Ísland þarf nýja sýn á Icesave-deiluna

Grein eftir Pétur Blöndal, þingmann, sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

 

Grein þessi er samhljóða grein, sem birtast mun víða erlendis og tekur hún mið af því.

 

ÍSLAND er örþjóð, með einungis 300.000 íbúa. Þrátt fyrir það náðu þrír einkabankar landsins að vaxa svo gríðarlega á alþjóðavísu að þeir urðu meðal stærstu banka í Evrópu. Stærð þeirra var slík að þeir yfirgnæfðu íslenska hagkerfið. Alþjóðlega fjármálakreppan og fall bandaríska bankans Lehman Brothers leiddi til hruns í fjármálakerfi Íslands sem ekki var hægt að koma í veg fyrir vegna stærðar fjármálageirans.

Það hafði í för með sér að 85% af bankakerfi landsins féll sem aftur olli hruni á hlutabréfamarkaði sem var meira en fall Dow Jonesvísitölunnar í Bandaríkjunum í heimskreppunni 1929-32. Ísland er nú statt í flóðbylgju þar sem landið þarf að takast á við hrunið bankakerfi, stórauknar skuldir ríkisins, veika krónu og hagkerfi í molum. Fyrir ári voru opinberar skuldir þjóðarinnar engar og þegnarnir nutu góðra lífskjara. Nú stefnir í að landið verði eitt skuldsettasta ríki Evrópu og það er raunveruleg hætta til staðar að landið verði fátækt.

 

Icesave og ágallar í evrópskri bankalöggjöf

Landsbankinn kom á fót Icesaveinnlánsreikningum erlendis. Þar vann bankinn í fullu samræmi við regluverk ESB og þessi innlán voru tengd inn í íslenska innlánstryggingasjóðinn (ITS) samkvæmt tilskipun ESB. Vegna þess hve hrun bankanna var víðtækt og þar sem engin ákvæði eru í Evróputilskipuninni um ríkisábyrgð, var ljóst að ITS hafði engin tök á því að greiða 20.887 lágmarkstryggingu sem innlánseigendum hafði verið lofað í regluverki ESB. Hrun af svipaðri stærðargráðu í öðru ESB-landi myndi óhjákvæmilega leiða til sömu niðurstöðu. Þ.e. ef nægur fjöldi banka í einu ESB-landi félli mundi innlánstryggingakerfi þess lands alls ekki geta staðið við ábyrgð innlána. Það varð því strax augljóst að þetta var meiriháttar galli í Evrópulöggjöfinni sem gæti grafið undan trausti á öllu evrópska bankakerfinu og valdið áhlaupi á banka Evrópu.

 

Viðbrögð Breta og Hollendinga

Í því skyni að tryggja traust á eigin bankakerfi ákváðu bresk og hollensk stjórnvöld einhliða að endurgreiða eigendum Icesave-innlánsreikninganna með skattfé og til að viðhalda ímynd innlánstryggingakerfisins var Ísland neytt til að ábyrgjast lágmarkstrygginguna. Gríðarlegum þrýstingi var beitt á Ísland í þessum tilgangi, þar með talin beiting Breta á hryðjuverkalögum gegn herlausri þjóð sem ásamt Bretum er aðili að NATO. Fyrir Íslendinga voru þetta einstaklega harkalegar aðgerðir af hálfu þjóða sem álitnar voru vinaþjóðir og bandamenn. Frá upphafi hafa íslensk stjórnvöld lýst því yfir að þau ætli sér að standa við lögmætar skuldbindingar sínar en var neitað um möguleikann að fá á hreint fyrir alþjóðlegum dómstólum hverjar þær eru. Reglum var breytt afturvirkt og íslenskum skattgreiðendum gert að borga til þess að tryggja trúverðugleika bankakerfis Evrópu. Undir leiðsögn Frakka samþykktu allir viðsemjendur að fara í samningaviðræður með beinni þátttöku ESB sem myndu taka tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í.

 

Skuldbindingar samkvæmt Icesave-samningum

Blygðunarlaust neyddu Bretar og Hollendingar íslensku þjóðina til að tryggja skuldir sem nema 50% af landsframleiðslu landsins. Hvernig myndu Bretar bregðast við kröfu upp á £700ma frá Bandaríkjunum sem þröngvað væri upp á þá eða Holland við 300b frá Þýskalandi sem þröngvað væri upp á þá og það án þess að mega sannreyna lögmæti slíkrar kröfu? Hvernig myndi Norðmönnum líða ef þeir yrðu krafðir um að leggja megnið af olíusjóði sínum sem tryggingu fyrir kröfu sem hefur engan lagalegan grundvöll? Samkvæmt samningnum þarf íslensk meðalfjölskylda að taka á sig tryggingu upp á sjö milljónir króna. Hvernig myndu fjölskyldur í Bretlandi eða Hollandi bregðast við slíkri þvingaðri kröfu til að borga töpuð innlán hjá erlendu útibúi gjaldþrota einkabanka? Skuldin við Breta og Hollendinga er fest í erlendri mynt og Ísland tekur alla áhættuna, þar með talið áhættuna af heimtum eigna Landsbankans og að neyðarlögin standist. Til að geta greitt skuldina þarf Ísland að ná óraunhæfum markmiðum um hagvöxt og aðgang að erlendu fjármagni. Það er því umtalsverð hætta á fólksflótta með tilheyrandi vítahring niðursveiflu. Á einföldu máli: Þessi Icesave-samningur tekur á engan hátt tillit til hinnar fordæmislausu stöðu á Íslandi.

 

Það þarf að finna sanngjarna lausn

Bresk og hollensk yfirvöld verða að átta sig á því að íslenska þjóðin, sem telur 300 þúsund manns, stendur nú frammi fyrir einu stærsta efnahagslega áfalli sem þjóð hefur lent í. Meðferðin sem Ísland hlýtur af hálfu vina sinna og bandamanna í Bretlandi, Hollandi og annarra (einnig Norðurlandaþjóðanna) verður skráð í sögubækur og kemur til með að verða minnisvarði um sanngirni Evrópusambandsins og hlutleysi IMF. Það þarf að endurhugsa algerlega Icesave-deiluna og finna sanngjarna lausn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært framtak hjá Pétri Blöndal, góð grein einnig frá honum...!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 09:55

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég er forvitinn að vita hvar greinin verður birt og hver viðbrögðin verða.

Haraldur Baldursson, 14.8.2009 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband