Greiðsluáætlunin dularfulla!

Á borgarafundi í Iðnó fyrir réttri viku spurði Agnar Helgason úr InDefence-hópnum þá Steingrím J. Sigfússon og Indriða H. Þorláksson þrisvar sinnum hvers vegna greiðsluáætlun stjórnvalda vegna Icesave hefði ekki verið birt?

Þeir Steingrímur og Indriði svöruðu ekki og létu sem spurningarinnar hefði ekki verið spurt. Undir lok fundarins bar Agnar spurninguna upp í þriðja sinn!

Nú átti Steingrímur ekki undankomuleið og hann sagði frekar lágt að greiðsluáætlunin yrði lögð fram með öðrum gögnum á þingi.

Stóð Steingrímur við orð sín?: Var greiðsluáætlun lögð fram? Þingmenn eru bestu heimildamennirnir til að svara því.

Lifandi mynd ræddi við nokkra þingmenn þann 2. þ.m.:

..."miðað vð þær upplýsingar sem maður hefur og þau gögn sem hafa verið sýnd að þá er í sjálfu sér ekkert nýtt í því. Það sem er náttúrlega... er nýtt í málinu öllu er... er allur samningurinn og... og það í rauninni að það sé ekki búið að gera áætlun um það hvernig sé hægt að... að uppfylla hann"... (Guðlaugur Þór Þórðarson).

"Það er t.d. engin greiðsluáætlun um hvernig við ætlum að greiða þetta til baka" (Siv Friðleifsdóttir).

"Það þarf fleiri útreikninga, m.a. á því hvort að þjóðarbúið þoli þessa viðbótarskuldsetningu sem að Icesave-samningurinn felur í sér. Það er ekki búið að reikna það út" (Lilja Mósesdóttir).

Getur það verið að greiðsluáætlun sé ekki til? Gleymdist hún? Þolir hún ekki dagsljósið?

Nokkrir stjórnarþingmenn lýstu yfir stuðningi við ríkisábyrgðina áður en frumvarpið var lagt fram á þingi og áður en samningarnir voru birtir.

Það er ekki annað að sjá en að þeir lýsi einnig yfir stuðningi áður en þeir sjá greiðsluáætlun og spurning hvort þeim finnist greiðsluáætlun ekki skipta máli.

Hagsmuni hverra telja þessir þingmenn sig eiga að gæta sem lýsa yfir stuðningi við mál sem þeir hafa ekki nauðsynleg gögn um?

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Allt er þetta auðvitað með ólíkindum. Mín spá er að þessi samningur verði felldur á Alþingi og þá taki við uppgjör á íslenska ríkinu undir alþjóðlegri stjórn. Hér hafa margir trylltir fílar fengið útrás í of lítilli postulínsbúð.

Árni Gunnarsson, 8.7.2009 kl. 00:03

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Helga fyrir þinn mikla dugnað.

Það er mjög mikilvægt að halda staðreyndum málsins lifandi svo andstæðingar nauðungarinnar geti gengið að rökbanka í deilum sínum á netinu.

Þú og þið öll hin eruð að gera frábæra hluti.  Það er ekki magnið á lesandahópnum sem skiptir máli, heldur gæðin.

Kveðja, Ómar.

Ómar Geirsson, 8.7.2009 kl. 00:26

3 identicon

Þakkir til ykkar beggja.

Helga (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 18625

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband