ATTAC

HREYFINGAR!

Ert þú þátttakandi í róttæku samfélagslegu eða náttúruverndarverkefni?

Beinar aðgerðir, hústaka, róttækar listir, blaða- eða bókaútgáfa, kvikmyndasýningar, matargjafir, samfélagsskipulag...? Hefur það eitthvað gera með náttúrulega umhverfið, flóttamenn, kynjahyggju, kynþáttahyggju, kynhneigðarhyggju...?

Ert þú að setja af stað þitt eigið verkefni? Vilt þú hitta fólk sem deilir með þér hugmyndum, segja því frá verkefninu þínu og vonandi koma nýju fólki inn í verkefnið? Eða myndir þú vilja taka þátt í verkefni sem er nú þegar í gangi?

Þetta er ákall til allra AND-YFIRVALDSSINNAÐRA og AND-KAPÍTALÍSKRA einstaklinga og hópa sem vinna að róttækum breytingum um að koma á mánaðarlega fundi þar sem þeir geta kynnt starfsemi sína, sagt frá því sem þarf að gera og útskýrt hvernig nýtt og áhugasamt fólk getur tekið þátt.

Þetta er líka ákall til allra einstaklinga sem ekki eru þátttakendur í neinu verkefni, en langar að vera með, um að mæta og sjá hvort þeir sjái ástæðu til að ganga til liðs við eða setja af stað þeirra eigin verkefni.

Einstaklingar frá hverju verkefni fyrir sig fá nokkrar mínútur fyrir sína kynningu og svo er opnað fyrir spurningar og svör. Við lofum: Engar langar og leiðinlegar umræður, heldur eingöngu stuttur og áhrifaríkur kynningarfundur. Engu skiptir hvort verkefnið hafi verið í gangi í langan tíma eða ef það er glænýtt.

Þetta er staður og stund fyrir fólk til að verða virkt, til að hitta og kynnast fólki í sömu hugleiðingum um þetta samfélag, þessa plánetu sem við búum á og hvers konar breytinga er þörf. Þetta er staður og tími til að koma á samstöðu og gagnkvæmri aðstoð meðal okkar sístækkandi
andspyrnuhreyfinga gegn yfirvaldi, kapítalisma og öllum þeirra fylgifiskum.

Komið endilega með áróður og kynningaefni, lesefni, flugrit, tímarit, smárit og fleira.

Fyrsti fundurinn fer fram sunnudaginn 25. október í Tökuhúsinu við Skólavörðustíg 40, frá 20:00 til 21:00. Mætið tímanlega!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband