Svar!

Til að gæta réttlætis þá set ég hér inn svar Björgvins Sigurðssonar til Smáfugla amx.is (sjá nánar færsluna hér næsta á undan).

Flótti íhaldsins og aðdróttanir AMX

Það er nokkuð aumkunarvert að fylgjast sem íhaldinu á flótta undan eigin verkum úr fyrri ríkisstjórn. Þá ekki síst vegna samkomulags um Icesave.

Liður í því er tilraun Sjálfstæðisflokksins til að þvo sig með einhverjum hætti af yfirlýsingu fjármálaráðherra Íslands og Hollands frá í nóvember um samkomulag um lán vegna innstæðna Icesave í Hollandi.

Ragnheiður Elín þingmaður sjálfstæðimanna og fyrrum aðstoðarmaður Geirs Haarde til margra ára fór upp í lok umræðu um störf þingsins til að spyrja mig um hvort ég hafi vitað fyrirfram um að formaður stjórnar Tryggingasjóðs setti stafi sína á blaðið um samkomulagið sem síðan var gert daginn eftir af fjármálaráðherrum landanna. Ragnheiður var svo smekkleg að gera þetta undir lok fyrirspurnartímans hafandi ekki látið mig vita af spurningunni sem er reglan þegar um spurningar á milli þingmanna er að ræða undir þessum lið. Þetta kallar AMX flótta úr þingsal. Einkar smekklegar aðdróttanir það, enda undirbyggt vel af framgöngu Ragnheiðar Elínar.

Tilefnið til að svara Ragnheiði er hinsvegar kærkomið og það nota ég hér: Nei ég vissi ekki um að undirrita ætti þetta samkomulag. Formaður stjórnarinnar segir mér að hún hafi látið stjórn Tryggingasjóðsins vita af því fyrirfram en henni bar ekki með neinum hætti að tilkynna mér um það enda gerði hún það ekki þar sem það var undirritað um miðja nótt. Síðan var samkomulagið kynnt daginn eftir og undirritað af fjármálaráðherrum landanna tveggja.

Enn er ósvarað spurningunum:

1. Hvernig getur samkomulag sem var ekki lagt fyrir Alþingi til samþykktar/staðfestingar bundið hendur ríkisstjórnar og Alþingis?

2. Er "samkomulagið" það sem núverandi fjármálaráðherra kallar "minnisblað"?

3. Hvers vegna er þetta samkomulag ekki birt opinberlega?

4. Hvar var samkomulagið kynnt?

5. Var samkomulagið staðfest?

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband