Hvað getur "nei"“ þýtt?

TÓLF punktar sem geta ræst ef við segjum "nei" í þjóðaratkvæðagreiðslunni 6. mars. Íslenskt "nei" getur haft víðtækar "geopolitical" afleiðingar um víða veröld, fyrir utan nauðsynlegar breytingar á innstæðutryggingakerfi Evrópusambandsins.

 

1. Styrkir samningsstöðu okkar gagnvart Bretum og Hollendingum, hvort sem kemur til áframhaldandi viðræðna og/eða ef dómstólaleiðin verður farin.

 

2. Sparar ómældar upphæðir fyrir skattborgara Íslands um ókomna tíð.

 

3. Íslendingar koma til með að uppskera óánægu meðal ákveðinna valdamanna í Bretlandi, Hollandi, Parísarklúbbnum, Alþjóðagaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu, ásamt heldri manna klúbbum sem hlynntir eru alheimsvæðingunni.

 

4. Kemur til með að valda óánægju hjá stjórnendum banka og fjármálastofnanna á alheimsvísu vegna þess að í sömu andrá og við segjum "nei" koma skilaboð frá almenningi í fyrsta skipti í vestrænni hagsögu að skattpeningar þurfa ekki að fara í það að borga fyrir misgjörðir bankamanna.

 

5. Kemur hugsanlega til með að minnka áhættusækni banka og fjármálafyrirtækja og vekur þá spurningu hvort það eigi að vera ríkisábyrgð á bankarekstri yfir höfuð.

 

6. Spurningunni um "moral hazard" verður hugsanlega einnig svarað en hún er tvíþætt. Annars vegar að vera of stór til að vera settur í gjaldþrot og hins vegar óþarfa áhætta tekin vegna ríkisábyrgðar. Með öðrum orðum, ríkið borgar ef þér mistekst.

 

7. Breska pundið og evran geta komið til með að falla á móti bandaríska dollarnum (USD) og japönsku jeni og eykur það skuldabyrði og kostnað á lánum Breta og Hollendinga, sem eru báðir stórskuldugir miðað við verga þjóðarframleiðslu.

 

8. Íslenskt "nei" getur líka hjálpað þeim þjóðum sem eiga í baráttu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið og þeim ríkjum sem eru að glíma við geigvænleg efnahagsleg vandamál um þessar mundir, bæði peningaleg og mórölsk. Íslenskt "nei" getur valdið uppþoti víða um heim.

 

9. Ódýrari evra á móti USD og japönsku jeni hefur þau áhrif að stór úflutnings- og framleiðsluríki, t.d. Þýskaland og Frakkland komast hugsanlega fyrr út úr efnahagskreppunni og gætu aukið hagvöxt sinn. En hætta er á að verðbólga aukist og þar af leiðandi ýti undir vaxtahækkanir í Evrulandi.

 

10. Hærri USD getur hins vegar haft þau áhrif að verð á hrávöru, t.d. á málmum og olíu o.s.frv. gæti lækkað í dollurum talið, þegar til lengri tíma er litið.

 

11. Hærri USD minnkar viðskiptahalla Bandaríkjanna og lækkar verð á innfluttum vörum með tilheyrandi minnkun verðbólgu.

 

12. USD er aðalgjaldeyrisforði flestra ríkja á jörðinni og þau hin sömu mundu nú ekki kvarta yfir hækkun á USD, t.d. hefur Kína 2,2 trilljónir USD í gjaldeyrisforða sínum.

 

Fyrir rúmum 225 árum, eða árin 1783-1785 þegar móðuharðindin gengu yfir Íslendinga, voru þau mestu hörmungar og náttúruhamfarir sem Íslendingar höfðu lifað frá landnámsöld. Margir jarðfræðingar og sagnfræðingar halda því fram að gosmökkurinn með tilheyrandi kólnun jarðar hafi valdið uppskerubresti í Evrópu árin þar á eftir og jafnvel komið frönsku byltingunni af stað 1789. Byltingin markaði tímamót í menningar- og stjórnmálasögunni. Margir tengja breytingu í hugarfari við viðburði byltingarinnar, endalok vissrar heimsmyndar og stjórnarhátta og upphaf nútímalegra, vestrænna viðhorfa og stjórnmála. Enginn Íslendingur gerði sér grein fyrir áhrifum móðuharðindanna í Evrópu þá og sama er uppi á teningnum nú, að mér virðist vera. Íslenskt "nei" getur orðið mög afdrifaríkt og vonandi til góðs fyrir alla heimsbyggðina.

 

Á sama tíma minna þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon óneitanlega á Marie Antoinette og Louis XVI. Hin fræga setning Marie Antoinette fyrir lausn vandamála franska almúgans var: "Gefum þeim kökur". Þetta minnir svolítið á skjaldborg ríkisstjórnarinnar utan um heimilin á Íslandi.

 

Þetta er nú einungis stutt samantekt á hugsanlegum áhrifum íslensks "nei" og er alls ekki alslæm ef allt er tekið með í reikninginn og kannski er eitthvað stærra að gerast en við sjáum í fljótu bragði. Að minnsta kosti getur þögn Bandaríkjamanna í þessu Icesave-máli, ekki verið eins slæm og hún lítur út fyrir að vera.

 

Guðmundur Franklín Jónsson

Dómstólaleiðin: afram-island.is   http://www.bdesign-web.com/afram-island/index.php?t=1

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Guðmundur Franklín - og þakka þér fyrir; þessa þörfu grein !

Jú; jú, oftlega hefi ég minnst Frakknesku konungshjónanna, á síðari hluta 18. aldarinnar, og; hversu núverandi valdahjú, hér heima á Íslandi, minna á þau, og þeirra blindu, fyrir raunverulegum staðreyndum, í samtímanum þá - sem og nú.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.3.2010 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 18532

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband