Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Stefna AGS hefur ekkert breyst. Stefnan gagnvart Íslandi er misheppnuð andlitslyfting.

Það er kanski að bera í bakkafullan lækinn að gagnrýna AGS um þessar mundir, meira að segja samtök atvinnulífsins eru farinn að efast um gagnsemi sjóðsins. En nýtt fjárlagafrumvarp og Icesave gefa tilefni til að fjallað sé um aðkomu sjóðsins en og aftur. 
 
Því hefur verið haldið fram að stefna AGS á Íslandi sé mildari en áður hefur þekkst. Í því sambandi hafa gjaldeyrishöftin og þriggja ára frestur til að ná hallalausum fjárlögum nefnd sem dæmi um meiri slaka. Þessar tilslakanir á almennri stefnu AGS er í besta falli misheppnuð andlitslyfting. Megin atriðin í stefnu AGS standa óhögguð. Háir vextir, gríðarlegur niðurskurður og skilyrðislaus krafa um að lánadrottnar fái allt sitt án tillits til afleiðinganna fyrir almenna borgara.
Þessi stefna AGS hefur skilið eftir sig sviðna jörð um allan heim. í  bréfi sem  Walden Bello, Carlos Heredia,  Dennis Brutus og Noam Chomsky skrifuðu (hundruðir stofnanna og einstaklinga skrifuðu undir bréfið), voru þingmenn fulltrúadeildar Bandaríska þingsins hvattir til að hafna því að AGS fengi aukin fjárframlög. Bréfið var sent fyrir 10 árum en það er vel fram sett og efni þess á vel við hjá okkur núna. Ástæðan fyrir að þetta bréf er notað til viðmiðunar er svo fleiri gagnrýnisraddir á AGS komist í sviðsljósið.
 
Nokkur kunnugleg atriði koma fram í bréfinu. Allt höfum við heyrt þetta áður frá Michel Hudson og fleirum. Það er mikilvægt að skoða þetta bréf með eftirfarandi í huga (bréfið kemur á eftir).
 
- Stýrivextir hafa lækkað hægt og er nú svo komið að jafnvel Vilhjálmur Egilsson er farinn að vilja sjóðinn burt. Það er fyrirsjáanleg afleiðing af háum stýrivöxtum að það dregur úr efnahagsbata og gjaldþrotum fjölgar.
 
- Fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í gær (þann 1. Oktober 2009) inniheldur blóðugan niðurskurð í velferðarmálum sem á eftir að koma verst niður á þeim sem síst skyldi. Sjúklingar, fólk á bótum, efnalitlar fjölskyldur og atvinnulausir eru dæmi um hópa sem er veruleg hætta á að verði ílla úti þegar velferðarkerfið er skorið við nögl. Einnig er veruleg hætta á að hluti af þeirri þjónustu sem skorin er niður (og/eða lögð niður) verði í boði á einkareknum stofnunum og hér verði tvöfalt kerfi; annars vegar fyrir þá sem geta borgað og hins vegar fyrir þá sem ekki geta borgað. Slíkt kerfi elur iðulega á óréttlæti og mismunun á grunni efnahags. Einnig verður mjög erfitt að bakka út úr slíku kerfi þegar fram líður.
 
- Við höfum þegar séð hvernig hörð skilyrði AGS hafa grafið undan afkomu venjulegs launafólks með launalækkunum og uppsögnum. Veruleg hætta er á að grafið verði undan réttindum launafólks sem hafa áunnist með þrotlausri baráttu í gegn um alla síðustu öld.
 
- Í efnahagsþrengingum síðasta árs hefur verið gríðarlegur þrýstingur á að fá hraða stóriðju-uppbyggingu. þessi þrýstingur hefur valdið því að náttúruverndarsjónarmiðum er ýtt til hliðar og mikil hætta er á að orkuauðlindir verði ofnýttar. Nú er t.d. verið að keyra Bitruvirkjun í gegn þrátt fyrir gríðarlega andstöðu.  Virkjun sem var áður búið að hafna.
 
- Icesave  (nauðungar)samningarnir eru komnir aftur upp á borðið og AGS virðist beita íslensk stjórnvöld miklum þrýstingi að hlíta skilmálum Breta og Hollendinga án þess að neitt  tillit sé tekið til efahagslegrar stöðu þjóðarinnar.
 
- þögn og leynd yfir öllu sem viðkemur AGS hefur valdið gríðarlegri tortryggni, sem ekki er á það vantraust sem hér ríkir bætandi. Frestuniná því að samningur Íslenskra stjórnvalda og AGS sé endurskoðaður, án skýringa, er gott dæmi um þá óþolandi leyndarhyggju og virðingarleysi fyrir lýðræði sem einkennir allar aðgerðir sjóðsins.
 
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Letter to Members of the United States Congress

To: Members of the United States Congress

Re: Why we Oppose the IMF Quota Increase

The undersigned labor unions, environmental, human rights, and other organizations and individuals from around the world are opposed to any increase in the size, power, or funding of the International Monetary Fund [IMF], and in particular are opposed to any increase in the quota of member countries. The disastrous impact of IMF-imposed policies on workers rights, environmental protection, and economic growth and development; the crushing debt repayment burden of poor countries as a result of IMF policies; and the continuing secrecy of IMF operations provide ample justification for denying increased funding to the IMF.

Economic Growth and Development: The IMF s overwhelming preference for high interest rates and fiscal austerity, even in the absence of any economic justification, has caused unnecessary recessions, reduced growth, hindered economic development, and increased poverty throughout the world. There is now a consensus among economists that the IMF s recent intervention in the Asian financial crisis actually worsened its impact. Many believe that the Fund bears the primary responsibility for turning the financial crisis into a major regional depression, with tens of millions of people being thrown into poverty and no end in sight.

Labor: IMF policies undermine the livelihood of working families. IMF policies have mandated mass layoffs and changes in labor law to facilitate or encourage mass layoffs, as happened recently in South Korea. IMF policies regularly force countries to lower wages, or often undermine efforts by governments to raise wages-- as, for example, in Haiti in recent years.

Environment: IMF policies encourage and frequently require the lowering of environmental standards and the reckless exploitation of natural resources in debtor countries. The export of natural resources to earn hard currency to pay foreign debts under IMF mandates damages the environment while providing no benefit to poor and working people in debtor countries.

Debt: IMF and World Bank policies have forced poor countries to make foreign debt service a higher priority than basic human needs. The World Bank claims that it is "sustainable" for countries like Mozambique to pay a quarter of their export earnings on debt service. Yet after World War II, Germany was not required to pay more than 3.5% of its export earnings on debt service. Poor countries today need a ceiling on debt service similar to the one Germany had. According to UN statistics, if Mozambique were allowed to spend half of the money on health care and education which it is now spending on debt service, it would save the lives of 100,000 children per year.

Openness of IMF operations: IMF policies which affect the lives of a billion people are negotiated in secret, with key conditions not released to the public. The people who bear the burden of these policies often do not even have access to the agreements which have been negotiated.

The policies of the IMF have undermined the ability of developing countries to provide for the needs of their own peoples. Such an institution should not be expanded.

Thank you for your consideration of our concerns.

Sincerely,

Initiators:

Walden Bello, Co-director, Focus on the Global South, Bangkok; Professor of Sociology and Public Administration, University of the Philippines

Carlos Heredia, Congressman, Mexico

Dennis Brutus, Jubilee 2000 Africa

Noam Chomsky, Professor of Linguistics, Massachusetts Institute of Technology

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Nú er Ísland ekki jafn ílla sett og margar þriðja heims þjóðir. En það er samt veruleg hætta á að fáttækt verði alvarlegt vandamál á Íslandi um langa hríð ef við snúum ekki af þeirri braut  sem AGS varðar.

Þrýstum á stjórnvöld að afþakka svokallaða aðstoð sjóðsins.

Sendum Landstjórann heim!

Benedikt Gunnar Ófeigsson


Viðtal BBC við Ögmund Jónasson

Ögmundur Jónasson var í viðtali við BBC World Service í dag. Viðtalið byrjar á 6. mínútu.

Lánum náttúrunni raddirnar okkar allra - verndum hana... hana sem mun hjálpa okkur út úr kreppunni ef hún fær að vera óskemmd!

Eigendur Century Aluminium ásælast orkuna í landinu okkar til að skapa sjálfum sér peningalegan auð. Landið okkar munu þeir skilja eftir svo illa farið að það mun ekki laða lengur til sín náttúruferðamenn - en náttúruferðamenn eru okkar helstu viðskiptavinir í ferðaþjónustu og ferðaþjónustan er næststærsta útflutningsgrein okkar á eftir sjávarútveginum.

Lára Hanna hefur skrifað nokkur ólík bréf til að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á aðalskipulagi sveitarfélagsins Ölfuss, en til að hægt sé að eyðileggja Bitru fyrir eigendur Century Aluminium þá verður að breyta skilgreindu útivistarsvæði í skipulagt iðnaðarsvæði. Bréfin hennar fylgja hér með. Ég hvet alla til að velja sér bréf og senda til sveitarstjórnar Ölfuss eigi síðar en 2. október.

Ítarlegri upplýsingar á blogginu hennar Láru Hönnu: Látum ekki stela frá okkur landinu!

Við munum eiga í peningalegum erfiðleikum næstu árin - auðlindirnar okkar er það eina sem við getum notað til að bjarga okkur. Auðlind sem er fórnað fyrir álver verður ekki auðlind fyrir neinn nema eigendur álversins. Auðlind sem laðar til sín náttúruferðamenn er varanleg og skapar atvinnu og verðmæti öld eftir öld.

Sýnum siðferðisstyrk og skynsemi og rísum upp gegn Century Aluminium og mótmælum því að útivistarsvæði sé breytt í iðnaðarsvæði!

Helga Garðarsdóttir


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Áhættuþættir Icesave-málsins

Grein eftir Pétur Blöndal, sem birt er í Morgunblaðinu 25. september 2009.

 

ICESAVE-málið fól í sér stórfellda áhættu fyrir íslenska þjóð. Undirritun samninganna hjá fjármálaráðherra festi þessa áhættu í sessi en fyrirvarar Alþingis við ríkisábyrgðina veittu þjóðinni tryggingu gegn óbærilegum áföllum, sem gætu komið upp. Fyrirvararnir gegna þannig sama hlutverki og trygging á húsunum okkar gegn bruna- eða vatnstjóni.

 

Hver er áhætta okkar Íslendinga af Icesave-samningnum? Reglugerð ESB sem sett var í framkvæmd hér á landi með stofnun innlánstryggingasjóðs gerir ráð fyrir að innlánsstofnanir, bankar, beri kostnað af innlánstryggingakerfinu. Ekki skattgreiðendur. Bresk og hollensk yfirvöld óttuðust áhlaup á bankakerfi landa sinna í kjölfar hruns bankanna á Íslandi og ákváðu því einhliða að láta skattgreiðendur greiða tjónið, þar á meðal íslenska skattgreiðendur. Með ofbeldi; beitingu hryðjuverkalaga, greiðslustöðvun og misnotkun AGS, hafa íslenskir skattgreiðendur verið neyddir til að axla þessar byrðar. Icesave-samningarnir festu þessa nauðung í sessi sem og fleiri lagaleg álitamál.

 

Efnahagslegar áhættur Icesavesamningsins eru aðallega þrjár. Í fyrsta lagi gæti miklu minna fengist fyrir eignir Landsbankans en ætlað er og að þær nægi ekki fyrir 75% af kröfum vegna Icesave-reikninganna. Ef þetta hlutfall verður 50% eða jafnvel 30% þegar upp er staðið vex skuldbindingin um fleiri hundruð milljarða. Það gæti komið upp t.d. ef svo ólíklega vildi til að neyðarlögin yrðu dæmd ógild í Bretlandi en bresk lög eiga að gilda um samninginn. Þá njóta Icesave-innlánin ekki lengur forgangs heldur breytast þau í almennar kröfur. Í öðru lagi gæti orðið verðhjöðnun í Bretlandi eða í evrunni eða mjög lág verðbólga. Þá bera lánin mjög háa raunvexti sem verða óbærilegir til mjög langs tíma. Mesta áhættan er þó sú að hagvöxtur á Íslandi verði lítill eða enginn. Hagsagan segir að þjóðir, sem lenda í slíkum aðstæðum, eru ekki líklegar til stórræða. Við ættum þá fullt í fangi með að ráða við bankahrunið og afleiðingar þess og værum alls ekki fær um að taka á okkur viðbótarálögur eins og Icesave-kröfuna.

 

Fyrirvararnir sem Alþingi setti á ríkisábyrgðartillögu ríkisstjórnarinnar miðuðu allir að því að takmarka þessa áhættu þjóðarbúsins. Ef allt gengi eins og áætlanir gerðu ráð fyrir, 75% krafna yrðu greiddar, hagvöxtur yrði 3-4% á ári og „eðlileg“ verðbólga yrði í Bretlandi og í evru yrði allt lánið greitt upp. Byrðin yrði þung en ekki óbærileg. Ef hins vegar forsendur áætlananna bresta og Ísland yrði fyrir einhverju þeirra áfalla sem nefnd eru hér að ofan, yrði byrði landsins þó aldrei meiri en 6% af aukningu landsframleiðslu frá 2008 til greiðsluárs, 2016-2024. Alls í 8 ár. Ef eitthvað er ógreitt af þessum „skuldum“ okkar við Breta og Hollendinga í júní 2024 ætti það eðlilega að falla niður, enda hafa þá einhver ófyrirséð áföll lent á þjóðinni. Í viðræðum, sem þá eiga sér stað um eftirstöðvarnar, yrði Bretum og Hollendingum væntanlega bent á það, sem og að þetta hafi verið nauðungarsamningar alla tíð.

 

Atburðir síðustu viku með dularfullum hugtökum eins og „non paper, one shot“-skilaboðum frá breskum og hollenskum yfirvöldum minna á veröld Harry Potter. Fulltrúi í samninganefnd Hollands hefur einnig sagt að þeir séu bjartsýnir á góða niðurstöðu en tekur fram að „peningarnir verði að skila sér á einn hátt eða annan“. Þetta sýnir að íslenskum yfirvöldum hefur mistekist hrapallega að upplýsa mótaðila sína um efni 2. málsgreinar 1. greinar laganna frá Alþingi en þar segir: „Það er skilyrði fyrir veitingu ríkisábyrgðarinnar að breskum og hollenskum stjórnvöldum verði kynntir þeir fyrirvarar sem eru settir við ábyrgðina samkvæmt lögum þessum og að þau fallist á þá.“

 

Er einhvern veginn hægt að misskilja þetta ákvæði laganna frá Alþingi? Það á að kynna breskum og hollenskum stjórnvöldum þá fyrirvara, sem settir eru við ábyrgðina og þau eiga að fallast á þá. Annars er engin ríkisábyrgð. Hér er ekki verið að bjóða upp á viðræður eða neitt slíkt. Það er lítilsvirðing við Alþingi Íslendinga og fullveldi Íslands ef Bretar og Hollendingar telja sig geta samið um og breytt lögum á Íslandi. Leyndarhjúpurinn um þessa gerninga alla, sem geta orðið „ekki“ gerningar, er svo kapítuli út af fyrir sig.

 

Tillögur Breta og Hollendinga taka burt þær tryggingar, sem Alþingi setti til að verja þjóðina fyrir áföllum. „Skuldin“ á ekki að falla niður 2024 heldur á að framlengja hana endalaust á mjög háum vöxtum. Ef áætlanir ganga ekki eftir og Ísland lendir í áföllum þá skal það borga samt, bara á lengri tíma! Það er fullkomið skilningsleysi á þeim fyrirvörum sem Alþingi setti. Fyrirvarar Alþingis eru trygging, trygging til að verja íslenska þjóð fyrir áföllum af nauðungarsamningunum. Áföllum sem hún gæti illa risið undir og gætu jafnvel valdið langvarandi fátækt og landflótta. Þessa samninga hafa Bretar og Hollendingar neytt upp á Íslendinga með atbeina Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem Ísland var stofnaðili að, og með dyggri aðstoð Evrópusambandsins, Norðurlandaþjóðanna, jafnvel Noregs.

 

Höfundur er alþingismaður.


Skilningsleysi fyrir hönd okkar allra

Grein eftir Ómar Ragnarsson

 

„NÚ MÁ ekki virkja í Gjástykki. Af hverju? Það skilur enginn.“

 

Þessi orð Halldórs Blöndals í Morgunblaðsgrein eru lýsandi um rökræðu virkjanatrúarmanna. Ekki örlar á málefnalegri umræðu hjá honum um ástæðurnar fyrir því að réttast væri að friða Leirhnjúk, Vítismó og Gjástykki. Því lýsti ég í Morgunblaðsgrein nýlega og þessi rök eiga að vera aðgengileg fyrir Halldór.

 

Mikið væri nú þægilegt og einfalt ef Halldór væri einvaldur yfir Íslandi og ákvæði hvað allir skilja eða skilja ekki og þar með væri hægt að losna við alla rökræðu.

 

Bjarni Már Júlíusson ritar grein í blaðið um grein mína og vinnur það afrek að minnast aldrei á svæðið, sem ég tala um, „heimsundrið Leirhnjúk, Vítismó og Gjástykki“, heldur notar alltaf orðið „Kröflusvæðið“ og segir í ofanálag að ég noti það orð. Það geri ég aldrei í greininni en minnist einu sinni á „svæðið fyrir norðan Kröflu“ og á þá auðvitað við, Leirhnjúk, Vítismó og Gjástykki. Með þessu ruglar hann umræðuna og gefur í skyn að ég sé á móti Kröfluvirkjun, sem ég er ekki.

 

„Bæði má nýta og njóta þeirra náttúruundra, sem finnast á Íslandi“ segir Bjarni Már og kemur þar að kjarna málflutnings virkjanatrúarmanna. Þeir geta ekki hugsað sér að nota orðið að „nýta“ öðruvísi en um að gera náttúruundrasvæðin að iðnaðar- og virkjanasvæðum. Þeir skilja bara gildi kílóvattstunda, ekki gildi unaðsstunda eða tekna af annars konar nýtingu ósnortinnar náttúru.

 

Þessari röksemd Bjarna Más fyrir virkjunum hefur verið haldið fram og verður haldið fram þangað til búið verður að virkja allt sem virkjanlegt er. Þessir menn virðast ekki skilja neitt annað, – vera óskiljanlegt hvers vegna Bandaríkjamenn láta hina gríðarlegu jarðvarma- og vatnsorku Yellowstone ósnortna þótt það svæði standist ekki samanburð sem náttúruundur við hinn eldvirka hluta Íslands. Þess vegna er umræðan hér á sama plani og hún var í Bandaríkjunum fyrir hálfri til heilli öld. Bjarni Már notar hlutfallareikning til stuðnings máli sínu og margfaldar íslenskar tölur með þúsund í samanburði við Yellowstone í Bandaríkjunum í stað þess að eðlilegra væri að bera saman Ísland og Wyomingríki, þar sem Yellowstone er. Þessi tvö ríki eru mjög sambærileg um stærð, fólksfjölda og landshætti. Með því að margfalda með þúsund eins og Bjarni Már gerir má komast að nánast hverju sem er. Þegar menn stóðu til dæmis frammi fyrir því að drepa síðustu geirfuglana 1844 hefðu þeir getað réttlætt að drepa alla fuglana nema einn, því feikinóg væri að skilja einn geirfugl eftir með því að segja að hann samsvaraði þúsund geirfuglum í Bandaríkjunum.

 

ÓMAR RAGNARSSON,

vinnur að heimildarkvikmynd um þetta mál.


Saga fánans sem er tilbúinn til að sameina okkur öll

Við Ásta Hafberg höfum unnið að því á undanförnum vikum að finna eitthvert tákn sem gæti sameinað alla þá sem eru óánægðir og óska eftir breytingum. Það kemur tvennt til að við fundum okkur knúnar til að hafa uppi á slíku samstöðutákni.

Í fyrsta lagi eiga alls ekki allir þess kost að komast á mótmæli eða borgarafundi þó þeir hafi fullan hug á því. Við búum dreift og hefð fyrir slíkum uppákomum hefur alls ekki náð að festast í sessi nema þá helst í Reykjavík og að einhverju leyti á Akureyri. Í örðu lagi hefur það verið nokkuð áberandi að fólk hefur ekki viljað mæta á mótmælafundi og/eða borgarafundi af ýmsum ástæðum. Sumir eiga auðvitað ekki heldur heimangengt þó það sé ekki vegalengdin sem stendur í veginum.

Þeir eru þó alltaf fleiri og fleiri sem bætast í hóp þeirra sem eru óánægðir með núverandi veruleika. Reyndar trúi ég ekki öðru en meiri hluti þjóðarinnar finni fyrir óánægju með framgang mála frá bankahruninu sl. haust. Margir hafa líka fyllst djúpri vandlætingu yfir fréttum af því sem fram fór áður en bankarnir hrundu.

Langflestir hljóta líka að óska breytinga. Breytinga sem lúta að uppbyggingu og lausnum. Breytinga þar sem hagur heildarinnar verður settur í forgang. Ég hef reyndar ekki hitt neinn á undanförnum vikum sem hefur ekki áhyggjur og finnur til vandlætingar yfir þeirri forgangsröðun sem við, almenningur, líðum fyrir.

Þrátt fyrir þetta er ekki víst að nokkur fjölgun verði í röðum þeirra sem koma sér út úr húsi til að mæta á mótmælafundi og/eða borgarafundi. Svo má ekki gleyma þeim sem hafa og eiga þess ekki kost að mæta á slíkar uppákomur af ýmsum ástæðum. Við Ásta Hafberg stóðum t.d. báðar frammi fyrir því í sumar að við komust ekki til að vera við mótmæli sem við studdum samt heilshugar en fóru fram á Austurvelli.

Við ræddum þetta heilmikið og í framhaldinu ákváðum við að leggja höfuð okkar í bleyti og finna eitthvert sameiningartákn fyrir okkur sjálfar og aðra sem hafa staðið í sömu sporum. Nú er það fundið. Það er fáni en hann á sér nokkra sögu sem mig langar til að segja ykkur með aðstoð höfundar hans og eins aðdáanda fánans sem hefur flaggað honum í allt sumar.
Fáninn blaktir við hún við heimreiðina að heimili Georges og fjölskyldu Þessum fána var líka flaggað í mótmælunum hér á Akureyri sl. vetur en hann rekur rætur sínar aftur til leiksýningar sem var sett upp hér á Akureyrarvöku árið 2007. Höfundur hans er Kristján Ingimarsson, leikari (sjá upplýsingar um leikferil hans hér) en verkið sem hann var skapaður fyrir kallaði Kristján Byltingu fíflanna. Þetta segir hann sjálfur um sýninguna:

Bylting fíflanna varð til vegna þess að mér fannst það hlyti að vera einhver annar valmöguleiki í boði en þessi stefna sem við vorum á. Þegar ég fluttist til Íslands frá Danmörku fyrir rúmum þremur árum fann ég svo sterkt fyrir þessum sjúkleika í þjóðfélaginu. Firringin var svo augljós og græðgin brjálæðisleg. Mig langaði að gera eitthvað til að gefa fólki möguleika á að draga andann. Að sjá hlutina í nýju ljósi. Að hlægja að sjálfum sér. Að minnast einfaldleikans. 

Akureyrarvaka 2007 Þannig varð leiksýningin/ viðburðurinn Bylting fíflana að veruleika. Bylting sem byggðist á að fíflin tóku yfir. Don Quijote sigldi ásamt fríðu föruneyti á fiskibátnum Hugrúnu ÞH240 í gegnum miðbæinn. Hann var reyndar dreginn af Jóa rækju en hjólhýsi sveif yfir höfðum fólks og barist var við vindmyllur. Bæjarstjórn Akureyrar var formlega steypt af stóli við mikil fagnaðarlæti og fáni fíflanna dreginn að húni.

Það voru allir með. Öll fyrirtæki í miðbæ Akureyrar, og Akureyrarbær, flögguðu fíflinum. Kannski vegna þess að þetta var svo naivt. Það varð alveg nýr ferskleiki yfir bænum og ég verð að játa að inni í mér brosti hrekkjusvínið en það var konunni minni, Gitte Nielsen, að þakka að fáninn ber óneitanlega svip af flaggi Christiania í Kaupmannahöfn. Þetta var bylting. Þetta var bylting fíflanna.

Sýningin kom mörgum skemmtilega á óvart. Hún var flott og hún var skemmtileg og eflaust voru margir sem tóku henni bara sem slíkri. Jafnvel að þarna væri bara á ferðinni einhver fíflaskapur. (Sjá umfjöllun akureyskra vefmiðla hér, hér og hér) Sýningin bjó þó yfir dýpri boðskap eins og kemur svo vel fram í orðum Kristjáns sjálfs:

Titillinn á Byltingu fíflanna skírskotar jafnt til fífilsins og fíflsins. Þetta er bylting náttúrunnar. Á þessum síðustu og verstu tímum er ekkert eðlilegra en maður beygi sig í auðmýkt fyrir kröftum náttúrunnar. Að maður stilli sig inn á rythma hennar og gangi eftir hennar takti og syngi með henni.

Með Byltingu fíflanna langaði mig að gera eitthvað. Mig langaði að létta á fólki. Setja niður lítið fræ sem gat blómstrað. Orðið að einhverju sem fólk getur sameinast um. Verið stolt af. Flaggað án spurninga. Flaggað bara af því það finnur fyrir þörfinni. Að leyfa sér að fylgja einhverju án þess að vita hvað það er... fíflaskapnum í sjálfum sér... náttúrunni.

Rögnvaldur gáfaði og Kristján Ingimarsson (Það er rétt að geta þess að myndirnar frá Byltingu fílflanna tók Ragnhildur Aðalsteinsdóttir)

Það voru líka einhverjir sem sáu þessa dýpri merkinguí Byltingu fíflanna. Kristján hafði sáð fræjum og sumir gátu ekki gleymt skilaboðunum. Sennilega hafa þó fáir meðtekið boðskap Kristjáns eins vel og George Hollanders. Hann tók honum opnum örmum og hefur haldið uppi merki byltingarinnar æ síðan.

George og fjölskylda hans tóku nefnilega við fánanum sem Kristján skapaði fyrir þessa sýningu. Þau hafa haldið honum á lofti síðan. Ekki bara hér heima heldur víðar um Evrópu.
Fáninn á ferðalagi í Evrópu Þar sem George tengdi sig þannig við boðskap sýningarinnar þykir mér rétt að segja svolítið frá því hver hann er. George flutti hingað frá Hollandi til Íslands árið 1989. Hann segir sjálfur „að ein ástæða þess að hann ákvað að flytja til náttúruparadísar eins og Íslands hafi verið hinn mikli mannfjöldi og tilheyrandi mengun í heimalandi hans.“ Haustið 1994 stofnaði hann Leikfangasmiðjuna Stubb þar sem hann smíðar sígild tréleikföng úr íslensku timbri og málar með náttúrulegri málningu og bývaxi. En leikfangasmiðurinn er ákafur talsmaður vistvænnar framleiðslu og sjálfbærrar þróunar. (Sjá hér)

Þeim sem vilja kynna sér hugmyndir Georges enn frekar bendi ég á þessa grein hér sem er viðtal sem ber heitið „Smíðar leikföng og hugmyndir að betri heimi“ en hún birtist í Morgunblaðinu 11. janúar sl. Auk þess vil ég benda á að George stóð að stofnun einhvers konar hugmyndasmiðju hér á Akureyri sem hann gaf heitið Grasrót: inðgarðar & nýsköpun (Sjá þennan hóp hér á Facebook)

En áfram með sögu fánans. Ég tek aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið og þá er komið að haustinu 2008. Í kjölfar bankahrunsins komu nokkrir Akureyringar og nærsveitarmenn saman og ræddu stöðuna og hugsanleg viðbrögð. Einn þeirra var George Hollanders. Honum og þeim hinum óaði við afleiðingum hrunadansins sem það hafði alla tíð hafnað. Út úr fundarhöldum þessara einstaklinga urðu grasrótarsamtökin Bylting fíflanna til eða Revolution of the Dandelions.

Stofnendur grasrótarsamtakanna gáfu út eftirfarandi yfirlýsingu um tilgang samtakanna: „Bylting fíflanna er grasrótarafl sem leitar skapandi og framsýnna hugmynda og lausna um nýjan veruleika og betri framtíð.“ (Sjá t.d. hér og svo má benda á að samtökin eru með síðu inni á Facebook) George fékk ekki aðeins leyfi Kristjáns Ingimarssonar, góðvinar síns, til að kenna samtökin við sýninguna, Byltingu fíflanna, heldur varð fáninn sem var skapaður fyrir þá byltingu sem þar var sett á svið tákn mótmælanna hér á Akureyri.
Frá fyrstu mótmælunum á Akureyri undir fána Byltingar fíflanna Þessi byltingarfáni var líka áberandi í göngunni hér á Akureyri 1. maí sl. Þar sómdi hann sér vel með kröfuspjöldum og öðrum fánum. Kristján er hér á miðri mynd í lopapeysu og George honum á hægri hönd. 1. maí-gangan á Akuryeri 2009 (Mads Vegas, sem er tæknimaður Kristjáns Ingimarssonar, tók þessa mynd)

Allir Íslendingar þekkja túnfíflilinn. Margir líta á hann sem illgresi en þrátt fyrir baráttu bænda, bæjarstarfsmanna og garðeigenda þá finnur hann sér alltaf leið til að lifa af. Hann skýtur niður rótum við ótrúlegustu skilyrði, breiðir úr sér, blómstrar og hlær við öllum veðrum.

Malbiksblóm Þetta er það blóm sem allir Íslendingar hafa tengingu við...að mínu mati fallegasta blómið í íslenskri náttúru. [...] Kemur alltaf aftur, sama hvort hann er reittur upp eða malbikað yfir hann. Áreynslulaust kemur hann aftur, brýst upp úr malbikinu. Ekki til að mótmæla neinu. Honum er nokkuð sama um malbikið. Hann kemur bara til að segja: „Ég er á lífi. Ég er hér... ég er!“ (Kristján Ingimarsson)

Það er eins með fánann. Hann kemur alltaf aftur og aftur og minnir á tilveru sína. Núna kemur hann fram enn einu sinni og er tilbúinn til að gegna því hlutverki sem hann var skapaður til.

Það er líka rétt að ítreka að túnfífillinn er ekki bara blóm eða illgresi. Hann er nefnilega líka Þrír fíflar þekkt lækningajurt. Íslendingar hafa notað rætur hans í seyði og smyrsl til að lækna hina ýmsu sjúkdóma. M.a. bjúg, lifrar- og gallblöðrusjúkdóma og líka við meltingartregðu, svefnleysi og þunglyndi svo fátt eitt sé taldið. Nýlegri rannsóknir hafa líka gefið vísbendingar um að vissir hlutar fífilsins dugi gegn einhverjum tegundum krabbameinsæxla.

Fíflillin var og er jafnvel enn notaður til matargerðar. Búa má til bragðgott fíflavín úr blómunum og blöðin þykja góð í salat. Seyði af fíflablöðum var notað til andlitsþvotta í fegrunarskyni og ristuð rótin var notuð í kaffibæti. (Sjá meira um túnfíflilinn á Vísindavefnum og svo er ákaflega forvitnilegt að fletta upp i Grasnytjum Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal til að lesa sér enn frekar til um það gagn sem má hafa af fíflinum)

Íslenski túnfíflillinn er ekkert venjulegt blóm. Þrátt fyrir að margir líti á hann sem illgresi í dag þá þykir öðrum hann ómissandi í ýmis náttúrlyf og sumir nýta hann líka til matargerðar. Og enn gleður hann augu margra Íslendinga sem líta á blómstrandi fífilinn sem innsigli sumarkomunnar. Hver kannast ekki líka við að fyllast undrun og jafnvel aðdáun yfir óbilandi lífseiglu hans? Hver kannast ekki við kátínublandna undrun yfir gulum kolli fífilsins sem hefur brotið sér leið í gegnum malbiksbreiðu rétt eins og hann vilji sanna að hann sé ódrepandi.
Fagur fífill
Íslendingum sem misbýður núverandi þjóðfélagsástand vantar gott tákn sem við getum sameinast um. Tákn sem við getum sett upp til að lýsa því yfir að þó við stöndum ekki úti á torgum og öskrum okkur hás þá stendur okkur ekki á sama. Tákn sem lýsir vandlætingu okkar yfir ríkjandi ástandi og ósk okkar um breytingar. Tákn sem sýnir að við höfum skoðun. Að við erum hér!

Við þurfum ekki að vera hundrað prósent sammála í öllum þeim atriðum sem við erum óánægð með. Við þurfum heldur ekki að vera nákvæmlega sammála um það hverju á að breyta eða hvernig. Hins vegar er ljóst að við þurfum að sameinast um eitthvað ef við viljum ná fram breytingum til góðs.

Fallegir samstöðufíflar Hvað hæfir tákni samstöðu okkar betur en þessi bjartsýnislegi fáni sem á sér nú þegar sögu. Sögu um þrautseigju og von. Sögu sem minnir á fífilinn. Tákninu sem fáninn ber. Fífillinn er nefnilega prýðilegt tákn fyrir þær meginkröfur sem við ættum öll að geta sannmælst um: Ég er hér! Ég lifi... ég er og ég vil vera það áfram!

Í þessu sambandi er kannski rétt að enda á orðum Kristjáns Ingimarssonar sjálfs sem segir: Fyrir rúmum tveimur árum sáði ég fræi sem virðist ekki geta hætt að spíra. Nú viðrist þriðja uppskeran vera að koma fram. Hann virðist getað sáð sér sjálfur þessi fáni. Ef fífillinn getur orðið tákn þess að við stöndum saman sem hópur þá er rétta takmarkinu náð.

Ef þú vilt vera með þá er ekkert annað en eignast fána. Þú getur flaggað honum í fánastönginni þinni. Sett hann á bílinn þinn eða tekið hann með á mótmæli eða aðra viðburði þar sem þér finnst fáninn eiga heima. 

Mig langar til að taka það fram að Kristján var svo höfðinglegur að gefa okkur, samlöndum sínum, höfundarréttinn af fánanum. Fánasmiðjan á Þórshöfn sér um prentun hans og dreifingu. Þeir sem hafa áhuga á að eignast fána panta hann einfaldlega í gegnum vefverslun Fánasmiðjunnar og greitt hann með kreditkorti. Þeir sem nota ekki kreditkort geta pantað fána í gegnum netpóstfangið fanar@fanar.is eða hér. Þeir fá svo pöntunina senda í póstkröfu. 

Að lokum langar mig til að biðja þig að taka þátt í því að láta fréttina af þessu samstöðu- og sameiningartákni berast sem víðast.

                                                                                                                      Rakel Sigurgeirsdóttir


Hún á ekki rödd. Lánum henni okkar!

Sagt er að siðferðisstyrkur þjóðar sjáist á því hvernig hún kemur fram við börn. Það má bæta við þetta og segja að siðferðisstyrkur þjóðar sjáist á því hvernig hún kemur fram við börn, dýr og náttúruna, þ.e.a.s. þau sem geta ekki varið sig sjálf!

 

800px-gothafossoverviewEf til vill hefur aldrei reynt eins mikið á siðferðisstyrk Íslendinga sem þjóðar og núna þegar hvert áfallið eftir annað dynur á þjóðinni. Allt er gjörbreytt! Það sem áður var tekið sem gefið er núna óvíst og óöruggt: Veröldin er á hvolfi: Atvinnuleysi og peningaleysi er veruleiki þúsunda heimila. Við slíkar aðstæður eykst hættan á að stjórnmálamenn vandi sig ekki og hugsi skammt: Hugsanlega til að bjarga eigin skinni, hugsanlega til að bjarga flokkunum sínum og hugsanlega trúa einhverjir þeirra því að þjóð í erfiðleikum eigi að samþykkja allt gagnrýnislaust.

Núna eru uppi aðstæður á Íslandi sem skapa þá hættu að almenningur fallist á að selja það sem honum hefði ekki dottið í hug að selja meðan allt lék í lyndi og þar er náttúran, sjálf fósturjörðin, í mestri hættu. Náttúran á ekki rödd og getur ekki varið sig sjálf, en við getum valið að tala máli hennar. Hefur nægilega stór hluti þjóðarinnar þann siðferðisstyrk sem er nauðsynlegur til að kunna að meta hana að verðleikum og verja hana núna þegar of margir vilja eyðileggja hana og selja í von um skammtímagróða?!

 

Óafturkræfar breytingar sem eru verðmæti fyrir fáa en eyðilegging fyrir fjöldann

Allt of margir stjórnmálamenn þola ekki óbeislaða náttúru: Þessir stjórnmálamenn eru einstaklingar sem líður illa fái þeir ekki að ráða og ríkja og beygja allt og alla undir sinn vilja. Þessir stjórnmálamenn munu nú sem aldrei fyrr tilbiðja virkjanir og dreyma stóriðjudrauma. Þessir stjórnmálamenn eru skammsýnir og þröngsýnir einstaklingar sem skilja ekki eða vilja ekki skilja hvað hugmyndafræðin um sjálfbæra þróun felur í sér. Þessir stjórnmálamenn eru óþolinmóðir einstaklingar sem virðast ekki vilja skilja að verði krafturinn í náttúrunni virkjaður í stóriðju þá er hann verðmæti fyrir fáa en eyðilegging fyrir fjöldann. Þessir stjórnmálamenn eru einstaklingar sem skreyta mál sitt með hugtakinu sjálfbærni en virðast ekki skilja á hverju hugmyndafræðin um sjálfbæra þróun byggir. Þetta eru stjórnmálamenn sem tala um ferðaþjónustu án þess að horfast í augu við hvað það er sem heldur ferðaþjónustunni á Íslandi gangandi.

 

Virkjanirnar eru ósjálfbærar

Það er alveg sama hvað talsmenn þess að virkja til að afla fyrirhuguðu álveri í Helguvík orku segja oft að virkjanirnar séu sjálfbærar þær eru það ekki! Það stendur til að virkja hvern dropa til að álver í Helguvík fái þá orku sem það þarf - og að því loknu verður ekkert - nákvæmlega ekkert - alls ekkert eftir. Með þessu eru svæðin þurrausin. Orkan mun nýtast í 40-50 ár, segir Ómar Ragnarsson mér og hefur hann það eftir sérfræðingum sem hafa kannað svæðin í langan tíma. Komi ekkert upp á þá mun hafa runnið nægt vatn inn á svæðið á ný eftir 100 ár - já, eftir heila öld! Hugmyndafræðin um sjálfbæra þróun byggir á því að "nýta og njóta án þess að ganga á möguleika næstu kynslóðar til þess sama". Þar sem það tekur svæðin 100 ár að rétta úr kútnum þá sér hver heilvita maður að fyrirhugaðar virkjanir fyrir álver í Helguvík eru ekki sjálfbærar! Það er fleira sem gerir það að verkum að nýting allrar orkunnar í eitt álver er ekki sjálfbær og það er sú staðreynd að stór hluti af tekjunum rennur úr landi til eigenda álversins, en ein fjögurra stoða sjálfbærrar þróunnar er efnahagsstoðin.

 

Ósjálfbær nýting á orku til að skapa störf fyrir 2% þjóðarinnar

Því hefur verið haldið fram svo lengi að áliðnaður sé mikilvæg atvinnugrein á Íslandi að stór hluti þjóðarinnar er hættur að efast um sannleiksgildi þessarar fullyrðingar. Það gildir enn sem fyrr að það skiptir engu máli hvað hið ósanna er sagt oft það verður ekki satt þótt það sé margendurtekið. Einn vandaðasti moggabloggarinn, Lára Hanna, fullyrðir í nýlegri færslu að áliðnaðurinn skapi atvinnu fyrir 2% þjóðarinnar: "Þótt hvert einasta andskotans kílówatt yrði virkjað fyrir þessar samsteypur, og álver byggð til að fullnýta það, þá myndi það skapa störf fyrir 2% þjóðarinnar" (Lára Hanna, 17.09.2009).

 

Bitra er enn á ný í hættu!

Eins og jafnréttismál þá er náttúruvernd eilífðarverkefni. Það tekst að þoka málum áfram en fyrr en varir er stigið skref afturábak. Náttúruunnendur þurfa sífellt að vera á vaktinni, tilbúnir að leggja náttúrunni lið. Fyrir tveimur árum stóð baráttan um Bitru. Það tókst að forða Bitru frá eyðileggingu, en aðeins tímabundið. Sami flokkur manna og þá vildi eyðileggja Bitru er risinn á fætur á ný og byrjaður að kyrja hræðslusönginn um að það verði að virkja til að skapa vinnu. Versið er það sama og fyrr: Leyfa fámennum hópi að eyðileggja náttúruna fyrir skammtímagróða eða sýndargróða!

Af hverju hafa þessir stjórnmálamenn ekki notað síðustu tvö ár til að leggja grunn að störfum sem skapa verðmæti án þess að eyðileggja eina verðmætustu auðlind þjóðarinnar! Hversu verðmætir eru þeir sjálfir þjóðarbúinu???

 

"Birna Borg Sigurgeirsdóttir, forseti bæjarstjórnar í Ölfusi, segir að staðið verði við virkjunarframkvæmdir. Það sé stefna bæjastjórnar að virkja í sveitarfélaginu" (Stöð 2, 30.10.2007). 

 

 

Vilt þú fórna þessu náttúrulega fallega landi fyrir álver í Helguvík?

hengill_15

Það var til að bjarga Bitru sem Lára Hanna stökk inn í bloggsamfélagið fyrir tveimur árum. Þá vildi sveitastjórn Ölfuss koma Bitru fyrir kattarnef. Á þessari slóð eru margar afar vandaðar bloggfærslur Láru Hönnu um Hengilsvæðið.

Í færslunni Valdníðsla í Ölfusi segir hún: "Í Ölfusi eru innan við 2.000 íbúar og pólitískt kjörnir fulltrúar þeirra hafa vald til að ráðskast með svæði sem snertir beint eða óbeint um 200.000 Íslendinga!"

Bitra er ennþá óskemmd en í hættu vegna manna sem geta ekkert séð í friði ef álköggli er veifað framan í þá!

 

Fyrirhugað álver í Helguvík á sér háværa og valdamikla meðmælendur - en óvíst er að þeir séu margir - það er hins vegar ekki hægt að hunsa þá vegna þess að þeir eru stjórnmálamenn og stjórnmálamenn hafa völd - jafnvel þótt aðeins fáein hundruð kjósenda hafi kosið þá! Mundu áður en lengra er haldið að þótt hvert einasta kílówatt yrði virkjað og álver byggð til að fullnýta það þá skapar það störf fyrir 2% þjóðarinnar. Finnst þér náttúran ekki vera meira virði?

 

"Sveitarfélagið Ölfus auglýsti þ. 20 ágúst sl. um breytingu á aðalskipulagi 2002-2014 vegna Bitruvirkjunar, Hellisheiðavirkjunar, iðnaðarsvæða við Þorlákshöfn og Gráuhnúka, niðurfellingu flugvallar, breytingar á vatnsverndarmörkum og akstursíþróttasvæðis, samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, m.s.br." (Annar slagur um Bitru í uppsiglingu).

 

Ferðaþjónusta vs. virkjanir og álver 

Við sem þjóð stöndum á krossgötum og það reynir núna verulega á siðferðisstyrk hvers og eins. Okkar verðmætasta auðlind, þ.e.a.s. sú sem skilar mestum tekjum nettó í ríkissjóð, er fiskurinn í sjónum, okkar næstverðmætasta auðlind, landið sjálft, laðar til sín hundruð þúsunda útlendinga ár hvert. Orðspor þjóðar okkar hefur beðið hnekki, en landið okkar er enn jafnvinsælt meðal útlendra ferðamanna. Náttúran er það sem fær lang-lang-langstærstan hluta erlendra ferðamanna til að koma til Íslands: Ferðaþjónustan okkar stendur og fellur með náttúrunni.

 

Fegurð náttúrunnar dregur til sín ferðamenn en orkan í iðrum jarðar dregur til sín fjárfesta. Hver ferðamannahópurinn eftir annan kemur með gjaldeyri til landsins öld eftir öld og allir njóta: Náttúran skapar þjóðinni tekjur ár eftir ár, áratug eftir áratug, öld eftir öld. Fjárfestir sem "kaupir" orkuna í náttúrunni fær allt og þegar orkan er uppurin er náttúran búin að vera: Hún aflar ekki frekari tekna. Þetta vilja talsmenn virkjana ekki skilja.

 

Ísland er þekkt víða um heim fyrir fegurð - verði náttúran nýtt á ósjálfbæran hátt í virkjanir með öllum þeim umhverfislýtum sem þeim fylgja þá getur Ísland orðið þekkt víða um heim fyrir virkjanir, háspennumöstur, miðlunarlón, uppistöðulón og álver þar sem áður var náttúra. Þá verða þau sem "keyptu" orkuna farin með hagnaðinn af orkunýtingunni en eftir stendur þjóð í landi sem laðar ekki lengur til sín ferðamenn.

 

sv-linur

"Skipulagsstofnun telur að heildaráhrif framkvæmda við fyrirhugaðar Suðvesturlínur og styrkingi  raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi verði óhjákvæmilega verulega neikvæð. Stofnunin segir í áliti sínu um mat á umhverfisáhrifum sem hún birtir í dag, að neikvæðustu áhrif fyrirhugaðra framkvæmda verði sjónræn áhrif og áhrif á landslag og þar með einnig á útivist og ferðaþjónustu" (Umhverfisáhrif suðvesturlína óhjákvæmilega verulega neikvæð).

Meira og nánar um afleiðingarnar hér.

Viltu ekki að Íslendingar búi til annars konar störf en að eyðileggja náttúru sem kemur aldrei aftur?

