Aðsteðjandi greiðsluþrot

Bréf frá Gunnari Tómassyni, hagfræðingi.

 

Samantekt

Íslenzka þjóðarbúið er með fjórfalt hærri erlenda skuldastöðu en þau 50-60% af VLF sem Harvard prófessor og fyrrverandi aðalhagfræðingur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Kenneth Rogoff segir vera „mjög erfiða” viðureignar, og tvöföld þau 100-150% af VLF sem Rogoff segir vera fá fordæmi um að skuldsettar þjóðir hafi ráðið við.

Af þessu má ráða (a) að aðgerðaáætlun stjórnvalda og AGS, sem byggði á allt öðrum forsendum varðandi erlenda skuldastöðu, þarfnast róttækrar endurskoðunar, (b) að greiðsluþrot þjóðarbúsins verður vart umflúið, og (c) að útfærslan á þeim umsömdu viðmiðum sem allir aðilar málsins töldu nauðsynlegt að leggja til grundvallar samningum um lausn Icesave-málsins breytir engu þar um.

  

I.  Umsamin viðmið

 

1. Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB.

Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.

 

2. Viðurkenning allra aðila á þessari lagalegu stöðu greiðir fyrir skjótri niðurstöðu samningaviðræðna þeirra sem nú standa yfir um fjárhagsaðstoð við Ísland, þ.m.t. við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þessar samningaviðræður skulu fara fram með samhæfðum hætti og skal þar tekið tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í og knýjandi nauðsynjar þess að ákveða ráðstafanir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármála- og efnahagskerfi sitt.

 

3. Stofnanir Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins munu taka áframhaldandi þátt í þessu ferli sem fer fram í samráði við þær. (http://www.island.is/media/frettir/10.pdf).

  

II.  Skuldastaða Íslands

 

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), sem gekk frá aðgerðaáætlun í samvinnu við íslenzk stjórnvöld í kjölfar bankahrunsins í byrjun október 2008, áætlaði (i) að skuldastaða þjóðarbúsins í árslok 2009 myndi nema 160% af vergri landsframleiðslu (VLF), og taldi (ii) að skuldastaða upp á 240% væri „augljóslega óviðráðanleg”. (http://www.imf.org/external/pubs/ft/scr/2008/cr08362.pdf, bls. 55.)

 

Í nefndaráliti annars minni hluta fjárhagsnefndar Alþingis um frumvarp til laga um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf er vikið að skuldastöðunni (http://www.althingi.is/altext/137/s/0338.html):

  iii. Erlend skuldastaða.

Einn helsti mælikvarði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á skuldaþol þjóða er hlutfall heildarskulda þjóðarbúsins (opinberra og einkaaðila) við erlenda aðila sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Í úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá nóvember 2008 var erlend brúttóskuldsetning þjóðarbúsins áætluð 160% af vergri landsframleiðslu (VLF) árið 2009. Í úttektinni segir einnig: „Erlendar skuldir verða enn geysimikill óvissuþáttur – ekki síst hvað gengið snertir. Frekara gengisfall um 30% ylli því að hlutfall skulda mundi snarhækka (og færi upp í 240% af vergri landsframleiðslu árið 2009) og yrði það vitaskuld ósjálfbært.“ (Á ensku: „External debt remains extremely vulnerable to shocks – most notably the exchange rate. A further depreciation of the exchange rate of 30 percent would cause a further precipitous rise in the debt ratio (to 240 percent of GDP in 2009) and would clearly be unsustainable.“). Hafa verður í huga að sjálfbærni skulda samkvæmt skilgreiningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins byggist ekki á hvort ríki sé fært um að greiða niður höfuðstól skulda ásamt vöxtum, heldur aðeins hvort landið sé fært um að greiða vexti og tryggja að höfuðstóllinn hækki ekki til lengri tíma litið.

 

Nú hefur hins vegar verið staðfest af Seðlabankanum og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum að umfang erlendra skulda var mjög vanmetið og að erlendar skuldir þjóðarbúsins stefni í að fara talsvert yfir 200% af VLF á næsta ári eða allt að 240 til 250% af VLF. Má rekja þessa skekkju til ónógra upplýsinga svo sem um innlán útlendinga, erlendar skuldir sveitarfélaga og dótturfyrirtækja þeirra. Nýtt skuldaþolsmat sjóðsins hefur ekki enn verið gert opinbert þar sem endurskoðun efnahagsáætlunar sjóðsins var frestað fram í september. Á fundi með efnahags- og skattanefnd útskýrði Franek Rozwadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, að mat sjóðsins væri að skuldaþolið væri enn viðráðanlegt þar sem þegar hefði verið gripið til ýmissa aðgerða. Nefndi hann hagstæðari lánasamninga við önnur norræn ríki, harðari gjaldeyrishöft til að halda aftur af útstreymi fjármagns, niðurskurð á ríkisútgjöldum strax á árinu 2009 og hagstæðari vöruskiptajöfnuð en áður var gert ráð fyrir.

 

Hins vegar er ljóst að skuldsetning þjóðarbúsins erlendis er komin langt umfram það sem gerist hjá mörgum skuldugustu þjóðum heims. Sem dæmi má nefna nokkur lönd sem hafa lent í miklum fjárhagslegum erfiðleikum og fengið sérstaka fyrirgreiðslu (exceptional access arrangements) hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hlutfall erlendra skulda Argentínu var 129% af VLF þegar sótt var um aðstoð árið 2003, hjá Uruguay 82% árið 2005 og hjá Ungverjalandi 106,4% þegar það sótti um aðstoð árið 2008, svo nokkur ríki séu nefnd til samanburðar.

 

Gunnar Tómasson, hagfræðingur og fyrrum starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, bendir á í umsögn sinni að aðeins vextir af skuldahlutfalli upp á 250% jafngildi um einum þriðja af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Taldi hann jafnvel að þegar væru komnar upp forsendur til að biðja um endurupptöku á Icesave-samningunum.

Mikil hætta er því á að þjóðarbúið komist í greiðsluþrot haldi ekki þær forsendur sem íslensk stjórnvöld og Seðlabankinn gefa sér varðandi endurheimtuhlutfall á eignum Landsbanka Íslands, hagvöxt á Íslandi, gengi krónunnar, mannfjölda og verðlag í Bretlandi og Hollandi.

Kenneth Rogoff, hagfræðiprófessor við Harvard og fyrrverandi aðalhagfræðingur AGS, sagði í viðtali við RÚV í marz 2009 að skuldastaða umfram 50-60% af VLF væri „mjög erfið” (e. very difficult).  Ísland kynni að geta ráðið við skuldir upp á 100-150% af VLF, en „fá fordæmi væru fyrir því” (e. not many precedents for that.  http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/video/7864/).

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband