Lífeyrissparnaður okkar má ekki fara í áhættufjárfestingar!

Eftirfarandi fréttatilkynning er komin inn á eggin.is og mun sennilega birtast á svipan.is á morgun. Fréttatilkynningin er samin af aðstandendum undirskriftarsöfnunarinnar sem hún segir frá:

Þriðja undirskriftarsöfnunin er nú farin af stað inni á vef kjosa.is Sú fyrsta var til stuðnings kröfu um kosningar og sú næsta til að styðja kröfuna um að forsetinn undirritaði ekki lög um ríkisábyrgð vegna Icesave. Þessi þriðja undirskriftarsöfnun varðar aðgerðaráætlun stöðugleikasáttmálans sem gerir ráð fyrir að lífeyrissjóðirnir komi að fjármögnun stórra framkvæmda til að byggja upp atvinnulíf og efnahag þjóðarinnar.

Þær framkvæmdir sem um ræðir eru taldar upp í aðdraganda yfirlýsingarinnar sem er til undirritunar inni á vefnum kjosa.is Sú upptalning lítur þannig út: bygging hátæknisjúkrahúss, samgöngumiðstöðvar í Reykjavík, Búðarhálsvirkjunar og álversins í Helguvík, stækkun álversins í Straumsvík, framkvæmdir við Suðurlandsveg, Vesturlandsveg um Kollafjörð, lagning Sundabrautar og bygging Vaðlaheiðarganga.

Af þessari upptalningu ætti að vera ljóst að sú virkjana- og stóriðjustefna sem átti stóran þátt í því að keyra efnahagslíf þjóðarinnar í þrot er á engu undanhaldi meðal þeirra sem halda um stjórnvölinn. Þeir sem standa að þessari undirskriftarsöfnun efast hins vegar mjög um að sama hugsun og setti landann í þann efnahagsvanda sem hann er í núna dugi til uppbyggingar varanlegum stöðugleika í efnahags- og atvinnulífi.

Yfirskrift undirskriftarsöfnunarinnar er: Lífeyrissparnaður okkar má ekki fara í áhættufjárfestingar! en ábyrgðarmenn hennar eru: Ásta S. Hafberg, Héðinn Björnsson og Rakel Sigurgeirsdóttir. Markmið þeirra með söfnuninni er að sporna gegn því að lífeyrissparnaður landsmanna verði notaður til að keyra gjaldþrota stefnu í atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar áfram enda er stórhætta á því að hún skili sjóðsfélögum engu varanlegu nema tómum lífeyrissjóðum!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband