Skilningsleysi fyrir hönd okkar allra

Grein eftir Ómar Ragnarsson

 

„NÚ MÁ ekki virkja í Gjástykki. Af hverju? Það skilur enginn.“

 

Þessi orð Halldórs Blöndals í Morgunblaðsgrein eru lýsandi um rökræðu virkjanatrúarmanna. Ekki örlar á málefnalegri umræðu hjá honum um ástæðurnar fyrir því að réttast væri að friða Leirhnjúk, Vítismó og Gjástykki. Því lýsti ég í Morgunblaðsgrein nýlega og þessi rök eiga að vera aðgengileg fyrir Halldór.

 

Mikið væri nú þægilegt og einfalt ef Halldór væri einvaldur yfir Íslandi og ákvæði hvað allir skilja eða skilja ekki og þar með væri hægt að losna við alla rökræðu.

 

Bjarni Már Júlíusson ritar grein í blaðið um grein mína og vinnur það afrek að minnast aldrei á svæðið, sem ég tala um, „heimsundrið Leirhnjúk, Vítismó og Gjástykki“, heldur notar alltaf orðið „Kröflusvæðið“ og segir í ofanálag að ég noti það orð. Það geri ég aldrei í greininni en minnist einu sinni á „svæðið fyrir norðan Kröflu“ og á þá auðvitað við, Leirhnjúk, Vítismó og Gjástykki. Með þessu ruglar hann umræðuna og gefur í skyn að ég sé á móti Kröfluvirkjun, sem ég er ekki.

 

„Bæði má nýta og njóta þeirra náttúruundra, sem finnast á Íslandi“ segir Bjarni Már og kemur þar að kjarna málflutnings virkjanatrúarmanna. Þeir geta ekki hugsað sér að nota orðið að „nýta“ öðruvísi en um að gera náttúruundrasvæðin að iðnaðar- og virkjanasvæðum. Þeir skilja bara gildi kílóvattstunda, ekki gildi unaðsstunda eða tekna af annars konar nýtingu ósnortinnar náttúru.

 

Þessari röksemd Bjarna Más fyrir virkjunum hefur verið haldið fram og verður haldið fram þangað til búið verður að virkja allt sem virkjanlegt er. Þessir menn virðast ekki skilja neitt annað, – vera óskiljanlegt hvers vegna Bandaríkjamenn láta hina gríðarlegu jarðvarma- og vatnsorku Yellowstone ósnortna þótt það svæði standist ekki samanburð sem náttúruundur við hinn eldvirka hluta Íslands. Þess vegna er umræðan hér á sama plani og hún var í Bandaríkjunum fyrir hálfri til heilli öld. Bjarni Már notar hlutfallareikning til stuðnings máli sínu og margfaldar íslenskar tölur með þúsund í samanburði við Yellowstone í Bandaríkjunum í stað þess að eðlilegra væri að bera saman Ísland og Wyomingríki, þar sem Yellowstone er. Þessi tvö ríki eru mjög sambærileg um stærð, fólksfjölda og landshætti. Með því að margfalda með þúsund eins og Bjarni Már gerir má komast að nánast hverju sem er. Þegar menn stóðu til dæmis frammi fyrir því að drepa síðustu geirfuglana 1844 hefðu þeir getað réttlætt að drepa alla fuglana nema einn, því feikinóg væri að skilja einn geirfugl eftir með því að segja að hann samsvaraði þúsund geirfuglum í Bandaríkjunum.

 

ÓMAR RAGNARSSON,

vinnur að heimildarkvikmynd um þetta mál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband