taka á sig,  og  nánast engar líkur eru á að Íslenskir skattgreiðendur hafi bolmagn til að standa undir. Það er raunar með ólíkindum hvað menn geta látið út úr sér til að sannfæra almenning og þing um að skattgreiðendur á Íslandi eigi að borga spilaskuldir Björgólfsfeðga.
Svo virðist sem Þórólfur Matthíasson,  titlaður  prófessor, sé orðinn einn aðal áróðursmeistarinn í Icsave málinu. í Fréttablaðinu í dag lætur Þórólfur hafa eftir sér að

Samþykki Alþingi ekki ríkisábyrgð á Icesave-lánið gæti skapast stríðsástand í efnahagslífinu hérlendis, Ísland fengi hvergi fyrirgreiðslu, fyrirtæki færu unnvörpum í þrot og við yrðum sett á sama stall í samfélagi þjóðanna og Kúba og Norður-Kórea. Þetta segir Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor sem segist mjög hissa á óábyrgri afstöðu sumra stjórnmálamanna til málsins.
Það er greinilegt á þessum orðum  að Prófessorinn hefur ekki fylgst mikið með fréttum úr fílabeins turni sínum. Því ætti einhver að taka að sér að útskýra fyrir Þórólfi hvað hefur verið í gangi á Íslandi síðustu misserin.

Það hefur verið stríðsástand í Íslensku efnahagslífi síðan einkavæðing bankanna byrjaði. En þá fengu örfáir aðilar bankanna afhenta að gjöf, sem þeir svo notuðu til að sölsa undir sig öll vermæti sem hönd á festi. Ránsfengurinn var svo notaður til frekari landvinninga erlendis. Stríðsástandið í Íslensku efnahagslífi versnaði svo til allra muna þegar stjarnfræðilegu tapi Víkinganna var velt yfir á skattgreiðendur á Íslandi. það þarf því að benda prófessornum á að nú þegar er stríðsástand í íslensku efnahagslífi , og því stríði lýkur ekki fyrr en stjórnvöld í landinu hætta að rukka almenning um spilaskuldir útrásarvíkinganna.

Það má einnig benda Prófessor Þórólfi á það að ástandið í Íslensku efnahagslífi er nú þegar þannig að Ísland fær hvergi fyrirgreiðslu og fyrirtæki fara í þrot í umvörpum.

Svo ætti prófessorinn að kynna sér örlitla sögu áður enn hann gerir lítið úr þeim samfélögum sem byggja Kúbu og Norður-Kóreu.
 
Hefur Prófessorinn einhver haldbær rök til að styðja þá fullyrðingu að hér verði miklu verra ástand ef Iceave skuldbindingin verður ekki staðfest.  Eða vonast hann til að prófessors titilinn einn dugi sem rökstuðningur?

Það ætti einhver að benda prófessornum á það að jafnvel bjartsýnustu spár um skuldabyrðina af Icesave, benda til þess að Íslenskt samfélag gæti átt mjög erfitt með að standa undir þeim. Gott væri að heyra frá prófessornum hvaða áhrif hann telur að skuldabaggi sem við ráðum ekki við, hafi á íslenskt samfélag og hvar hann heldur að við fáum fyrirgreiðslu undir þeim kringumstæðum.

Það getur vel kallað á hefndaraðgerðir af hálfu Breta, Hollendinga og ESB (í gegn um AGS), að samþykkja ekki Icesave skuldbindingarnar. En að samþykkja, skuldbindingar sem við vitum ekkert hvað verða miklar á endanum, (og gætu reyndar í versta falli orðið yfir 1000 miljarðar þegar upp er staðið), er glæpsamlega óábyrgt.

Ef Prófessorinn telur í alvöru að það sé betri kostur að hneppa næstu kynslóð í skulda-ánauð frekar en að taka slaginn núna þarf hann að rökstyðja þá skoðun sína með meiru heldur bara prófessors titlinum.  Einnig þarf prófessorinn að svara því hvernig það sé siðferðilega verjandi að velta skuldum Björgólfsfeðga yfir á okkur og börnin okkar.

Benedikt G. Ófeigsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband