Alþingi vanhelgað, lýðræðið svívirt og stjórnarskráin frá 1874

Samfylkingin lofaði þjóðinni lýðræði fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn var hins vegar samur við sig og vann opið gegn lýðræði....Fjórflokkurinn er ekki líklegur til þess að stuðla að breytingum sem þjóna lýðræðinu

Í hvert skipti sem reynt hefur verið að færa stjórnarskránna í nútímahorf hefur sú vinna dagað uppi í nefndum. Össur Skarphéðinsson og Steingrímur J Sigfússon sátu í síðustu stjórnarskrárnefnd. Stjórnarskrá Íslands er að stofninum til frá 1874.

Steingrímur J Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir byggja völd sín á stoðum núverandi kerfis og eru því ekki líkleg til þess að rugga bátnum. Aukið lýðræði og stjórnarskrá sem veitir aðhald myndi trufla valdhafanna. Stjórnarskrá sem tryggir heilbrigða stjórnarfarshætti er ekki líkleg til þess að birtast af frumkvæði þeirra sem nærast á stjórnskipulagi sem einkennist af  hollvinagreiðasemi. Í hollvinagreiðasamfélaginu er hollvinagreiðabatteríið sem ríkjandi valdhafar hafa komið sér upp of dýrmætt fyrir þá til þess að þeir fari að fórna því. Þeir sem eru þægir við hið ríkjandi skipulag munu landið erfa. Af þessu vex stöðnunarárátta sem viðheldur aðstöðumun og mismunun.

Jóhanna Sigurðardóttir sveik loforð samfylkingarinnar um stjórnlagaþing en hannaði í stað þessnewborn eitthvað skrípi sem hún kalla stjórnlagaþing og á að vera "ráðgefandi" fyrir Alþingi sem mun ekki nú venju fremur samþykkja breytingar sem riðlar þeim skorðum sem núverandi stjórnarfar er í. Ef samfylkingin hefði haft hinn minnsta áhuga á stjórnarskrábreytingum hefði hún látið festa í stjórnarskrá fyrir síðustu kosningar að breytingar á henni færu í þjóðaratkvæðagreiðslu fremur en að setja fram frumvarp um atriði sem fyrirséð var að sjálfstæðismenn myndu þæfa.

Innviðir samfélagsins sem eiga að tryggja mannréttindi, eðlilega starfshætti, réttlæti og jafnræði er í molum.

Alþingi Íslendinga er þúsund ára gamalt og elsta stofnun af því tagi í heiminum.

Alþingi Íslendinga hefur verið vanhelgað og gert að stimpilstofnun.

Dómsvaldið hefur verið vanhelgað og gert að varðhundi viðskiptaráðs og forréttindasamfélags með hollusturáðningum í embætti dómara.

Það sama á við margar ríkisstofnanir.

Flokkarnir sjálfir starfa margir hverjir á ólýðræðislegum grunni og þrífast á mútum og greiðvikni við sérhagsmuni.

Þjóðin er vanvirt með þessu framferði stjórnmálamanna en þeir sjá ekki að sér og munu ekki gera það.

Breytingar á þessu munu aldrei nást nema með gríðarlegum þrýstingi frá þjóðinni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband