Stefna AGS hefur ekkert breyst. Stefnan gagnvart Íslandi er misheppnuð andlitslyfting.

Það er kanski að bera í bakkafullan lækinn að gagnrýna AGS um þessar mundir, meira að segja samtök atvinnulífsins eru farinn að efast um gagnsemi sjóðsins. En nýtt fjárlagafrumvarp og Icesave gefa tilefni til að fjallað sé um aðkomu sjóðsins en og aftur. 
 
Því hefur verið haldið fram að stefna AGS á Íslandi sé mildari en áður hefur þekkst. Í því sambandi hafa gjaldeyrishöftin og þriggja ára frestur til að ná hallalausum fjárlögum nefnd sem dæmi um meiri slaka. Þessar tilslakanir á almennri stefnu AGS er í besta falli misheppnuð andlitslyfting. Megin atriðin í stefnu AGS standa óhögguð. Háir vextir, gríðarlegur niðurskurður og skilyrðislaus krafa um að lánadrottnar fái allt sitt án tillits til afleiðinganna fyrir almenna borgara.
Þessi stefna AGS hefur skilið eftir sig sviðna jörð um allan heim. í  bréfi sem  Walden Bello, Carlos Heredia,  Dennis Brutus og Noam Chomsky skrifuðu (hundruðir stofnanna og einstaklinga skrifuðu undir bréfið), voru þingmenn fulltrúadeildar Bandaríska þingsins hvattir til að hafna því að AGS fengi aukin fjárframlög. Bréfið var sent fyrir 10 árum en það er vel fram sett og efni þess á vel við hjá okkur núna. Ástæðan fyrir að þetta bréf er notað til viðmiðunar er svo fleiri gagnrýnisraddir á AGS komist í sviðsljósið.
 
Nokkur kunnugleg atriði koma fram í bréfinu. Allt höfum við heyrt þetta áður frá Michel Hudson og fleirum. Það er mikilvægt að skoða þetta bréf með eftirfarandi í huga (bréfið kemur á eftir).
 
- Stýrivextir hafa lækkað hægt og er nú svo komið að jafnvel Vilhjálmur Egilsson er farinn að vilja sjóðinn burt. Það er fyrirsjáanleg afleiðing af háum stýrivöxtum að það dregur úr efnahagsbata og gjaldþrotum fjölgar.
 
- Fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í gær (þann 1. Oktober 2009) inniheldur blóðugan niðurskurð í velferðarmálum sem á eftir að koma verst niður á þeim sem síst skyldi. Sjúklingar, fólk á bótum, efnalitlar fjölskyldur og atvinnulausir eru dæmi um hópa sem er veruleg hætta á að verði ílla úti þegar velferðarkerfið er skorið við nögl. Einnig er veruleg hætta á að hluti af þeirri þjónustu sem skorin er niður (og/eða lögð niður) verði í boði á einkareknum stofnunum og hér verði tvöfalt kerfi; annars vegar fyrir þá sem geta borgað og hins vegar fyrir þá sem ekki geta borgað. Slíkt kerfi elur iðulega á óréttlæti og mismunun á grunni efnahags. Einnig verður mjög erfitt að bakka út úr slíku kerfi þegar fram líður.
 
- Við höfum þegar séð hvernig hörð skilyrði AGS hafa grafið undan afkomu venjulegs launafólks með launalækkunum og uppsögnum. Veruleg hætta er á að grafið verði undan réttindum launafólks sem hafa áunnist með þrotlausri baráttu í gegn um alla síðustu öld.
 
- Í efnahagsþrengingum síðasta árs hefur verið gríðarlegur þrýstingur á að fá hraða stóriðju-uppbyggingu. þessi þrýstingur hefur valdið því að náttúruverndarsjónarmiðum er ýtt til hliðar og mikil hætta er á að orkuauðlindir verði ofnýttar. Nú er t.d. verið að keyra Bitruvirkjun í gegn þrátt fyrir gríðarlega andstöðu.  Virkjun sem var áður búið að hafna.
 
- Icesave  (nauðungar)samningarnir eru komnir aftur upp á borðið og AGS virðist beita íslensk stjórnvöld miklum þrýstingi að hlíta skilmálum Breta og Hollendinga án þess að neitt  tillit sé tekið til efahagslegrar stöðu þjóðarinnar.
 
- þögn og leynd yfir öllu sem viðkemur AGS hefur valdið gríðarlegri tortryggni, sem ekki er á það vantraust sem hér ríkir bætandi. Frestuniná því að samningur Íslenskra stjórnvalda og AGS sé endurskoðaður, án skýringa, er gott dæmi um þá óþolandi leyndarhyggju og virðingarleysi fyrir lýðræði sem einkennir allar aðgerðir sjóðsins.
 
----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------
Letter to Members of the United States Congress

To: Members of the United States Congress

Re: Why we Oppose the IMF Quota Increase

The undersigned labor unions, environmental, human rights, and other organizations and individuals from around the world are opposed to any increase in the size, power, or funding of the International Monetary Fund [IMF], and in particular are opposed to any increase in the quota of member countries. The disastrous impact of IMF-imposed policies on workers rights, environmental protection, and economic growth and development; the crushing debt repayment burden of poor countries as a result of IMF policies; and the continuing secrecy of IMF operations provide ample justification for denying increased funding to the IMF.

Economic Growth and Development: The IMF s overwhelming preference for high interest rates and fiscal austerity, even in the absence of any economic justification, has caused unnecessary recessions, reduced growth, hindered economic development, and increased poverty throughout the world. There is now a consensus among economists that the IMF s recent intervention in the Asian financial crisis actually worsened its impact. Many believe that the Fund bears the primary responsibility for turning the financial crisis into a major regional depression, with tens of millions of people being thrown into poverty and no end in sight.

Labor: IMF policies undermine the livelihood of working families. IMF policies have mandated mass layoffs and changes in labor law to facilitate or encourage mass layoffs, as happened recently in South Korea. IMF policies regularly force countries to lower wages, or often undermine efforts by governments to raise wages-- as, for example, in Haiti in recent years.

Environment: IMF policies encourage and frequently require the lowering of environmental standards and the reckless exploitation of natural resources in debtor countries. The export of natural resources to earn hard currency to pay foreign debts under IMF mandates damages the environment while providing no benefit to poor and working people in debtor countries.

Debt: IMF and World Bank policies have forced poor countries to make foreign debt service a higher priority than basic human needs. The World Bank claims that it is "sustainable" for countries like Mozambique to pay a quarter of their export earnings on debt service. Yet after World War II, Germany was not required to pay more than 3.5% of its export earnings on debt service. Poor countries today need a ceiling on debt service similar to the one Germany had. According to UN statistics, if Mozambique were allowed to spend half of the money on health care and education which it is now spending on debt service, it would save the lives of 100,000 children per year.

Openness of IMF operations: IMF policies which affect the lives of a billion people are negotiated in secret, with key conditions not released to the public. The people who bear the burden of these policies often do not even have access to the agreements which have been negotiated.

The policies of the IMF have undermined the ability of developing countries to provide for the needs of their own peoples. Such an institution should not be expanded.

Thank you for your consideration of our concerns.

Sincerely,

Initiators:

Walden Bello, Co-director, Focus on the Global South, Bangkok; Professor of Sociology and Public Administration, University of the Philippines

Carlos Heredia, Congressman, Mexico

Dennis Brutus, Jubilee 2000 Africa

Noam Chomsky, Professor of Linguistics, Massachusetts Institute of Technology

---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Nú er Ísland ekki jafn ílla sett og margar þriðja heims þjóðir. En það er samt veruleg hætta á að fáttækt verði alvarlegt vandamál á Íslandi um langa hríð ef við snúum ekki af þeirri braut  sem AGS varðar.

Þrýstum á stjórnvöld að afþakka svokallaða aðstoð sjóðsins.

Sendum Landstjórann heim!

Benedikt Gunnar Ófeigsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Benedikt, þetta var fróðlegur lestur.  Það er ótrúlegt að þetta fólk skuli njóta einhverjar virðingar, það er blóð í skóförum þess. 

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 3.10.2009 kl. 00:03

2 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Þeir njóta sams konar virðingar og handrukkarar. Ég held að það sé góð ástæða fyrir því að það var tregðast við að leyta til sjóðsins. Saga hans er vel þekkt.

En þar sem við höfum frjálsa fjölmiðla fengum við engar almennilega úttekt um sögu sjóðsins frá stóru fjölmiðlunum (þ.e. RÚV, Stöð tvö, Mogganum og fréttablaðinu). Við viljum ekki að skríllin ókyrrist.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 3.10.2009 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband