Lesið þetta!

Noregur og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn

Noregur og AGS

Í grein í fréttabréfi norsku Attac-samtakanna segir frá launalækkun til opinberra starfsmanna í Úkraínu.


Í fyrirsögninni er spurt af hverju Noregur styðji þessa launalækkun.

Á einni nóttu hafa laun opinberra starfsmanna í Úkraínu verið lækkuð um 20%. Þetta stafar af því að landið neyddist til að taka lán frá AGS, til að bregðast við hinni alvarlegu efnahagskreppu sem landið er í vegna fjármálahrunsins í heiminum.

Með í skilyrðum lánsins frá AGS var krafa um að lækka kostnað við hið opinbera, en í Úkraínu býr um fimmtungur íbúa við fátækt. Norska ríkisstjórnin hefur veitt 30 milljörðum norskra króna til AGS. Sjóðurinn getur lánað þessa peninga til landa sem lent hafa illa úti í efnahagskreppunni.

Á G20 fundinum í London í apríl lýstu G20 löndin því yfir að AGS myndi fá 750 milljarða dollara til ráðstöfunar. Þessir fjármunir hafa blásið nýju lífi í Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, sem fyrir aðeins ári síðan var nærri gjaldþrota sjálfur. Gjaldþrotahættan stafaði af því að sjóðurinn hafði misst alla tiltrú landa sem áður höfðu verið „viðskiptavinir“ sjóðsins. Meginástæðan fyrir því var að aðgerðir sjóðsins á meðan á Asíukreppunni í lok 10. áratugarins stóð leiddu til þess að kreppan varð bæði lengri og dýpri í mörgum þeirra landa sem tóku við lánum. Sjóðurinn hefur verið harkalega gagnrýndur fyrir að hafa þá (eins og núna) stundað lánastefnu sem vann með kreppunni, dýpkaði hana, þannig að hann gerði kröfur um niðurskurð í opinberum rekstri, meðal annars í heilsu- og menntakerfi, og krafðist einkavæðingar og aukins frelsis fyrir fjármagn. Í framhaldi af þessu spyr norska Attac af hverju norsk fjárhagsaðstoð ætti að leiða til þess að laun úkraínskra opinberra starfsmanna séu lækkuð.

Fjármálaráðherra Norðmanna, Kristin Halvorsen, hefur oft sagt að AGS verði að snúa til baka til að sinna því hlutverki sem hann sinnti upphaflega, og að setja verði sjóðinn undir lýðræðislega stjórn. Ríkisstjórnin lýsti yfir í stjórnarsáttmálanum að SÞ skyldi efla, og að Noregur ætti að stuðla að því að alþjóðlegar fjármálastofnanir eins og AGS ættu að gefa löndum svigrúm, meðal annars til að efla velferðarþjónustu hins opinbera. Niðurskurður í opinbera kerfinu í Úkraínu er ekki eina dæmið. Greining Third World Network á kreppulánum sem AGS hefur veitt níu löndum, Georgíu, Úkraínu, Íslandi, Lettlandi, Pakistan, Serbíu, Hvíta-Rússlnadi og El Salvardor, frá september í fyrra til mars í ár, sýnir að AGS-lánunum fylgja enn á ný kröfur um að stýra fjármálum þannig að kreppan dýpkar („pro-cyklisk“), með strangri peninga- og fjármálastefnu, og niðurskurði á opinberum rekstri. Þetta þekkja Íslendingar vel, ráðgjöf sjóðsins í fjármálum með ofsaháum vöxtum er fáránleg og gerir ekkert annað en að dýpka kreppuna.

Þeir norsku fjármunir sem AGS hefur fengið ganga gegn ráðgjöf nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um ráðgjöf varðandi fjármálakreppuna, sem Joseph Siglitz leiðir. Nefndin, sem allsherjarþingið skipaði, óttast að aukin styrkur AGS muni leiða til þess að dýpka efnahagskreppuna. Nefndin telur að mannkynið þurfi annars konar lánastofnun, sem er lýðræðislegri og setji ekki skilyrði sem þvingi þau lönd sem fá lán til að reka kreppudýpkandi fjármálapólitík. Nefndin telur að betra sé í núverandi stöðu að afhenda féð svæðisbundnum þróunarbönkum, svo sem Chiang-Mai-aðgerðinni, þar sem svæðisbundnu bankarnir séu bæði lýðræðislegri og hafi meiri skilning á hvaða aðgerða sé þörf í hverju landi á þeirra svæði (ATTAC NORGE)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband