25.9.2009 | 17:32
Áhættuþættir Icesave-málsins
Grein eftir Pétur Blöndal, sem birt er í Morgunblaðinu 25. september 2009.
ICESAVE-málið fól í sér stórfellda áhættu fyrir íslenska þjóð. Undirritun samninganna hjá fjármálaráðherra festi þessa áhættu í sessi en fyrirvarar Alþingis við ríkisábyrgðina veittu þjóðinni tryggingu gegn óbærilegum áföllum, sem gætu komið upp. Fyrirvararnir gegna þannig sama hlutverki og trygging á húsunum okkar gegn bruna- eða vatnstjóni.
Hver er áhætta okkar Íslendinga af Icesave-samningnum? Reglugerð ESB sem sett var í framkvæmd hér á landi með stofnun innlánstryggingasjóðs gerir ráð fyrir að innlánsstofnanir, bankar, beri kostnað af innlánstryggingakerfinu. Ekki skattgreiðendur. Bresk og hollensk yfirvöld óttuðust áhlaup á bankakerfi landa sinna í kjölfar hruns bankanna á Íslandi og ákváðu því einhliða að láta skattgreiðendur greiða tjónið, þar á meðal íslenska skattgreiðendur. Með ofbeldi; beitingu hryðjuverkalaga, greiðslustöðvun og misnotkun AGS, hafa íslenskir skattgreiðendur verið neyddir til að axla þessar byrðar. Icesave-samningarnir festu þessa nauðung í sessi sem og fleiri lagaleg álitamál.
Efnahagslegar áhættur Icesavesamningsins eru aðallega þrjár. Í fyrsta lagi gæti miklu minna fengist fyrir eignir Landsbankans en ætlað er og að þær nægi ekki fyrir 75% af kröfum vegna Icesave-reikninganna. Ef þetta hlutfall verður 50% eða jafnvel 30% þegar upp er staðið vex skuldbindingin um fleiri hundruð milljarða. Það gæti komið upp t.d. ef svo ólíklega vildi til að neyðarlögin yrðu dæmd ógild í Bretlandi en bresk lög eiga að gilda um samninginn. Þá njóta Icesave-innlánin ekki lengur forgangs heldur breytast þau í almennar kröfur. Í öðru lagi gæti orðið verðhjöðnun í Bretlandi eða í evrunni eða mjög lág verðbólga. Þá bera lánin mjög háa raunvexti sem verða óbærilegir til mjög langs tíma. Mesta áhættan er þó sú að hagvöxtur á Íslandi verði lítill eða enginn. Hagsagan segir að þjóðir, sem lenda í slíkum aðstæðum, eru ekki líklegar til stórræða. Við ættum þá fullt í fangi með að ráða við bankahrunið og afleiðingar þess og værum alls ekki fær um að taka á okkur viðbótarálögur eins og Icesave-kröfuna.
Fyrirvararnir sem Alþingi setti á ríkisábyrgðartillögu ríkisstjórnarinnar miðuðu allir að því að takmarka þessa áhættu þjóðarbúsins. Ef allt gengi eins og áætlanir gerðu ráð fyrir, 75% krafna yrðu greiddar, hagvöxtur yrði 3-4% á ári og eðlileg verðbólga yrði í Bretlandi og í evru yrði allt lánið greitt upp. Byrðin yrði þung en ekki óbærileg. Ef hins vegar forsendur áætlananna bresta og Ísland yrði fyrir einhverju þeirra áfalla sem nefnd eru hér að ofan, yrði byrði landsins þó aldrei meiri en 6% af aukningu landsframleiðslu frá 2008 til greiðsluárs, 2016-2024. Alls í 8 ár. Ef eitthvað er ógreitt af þessum skuldum okkar við Breta og Hollendinga í júní 2024 ætti það eðlilega að falla niður, enda hafa þá einhver ófyrirséð áföll lent á þjóðinni. Í viðræðum, sem þá eiga sér stað um eftirstöðvarnar, yrði Bretum og Hollendingum væntanlega bent á það, sem og að þetta hafi verið nauðungarsamningar alla tíð.
Atburðir síðustu viku með dularfullum hugtökum eins og non paper, one shot-skilaboðum frá breskum og hollenskum yfirvöldum minna á veröld Harry Potter. Fulltrúi í samninganefnd Hollands hefur einnig sagt að þeir séu bjartsýnir á góða niðurstöðu en tekur fram að peningarnir verði að skila sér á einn hátt eða annan. Þetta sýnir að íslenskum yfirvöldum hefur mistekist hrapallega að upplýsa mótaðila sína um efni 2. málsgreinar 1. greinar laganna frá Alþingi en þar segir: Það er skilyrði fyrir veitingu ríkisábyrgðarinnar að breskum og hollenskum stjórnvöldum verði kynntir þeir fyrirvarar sem eru settir við ábyrgðina samkvæmt lögum þessum og að þau fallist á þá.
Er einhvern veginn hægt að misskilja þetta ákvæði laganna frá Alþingi? Það á að kynna breskum og hollenskum stjórnvöldum þá fyrirvara, sem settir eru við ábyrgðina og þau eiga að fallast á þá. Annars er engin ríkisábyrgð. Hér er ekki verið að bjóða upp á viðræður eða neitt slíkt. Það er lítilsvirðing við Alþingi Íslendinga og fullveldi Íslands ef Bretar og Hollendingar telja sig geta samið um og breytt lögum á Íslandi. Leyndarhjúpurinn um þessa gerninga alla, sem geta orðið ekki gerningar, er svo kapítuli út af fyrir sig.
Tillögur Breta og Hollendinga taka burt þær tryggingar, sem Alþingi setti til að verja þjóðina fyrir áföllum. Skuldin á ekki að falla niður 2024 heldur á að framlengja hana endalaust á mjög háum vöxtum. Ef áætlanir ganga ekki eftir og Ísland lendir í áföllum þá skal það borga samt, bara á lengri tíma! Það er fullkomið skilningsleysi á þeim fyrirvörum sem Alþingi setti. Fyrirvarar Alþingis eru trygging, trygging til að verja íslenska þjóð fyrir áföllum af nauðungarsamningunum. Áföllum sem hún gæti illa risið undir og gætu jafnvel valdið langvarandi fátækt og landflótta. Þessa samninga hafa Bretar og Hollendingar neytt upp á Íslendinga með atbeina Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem Ísland var stofnaðili að, og með dyggri aðstoð Evrópusambandsins, Norðurlandaþjóðanna, jafnvel Noregs.
Höfundur er alþingismaður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Áhugaverðar innlendar vefsíður
- Áskorun til forseta Íslands
- Economic Disaster Area
- "Glæsileg niðurstaða"!
- Heimssýn
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hvítbókin
- Icesave-reiknir - hver skuldbindingin?
- Samningurinn við Breta vegna Icesave
- Samningurinn við Hollendinga vegna Icesave
Áhugaverðar erlendar vefsíður
- Bloomberg
- Business Monitor International
- Do you know the truth about the EU?
- Folkebevægelsen mod EU, Danmörku
- Global Britain... in the wider world
- Institute for Creditary Economics - ICE
- Naomi Klein
- Nei til EU, Noregi
- Nej til EU, Svíþjóð
- Juni bevægelsen for et nyt og slankt EU
- RGE Monitor
- TEAM the European Alliance of EU-Critical Movements
- VOX
- World Socialist Web Site
Erlend dagblöð og tímarit
- Aftenposten
- Al Jazeera
- Berlinske Tidende
- Dagens Nyheter
- Deutsche Welle - DW-World
- Dimmalætting
- E24
- Economist
- Financial Times
- Forbes
- Fortune
- Gulf Times
- IceNews - Daily News
- Irish Independent
- Jyllands-Posten
- Le Figaro
- Le Monde
- London Evening Standard
- Politiken
- Spectator
- Telegraph
- The Daily Princetonian
- The Huffington Post
- The Independent
- The New York Times
- The Wall Street Journal - Europe Edition
- The Washington Post
- Zeit On Line
Greinar um Ísland og kreppuna í erlendum miðlum
- Walking up to reality in Iceland, by Jón Daníelsson
- Time to install Iceland 2.0, by Ben H Murray
- Bizarre battering of insurers, by Anthony Hilton
- European bank bail-out could push EU into crisis, by Bruno Waterfield
- In praise of Iceland, editorial
- Culpability debate at RBS intensifies, by Kate Burgess
- Iceland in turmoil as coalition collapses, by David Ibison
- Iceland Turns Hard Left
- Ireland? Iceland? Doubts on Doomsday Scenario in Eire, by Landon Thomas
- Crime Once Exposed Has no Refuge but in Audacity - Tacitus, by Íris Erlingsdóttir
- Iceland's Conservatives Try to Rewrite History, by Íris Erlingsdóttir
- Cracks in the crust
- Major-Washington Agency Runs Iceland Look-Alike Casting, by Edward Hugh
- Nobel prize winner blasts IMF over loans
- How Bad Could The Crisis Get? Lessons From Iceland, Jón Daníelsson
- Iceland: The country that became a hedge fund, by Peter Gumbel
- Ultra-Capitalism Killed Iceland
- Upheaval calls for Fleece Revolution in Iceland, by Lenka Vaiglova
- Who bombed Iceland? by Uwe Reinhardt
- World Agenda: is this the most hated man in Iceland? by Roger Boyes
- Britain and the Netherlands bully little Iceland, by Ársæll Valfells
- Iceland gets cold feet over paying back bailout
- Latvian debt crisis shakes Eastern Europe, by Ambrose Evans-Pritchard
- Iceland PM hits out at IMF rumors, by K. Már Hauksson
- Britain's 'gunboat' diplomacy still angers Iceland, by Ambrose Evans-Pritchard
- A Debate Rages in Iceland: Independence vs. I.M.F. Cash, by Landon Thomas
- All Of Them Must GO, by Naomi Klein
- SFO to help Iceland as probe turns to Kaupthing's US links, by Rowena Mason
- Iceland hits impasse over lost savings, by Andrew Ward and Alex Barker
- Icelanders are angry but will make sacrifices, by Jóhanna Sigurðardóttir
- Iceland seeks UK fraud office help, by Andrew Ward
- For you, the war is over, by Andrew Hill
- Iceland poised for foreign payback pact, by Andrew Ward, Megan Murphy and Jim Pickard
- Icelands debt repayment limits will spread, by Michael Hudson
- Iceland: what ugly secrets are waiting to be exposed in the meltdown?, by Rowena Mason
- The ice storm, by Gauti Kristmannsson
- Brain drain hits cash-strapped Iceland, by Susanne Henn
- Islands nye krise, av Ola Storeng
- Iceland's bank crisis delivers baby boom, by Andrew Ward
- Is Iceland too small? By Þorvaldur Gylfason
- Iceland shows the dangers ahead for us all, by Robert Wade
- Islands Schulden sind zu teilen, Von Clemens Bomsdorf
- The IMF destroys Iceland and Latvia, by Nathan Lewis
- The Lehman Brothers collapse: the global fallout, by Richard Wachman
- Iceland urges media to lift nations gloom, by Andrew Jack
- Iceland after a year of financial crisis, by Robert Jackson
- Icelands PM: Icesave Will Decide the Coalitions Fate
- Icelands PM: We Cannot Wait for IMF Any Longer
- Iceland Reaches Agreement with IMF
- Iceland Minister Confident Icesave Bill Will Pass
- Iceland's president turns cold on Icesave deal, by Rowena Mason
Greinar um Ísland og kreppuna í innlendum miðlum
Álit erlendra sérfræðinga um orsakir efnahagshrunsins
- Undersized: Could Greenland be the new Iceland? Should it be?
- The Icelandic banking crisis and what to do about it: The lender of last resort theory of optimal currency areas
Greinar um hvers vegna Icesave eru ekki skuldir Íslendinga
Greinar um efnahagskreppuna í erlendum dagblöðum
Evrópusambandið
- Support for Lisbon Treaty falls eight points to 46%, by Stephen Collins
- The European Union the New Soviet Union, by Vladimir Bukovsky
Útvarps- og sjónvarpsþættir á netinu
Innlendir og erlendir ljósvakamiðlar
Bloggvinir
- malacai
- andrigeir
- arikuld
- axelthor
- baldvinj
- creel
- birgitta
- bjarnihardar
- gattin
- gagnrynandi
- draumur
- egill
- erla
- estheranna
- finni
- gretarmar
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- bofs
- hreinn23
- morgunblogg
- maeglika
- helgatho
- hedinnb
- kreppan
- islandsfengur
- jonl
- kaffistofuumraedan
- capitalist
- katrinsnaeholm
- liljaskaft
- lydurarnason
- vistarband
- marinogn
- pallvil
- raksig
- raudurvettvangur
- rutlaskutla
- sigurjonth
- siggi-hrellir
- sij
- siggith
- fia
- lehamzdr
- isspiss
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- kreppukallinn
- reykur
- thjodarsalin
- aevark
- isleifur
- thorsaari
- tbs
- eeelle
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.