15.9.2009 | 23:38
Það er að verða komið ár!
Ég birti eftirfarandi færslu á blogginum mínu fyrir u.þ.b. hálfum mánuði síðan. Miðað við það sem hefur verið að gerast í samfélaginu síðan og miðað við það sem stefnir í ákvað ég að birta hana aftur hér.
><> ><> ><> ><>
Haustið hefur tekið völdin í náttúrunni. Kuldinn í vindinum og vætan úr þungbúnum skýjunum eru allsráðandi í verðráttunni víðast hvar á landinu. Haustlitirnir skarta sínu fegursta en haustvindarnir eru líka duglegir við að tæta þá upp af trjánum. Haustið hefur greinilega tekið völdin og hrakið sumarið á flótta. Það er þess vegna ekki hægt að ylja sér lengur í hlýrri hásumarsólinni og gleyma sér í unaði hins íslenska sumars.
Haustið er boðberi vetrarins en það er einmitt hann sem mér er efst í huga núna. Ég treysti mér samt ekki til að spá fyrir um veðurfar þessa vetrar frekar en annarra árstíða sem taka við af honum. Ástæðan fyrir því að mér verður hugsað til komandi vetrar tengist heldur ekki veðrinu í náttúrunni heldur velti ég því fyrir mér hvernig muni viðra á mörgum öðrum sviðum í þjóðfélaginu á komandi vetrarmánuðum.
Þegar ég horfi fram til vetrarins, sem er nú rétt ókominn, er ekki laust við að ég fyllist svolitlum kvíða en samt bind ég við hann nokkra von líka. Vonin er byggð á þér og mér. Okkur; fólkinu í landinu. Ég bind von mína við það að við fáum vetrarstorminn í lið með okkur og hreinsum almennilega til innan spillingarbælanna sem hafa verið reist út um allt samfélag á okkar kostnað.
Spillingarbælunum sem voru ekki aðeins reist á okkar kostnað heldur voru þau mönnuð af illa innrættum einstaklingum sem breytust óðar í græðgisgamma og peningaháka þegar þeir komust þangað inn. Græðgi þeirra óx út yfir öll takmörk og lagði undir sig öll skilningarvit þessara einstaklinga. Þrælar græðginnar soguðu til sín allt handbært fjármagn af þvílíkri áfergju að efnahagur alls íslensks samfélags hrundi yfir þjóðina. Þeir höguðu sér í rauninni ekki ósvipað og veggjatítlur...
Íslenskur almenningur sat eftir í losti. Skyndilega átti hann ekkert. Menn misstu ekki aðeins spariféð sitt, lífeyrissparnaðinn, atvinnuna, húsnæðið, bílinn, börnin sín úr landi, sjálfsvirðinguna, baráttuþrekið, vonina... heldur hefur framtíðartekjum þeirra verið ráðstafað í að endurbyggja gömlu spillingarbælin og byggja upp ný og jafnvel enn rammgerðari.
Þetta er einfölduð mynd en í henni er fólginn ískaldur sannleikskjarni. Ég reikna með að þeir sem hafa sett sig vel inn í það sem fór fram í stjórnsýslunni í aðdraganda hrunsins og framvindunni á því tæpa ári sem er liðið síðan fjárglæfraspilaborgin hrundi átti sig líka á samsvörun myndarinnar við veruleikann.
Ég veit að sá réttlætiseldur sem hrinti mörgum af stað út í mótmælin síðastliðið haust er langt frá því að vera slokknaður. Ég veit líka að það eru margir til viðbótar búnir að opna augu sín fyrir þeirri spilltu fjárhættuvæðingu efnagslífsins sem setti hér allt á hvolf. M.ö.o. þá er stór hópur þjóðarinnar sem veit og skilur hvað orsakaði hrun íslensks efnahags og ofbýður alltaf meir og meir allt það sem viðvíkur þeim hrunadansi.
Við breytum ekki fortíðinni en við getum breytt framtíðinni. Allt sem til þarf er sameiginlegt átak. Ég vona þess vegna að þeir sem hafa ekki enn kynnt sér aðdragandann og orsakirnar taki sig nú saman í andlitinu og vinni sig út úr lostástandinu. Til þess þurfa þeir að horfast í augu við það sem setti hér allt úr jafnvægi. Það er reyndar mjög nauðsynlegur undirbúningur áður en tekist er á við þau öfl sem hafa hingað til og ætla sér að halda áfram að misnota sér doða þjóðarinnar.
Það verða allir að átta sig á því að efnahagshrunið síðastliðið haust var miklu alvarlegra hér en í löndunum í kringum okkur! Það verða allir að átta sig á því að umfang þess var af mannavöldum! Það voru íslenskir fjármagnseigendur, eigendur bankanna, íslenskir embættis- og stjórnmálamenn sem höfðu hagað sér þannig að hér fór allt á sjóðbullandi kaf. Það er heldur ekkert sem bendir til þess að þeir ætli ekki að halda áfram...
Það verða allir að átta sig á því að bæði fyrir og eftir hrun buðu bæði erlendir og innlendir sérfræðingar fram aðstoð sína til björgunar íslenskum efnahag. Það verða líka allir að átta sig á því hvaða stjórnmálamenn gerðu þetta allt mögulegt, hverjir sátu hjá og leyfðu hruninu að verða og hverjir lofuðu björgun og hverja þeir settu svo í forgang og á hverra kostnað.
Það verða allir að spyrja sig spurninga eins og:
- Hvers vegna viðvörunum um væntanlegt hrun var stungið undir stól?
- Hvers vegna mátti ekki benda á sökudólga hrunsins?
- Hvers vegna hugvitið var sett í það að þétta felutjöldin og fara með ósannindi um það sem raunverulega gerðist?
- Hvers vegna lyginni hefur verið viðhaldið og haldið áfram síðan?
- Hvers vegna var ekki strax lagst í alvarlega og sannfærandi rannsókn á því hvað hafði farið fram innan bankanna?
- Hvers vegna sagði enginn af sér?
- Hvers vegna sætti enginn ábyrgð?
- Hvers vegna var enginn ákærður?
- Yfirheyrður?
- Handtekinn?
- Hvers vegna komu/koma sökudólgarnir fram í drottningarviðtölum?
- Hvers vegna er öll áherslan lögð á að bjarga fjármála-, embættismanna- og sjtórnmálaelítunni?
- Hvers vegna er vilji þekktra kúgunarþjóða og -stofnana settur ofar vilja íslenskra kjósenda?
Þær eru reyndar svo margar spurningarnar sem almenningur ætti að spyrja sjálfan sig í því markmiði að vinna sig upp úr því andlega ástandi sem áföll liðins ár hafa skapað honum. Við verðum nefnilega að átta okkur á því að núverandi ástand er ekki eðlilegt ástand! Ytri aðstæðurnar eru það alls ekki heldur! Þær eru í raun engan veginn boðlegar! Þó einhver sé tilbúinn til að halda því fram að hann geti vel boðið sjálfum sér upp á þessi erfiðu skilyrði þá leyfi ég mér að efast um að hann sé tilbúinn til að bjóða börnunum sínum upp á þau!
- Ég trúi því ekki að nokkur vilji viðurkenna að hann sé tilbúinn til að ala börnin sín upp í þeim veruleika að þau verði að sætta sig við mun verri skilyrði en við sjálf hvað varðar menntun og heilbrigðisþjónustu.
- Ég trúi því ekki að nokkur sé tilbúinn til að útskýra það fyrir börnunum sínum að það séu bara börn efnaðra foreldra sem geti notið alvöru framhaldsmenntunar.
- Ég trúi því ekki að nokkur sé tilbúinn til að standa í þeim sporum að hafa ekki efni á því að fara með börnin sín til læknis eða tannlæknis til að lina þjáningar þeirra.
- Ég trúi því ekki að nokkur sé tilbúinn til að undirbúa börnin sín undir þann veruleika að þau muni aldrei eignast neitt því tekjur þeirra muni fara í það að borga skuldir örfárra græðgisdólga sem fengu að sópa til sín öllum þjóðarauðnum á þremur til fjórum áratugum í kringum síðustu aldamót.
- Ég trúi því ekki að nokkur sé tilbúinn til að útskýra fyrir börnunum sínum þá skýru stéttarskiptingu sem mun blasa við og hvers vegna þau geta ekki einu sinni látið sig dreyma um þann munað sem þau horfa upp á að börn auðvaldsstéttarinnar velta sér upp úr.
- Ég trúi því ekki að nokkur sé tilbúinn til að horfa upp á börnin sín skemmast vegna óréttlætisins sem þeim var búið af skúrkum sem skipta aðeins nokkrum tugum...
Börnin mín eru reyndar orðin fullorðin en ég get ekki hugsað mér að þau þurfi að ala börnin sín upp við veruleika eins og þennan! og ég efast um að þú treystir þér til þess heldur! Þess vegna bind ég ekkert síður von mína við þig en sjálfa mig. Sjáumst í byltingunni í vetur!
><> ><> ><> ><>
Rakel SigurgeirsdóttirFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Áhugaverðar innlendar vefsíður
- Áskorun til forseta Íslands
- Economic Disaster Area
- "Glæsileg niðurstaða"!
- Heimssýn
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hvítbókin
- Icesave-reiknir - hver skuldbindingin?
- Samningurinn við Breta vegna Icesave
- Samningurinn við Hollendinga vegna Icesave
Áhugaverðar erlendar vefsíður
- Bloomberg
- Business Monitor International
- Do you know the truth about the EU?
- Folkebevægelsen mod EU, Danmörku
- Global Britain... in the wider world
- Institute for Creditary Economics - ICE
- Naomi Klein
- Nei til EU, Noregi
- Nej til EU, Svíþjóð
- Juni bevægelsen for et nyt og slankt EU
- RGE Monitor
- TEAM the European Alliance of EU-Critical Movements
- VOX
- World Socialist Web Site
Erlend dagblöð og tímarit
- Aftenposten
- Al Jazeera
- Berlinske Tidende
- Dagens Nyheter
- Deutsche Welle - DW-World
- Dimmalætting
- E24
- Economist
- Financial Times
- Forbes
- Fortune
- Gulf Times
- IceNews - Daily News
- Irish Independent
- Jyllands-Posten
- Le Figaro
- Le Monde
- London Evening Standard
- Politiken
- Spectator
- Telegraph
- The Daily Princetonian
- The Huffington Post
- The Independent
- The New York Times
- The Wall Street Journal - Europe Edition
- The Washington Post
- Zeit On Line
Greinar um Ísland og kreppuna í erlendum miðlum
- Walking up to reality in Iceland, by Jón Daníelsson
- Time to install Iceland 2.0, by Ben H Murray
- Bizarre battering of insurers, by Anthony Hilton
- European bank bail-out could push EU into crisis, by Bruno Waterfield
- In praise of Iceland, editorial
- Culpability debate at RBS intensifies, by Kate Burgess
- Iceland in turmoil as coalition collapses, by David Ibison
- Iceland Turns Hard Left
- Ireland? Iceland? Doubts on Doomsday Scenario in Eire, by Landon Thomas
- Crime Once Exposed Has no Refuge but in Audacity - Tacitus, by Íris Erlingsdóttir
- Iceland's Conservatives Try to Rewrite History, by Íris Erlingsdóttir
- Cracks in the crust
- Major-Washington Agency Runs Iceland Look-Alike Casting, by Edward Hugh
- Nobel prize winner blasts IMF over loans
- How Bad Could The Crisis Get? Lessons From Iceland, Jón Daníelsson
- Iceland: The country that became a hedge fund, by Peter Gumbel
- Ultra-Capitalism Killed Iceland
- Upheaval calls for Fleece Revolution in Iceland, by Lenka Vaiglova
- Who bombed Iceland? by Uwe Reinhardt
- World Agenda: is this the most hated man in Iceland? by Roger Boyes
- Britain and the Netherlands bully little Iceland, by Ársæll Valfells
- Iceland gets cold feet over paying back bailout
- Latvian debt crisis shakes Eastern Europe, by Ambrose Evans-Pritchard
- Iceland PM hits out at IMF rumors, by K. Már Hauksson
- Britain's 'gunboat' diplomacy still angers Iceland, by Ambrose Evans-Pritchard
- A Debate Rages in Iceland: Independence vs. I.M.F. Cash, by Landon Thomas
- All Of Them Must GO, by Naomi Klein
- SFO to help Iceland as probe turns to Kaupthing's US links, by Rowena Mason
- Iceland hits impasse over lost savings, by Andrew Ward and Alex Barker
- Icelanders are angry but will make sacrifices, by Jóhanna Sigurðardóttir
- Iceland seeks UK fraud office help, by Andrew Ward
- For you, the war is over, by Andrew Hill
- Iceland poised for foreign payback pact, by Andrew Ward, Megan Murphy and Jim Pickard
- Icelands debt repayment limits will spread, by Michael Hudson
- Iceland: what ugly secrets are waiting to be exposed in the meltdown?, by Rowena Mason
- The ice storm, by Gauti Kristmannsson
- Brain drain hits cash-strapped Iceland, by Susanne Henn
- Islands nye krise, av Ola Storeng
- Iceland's bank crisis delivers baby boom, by Andrew Ward
- Is Iceland too small? By Þorvaldur Gylfason
- Iceland shows the dangers ahead for us all, by Robert Wade
- Islands Schulden sind zu teilen, Von Clemens Bomsdorf
- The IMF destroys Iceland and Latvia, by Nathan Lewis
- The Lehman Brothers collapse: the global fallout, by Richard Wachman
- Iceland urges media to lift nations gloom, by Andrew Jack
- Iceland after a year of financial crisis, by Robert Jackson
- Icelands PM: Icesave Will Decide the Coalitions Fate
- Icelands PM: We Cannot Wait for IMF Any Longer
- Iceland Reaches Agreement with IMF
- Iceland Minister Confident Icesave Bill Will Pass
- Iceland's president turns cold on Icesave deal, by Rowena Mason
Greinar um Ísland og kreppuna í innlendum miðlum
Álit erlendra sérfræðinga um orsakir efnahagshrunsins
- Undersized: Could Greenland be the new Iceland? Should it be?
- The Icelandic banking crisis and what to do about it: The lender of last resort theory of optimal currency areas
Greinar um hvers vegna Icesave eru ekki skuldir Íslendinga
Greinar um efnahagskreppuna í erlendum dagblöðum
Evrópusambandið
- Support for Lisbon Treaty falls eight points to 46%, by Stephen Collins
- The European Union the New Soviet Union, by Vladimir Bukovsky
Útvarps- og sjónvarpsþættir á netinu
Innlendir og erlendir ljósvakamiðlar
Bloggvinir
- malacai
- andrigeir
- arikuld
- axelthor
- baldvinj
- creel
- birgitta
- bjarnihardar
- gattin
- gagnrynandi
- draumur
- egill
- erla
- estheranna
- finni
- gretarmar
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- bofs
- hreinn23
- morgunblogg
- maeglika
- helgatho
- hedinnb
- kreppan
- islandsfengur
- jonl
- kaffistofuumraedan
- capitalist
- katrinsnaeholm
- liljaskaft
- lydurarnason
- vistarband
- marinogn
- pallvil
- raksig
- raudurvettvangur
- rutlaskutla
- sigurjonth
- siggi-hrellir
- sij
- siggith
- fia
- lehamzdr
- isspiss
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- kreppukallinn
- reykur
- thjodarsalin
- aevark
- isleifur
- thorsaari
- tbs
- eeelle
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þörf upprifjun!
Rómverji (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 14:21
Já, í byltingunni! Og þetta er ekki orðaleikur því nú er greinilegt að ekkert getur bjargað þessari þjóð annað en bylting. Við erum búin að þola ofbeldi lýðræðisins svo lengi að okkur er orðið ljóst að við óbreyttar lýðræðisreglur erum við ósjálfbjarga fórnarlömb spilltra stjórnvalda. Og úr öllum stjórnmálaflokkum.
Árni Gunnarsson, 17.9.2009 kl. 15:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.