 

Vilt þú geta lagt leið þína að Bitru til njóta fegurðar svæðisins: Viltu geta farið þangað með gesti þína til að sýna þeim fegurð svæðisins: Viltu geta treyst áfram á ferðaþjónustu sem skilar árlega gríðarlegum fjármunum í ríkissjóð: Getur þú í samræmi við hugmyndafræðina um sjálfbæra þróun unnt næstu kynslóðum Íslendinga sömu tækifæra og þú hefur notið: Viltu þiggja hjálp náttúrunnar við að vinna landið okkar og okkur sjálf út úr kreppunni? Skoðaðu þessa síðu og athugaðu hvort þú sért ekki sammála því að vernda Bitru.

 

Bréf hér og allar upplýsingar fyrir þau sem vilja bjarga Bitru með því að gera athugasemdir við breytingar á aðalskipulagi Ölfuss.

 

Landið okkar er heimilið okkar, menning okkar og það sem gerði okkur að þeirri þjóð sem við erum. Þetta sama land er fjárfestingartækifæri í augum þeirra sem ásælast orkuna undir fótum okkar. Náttúran er tilbúin að hjálpa okkur út úr kreppunni með því að halda áfram að laða að erlenda náttúruferðamenn sem eiga við okkur viðskipti og skilja eftir milljarða á milljarða ofan í gjaldeyri. Talaðu máli hennar og leggðu þitt af mörkum til að stöðva fyrirhuguð skemmdarverk.

 

Helga Garðarsdóttir

 

Mynd 1 er af Skjálfandafljóti. Myndin er tekin af síðu SavingIceland.org

Mynd 2 er frá Bitru. Myndin er tekin af síðu SavingIceland.org


Það er að verða komið ár!

Ég birti eftirfarandi færslu á blogginum mínu fyrir u.þ.b. hálfum mánuði síðan. Miðað við það sem hefur verið að gerast í samfélaginu síðan og miðað við það sem stefnir í ákvað ég að birta hana aftur hér.

                                                   ><>   ><>    ><>    ><>   

Haustið hefur tekið völdin í náttúrunni. Kuldinn í vindinum og vætan úr þungbúnum skýjunum eru allsráðandi í verðráttunni víðast hvar á landinu. Haustlitirnir skarta sínu fegursta en haustvindarnir eru líka duglegir við að tæta þá upp af trjánum. Haustið hefur greinilega tekið völdin og hrakið sumarið á flótta. Það er þess vegna ekki hægt að ylja sér lengur í hlýrri hásumarsólinni og gleyma Horft til vetrar sér í unaði hins íslenska sumars.

Haustið er boðberi vetrarins en það er einmitt hann sem mér er efst í huga núna. Ég treysti mér samt ekki til að spá fyrir um veðurfar þessa vetrar frekar en annarra árstíða sem taka við af honum. Ástæðan fyrir því að mér verður hugsað til komandi vetrar tengist heldur ekki veðrinu í náttúrunni heldur velti ég því fyrir mér hvernig muni viðra á mörgum öðrum sviðum í þjóðfélaginu á komandi vetrarmánuðum.

Þegar ég horfi fram til vetrarins, sem er nú rétt ókominn, er ekki laust við að ég fyllist svolitlum kvíða en samt bind ég við hann nokkra von líka. Vonin er byggð á þér og mér. Okkur; fólkinu í landinu. Ég bind von mína við það að við fáum vetrarstorminn í lið með okkur og hreinsum almennilega til innan spillingarbælanna sem hafa verið reist út um allt samfélag á okkar kostnað.

Spillingarbælunum sem voru ekki aðeins reist á okkar kostnað heldur voru þau mönnuð af illa innrættum einstaklingum sem breytust óðar í græðgisgamma og peningaháka þegar þeir komust þangað inn. Græðgi þeirra óx út yfir öll takmörk og lagði undir sig öll skilningarvit þessara einstaklinga. Þrælar græðginnar soguðu til sín allt handbært fjármagn af þvílíkri áfergju að efnahagur alls íslensks samfélags hrundi yfir þjóðina. Þeir höguðu sér í rauninni ekki ósvipað og veggjatítlur...

Íslenskur almenningur sat eftir í losti. Skyndilega átti hann ekkert. Menn misstu ekki aðeins spariféð sitt, lífeyrissparnaðinn, atvinnuna, húsnæðið, bílinn, börnin sín úr landi, sjálfsvirðinguna, baráttuþrekið, vonina... heldur hefur framtíðartekjum þeirra verið ráðstafað í að endurbyggja gömlu spillingarbælin og byggja upp ný og jafnvel enn rammgerðari.

Þetta er einfölduð mynd en í henni er fólginn ískaldur sannleikskjarni. Ég reikna með að þeir sem hafa sett sig vel inn í það sem fór fram í stjórnsýslunni í aðdraganda hrunsins og framvindunni á því tæpa ári sem er liðið síðan fjárglæfraspilaborgin hrundi átti sig líka á samsvörun myndarinnar við veruleikann.
Eldhjarta
Ég veit að sá réttlætiseldur sem hrinti mörgum af stað út í mótmælin síðastliðið haust er langt frá því að vera slokknaður. Ég veit líka að það eru margir til viðbótar búnir að opna augu sín fyrir þeirri spilltu fjárhættuvæðingu efnagslífsins sem setti hér allt á hvolf. M.ö.o. þá er stór hópur þjóðarinnar sem veit og skilur hvað orsakaði hrun íslensks efnahags og ofbýður alltaf meir og meir allt það sem viðvíkur þeim hrunadansi.

Við breytum ekki fortíðinni en við getum breytt framtíðinni. Allt sem til þarf er sameiginlegt átak. Ég vona þess vegna að þeir sem hafa ekki enn kynnt sér aðdragandann og orsakirnar taki sig nú saman í andlitinu og vinni sig út úr lostástandinu. Til þess þurfa þeir að horfast í augu við það sem setti hér allt úr jafnvægi. Það er reyndar mjög nauðsynlegur undirbúningur áður en tekist er á við þau öfl sem hafa hingað til og ætla sér að halda áfram að misnota sér doða þjóðarinnar.

Það verða allir að átta sig á því að efnahagshrunið síðastliðið haust var miklu alvarlegra hér en í löndunum í kringum okkur! Það verða allir að átta sig á því að umfang þess var af mannavöldum! Það voru íslenskir fjármagnseigendur, eigendur bankanna, íslenskir embættis- og stjórnmálamenn sem höfðu hagað sér þannig að hér fór allt á sjóðbullandi kaf. Það er heldur ekkert sem bendir til þess að þeir ætli ekki að halda áfram...

Það verða allir að átta sig á því að bæði fyrir og eftir hrun buðu bæði erlendir og innlendir sérfræðingar fram aðstoð sína til björgunar íslenskum efnahag. Það verða líka allir að átta sig á því hvaða stjórnmálamenn gerðu þetta allt mögulegt, hverjir sátu hjá og leyfðu hruninu að verða og hverjir lofuðu björgun og hverja þeir settu svo í forgang og á hverra kostnað.

Það verða allir að spyrja sig spurninga eins og:

  • Hvers vegna viðvörunum um væntanlegt hrun var stungið undir stól?
  • Hvers vegna mátti ekki benda á sökudólga hrunsins?
  • Hvers vegna hugvitið var sett í það að þétta felutjöldin og fara með ósannindi um það sem raunverulega gerðist?
  • Hvers vegna lyginni hefur verið viðhaldið og haldið áfram síðan?
  • Hvers vegna var ekki strax lagst í alvarlega og sannfærandi rannsókn á því hvað hafði farið fram innan bankanna?
  • Hvers vegna sagði enginn af sér?
  • Hvers vegna sætti enginn ábyrgð?
  • Hvers vegna var enginn ákærður?
  • Yfirheyrður?
  • Handtekinn?
  • Hvers vegna komu/koma sökudólgarnir fram í drottningarviðtölum?
  • Hvers vegna er öll áherslan lögð á að bjarga fjármála-, embættismanna- og sjtórnmálaelítunni?
  • Hvers vegna er vilji þekktra kúgunarþjóða og -stofnana settur ofar vilja íslenskra kjósenda? Framtíðin sem börnunum okkar er boðið upp á er svo sannarlega kvíðvænleg

Þær eru reyndar svo margar spurningarnar sem almenningur ætti að spyrja sjálfan sig í því markmiði að vinna sig upp úr því andlega ástandi sem áföll liðins ár hafa skapað honum. Við verðum nefnilega að átta okkur á því að núverandi ástand er ekki eðlilegt ástand! Ytri aðstæðurnar eru það alls ekki heldur! Þær eru í raun engan veginn boðlegar! Þó einhver sé tilbúinn til að halda því fram að hann geti vel boðið sjálfum sér upp á þessi erfiðu skilyrði þá leyfi ég mér að efast um að hann sé tilbúinn til að bjóða börnunum sínum upp á þau!

  • Ég trúi því ekki að nokkur vilji viðurkenna að hann sé tilbúinn til að ala börnin sín upp í þeim veruleika að þau verði að sætta sig við mun verri skilyrði en við sjálf hvað varðar menntun og heilbrigðisþjónustu.
  • Ég trúi því ekki að nokkur sé tilbúinn til að útskýra það fyrir börnunum sínum að það séu bara börn efnaðra foreldra sem geti notið alvöru framhaldsmenntunar.
  • Ég trúi því ekki að nokkur sé tilbúinn til að standa í þeim sporum að hafa ekki efni á því að fara með börnin sín til læknis eða tannlæknis til að lina þjáningar þeirra.
  • Ég trúi því ekki að nokkur sé  tilbúinn til að undirbúa börnin sín undir þann veruleika að þau muni aldrei eignast neitt því tekjur þeirra muni fara í það að borga skuldir örfárra græðgisdólga sem fengu að sópa til sín öllum þjóðarauðnum á þremur til fjórum áratugum í kringum síðustu aldamót.
  • Ég trúi því ekki að nokkur sé tilbúinn til að útskýra fyrir börnunum sínum þá skýru stéttarskiptingu sem mun blasa við og hvers vegna þau geta ekki einu sinni látið sig dreyma um þann munað sem þau horfa upp á að börn auðvaldsstéttarinnar velta sér upp úr.
  • Ég trúi því ekki að nokkur sé tilbúinn til að horfa upp á börnin sín skemmast vegna óréttlætisins sem þeim var búið af skúrkum sem skipta aðeins nokkrum tugum...

Börnin mín eru reyndar orðin fullorðin en ég get ekki hugsað mér að þau þurfi að ala börnin sín upp við veruleika eins og þennan! og ég efast um að þú treystir þér til þess heldur! Þess vegna bind ég ekkert síður von mína við þig en sjálfa mig. Sjáumst í byltingunni í vetur!

                                                  ><>   ><>    ><>    ><>   

                                                                                                            Rakel Sigurgeirsdóttir

Ráðhúsið kl. 14 á morgun þriðjudag!

Hendið ÖLLU frá ykkur á morgun eftir hádegi. Komið á pallana í ráðhúsinu. Takið með ykkur potta, pönnur, skeiðar: allt sem veldur háváða. Það er nóg pláss fyrir alla: Tjarnargata, Austurvöllur, Pósthússtræti rúma þá sem komast ekki fyrir á pöllunum. Verði auðlindirnar seldar komast þær ALDREI aftur í hendur réttborinna eigenda: STÖÐVUM EINSTAKLINGA SEM ERU FÆDDIR Í SKÚFFU Í SVÍÞJÓÐ!
ÁSKORUN:

Ég undirritaður, krefst þess að sala á hlut OR í HS Orku verði stöðvuð af viðskiptaráðherra Íslands, Gylfa Magnússyni með tilvísun í 12. grein laga um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri nr. 34/1991.

Þar stendur:

"Nú telur viðskiptaráðherra að tiltekin erlend fjárfesting ógni öryggi landsins eða gangi gegn allsherjarreglu, almannaöryggi eða almannaheilbrigði eða ef upp koma alvarlegir efnahagslegir, þjóðfélagslegir eða umhverfislegir erfiðleikar í sérstökum atvinnugreinum eða á sérstökum svæðum, sem líklegt er að verði viðvarandi, og getur hann þá stöðvar slíka fjárfestingu, enda kunngjöri hann ákvörðun sína innan átta vikna frá því að honum berst tilkynning um hlutaðeigandi fjárfestingu, sbr. 7. gr.

Virðingarfyllst


----------------------------------------------
(nafn sendanda)

sendist til:

gylfi.magnusson@vrn.stjr.is
borgarstjori@reykjavik.is
vilhjalmurth@reykjavik.is
dagur.b.eggertsson@reykjavik.is
oddny@reykjavik.is
johanna@althingi.is
svandiss@althingi.is
svandis.svavarsdottir@umhverfisraduneyti.is

Alþingi vanhelgað, lýðræðið svívirt og stjórnarskráin frá 1874

Samfylkingin lofaði þjóðinni lýðræði fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn var hins vegar samur við sig og vann opið gegn lýðræði....Fjórflokkurinn er ekki líklegur til þess að stuðla að breytingum sem þjóna lýðræðinu

Í hvert skipti sem reynt hefur verið að færa stjórnarskránna í nútímahorf hefur sú vinna dagað uppi í nefndum. Össur Skarphéðinsson og Steingrímur J Sigfússon sátu í síðustu stjórnarskrárnefnd. Stjórnarskrá Íslands er að stofninum til frá 1874.

Steingrímur J Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir byggja völd sín á stoðum núverandi kerfis og eru því ekki líkleg til þess að rugga bátnum. Aukið lýðræði og stjórnarskrá sem veitir aðhald myndi trufla valdhafanna. Stjórnarskrá sem tryggir heilbrigða stjórnarfarshætti er ekki líkleg til þess að birtast af frumkvæði þeirra sem nærast á stjórnskipulagi sem einkennist af  hollvinagreiðasemi. Í hollvinagreiðasamfélaginu er hollvinagreiðabatteríið sem ríkjandi valdhafar hafa komið sér upp of dýrmætt fyrir þá til þess að þeir fari að fórna því. Þeir sem eru þægir við hið ríkjandi skipulag munu landið erfa. Af þessu vex stöðnunarárátta sem viðheldur aðstöðumun og mismunun.

Jóhanna Sigurðardóttir sveik loforð samfylkingarinnar um stjórnlagaþing en hannaði í stað þessnewborn eitthvað skrípi sem hún kalla stjórnlagaþing og á að vera "ráðgefandi" fyrir Alþingi sem mun ekki nú venju fremur samþykkja breytingar sem riðlar þeim skorðum sem núverandi stjórnarfar er í. Ef samfylkingin hefði haft hinn minnsta áhuga á stjórnarskrábreytingum hefði hún látið festa í stjórnarskrá fyrir síðustu kosningar að breytingar á henni færu í þjóðaratkvæðagreiðslu fremur en að setja fram frumvarp um atriði sem fyrirséð var að sjálfstæðismenn myndu þæfa.

Innviðir samfélagsins sem eiga að tryggja mannréttindi, eðlilega starfshætti, réttlæti og jafnræði er í molum.

Alþingi Íslendinga er þúsund ára gamalt og elsta stofnun af því tagi í heiminum.

Alþingi Íslendinga hefur verið vanhelgað og gert að stimpilstofnun.

Dómsvaldið hefur verið vanhelgað og gert að varðhundi viðskiptaráðs og forréttindasamfélags með hollusturáðningum í embætti dómara.

Það sama á við margar ríkisstofnanir.

Flokkarnir sjálfir starfa margir hverjir á ólýðræðislegum grunni og þrífast á mútum og greiðvikni við sérhagsmuni.

Þjóðin er vanvirt með þessu framferði stjórnmálamanna en þeir sjá ekki að sér og munu ekki gera það.

Breytingar á þessu munu aldrei nást nema með gríðarlegum þrýstingi frá þjóðinni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband