Er Íslenskur almenningur afgangsstærð?

Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði fjallaði í fréttum rúv um hugsanlegt greiðslufall íslenska ríkisins ef ekki komi til frekari erlendar lánveitingar. Þetta telur Friðrik mjög slæmt því "Orðspor þjóðarinnar biði þá mikinn hnekki". Það er stórmerkilegt að þegar þúsundir manna eru að missa vinnuna og heimili sín að þá er orðspor þjóðarinnar, hjá  valdaklíkum Evrópu, mesta áhyggjuefni prófessorsins. Hefur orðspor okkar ekki þegar beðið hnekki, einmitt vegna þeirrar hugmyndafræði sem prófessorinn boðar?  Það er haft eftir Friðriki að ef við fáum ekki lán þá sé greiðslufall óumflýjanlegt því.

Þjóðarbúið gæti þá einvörðungu reitt sig á afgang af viðskiptum við útlönd sem myndi ekki duga til að standa við skuldbindingar.

Gengur þessi málflutningur upp? Afgangur af viðskiptum við útlönd er í sögulegu hámarki þessa dagana. Hvernig ætlar prófessorinn að borga aftur þau lán sem hann telur að við þurfum að taka til viðbótar nú,  ef núverandir afgangur við útlönd helst óbreyttur eða minnkar. Eykst afgangur við útlönd við það taka meiri lán? Er ekki samkvæmt þessu greiðslufall óumflýjanlegt. Skipta ekki innviðir íslensks samfélags meira máli en svokallað orðspor okkar?  Er ekki betra fyrir íslenskan almenning að þjóðarbúið  fari í greiðslufall strax frekar en að fresta því?

í Fréttinni kemur fram að 

Í dag nemur gjaldeyrisforði Íslendinga um 400 milljörðum króna sem eru að mestu lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og lán frá Norðurlöndunum. Ef ekki væri fyrir þessi lán væri gjaldeyrisforðinn lítill sem enginn. Eina féð sem þjóðin hefði þá haft til ráðstöfunar væru útflutningstekjurnar. Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík segir að við þessar aðstæður sé erfitt að aflétta gjaldeyrishöftum. Til stóð að aflétta hluta haftanna þann 1. nóvember næstkomandi

Fram hefur komið að aðalástæðan fyrir gjaldeyrishöftunum er til að koma í veg fyrir að eigendur svokallaðra jöklabréfa felli gengið þegar þeir fara með fé sitt úr landi. Er prófessorinn með þessu að segja að við eigum að nota gjaldeyrisvaraforðan (sem er að mestu er tekin að láni) til að halda genginu uppi meðan peningarnir streyma úr landi. Heldur prófessorinn að það geri þjóðarbúinu auðveldara fyrir að standa undir afborgunum af lánum?

Skeytingarleysið gagnvart venjulegum Íslendingum sem sjá fram á atvinnumissi, gjaldþrot, skerðingu á opinberri þjónustu, aukinni skattpíningu o.s.frv. er hrópandi í hverju sérfræðingaviðtalinu á fætur öðru. Það eina sem margir þessara sérfræðinga virðast hafa áhuga á að fjalla um er (óræð) verndun á orðspori þjóðarinnar, stöðugt gengi og jöfnuður í ríkisfjármálum. Þetta telja margir sérfræðingar að skipti megin máli og vega mun þyngra en velferð þjóðarinnar. Svo virðist sem margir þessara sérfræðinga telji að allt sé til vinnandi að ná þessum markmiðum óháð því hver kostnaðurinn verður fyrir Íslenskt samfélag.

Er ekki komin tími til að svokallaðir sérfræðingar tali máli íslensks almennings í stað þess að tala endalaust fyrir því að hagsmunir fjárfesta gangi fyrir öllu öðru.

Benedikt Gunnar Ófeigsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð gagnrýni, Benedikt. Stjórnvöld eiga enn eftir að svara hvað varð um þá tillögu Lilju Mósesdóttur um að skattleggja fé eigenda jöklabréfanna þegar þeir innleysa bréfin og fara með féð úr landi.

Helga (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 14:49

2 Smámynd: Vaktin

Já sú tillaga var aldrei virt viðlits enda virkað hún mjög vel í Malasíu.

Mér hefur oft dottið í hug að gjaldeyrisvaraforðinn sem á að taka að láni sé fyrst og fremst ætlaður til að Jöklabréfaeigendur geti innleyst sitt á góðu gengi. sbr þessa setningu úr 19 lið í efnahagsátætlunar AGS.

"Við erum reiðubúin til að nota gjaldeyrisforðann til að koma í veg fyrir of
miklar sveiflur í gengi krónunnar
"

En svo er annað mál. af hverju talar rúv við leigupenna kaupþings  eins og hann sé óhlutdrægur sérfræðingur?

kv Benedikt

Vaktin, 8.10.2009 kl. 15:19

3 identicon

Stjórnvöld hafa sagt frá því sl. haust að það eigi ekki að nota lánið frá AGS, en  sl. vetur var sagt frá því að það væri búið að nota hluta af láninu. Einhver sagði frá því að það hafi verið notað til að kaupa krónur til að hífa gengið upp.

Já, af hverju talar RÚV við "leigupenna" Kaupþings eins og óhlutdrægan sérfræðing? Jakobína sá ástæðu til að skrifa þennan pistil í tilefni af frétt RÚV.

Þessi tengt! Eftir að Ögmundur var hrakinn úr ríkisstjórninni og fór í viðtöl við bæði innlenda og erlenda miðla hafa "óhlutdrægir" sérfræðingar fengið rými í fjölmiðlum til að tala máli AGS og hræða þjóðina frá því að henda AGS úr landi.

Helga (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 16:26

4 Smámynd: Vaktin

Já þetta er góð færsla hjá henni.  Þetta er dáltið  "skemmtileg tilviljun" að það koma alltaf fram "sérfræðingar" til að segja okkur að borga Icesave, verðum að fylgja AGS prógramminu, ESB læknar öll sár o.s.frv. á svona krítiskum tímamótum. Það væri fínt ef við hefðum svona góðan aðgang!

Vaktin, 8.10.2009 kl. 18:00

5 identicon

Segðu! "Tilviljanirnar" eru svolítið skemmtilegar og þá er ekki síður skemmtilegt hvað hin hlutlausa, ríkisrekna fréttastofa RÚV er hrifin af þessum "sérfræðingum".

Helga (IP-tala skráð) 8.10.2009 kl. 19:05

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ríkisstyrktir fréttamiðlar eru hættulegir á þessum upplausnartímum og hafa sýnt mjög mikla hlutlægniskekkju.

Árni Gunnarsson, 8.10.2009 kl. 22:14

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk fyrir góðan pistil Benedikt.

Ég var að gantast með það í morgun á bloggi mínu, hver yrði fenginn i dag hjá Ruv til að koma falli krónunnar yfir á ICEsave.   Mér fannst Þórólfur vera svo hás síðast þegar ég heyrði í honum.  

En Friðrik bregst ekki frekar en fyrri daginn og alltaf jafn sannspár.

En hins vegar er það alvöru mál hvað er að gerast hjá Ruv.

Þetta fólk er að verða jafn hættulegt þjóðinni og offitan.  Er til einhver lækning við þeim kvilla sem hrjáir það?

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.10.2009 kl. 22:28

8 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Sæll Ómar. Færslan þín var nokkuð góð. Þórólfur hefur kannski verið með hálsbólgu í dag. En Þetta er orðið frekar pínlegt með rúv og sérfræðingana.

Árni: ekki mótmæli ég því að rúv hafi slagsíðu en mér sýnist það sama gilda um einkareknu fjölmiðlana. Fólkið í landinu þarf að stofna sína eigin fréttastofu sem er lýðræðislega rekin og nálgast málin frá mörgum sjónarhornum.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 8.10.2009 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband