Er það ekki Þjóðin sem er í gíslingu Jóhönnu og Steingríms?

Gunnar Helgi  Kristinsson "stjórnmálafræðingur" sagði í fréttum rúv að stjórnin væri í raun fallin og að ástæða þess væri að Ögmundur Jónason og nokkrir aðrir þingmenn héldu stjórninni í gíslingu.

Um afsögn Ögmundar sem Heilbrigðisráðherra er haft eftir Gunnari;

Gunnar Helgi segir að þetta geti ekki gengið. Ögmundur hafi leikið djarft þegar hann sagði af sér. En þar með hafi hann hugsanlega vonast til þess að ráða öllum stefnumálum ríkisstjórnarinnar. Hann þurfi ekki nema tvo til viðbótar til þess að ná því en virðist hafa fleiri.

Hvernig Getur einn maður (eða tveir, eða þrír, ...) haldið stjórninni í Gíslingu með því að fara að sannfæringu sinni?

Rökin fyrir þessari fullyrðingu virðast vera á þann veg að formenn flokkana fari með ákvörðunarvaldið í ríkistjórninni, og aðrir ráðherrar og þeir þingmenn sem heita því að verja hana vantrausti, beri að hlýða þeirra ákvörðunum möglunarlaust. Þetta er vissulega sú hugmyndafræði sem hefur verið ríkjandi í Íslenskum stjórnmálum síðan elstu menn muna, en er ekki viðurkennt að þessi hugmyndafræði sé ein af orsökum þeirrar stöðu sem við erum í. Lýsir hún ekki megnrifyrirlitningu á lýðræði?

Til hvers erum við að halda úti 63-ja þingmanna alþingi ef einungis tveir einstaklingar hafa ákvörðunarvaldið?

Telur "stjórnmálfræðingurinn"  að stjórnarskrárbundin skylda þingmanna að fylgja sannfæringu sinni sé bara til skrauts?

Er sú hugmyndafræði, að ákvarðanir örfárra séu þvingaðar í gegn af svokölluðum forystumönnum (oft kallað samráð), samrýmanleg almennum hugmyndum fólks um lýðræði.

Hvernig dregur "stjórnmálfræðingurinn" þá ályktun að Ögmundur vonist til þess að ráða öllum stefnumálum ríkisstjórnarinnar.  Reyndi Ögmundur að þvinga þingmenn samfylkingarinnar til að fella þingsályktunina um umsókn að ESB? Hefur Ögmundur hótað Samfylkingunni stjórnarslitum ef þingmenn hennar hafna ekki Icesave.

Í hverju felst þessi tilraun Ögmundar til að ráða öllum stefnumálum ríkisstjórnarinnar? Felst hún kannski í því að Ögmundur hótar að fara að stjórnarskránni og kjósa samkvæmt sannfæringu sinni?

Eru það ekki á endanum tveir einstaklingar innan ríkistjórnarinnar sem ætlast til að ráða öllum stefnumálum ríkisstjórnarinnar, nefnilega Jóhanna og Steingrímur.  Eru það ekki Jóhanna og Steingrímur sem hafa haldið Þinginu í gíslingu með því að stöðva framgöngu mikilvægra mála, því að þau hafa ekki þingmeirihluta fyrir þeim stefnumálum sem þau ætla sér að þvinga í gegn.

Hefur ekki Samfylkingin haldið Íslensku þjóðinni í gíslingu með því að stöðva öll mál á þinginu til að þvinga fram umsókn um aðild að ESB?

Er ekki "stjórnmálfræðingurinn" að snúa málinu á haus?

 "War is Peace; Freedom is Slavery; Ignorance is Strength." (1984, George Orwell).

Benedikt Gunnar Ófeigsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 18604

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband