19.10.2009 | 01:00
Aðsteðjandi greiðsluþrot
Bréf frá Gunnari Tómassyni, hagfræðingi.
Samantekt
Íslenzka þjóðarbúið er með fjórfalt hærri erlenda skuldastöðu en þau 50-60% af VLF sem Harvard prófessor og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Kenneth Rogoff segir vera mjög erfiða viðureignar, og tvöföld þau 100-150% af VLF sem Rogoff segir vera fá fordæmi um að skuldsettar þjóðir hafi ráðið við.Af þessu má ráða (a) að aðgerðaáætlun stjórnvalda og AGS, sem byggði á allt öðrum forsendum varðandi erlenda skuldastöðu, þarfnast róttækrar endurskoðunar, (b) að greiðsluþrot þjóðarbúsins verður vart umflúið, og (c) að útfærslan á þeim umsömdu viðmiðum sem allir aðilar málsins töldu nauðsynlegt að leggja til grundvallar samningum um lausn Icesave-málsins breytir engu þar um.
I. Umsamin viðmið
1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB.
Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samningaviðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.
3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær. (http://www.island.is/media/frettir/10.pdf).
II. Skuldastaða Íslands
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), sem gekk frá aðgerðaáætlun í samvinnu við íslenzk stjórnvöld í kjölfar bankahrunsins í byrjun október 2008, áætlaði (i) að skuldastaða þjóðarbúsins í árslok 2009 myndi nema 160% af vergri landsframleiðslu (VLF), og taldi (ii) að skuldastaða upp á 240% væri augljóslega óviðráðanleg. (http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2008/cr08362.pdf, bls. 55.)
Í nefndaráliti annars minni hluta fjárhagsnefndar Alþingis um frumvarp til laga um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf er vikið að skuldastöðunni (http://www.althingi.is/altext/137/s/0338.html):
iii. Erlend skuldastaða.Einn helsti mælikvarði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skuldaþol þjóða er hlutfall heildarskulda þjóðarbúsins (opinberra og einkaaðila) við erlenda aðila sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Í úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá nóvember 2008 var erlend brúttóskuldsetning þjóðarbúsins áætluð 160% af vergri landsframleiðslu (VLF) árið 2009. Í úttektinni segir einnig: Erlendar skuldir verða enn geysimikill óvissuþáttur ekki síst hvað gengið snertir. Frekara gengisfall um 30% ylli því að hlutfall skulda mundi snarhækka (og færi upp í 240% af vergri landsframleiðslu árið 2009) og yrði það vitaskuld ósjálfbært. (Á ensku: External debt remains extremely vulnerable to shocks most notably the exchange rate. A further depreciation of the exchange rate of 30 percent would cause a further precipitous rise in the debt ratio (to 240 percent of GDP in 2009) and would clearly be unsustainable.). Hafa verður í huga að sjálfbærni skulda samkvæmt skilgreiningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins byggist ekki á hvort ríki sé fært um að greiða niður höfuðstól skulda ásamt vöxtum, heldur aðeins hvort landið sé fært um að greiða vexti og tryggja að höfuðstóllinn hækki ekki til lengri tíma litið.
Nú hefur hins vegar verið staðfest af Seðlabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að umfang erlendra skulda var mjög vanmetið og að erlendar skuldir þjóðarbúsins stefni í að fara talsvert yfir 200% af VLF á næsta ári eða allt að 240 til 250% af VLF. Má rekja þessa skekkju til ónógra upplýsinga svo sem um innlán útlendinga, erlendar skuldir sveitarfélaga og dótturfyrirtækja þeirra. Nýtt skuldaþolsmat sjóðsins hefur ekki enn verið gert opinbert þar sem endurskoðun efnahagsáætlunar sjóðsins var frestað fram í september. Á fundi með efnahags- og skattanefnd útskýrði Franek Rozwadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, að mat sjóðsins væri að skuldaþolið væri enn viðráðanlegt þar sem þegar hefði verið gripið til ýmissa aðgerða. Nefndi hann hagstæðari lánasamninga við önnur norræn ríki, harðari gjaldeyrishöft til að halda aftur af útstreymi fjármagns, niðurskurð á ríkisútgjöldum strax á árinu 2009 og hagstæðari vöruskiptajöfnuð en áður var gert ráð fyrir.
Hins vegar er ljóst að skuldsetning þjóðarbúsins erlendis er komin langt umfram það sem gerist hjá mörgum skuldugustu þjóðum heims. Sem dæmi má nefna nokkur lönd sem hafa lent í miklum fjárhagslegum erfiðleikum og fengið sérstaka fyrirgreiðslu (exceptional access arrangements) hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hlutfall erlendra skulda Argentínu var 129% af VLF þegar sótt var um aðstoð árið 2003, hjá Uruguay 82% árið 2005 og hjá Ungverjalandi 106,4% þegar það sótti um aðstoð árið 2008, svo nokkur ríki séu nefnd til samanburðar.
Gunnar Tómasson, hagfræðingur og fyrrum starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, bendir á í umsögn sinni að aðeins vextir af skuldahlutfalli upp á 250% jafngildi um einum þriðja af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Taldi hann jafnvel að þegar væru komnar upp forsendur til að biðja um endurupptöku á Icesave-samningunum.
Mikil hætta er því á að þjóðarbúið komist í greiðsluþrot haldi ekki þær forsendur sem íslensk stjórnvöld og Seðlabankinn gefa sér varðandi endurheimtuhlutfall á eignum Landsbanka Íslands, hagvöxt á Íslandi, gengi krónunnar, mannfjölda og verðlag í Bretlandi og Hollandi.
Kenneth Rogoff, hagfræðiprófessor við Harvard og fyrrverandi aðalhagfræðingur AGS, sagði í viðtali við RÚV í marz 2009 að skuldastaða umfram 50-60% af VLF væri mjög erfið (e. very difficult). Ísland kynni að geta ráðið við skuldir upp á 100-150% af VLF, en fá fordæmi væru fyrir því (e. not many precedents for that. http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/video/7864/).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Áhugaverðar innlendar vefsíður
- Áskorun til forseta Íslands
- Economic Disaster Area
- "Glæsileg niðurstaða"!
- Heimssýn
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hvítbókin
- Icesave-reiknir - hver skuldbindingin?
- Samningurinn við Breta vegna Icesave
- Samningurinn við Hollendinga vegna Icesave
Áhugaverðar erlendar vefsíður
- Bloomberg
- Business Monitor International
- Do you know the truth about the EU?
- Folkebevægelsen mod EU, Danmörku
- Global Britain... in the wider world
- Institute for Creditary Economics - ICE
- Naomi Klein
- Nei til EU, Noregi
- Nej til EU, Svíþjóð
- Juni bevægelsen for et nyt og slankt EU
- RGE Monitor
- TEAM the European Alliance of EU-Critical Movements
- VOX
- World Socialist Web Site
Erlend dagblöð og tímarit
- Aftenposten
- Al Jazeera
- Berlinske Tidende
- Dagens Nyheter
- Deutsche Welle - DW-World
- Dimmalætting
- E24
- Economist
- Financial Times
- Forbes
- Fortune
- Gulf Times
- IceNews - Daily News
- Irish Independent
- Jyllands-Posten
- Le Figaro
- Le Monde
- London Evening Standard
- Politiken
- Spectator
- Telegraph
- The Daily Princetonian
- The Huffington Post
- The Independent
- The New York Times
- The Wall Street Journal - Europe Edition
- The Washington Post
- Zeit On Line
Greinar um Ísland og kreppuna í erlendum miðlum
- Walking up to reality in Iceland, by Jón Daníelsson
- Time to install Iceland 2.0, by Ben H Murray
- Bizarre battering of insurers, by Anthony Hilton
- European bank bail-out could push EU into crisis, by Bruno Waterfield
- In praise of Iceland, editorial
- Culpability debate at RBS intensifies, by Kate Burgess
- Iceland in turmoil as coalition collapses, by David Ibison
- Iceland Turns Hard Left
- Ireland? Iceland? Doubts on Doomsday Scenario in Eire, by Landon Thomas
- Crime Once Exposed Has no Refuge but in Audacity - Tacitus, by Íris Erlingsdóttir
- Iceland's Conservatives Try to Rewrite History, by Íris Erlingsdóttir
- Cracks in the crust
- Major-Washington Agency Runs Iceland Look-Alike Casting, by Edward Hugh
- Nobel prize winner blasts IMF over loans
- How Bad Could The Crisis Get? Lessons From Iceland, Jón Daníelsson
- Iceland: The country that became a hedge fund, by Peter Gumbel
- Ultra-Capitalism Killed Iceland
- Upheaval calls for Fleece Revolution in Iceland, by Lenka Vaiglova
- Who bombed Iceland? by Uwe Reinhardt
- World Agenda: is this the most hated man in Iceland? by Roger Boyes
- Britain and the Netherlands bully little Iceland, by Ársæll Valfells
- Iceland gets cold feet over paying back bailout
- Latvian debt crisis shakes Eastern Europe, by Ambrose Evans-Pritchard
- Iceland PM hits out at IMF rumors, by K. Már Hauksson
- Britain's 'gunboat' diplomacy still angers Iceland, by Ambrose Evans-Pritchard
- A Debate Rages in Iceland: Independence vs. I.M.F. Cash, by Landon Thomas
- All Of Them Must GO, by Naomi Klein
- SFO to help Iceland as probe turns to Kaupthing's US links, by Rowena Mason
- Iceland hits impasse over lost savings, by Andrew Ward and Alex Barker
- Icelanders are angry but will make sacrifices, by Jóhanna Sigurðardóttir
- Iceland seeks UK fraud office help, by Andrew Ward
- For you, the war is over, by Andrew Hill
- Iceland poised for foreign payback pact, by Andrew Ward, Megan Murphy and Jim Pickard
- Icelands debt repayment limits will spread, by Michael Hudson
- Iceland: what ugly secrets are waiting to be exposed in the meltdown?, by Rowena Mason
- The ice storm, by Gauti Kristmannsson
- Brain drain hits cash-strapped Iceland, by Susanne Henn
- Islands nye krise, av Ola Storeng
- Iceland's bank crisis delivers baby boom, by Andrew Ward
- Is Iceland too small? By Þorvaldur Gylfason
- Iceland shows the dangers ahead for us all, by Robert Wade
- Islands Schulden sind zu teilen, Von Clemens Bomsdorf
- The IMF destroys Iceland and Latvia, by Nathan Lewis
- The Lehman Brothers collapse: the global fallout, by Richard Wachman
- Iceland urges media to lift nations gloom, by Andrew Jack
- Iceland after a year of financial crisis, by Robert Jackson
- Icelands PM: Icesave Will Decide the Coalitions Fate
- Icelands PM: We Cannot Wait for IMF Any Longer
- Iceland Reaches Agreement with IMF
- Iceland Minister Confident Icesave Bill Will Pass
- Iceland's president turns cold on Icesave deal, by Rowena Mason
Greinar um Ísland og kreppuna í innlendum miðlum
Álit erlendra sérfræðinga um orsakir efnahagshrunsins
- Undersized: Could Greenland be the new Iceland? Should it be?
- The Icelandic banking crisis and what to do about it: The lender of last resort theory of optimal currency areas
Greinar um hvers vegna Icesave eru ekki skuldir Íslendinga
Greinar um efnahagskreppuna í erlendum dagblöðum
Evrópusambandið
- Support for Lisbon Treaty falls eight points to 46%, by Stephen Collins
- The European Union the New Soviet Union, by Vladimir Bukovsky
Útvarps- og sjónvarpsþættir á netinu
Innlendir og erlendir ljósvakamiðlar
Bloggvinir
- malacai
- andrigeir
- arikuld
- axelthor
- baldvinj
- creel
- birgitta
- bjarnihardar
- gattin
- gagnrynandi
- draumur
- egill
- erla
- estheranna
- finni
- gretarmar
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- bofs
- hreinn23
- morgunblogg
- maeglika
- helgatho
- hedinnb
- kreppan
- islandsfengur
- jonl
- kaffistofuumraedan
- capitalist
- katrinsnaeholm
- liljaskaft
- lydurarnason
- vistarband
- marinogn
- pallvil
- raksig
- raudurvettvangur
- rutlaskutla
- sigurjonth
- siggi-hrellir
- sij
- siggith
- fia
- lehamzdr
- isspiss
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- kreppukallinn
- reykur
- thjodarsalin
- aevark
- isleifur
- thorsaari
- tbs
- eeelle
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.