Getur það verið mistök að mæta í vinnuna?

Hún er allrar athygli verð yfirlýsingin frá þingmanni Samfylkingarinnar, Sigmundi Erni: Mistök að mæta í þingið eftir að hafa bragðað áfengi

Það sem þingmaðurinn kallar: "að mæta í þingið" væri eðlilegra að orða: "að mæta í vinnuna". Það er einnig hægt að orða þessa sömu hugsun þannig: "að sinna vinnu sinni" og "að sinna skyldum sínum". Og þá er eðlilegt að spyrja: Getur það verið mistökmæta í vinnuna? Getur það verið mistöksinna vinnu sinni?

Í yfirlýsingu þingmanns Samfylkingarinnar segir hann: "Fyrr um daginn hafði ég tekið þátt í golfmóti og setið kvöldverð að því loknu, þar sem ég fékk mér léttvín með matnum."

Það er sjálfsagt mál að þingmaðurinn slái golfkúlur, hafi hann gaman að því, það er mjög mikilvægt að hann fái sér að borða á hverjum degi og alger óþarfi að ætlast til þess að hann neiti sér um léttvín... en...

átti hann ekki að vera í vinnunni á þessum tíma?

Myndi þingmaðurinn vilja upplýsa kjósendur, sína eigin kjósendur og hina líka, um það hvort rétt sé að hann hafi slegið golfkúlur, borðað og drukkið léttvín í "boði" bankastofnunar?

Kjósendur eru svo fullfærir um að meta hvað þeim finnst um það!

Helga Garðarsdóttir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

~Verra vinzdra veimiltítlupakkið vínzötrandi vælir...~

Öngvinn minnizt á þá fráfæru að Zimmi var ekki í vinnunni zinni þegar hann fór í golfpartíið hjá MP fjárfeztíngarbanka & fékk zér tvo í tána, mætti á þingið hífaður & hrezz, alla vega nægjanlega lítt til eftirztöðva að hann náði að mæta í annað golfpartí daginn eftir, hjá 365, fyrirtæki sem að 'rak' hann snemmárz.

Mikið ózkaplega hlýtur nú að vera meira gaman að zpila golf í dag en þá þegar ég lamdi þá krínglóttu með 'Píngi'...

Steingrímur Helgason, 27.8.2009 kl. 02:22

2 identicon

..."hann náði að mæta í annað golfpartí daginn eftir, hjá 365"... Jahá!

Takk fyrir þetta, Steingrímur. Það tók smátíma að feta sig eftir þessum z-stíg, en það tókst

HG (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband