20.8.2009 | 23:20
Athugasemdir vegna breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Smugan.is birtir meðfylgjandi bréf Atla Gíslasonar hrl. til umhverfisráðherra.
Umhverfisráðuneytið Skuggasundi 1,150 Reykjavík.
Reykjavík, 18. ágúst 2009.
Efni: Athugasemdir vegna breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Með bréfi dags. 14. janúar 2009 gerði ég ýmsar athugasemdir við skipulagsbreytingar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og krafðist þess að umhverfisráðherra ógilti hina samþykktu skipulagstillögu. Til vara að umhverfisráðherra synjaði um staðfestingu á tillögu um hið breytta aðalskipulag og til þrautavara að staðfestingu yrði frestað. Um málavexti, rökstuðning og lagarök er vísað til bréfsins sem fylgir hjálagt og enn fremur er vísað til fylgiskjala með bréfinu sem ráðuneytið hefur undir höndum. Með úrskurði umhverfisráðherra dags. 12. maí 2009 var það niðurstaða ráðuneytisins að ekki væri unnt að staðfesta umrædda skipulagstillögu vegna þess að sveitarstjórnin hafði ekki fullnægt fyrirmælum 1. mgr. 17. gr. laga nr. 73/1997. Sveitarstjórnin brást við úrskurðinum með því að halda kynningarfund og mun síðan hafa sent ráðuneytinu skipulagstillöguna á nýjan leik til staðfestingar. Þessari málsmeðferð er mótmælt sem ólögmætri og ítreka ég kröfur settar fram í fyrrnefndu bréfi dags. 14. janúar 2009 og rökstuðning sem þar kemur fram og í fylgiskjölum, sbr. meðfylgjandi skjalaskrá. Það skal tekið fram að með bréfi dags. 18. júní 2009 til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps ítrekaði ég fyrri kröfur mína og rökstuðning, sbr. hjál. ljósrit.
Með úrskurði umhverfisráðherra dags. 12. maí 2009 er einungis tekin afstaða til eins atriðis í rökstuðningi mínum fyrir framsettum kröfum, þ.e. að kynningarfundur hafi ekki verið haldinn um skipulagstillöguna, sbr. athugasemd Skipulagsstofnunar. Geri ég kröfu til þess að umhverfisráðherra taki efnislega afstöðu til allra þátta í röksemdafærslu minni. Byggt er á því að viðbrögð sveitarstjórnar við nefndum úrskurði séu ólögmæt og til málamynda. Ég minni á að eitt megin markmið skipulags- og byggingarlaga er að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulags- og byggingarmála þannig að réttur einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borinn. Í þeim anda mæla lögin fyrir um skýrar málsmeðferðarreglur sem ber að fylgja í einu og öllu til þess að markmiðum laganna verði náð. Í 17. gr. laganna er skýrt kveðið á um kynningu á tillögu að breytingum á aðalskipulagi áður en hún er tekin til formlegrar afgreiðslu, áður en hún er lögð fyrir sveitarstjórn til fyrri umræðu, áður en hún er send Skipulagsstofnun til athugunar, áður en hún er auglýst samkvæmt 18. gr. laganna og almenningi gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna, áður en hún er send Skipulagsstofnun til afgreiðslu og áður en hún er send ráðherra til staðfestingar, synjunar eða frestunar á staðfestingu. Fyrir liggur að sveitarstjórnin braut gegn lagaskyldu um kynningarfund og þar með er allur ferill málsins samkvæmt 18. og 19. gr. laganna ómerkur og að engu hafandi, málsmeðferðin stenst ekki. Verður að gera kröfu til þess að sveitarstjórnin fylgi lögmæltri málmeðferð eftir kynningarfund sem haldinn var 10. júní 2009. Til samanburðar má nefna að ef málsmeðferð í einkamáli fyrir héraðsdómi stenst ekki réttarfarsreglur ómerkir Hæstiréttur ævinlega dóma sem eru því marki brenndir og vísar málinu til héraðsdóms til málsmeðferðar að nýju frá þeim tíma er mistökin voru gerð eða hreinlega ómerkir dóm héraðsdóms í heild sinni þannig að byrja verður málið á nýjan leik. Sömu grundvallarreglur gilda í stjórnsýslu sem Hæstiréttur hefur staðfest í fjölda dóma. Ákvæði skipulagslaga um kynningarfund eru ekki sett til málamynda. Þessum lagafyrirmælum er ætlað að tryggja réttaröryggi við meðferð skipulags- og byggingarmála. Þeim er ætlað að tryggja að allir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta fái í hendur allar upplýsingaar og geti spurt spurninga og lagt þannig grunn að athugasemdum við tillöguna samkvæmt ákvæðum 18. gr. Leiðarljós og kjarni umhverfisréttar er að virkja almenning til þátttöku, sbr. til að mynda Ríó-yfirlýsinguna, Árósasamninginn, tilskipanir ESB, lög um evrópska efnahagssvæði, einkum inngang fylgiskjals I um hlutverk einstaklinga og umhverfisvernd, lagaákvæði um upplýsingaskyldu í umhverfismálum o.fl. lagaákvæði sem til að mynda eru tilgreind í réttarstefnu sem var fylgiskjal bréfs míns dags. 14. janúar 2009. Þannig verði umhverfi okkar best varðveitt og verndað í þágu komandi kynslóða. Með því að halda ekki lögbundinn kynningarfund á sínum tíma var grundvelli að aðkomu almennings og athugasemdum kippt burt. Það blasir því við að sveitarstjórnin verður í framhaldi af kynningarfundi hennar 10. júní sl. að feta á nýjan leik þá málsmeðferðarslóð sem mælt er fyrir um í 2. og 3. mgr. 17. gr., 18. gr. og 19. gr. laga nr. 73/1997. Það ber því að vísa málinu til meðferðar sveitarstjórnarinnar á nýjan leik. Það dugir engin sýndarmennska í umhverfismálum og óþolandi að skýr lagafyrirmæli og lagamarkmið séu virt að vettugi. Þessi rök og mörg fleiri eru ítarlega tíunduð í bréfi mínu dags. 14. janúar 2009 og fylgiskjölum, sem ég vísa enn og aftur til. Allur réttur er áskilinn. Sérstaklega er óskað eftir því að mér verði gefinn kostur á að tjá mig um öll gögn sem ráðuneytinu hafa borist eða berast vegna málsins.
Virðingarfyllst
Atli Gíslason, hrl.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2009 | 00:33
Geir Haarde sem gestaritstjóri á BBC World Service
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.8.2009 | 20:18
Það var ekki nóg að rumska, Jóhanna! Það þarf að halda sér vakandi!
Í framhaldi af grein Jóhönnu Sigurðardóttur "Icelanders are angry but will make sacrifices" í Financial Times, ritar Toby Hamblin:
Sir, Jóhanna Sigurdardóttir, the prime minister of Iceland, hopes that the people of large countries such as UK and the Netherlands are aware of the lasting impact their governments can have on small countries (Icelanders are angry but will make sacrifices, August 14).
It is a little late for Iceland to be pleading. Ms Sigurdardóttir and her predecessors were apparently happy to have the people of these large countries supporting the Icelandic financial sector during the good years. She has only her colleagues to blame for allowing the same finance sector to operate with insufficient liquidity to service its debt and eventually collapse.
I am sure there is an Icelandic version of the saying, You cannot have your cake and eat it.
Toby Hamblin,
Nyon, Switzerland
Helga Garðarsdóttir
18.8.2009 | 16:27
Islands nye krise
DET ER SLETTES IKKE OVER. Oppvasken etter finanskrisen har utløst et nytt økonomisk og politisk drama med Island i hovedrollen.
Stridens eple er om Island bør betale for tapene til utenlandske innskytere i islandske bankfilialer i utlandet. Resultatet kan i verste fall bli en ny regjeringskrise, at hjelpen fra Det internasjonale pengefondet, IMF, og de nordiske landene uteblir og et veto mot islandsk EU-medlemskap fra Nederland.
Norge har en aktiv birolle, og finansminister Kristin Halvorsen kan havne i en kattepine før stortingsvalget.
Island og Lehman
Sammen med konkursen i den amerikanske investeringsbanken Lehman Brothers var sammenbruddet i det islandske bankvesenet finanskrisens mest spektakulære hendelse. De tre bankene Landsbanki, Kaupthing og Glitnir Bank hadde lånt nærmere ti ganger landets samlede inntekter i et år for å finansiere et finansielt erobringstokt verdig den mest aggressive vikinghøvding. Bankkunder over hele Nord-Europa, ikke minst Storbritannia og Nederland, satte sine penger i islandske bankfilialer og datterbanker. Ikke minst ble Landsbankis nettbank Icesave en fenomenal suksess før den ble en del av tidenes konkursbo.
Kjernen i den nye striden er, i hvert teknisk sett, enkel. Alltinget forlanger endringer i en avtale som den nye regjeringen har inngått om å dekke deler av tapene til kundene i Icesave. Hvorfor skal islandske skattebetalere betale dyrt i årevis for å rydde opp etter private, islandske turbokapitalisters herjinger?
Problemet er bare at avtalen med Nederland og Storbritannia er en forutsetning for all annen krisehjelp til Island. Det gjelder ikke minst avtalen om kriselån fra IMF. Og de like store kriselånene fra Norge og de andre nordiske landene er igjen knyttet til lånene fra IMF.
Hvem er skurken?
Bør nå Norge legge presse på Island eller på Storbritannia, Nederland og IMF?
Synene spriker, for å si det forsiktig. Storbritannias bruk av terrorlovgivningen for å beslaglegge eiendelene til islandske banker, og trusselen fra Nederland om å blokkere islandsk medlemskap i EU, har satt følelsene i kok.
Eva Joly skriver i en kronikk i Aftenposten om «sviket mot Island» og raser mot de skandinaviske landenes taushet overfor «utpressingen som Island utsettes for». Joly påstår med bred penn at islandsk økonomi vil bli rasert og at gjelden umulig kan la seg betale. «På Island kommer det til å være tilbake kun noen få titalls tusen pensjonerte fiskere og naturressursene.»
Professor i økonomi ved Islands universitet, Thorolfur Matthiasson, derimot, skriver i Dagens Næringsliv at gjelden etter det islandske bankeventyret først vil bli uhåndterlig dersom islandske politikere stemmer nei til den avtalen som er fremforhandlet med Storbritannia og Nederland.
Filial eller datterselskap
Etter EØS-avtalen har borgere i Norge, Island og Lichtenstein og EU-landene rett til å starte næringsvirksomhet i hverandres land også bankvirksomhet. Men for bankfilialer i motsetning til datterbanker som er organisert som egne aksjeselskaper står hjemlandet ansvarlig både for tilsynet og for at det etableres garantiordninger for innskuddene.
Dette ble Islands bane. Islandske myndigheter aksepterte at Landsbanki, og av til Kaupthing, etablerte seg med filialer i andre land i stedet for datterbanker. I denne kategorien kom også Landsbankis nettbank, Icesave, som ble en spektakulær suksess i Storbritannia og Nederland. Innskuddene steg til fem milliarder euro, eller over 40 milliarder kroner, i løpet av få år. Hver kunde var beskyttet av den islandske innskuddsgarantien på omtrent 20000 euro; ca. 170000 kroner.
Da de tre islandske bankene kollapset gikk den islandske regjeringen enda lengre men bare overfor innskytere på Island. Regjeringen sikret alle innenlandske innskudd, uten beløpsbegrensning, ved å flytte dem til nystartede, statsdrevne banker. Det luktet brudd på EØS-avtalen.
Icesave-avtalen ordner opp i en del av dette. Island betaler inntil 20000 euro pr. kunde i Storbritannia og Nederland, slik den opprinnelige sikringsordningen tilsa. Større beløp dekkes av de to landene selv, i enkelte tilfeller opp til 100000 euro.
Europeisk krise
Finanskrisen har utsatt Island for en enorm belastning. Men Island gikk inn i krisen nesten uten statsgjeld og med lav arbeidsledighet. Arbeidsledigheten vil nå 10 prosent, og statsgjelden vil komme opp i godt over 100 prosent av landets årlige inntekter. Ille som det er, kommer Island vesentlig bedre ut av det enn Latvia og Litauen. Faktisk vil hverken ledighet eller gjeld avvike særlig fra en del kriserammede EU-land.
Hvis man skal tro på Organisasjonen for økonomisk samarbeid og utvikling, OECD, vil den islandske stat dessuten få igjen store beløp fra utlandet når konkursboene er gjort opp og eiendelene som finnes i de utenlandske bankfilialene er solgt. I så fall vil nettogjelden komme ned under gjennomsnittet for europeiske land. I mellomtiden, i syv år, forskutterer Nederland og Storbritannia islandske utbetalinger til innskytere i utenlandsfilialene.
Indre krise
Island er ikke bare i konflikt med det internasjonale storsamfunnet. Islendingene er i strid med seg selv. Tillitssvikten til landets politikere er fundamental. Den nye regjeringen som ble valgt da den gamle ble feid ut, blir nå møtt med samme type demonstrasjoner som brakte den gamle regjeringen i kne.
Derfor er Island nå i stand til å påføre seg selv ytterligere skade hvis andre land ikke vil utvise storsinn.
Natt til lørdag ble flertallet i finanskomiteen i Alltinget enige om et kompromiss, hvor Island godtar hovedtrekkene i Icesave-avtalen mot at det føyes til to-tre forbehold som skal avgrense islendingenes ansvar.
Dermed havner ballen etter alt å dømme tilbake hos Nederland og Storbritannia.
Kanskje Kristin Halvorsen bør ta et par telefoner? (Aftenposten).
17.8.2009 | 20:44
Að vilja...
Fréttastofa RÚV flytur þessa dagana framhaldssöguna: "Ég vil"... eftir Steingrím J. Sigfússon.
Í kvöldfréttum gærdagsins var lesinn fyrsti kafli sögunnar: "Ég vil að Kjartan Gunnarsson biðjist afsökunar".
Í kvöldfréttum dagsins í dag var lesinn annar kafli sögunnar: "Ég vil að stjórnvöld biðjist afsökunar vegna símhlerana. Ég vil að stjórnvöld biðji íslensku þjóðina afsökunar vegna þátttökunnar í stríðinu í Írak. Ég vil að þeir sem voru vanaðir verði beðnir afsökunar."
Hér verður ekki lesið sérstaklega í það að höfundur leitaði skjóls kirkjunnar við frumflutning sögu sinnar í gær.
Hvort Steingrímur hefur með þessari sögu skapað sér nafn og virðingu eins og King þegar hann flutti ræðu sína: "I have a dream"... mun tíminn leiða í ljós.
Nú er það svo að fleiri en Steingrímur vita hvað þeir vilja.
Ég vil t.d. fá að vita af hverju Steingrímur undirritaði Icesave-nauðungarsamingana án þess að allur þingfokkur VG gæfi honum heimild til þess.
Ég vil fá að vita af hverju Steingrímur tók þátt í þeim óheiðarlega leik að ætla að koma frumvarpi sínu um ríkisábyrgð á nauðungarsamningunum gegnum þingið án þess að þingmenn og þjóð fengju að lesa samningana.
Ég vil fá að vita af hverju Steingrímur stóð að því að gefa utanríkisráðherra umboð til að sækja um aðild Íslands að ESB, vitandi að kostnaðurinn við umsóknarferlið mun velta á milljörðum.
Næstu kaflar minnar sögu verða birtir hér á síðunni.
Helga Garðarsdóttir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2009 | 10:07
Ísland og Lettland geta ekki borgað, og borga því ekki
Þýðing Gunnars Tómassonar á grein Michael Hudson (sjá næstu bloggfærslu hér að neðan)
Geta Ísland og Lettland greitt erlendar skuldir fámenns hóps einkavina valdhafa? Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa sagt þeim að umbreyta einkaskuldum í opinberar skuldbindingar og endurgreiða þær með hækkun skatta, niðurskurði ríkisútgjalda og eyðingu sparifjár almennings.
Reiði fer vaxandi ekki einungis í garð þeirra sem söfnuðu skuldunum Kaupþing og Landsbanki í gegnum Icesave og einkaaðilar í löndunum við Eystrasalt og í mið-Evrópu sem veðsettu fasteignir og einkavæddar ríkiseignir langt úr hófi fram heldur líka gagnvart erlendum lánardrottnum sem þrýstu á stjórnvöld að selja banka og aðra helztu innviði hagkerfa til innherja.
Stuðningur við aðildarumsókn Íslands að ESB hefur minnkað í um þriðjung þjóðarinnar og Harmony Center flokkurinn, sem studdur er af stórum hluta rússnesku-mælandi Letta, hefur náð meirihluta í Riga og stefnir í að verða vinsælasti flokkurinn á landsvísu. Í báðum tilfellum hafa mótmæli almennings skapað vaxandi þrýsting á stjórnmálamenn að takmarka skuldabyrði við eðlilega greiðslugetu landanna.
Um helgina skipti þessi þrýstingur sköpum á Alþingi Íslendinga. Þar varð samkomulag, sem kann að verða frágengið í dag, um skilyrði fyrir verulegum endurgreiðslum til Bretlands og Hollands vegna útborgana þeirra á innistæðum þarlendra eigenda Icesave reikninga.
Mér vitanlega er þetta fyrsta samkomulagið frá þriðja áratug síðustu aldar sem takmarkar afborganir af skuldum við greiðslugetu viðkomandi lands. Greiðslur Íslands takmarkast við 6% af vexti vergrar landsframleiðslu miðað við 2008. Ef aðgerðir lánardrottna keyra íslenzka hagkerfið niður með óvægnum niðurskurði ríkisútgjalda og skuldaviðjar kynda undir frekari fólksflutninga úr landi, þá verður hagvöxtur enginn og lánardrottnar fá ekkert greitt.
Svipað vandamál kom til umræðu fyrir liðlega 80 árum vegna skaðabótagreiðslna Þýzkalands vegna fyrri heimsstyrjaldar. En margir stjórnmálamenn átta sig enn ekki á því að eitt er að merja út afgang á fjárlögum og annað að geta greitt erlendar skuldir. Hver sem skattheimta stjórnvalda kann að vera þá er vandinn sá að breyta skatttekjum í erlendan gjaldeyri. Eins og John Maynard Keynes útskýrði, ef skuldsett lönd geta ekki aukið útflutning sinn verða greiðslur þeirra að byggjast á lántökum eða eignasölu. Ísland hefur núna hafnað slíkum eyðileggjandi valkostum.
Greiðslugetu hagkerfis í gjaldeyri er takmörk sett. Hærri skattar þýða ekki að stjórnvöld geti umbreytt auknum skatttekjum í erlendan gjaldeyri. Þessi staðreynd endurspeglast í afstöðu Íslands gagnvart Icesave skuldum, sem áætlað er að nemi helmingi af vergri landsframleiðslu þess. Með þessari afstöðu sinni mun Ísland væntanlega leiða önnur hagkerfi í pendúlssveiflu frá þeirri hugmyndafræði sem telur endurgreiðslu allra skulda vera helga skyldu.
Fyrir hagkerfi landa sem losnuðu undan stjórn Sovétríkjanna felst vandinn í því að vonir brugðust um að sjálfstæði 1991 hefði í för með sér vestræn lífsgæði. Þessi lönd jafnt sem Ísland eru enn háð innflutningi. Hnattræna eignabólan fjármagnaði hallann á viðskiptajöfnuði lántökur í erlendri mynt gegn veði í eignum sem voru skuldlausar þegar löndin urðu sjálfstæð. Nú er bólan sprungin og komið að skuldadögum. Lán streyma ekki lengur til Eystrasaltslanda frá sænskum bönkum, til Ungverjalands frá austurrískum bönkum, eða til Íslands frá Bretlandi og Hollandi. Atvinnuleysi eykst og stjórnvöld skera niður útgjöld til heilbrigðis- og menntamála. Í kjölfarið fer efnahagslegur samdráttur og meðfylgjandi neikvæð eignastaða fjölda fyrirtækja og heimila.
Óvægnar niðurskurðaráætlanir voru algengar í löndum þriðja heims frá 8. til 10. áratugar síðustu aldar, en evrópsk lýðræðisríki hafa takmarkað þolgæði gagnvart slíku verklagi. Eins og málum er nú háttað eru fjölskyldur að missa húsnæði sitt og fólksflutningar úr landi eru vaxandi. Þetta voru ekki fyrirheit nýfrjálshyggjunnar.
Þjóðir spyrja ekki bara hvort greiða eigi skuldir, heldur líka eins og á Íslandi hvort hægt sé að greiða þær. Ef það er ekki hægt, þá leiðir tilraun til að greiða þær einungis til frekari efnahagssamdráttar og hindrar lífvænlega þróun hagkerfisins.
Munu Bretland og Holland samþykkja skilyrði Íslands? Keynes varaði við því að tilraun til að knýja fram erlenda skuldagreiðslu umfram greiðslugetu krefðist stjórnarfars á sviði fjárlaga og fjármála sem er þjakandi og óvægið og gæti hvatt til þjóðernissinnaðra viðbragða til að losna undan skuldakröfum erlendra þjóða. Þetta gerðist á þriðja áratug 20. aldar þegar þýzka hagkerfið var kollkeyrt af harðri hugmyndafræði um ósnertanleika skulda.
Málið varðar praktíska meginreglu: skuld sem er ekki hægt að greiða verður ekki greidd. Spurningin er einungis hvernig slíkar skuldir verða ekki greiddar. Verða þær afskrifaðar að miklu leyti? Eða verður Íslandi, Lettlandi og öðrum skuldsettum löndum steypt í örbirgð til að merja út afgang í tilraun til að komast hjá vanskilum?
Síðarnefndi valkosturinn getur knúið skuldsett lönd til stefnubreytingar. Eva Joly, franski saksóknarinn sem aðstoðar við rannsókn á íslenzka bankahruninu, hefur varað við því að svo gæti farið að Ísland stæði uppi með náttúruauðlindir og mikilvæga staðsetningu sína: Rússlandi gæti til dæmis fundist það áhugavert. Kjósendur í löndum sem losnuðu undan stjórn Sovétríkjanna gerast æ meira afhuga Evrópu vegna eyðileggjandi hagstjórnarstefnu sem nýtur stuðnings ESB.
Eitthvað verður undan að láta. Mun ósveigjanleg hugmyndafræði víkja fyrir efnahagslegum staðreyndum, eða fer það á hinn veginn?
Höfundur er hagfræðiprófessor við University of Missouri
16.8.2009 | 21:26
Iceland and Latvia can’t pay, so they won’t
Á næstu dögum mun liggja fyrir íslensk þýðing á greininni sem verður aðgengileg víða.
Icelands debt repayment limits will spread
by Michael Hudson
Can Iceland and Latvia pay the foreign debts run up by a fairly narrow layer of their population? The European Union and International Monetary Fund have told them to replace private debts with public obligations, and to pay by raising taxes, slashing public spending and obliging citizens to deplete their savings.
Resentment is growing not only toward those who ran up the debts Icelands bankrupt Kaupthing and Landsbanki with its Icesave accounts, and heavily-geared property owners and privatisers in the Baltics and central Europe but also toward the foreign creditors who pressured these governments to sell off the banks and public infrastructure to insiders.
Support in Iceland for joining the EU has fallen to just over a third of the population, while Latvias Harmony Centre party, the first since independence to include a large segment of the Russian-speaking population, has gained a majority in Riga and is becoming the most popular national party. Popular protests in both countries have triggered rising political pressure to limit the debt burden to a reasonable ability to pay.
This political pressure came to a head over the weekend in Reykjaviks Parliament. The Althing agreed a deal, expected to be formalised today, which would severely restrict payments to the UK and Netherlands in compensation for their cost in bailing out their domestic Icesave depositors.
This agreement is, so far as I am aware, the first since the 1920s to subordinate foreign debt to the countrys ability to pay. Icelands payments will be limited to 6 per cent of growth in gross domestic product as of 2008. If creditors take actions that stifle the Icelandic economy with austerity and if emigration continues at current rates to escape from the debt-ridden economy, there will be no growth and they will not get paid.
A similar problem was debated 80 years ago over Germanys World War I reparations. But many policymakers remain confused over the distinction between squeezing out a domestic fiscal surplus and the ability to pay foreign debts. No matter how much a government may tax its economy, there is a problem turning the money into foreign currency. As John Maynard Keynes explained, unless debtor countries can export more, they must pay either by borrowing or by selling off domestic assets. Iceland today has rejected these self-destructive policies.
There is a limit to how much foreign payment an economy can make. Higher domestic taxes do not mean that a government can translate this revenue into foreign exchange. This reality is reflected in Icelands position on its Icesave debt estimated to amount to half its entire GDP. And in taking this stand, Iceland promises to be merely the first economy to lead the pendulum swing away from the ideology that debt repayments are sacred.
In the post-Soviet economies the problem is that independence in 1991 did not bring the hoped-for western living standards. Like Iceland, they remain dependent on imports. Their trade deficits have been financed by the global property bubble borrowing in foreign currency against property that was free of debt at the time of independence. Now the bubble has burst, and it is payback time. No more credit is flowing to the Baltics from Swedish banks, to Hungary from Austrian banks, or to Iceland from Britain and the Netherlands. Unemployment is rising and governments are slashing healthcare and education budgets. The resulting economic shrinkage is leaving large swaths of property in negative equity.
Austerity programmes were common in third world countries from the 1970s to the 1990s, but European democracies have little tolerance for such an approach. As matters stand, families are losing their homes and emigration is accelerating. This is not what capitalism promised.
Populations are asking not only whether debts should be paid, but as in Iceland whether they can be paid. If they cannot be, then trying to pay will only shrink economies further, stopping them becoming viable.
Will Britain and the Netherlands accept Icelands condition? Trying to squeeze out more debt service than a country could pay requires an oppressive and extractive fiscal and financial regime, Keynes warned, which in turn would inspire a nationalistic political reaction to break free of creditor-nation demands. This is what happened in the 1920s when Germanys economy was wrecked by the rigid ideology of the sanctity of debt.
A pragmatic economic principle is at work: a debt that cannot be paid, wont be. What remains an open question is just how these debts wont be paid. Will many be written off? Or will Iceland, Latvia and other debtors be plunged into austerity in an attempt to squeeze out an economic surplus to avoid default?
The latter option may drive debt-laden countries in a new direction. Eva Joly, the French prosecutor brought in to sort out Icelands banking crisis, warned this month that Iceland would have little left but its natural resources and strategic position: Russia, for example, might well find it attractive. The post-Soviet countries are already seeing voters shift away from Europe in reaction to the destructive policies the EU has been supporting.
Something has to give. Will rigid ideology give way to economic reality, or the other way round?
The writer is professor of economics at the University of Missouri
15.8.2009 | 20:09
Forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann hugsi sinn gang!
Forsætisráðherrann hefur ekki yrt á íslensku þjóðina síðan hún tók við starfi þann 1. febrúar.
Fjármálaráðherrann hefur tamið sér að tala niður til almennings og sérfræðinga sem eru ósammála honum. Hann hefur ítrekað misboðið réttlætiskennd fólks með því að neita að taka tillit til skoðana sem standa í vegi fyrir Icesave-nauðungarsamningunum hans.
Þau ætluðu bæði að láta þingmenn samþykkja ríkisábyrgð á Icesave-nauðungarsamningunum án þess að þingmenn fengju að sjá þá.
Sl. nótt sameinaðist meirihluti fjárlaganefndar um fyrirvara við samþykkt vegna ríkisábyrgðar á nauðungarsamningunum. Ekkert hefur enn heyrst um faglegar umsagnir um þá fyrirvara - en stjórnmálamenn hafa látið ljós sitt skína.
Eitt er öruggt! Jóhanna og Steingrímur voru rekin til baka með samningana sem þau voru ákveðin í að troða ofan í kokið á þjóð og þingi. Ættu þau ekki bæði að hugsa sinn gang og leita sér að nýju starfi?
Helga Garðarsdóttir
15.8.2009 | 16:17
For you, the war is over
By Andrew Hill
When this column suggested last year that British customers who put large chunks of their savings into Icesave deserved sympathy but not support from the UK government, many readers were angry. The target of the column was not ordinary savers covered by the guarantee (at the time) for deposits below £35,000, but those that had blithely ploughed higher amounts into the bank on the strength of a promise of unsustainably high interest rates. Those savers had fallen for a marketing ploy and the government did not need to step in to bail them out. Most customers wanted to blame anybody but themselves for their predicament.
As it turned out, the UK government agreed to extend the guarantee to all and press crisis-hit Iceland to play its part. Most onshore savers have been paid, via the UK's Financial Services Compensation Scheme. That should encourage sympathy towards the Icelandic prime minister's pleas for clemency . She wants Britain and the Netherlands to relax their demands for reimbursement of the loan they made to help Iceland help the Icesavers.
In Iceland, this plan is compared with the Versailles treaty, blamed for wrecking Germany's economy after the first world war. It's a crass parallel. Yes, the Icesave collapse was in part a consequence of a wider economic campaign organised by generals who had no idea what they were doing. True, Britain did then use bully-boy tactics against Iceland that it would never have used against a bigger partner such as, say, India (another country whose banks were offering lofty interest rates to UK savers at the same time). But Iceland's finance elite, its then government and regulators in both countries should share the blame. In other words, it is time for a little mutual goodwill, as Iceland's prime minister suggests. Having mostly received the compensation they were due, Britain's Icesavers should gracefully acknowledge their part in the sad saga, too: after all, nobody forced them to charge headlong into high-yielding accounts (Financial Times)
Tenglar
Áhugaverðar innlendar vefsíður
- Áskorun til forseta Íslands
- Economic Disaster Area
- "Glæsileg niðurstaða"!
- Heimssýn
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hvítbókin
- Icesave-reiknir - hver skuldbindingin?
- Samningurinn við Breta vegna Icesave
- Samningurinn við Hollendinga vegna Icesave
Áhugaverðar erlendar vefsíður
- Bloomberg
- Business Monitor International
- Do you know the truth about the EU?
- Folkebevægelsen mod EU, Danmörku
- Global Britain... in the wider world
- Institute for Creditary Economics - ICE
- Naomi Klein
- Nei til EU, Noregi
- Nej til EU, Svíþjóð
- Juni bevægelsen for et nyt og slankt EU
- RGE Monitor
- TEAM the European Alliance of EU-Critical Movements
- VOX
- World Socialist Web Site
Erlend dagblöð og tímarit
- Aftenposten
- Al Jazeera
- Berlinske Tidende
- Dagens Nyheter
- Deutsche Welle - DW-World
- Dimmalætting
- E24
- Economist
- Financial Times
- Forbes
- Fortune
- Gulf Times
- IceNews - Daily News
- Irish Independent
- Jyllands-Posten
- Le Figaro
- Le Monde
- London Evening Standard
- Politiken
- Spectator
- Telegraph
- The Daily Princetonian
- The Huffington Post
- The Independent
- The New York Times
- The Wall Street Journal - Europe Edition
- The Washington Post
- Zeit On Line
Greinar um Ísland og kreppuna í erlendum miðlum
- Walking up to reality in Iceland, by Jón Daníelsson
- Time to install Iceland 2.0, by Ben H Murray
- Bizarre battering of insurers, by Anthony Hilton
- European bank bail-out could push EU into crisis, by Bruno Waterfield
- In praise of Iceland, editorial
- Culpability debate at RBS intensifies, by Kate Burgess
- Iceland in turmoil as coalition collapses, by David Ibison
- Iceland Turns Hard Left
- Ireland? Iceland? Doubts on Doomsday Scenario in Eire, by Landon Thomas
- Crime Once Exposed Has no Refuge but in Audacity - Tacitus, by Íris Erlingsdóttir
- Iceland's Conservatives Try to Rewrite History, by Íris Erlingsdóttir
- Cracks in the crust
- Major-Washington Agency Runs Iceland Look-Alike Casting, by Edward Hugh
- Nobel prize winner blasts IMF over loans
- How Bad Could The Crisis Get? Lessons From Iceland, Jón Daníelsson
- Iceland: The country that became a hedge fund, by Peter Gumbel
- Ultra-Capitalism Killed Iceland
- Upheaval calls for Fleece Revolution in Iceland, by Lenka Vaiglova
- Who bombed Iceland? by Uwe Reinhardt
- World Agenda: is this the most hated man in Iceland? by Roger Boyes
- Britain and the Netherlands bully little Iceland, by Ársæll Valfells
- Iceland gets cold feet over paying back bailout
- Latvian debt crisis shakes Eastern Europe, by Ambrose Evans-Pritchard
- Iceland PM hits out at IMF rumors, by K. Már Hauksson
- Britain's 'gunboat' diplomacy still angers Iceland, by Ambrose Evans-Pritchard
- A Debate Rages in Iceland: Independence vs. I.M.F. Cash, by Landon Thomas
- All Of Them Must GO, by Naomi Klein
- SFO to help Iceland as probe turns to Kaupthing's US links, by Rowena Mason
- Iceland hits impasse over lost savings, by Andrew Ward and Alex Barker
- Icelanders are angry but will make sacrifices, by Jóhanna Sigurðardóttir
- Iceland seeks UK fraud office help, by Andrew Ward
- For you, the war is over, by Andrew Hill
- Iceland poised for foreign payback pact, by Andrew Ward, Megan Murphy and Jim Pickard
- Icelands debt repayment limits will spread, by Michael Hudson
- Iceland: what ugly secrets are waiting to be exposed in the meltdown?, by Rowena Mason
- The ice storm, by Gauti Kristmannsson
- Brain drain hits cash-strapped Iceland, by Susanne Henn
- Islands nye krise, av Ola Storeng
- Iceland's bank crisis delivers baby boom, by Andrew Ward
- Is Iceland too small? By Þorvaldur Gylfason
- Iceland shows the dangers ahead for us all, by Robert Wade
- Islands Schulden sind zu teilen, Von Clemens Bomsdorf
- The IMF destroys Iceland and Latvia, by Nathan Lewis
- The Lehman Brothers collapse: the global fallout, by Richard Wachman
- Iceland urges media to lift nations gloom, by Andrew Jack
- Iceland after a year of financial crisis, by Robert Jackson
- Icelands PM: Icesave Will Decide the Coalitions Fate
- Icelands PM: We Cannot Wait for IMF Any Longer
- Iceland Reaches Agreement with IMF
- Iceland Minister Confident Icesave Bill Will Pass
- Iceland's president turns cold on Icesave deal, by Rowena Mason
Greinar um Ísland og kreppuna í innlendum miðlum
Álit erlendra sérfræðinga um orsakir efnahagshrunsins
- Undersized: Could Greenland be the new Iceland? Should it be?
- The Icelandic banking crisis and what to do about it: The lender of last resort theory of optimal currency areas
Greinar um hvers vegna Icesave eru ekki skuldir Íslendinga
Greinar um efnahagskreppuna í erlendum dagblöðum
Evrópusambandið
- Support for Lisbon Treaty falls eight points to 46%, by Stephen Collins
- The European Union the New Soviet Union, by Vladimir Bukovsky
Útvarps- og sjónvarpsþættir á netinu
Innlendir og erlendir ljósvakamiðlar
Bloggvinir
- malacai
- andrigeir
- arikuld
- axelthor
- baldvinj
- creel
- birgitta
- bjarnihardar
- gattin
- gagnrynandi
- draumur
- egill
- erla
- estheranna
- finni
- gretarmar
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- bofs
- hreinn23
- morgunblogg
- maeglika
- helgatho
- hedinnb
- kreppan
- islandsfengur
- jonl
- kaffistofuumraedan
- capitalist
- katrinsnaeholm
- liljaskaft
- lydurarnason
- vistarband
- marinogn
- pallvil
- raksig
- raudurvettvangur
- rutlaskutla
- sigurjonth
- siggi-hrellir
- sij
- siggith
- fia
- lehamzdr
- isspiss
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- kreppukallinn
- reykur
- thjodarsalin
- aevark
- isleifur
- thorsaari
- tbs
- eeelle
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar