Hverjir eru í lögfræðideild Nýja Landsbankans?

"Lögfræðideild Landsbankans sá ekkert athugavert við að Sigurjón Þ. Árnason fyrrverandi bankastjóri veitti sjálfum sér lán upp á sjötíu milljónir króna úr einkalífeyrissjóði sínum" (úr kvöldfréttum Ríkisútvarpsins 15. júní 2009).

Landsbankinn er ríkisbanki. Landsbankinn undir stjórn Sigurjóns lék íslensku þjóðina verr en dæmi eru áður til um. Þess vegna er eðlilegt að spurt sé og svarað:

Hverjir eru í lögfræðideild Landsbankans?

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eftir að Sigurjón var settur af sem bankastjóri,að þá hafði hann aðstöðu og var skráður sem ráðgjafi á launum hjá nýjum eigendum bankans(við ríkið) hverjum hann var að ráðleggja veit ég ei,en sennilegast var hann að klára svindlið og plottið fyrir sig og aðra ræningjavini sína.Svo er þessi Sigurjón kennari við Háskólan í þokkabót,,,fuss og svei.   Það væri ekki galið ef einhver gæti svo frætt mann um það hvernig plott Svavars Gestssonar endaði hér um árið,þegar hann gat flutt veð á milli eigna,þegar það átti ekki að vera hægt.Já Svavar Gestsson á fortíð.

Númi (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 21:55

2 Smámynd: Vaktin

Númi, hér er verið að vekja athygli á því að RÚV átti að upplýsa í fréttinni hvaða einstaklingar það eru sem eru faldir í fréttinni undir heitinu "lögfræðideild Landsbankans".

Athugasemd þín er engu að síður allrar athygli verð.

Vaktin, 15.6.2009 kl. 22:03

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Athugasemd Núma er vel við hæfi hér. Menn gera það sem þeim sýnist í skjóli nafnleysis og á bak við titla og menn gera það sem þeim sýnist í skjóli valds.

Síðan eru fjölmiðlarnir gjörsamlega andvaralausir og spyrja ekki spurninga heldur gleipa hrátt það sem þeim er sagt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.6.2009 kl. 01:15

4 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Íslensk lögmannastétt hefur beðið mikinn hnekki undanfarið.  En því miður eru aðrar stéttir engu betri.  Blaðamenn og endurskoðendur þurfa að standa sig betur og sína að þeir standi vörðu um sín faglegu gildi en lúffi ekki alltaf fyrir "kúnnanum" 

Þegar útrásin stóð sem hæst vantaði ekki nafngreiningu en nú þegar mistökin eru að koma í ljós eru það allt í einu deildir, nefndir og stofnanir sem eru ábyrgar. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.6.2009 kl. 04:51

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég skrifaði grein á Smugunni í janúarbyrjun þar sem ég vellti fram þeirri tilgátu að það hefði verið bankarnir sem tóku yfir ríkisvaldið og ekki öfugt. Ekkert hefur gerst á undanförnum mánuðum sem ekki skýrist betur út frá þeim skilningi en að ríkið hafi tekið yfir bankanna. Við höfum skipt um ríkisstjórn en bankarnir stjórna henni jafn mikið og þeirri sem sat á undan henni. Bankarnir hafa enn allt vald og stjórnmálamennirnir okkar dansa eftir sérhverjum kröfum þeirra.

Héðinn Björnsson, 16.6.2009 kl. 11:20

6 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Ég held þú eigir kollgátuna Héðinn

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 16.6.2009 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband