Á Íslenskt samfélag að vera fyrir fólk, eða fjárfestingartækifæri fyrir innlent og erlent auðvald

Í tilefni að nýsamþykktum Icesave samningi og gjöf á HS orku til Magma energy.

Greinin er gömul en ég birti hana aftur því ég held að innihald hennar fjalli  um þau grundvallar viðmið sem ég tel að eigi að vera leiðarljós í efnahagslífi okkar samfélags í framtíðinni.

----------------------------

Það má furðu sæta að t.d. svona hugmyndir sem miða að því að íslendingar taki málin í eigin hendur séu ekki aðal rökræðuefnið í fjölmiðlum. Er íslensk þjóð samsafn af aumingjum sem ekkert geta gert öðru vísi en undir leiðsögn erlendra auðhringa? Það virðist vera ríkjandi skoðun valda elítunnar í landinu.

Það Þarf að koma í gang umræðu um samanburð á afdrifum  þjóða sem hafa farið leið AGS og þjóða sem hafa farið leið sjálfstæðis. Leið sjálfstæðis, er þá eitthvað í svipuðum dúr og lagt er til hér, þar sem gjaldeyristekjur af innlendri verðmætasköpun  eru notaðar í uppbyggingu á innviðum samfélagsins á forsendum samfélagsins alls (ekki bara ríkustu 10 prósentanna). þar sem við reynum fullnægja matvælaþörf okkar með innlendri framleiðslu og minnkum þörf okkar fyrir innflutt eldsneyti.

Ef við rétt klórum í yfirborðið, við að skoða samanburðinn milli þjóða sem feta veg AGS og þjóða sem taka málin í eigin hendur þá er ágætis byrjun að líta á bók Naomi Klein, Shock Doctrin sem er full af dæmum um örlög þjóða sem feta þann veg sem AGS boðar. þar má nefna dæmi eins og Argentínu, Suður Kóreu, Tæland, Indónesíu, Bólivíu o.s.frv. þessi samfélög eiga það öll sammerkt að stefnan sem þau fylgdu að áeggjan AGS, olli því að stórir hópar samfélagsins lentu í fátæktar gildru. Innviðir samfélaganna, eins og menntun og heilsugæsla urðu fyrir verulegum skakkaföllum og verðmætar eignir fóru á brunaútsölu til erlendra auðhringa.  Afleiðingarnar fyrir marga hópa í þessum samfélögum voru skelfilegar. Eitt frægasta dæmið er einkavæðing vatnsveitu (að undirlagi alþjóðabankans) í borginni Cochabamba í Bólivíu. Vatnsveitan var keypt af dótturfyrirtæki Bechtel.  Sú einkavæðing leiddi til þess að borgabúar með lægstu tekjurnar þurftu að borga yfir fjórðung tekna sinna til að kaupa vatn. Margir lentu í þeirri stöðu að þurfa að velja hvort keyptur var matur eða vatn. Að lokum gerðu borgabúar uppreisn og spörkuðu Bechtel úr landi. Þetta varð reyndar upphafið af gríðarlega öflugri lýðræðishreyfingu í landinu. Dæmið um einkavæðingu vatns í Bólivíu er ekki bara dæmi um skelfilegar afleiðingar þeirrar svokölluðu nýfrjálshyggju sem þvinguð hefur verið upp á margar þjóðir, heldur eitt besta dæmið um það hvernig kúgaðir og fátækir samfélagshópar geta tekið málin í sínar hendur og snúið þróuninni við.  

í Suður Ameríku eru mörg dæmi um samfélög, sem hafa á þessari öld, snúið af braut nýfrjálshyggju og tekið upp sjálfstæða efnahagsstefnu sem (í mismiklu mæli þó) eru drifin áfram með lýðræðislegri hætti en nokkurt vestrænt ríki getur stært sig af. Í mörgum tilfellum hafa ríki Suður Ameríku snúið frá hugmyndafræði hins alþjóðavædda efnahagskerfis sem vesturveldin hafa verið að þvingað upp á heimsbyggðina.  þar sem svokallaðir erlendir fjárfestar hafa töglin og haldirnar í efnahagslífi þjóða. Oft með skelfilegum afleyðingum.

Sú þjóð sem var með þeim fyrstu til að snúa af  braut nýfrjálshyggju og tók upp sjálfstæða efnahagsstefnu er Venezuela. Í skýrslu frá Febrúar 2009, um efnahagsþróunina í Venezuela kemur fram að verg þjóðarframleiðsla hefur næstum 2 faldast síðan 2003 (mesti vöxturinn utan olíugeirans),  Fátækt hefur minkað um helming, aðgangur að heilsugæslu og menntun hefur aukist gríðarlega, ójöfnuður minnkar hratt o.s.frv.
Annað dæmi er Bóliva sem er eitt fátækasta ríki Suður Ameríku og varð skelfilega úti, undir leiðsögn alþjóðabankans, á síðasta hluta 20. aldarinnar og áður undir leiðsögn AGS. Endurreisn Bólivíu er dæmi um virkt lýðræði sem væri fullkomlega óhugsandi á vesturlöndum, Þar sem fátækasta fólk álfunar tók sig saman og kaus forseta úr eigin röðum með það að markmiði að breyta samfélaginu í átt að sjálfstæði gagnvart hinu erlenda og innlenda auðvaldi. Meginmarkmiðin eru yfirráð yfir auðlindum,  félagslegt og efnahagslegt réttlæti, og jöfnuður til hagsbóta fyrir fátækan meirihlutann.
Fleiri dæmi, frá þessari þjáðu álfu, eru um að þjóðir sem hafa sparkað AGS og Alþjóðabankanum úr landi og fylgja nú efnahagsstefnu sem gengur út á byggja upp innviði og samfélagsþjónustu í þágu almennings. Í stað fyrri stefnu sem gekk út á að tryggja hagstætt fjárfestingar-umhverfi fyrir stóra erlenda fjárfesta.

Þær Þjóðir, þar sem almenningur hefur með samstöðu, þvingað valdhafana til að snúa frá stefnu nýfrjálshyggju hafa nær alltaf náð að bæta kjör þeirra sem verst standa, á meðan þær þjóðir sem ganga veg AGS lenda í vítahring ójöfnunar, fátæktar og áhrifaleysis. Stóra spurningin er, ætlar íslensk þjóð að taka málin í sínar eigin hendur eða ætlum við að verða áhrifalausir launaþrælar alþjóðlegra auðhringa.

Benedikt G. Ófeigsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Taka málin í eigin hendur! Það fyrsta sem okkar tröllheimsku stjórnvöld eiga að gera er að losa þjóðina úr fjötrum reglugerðaröngþveitis og leyfa fólki að bjarga sér á eigin forsendum. Hér er búið að innleiða tilskipanir frá yfirþjóðlegu valdi og enginn má gera neitt nema það sé kveðið á um í lögum að það sé ekki bannað.

Árni Gunnarsson, 6.9.2009 kl. 21:51

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Er ekki orðin sjálfsögð krafa að fólkið taki málin í sínar hendur? Væri ekki utanþingstjórn einmitt til þess fallin að byrja á einhverju nýju? Afhverju getum við ekki gert þetta eins og Venezuela?

>ætlar íslensk þjóð að taka málin í sínar eigin hendur eða ætlum við að verða áhrifalausir launaþrælar alþjóðlegra auðhringa.

En hvernig getum við þvingað valdhafana hér til að falla frá þeirra stefnu og tekið málin í okkar hendur?

Guðni Karl Harðarson, 7.9.2009 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband