20.8.2009 | 23:20
Athugasemdir vegna breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps
Smugan.is birtir meðfylgjandi bréf Atla Gíslasonar hrl. til umhverfisráðherra.
Umhverfisráðuneytið Skuggasundi 1,150 Reykjavík.
Reykjavík, 18. ágúst 2009.
Efni: Athugasemdir vegna breytinga á aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
Með bréfi dags. 14. janúar 2009 gerði ég ýmsar athugasemdir við skipulagsbreytingar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og krafðist þess að umhverfisráðherra ógilti hina samþykktu skipulagstillögu. Til vara að umhverfisráðherra synjaði um staðfestingu á tillögu um hið breytta aðalskipulag og til þrautavara að staðfestingu yrði frestað. Um málavexti, rökstuðning og lagarök er vísað til bréfsins sem fylgir hjálagt og enn fremur er vísað til fylgiskjala með bréfinu sem ráðuneytið hefur undir höndum. Með úrskurði umhverfisráðherra dags. 12. maí 2009 var það niðurstaða ráðuneytisins að ekki væri unnt að staðfesta umrædda skipulagstillögu vegna þess að sveitarstjórnin hafði ekki fullnægt fyrirmælum 1. mgr. 17. gr. laga nr. 73/1997. Sveitarstjórnin brást við úrskurðinum með því að halda kynningarfund og mun síðan hafa sent ráðuneytinu skipulagstillöguna á nýjan leik til staðfestingar. Þessari málsmeðferð er mótmælt sem ólögmætri og ítreka ég kröfur settar fram í fyrrnefndu bréfi dags. 14. janúar 2009 og rökstuðning sem þar kemur fram og í fylgiskjölum, sbr. meðfylgjandi skjalaskrá. Það skal tekið fram að með bréfi dags. 18. júní 2009 til sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps ítrekaði ég fyrri kröfur mína og rökstuðning, sbr. hjál. ljósrit.
Með úrskurði umhverfisráðherra dags. 12. maí 2009 er einungis tekin afstaða til eins atriðis í rökstuðningi mínum fyrir framsettum kröfum, þ.e. að kynningarfundur hafi ekki verið haldinn um skipulagstillöguna, sbr. athugasemd Skipulagsstofnunar. Geri ég kröfu til þess að umhverfisráðherra taki efnislega afstöðu til allra þátta í röksemdafærslu minni. Byggt er á því að viðbrögð sveitarstjórnar við nefndum úrskurði séu ólögmæt og til málamynda. Ég minni á að eitt megin markmið skipulags- og byggingarlaga er að tryggja réttaröryggi í meðferð skipulags- og byggingarmála þannig að réttur einstaklinga og lögaðila verði ekki fyrir borð borinn. Í þeim anda mæla lögin fyrir um skýrar málsmeðferðarreglur sem ber að fylgja í einu og öllu til þess að markmiðum laganna verði náð. Í 17. gr. laganna er skýrt kveðið á um kynningu á tillögu að breytingum á aðalskipulagi áður en hún er tekin til formlegrar afgreiðslu, áður en hún er lögð fyrir sveitarstjórn til fyrri umræðu, áður en hún er send Skipulagsstofnun til athugunar, áður en hún er auglýst samkvæmt 18. gr. laganna og almenningi gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna, áður en hún er send Skipulagsstofnun til afgreiðslu og áður en hún er send ráðherra til staðfestingar, synjunar eða frestunar á staðfestingu. Fyrir liggur að sveitarstjórnin braut gegn lagaskyldu um kynningarfund og þar með er allur ferill málsins samkvæmt 18. og 19. gr. laganna ómerkur og að engu hafandi, málsmeðferðin stenst ekki. Verður að gera kröfu til þess að sveitarstjórnin fylgi lögmæltri málmeðferð eftir kynningarfund sem haldinn var 10. júní 2009. Til samanburðar má nefna að ef málsmeðferð í einkamáli fyrir héraðsdómi stenst ekki réttarfarsreglur ómerkir Hæstiréttur ævinlega dóma sem eru því marki brenndir og vísar málinu til héraðsdóms til málsmeðferðar að nýju frá þeim tíma er mistökin voru gerð eða hreinlega ómerkir dóm héraðsdóms í heild sinni þannig að byrja verður málið á nýjan leik. Sömu grundvallarreglur gilda í stjórnsýslu sem Hæstiréttur hefur staðfest í fjölda dóma. Ákvæði skipulagslaga um kynningarfund eru ekki sett til málamynda. Þessum lagafyrirmælum er ætlað að tryggja réttaröryggi við meðferð skipulags- og byggingarmála. Þeim er ætlað að tryggja að allir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta fái í hendur allar upplýsingaar og geti spurt spurninga og lagt þannig grunn að athugasemdum við tillöguna samkvæmt ákvæðum 18. gr. Leiðarljós og kjarni umhverfisréttar er að virkja almenning til þátttöku, sbr. til að mynda Ríó-yfirlýsinguna, Árósasamninginn, tilskipanir ESB, lög um evrópska efnahagssvæði, einkum inngang fylgiskjals I um hlutverk einstaklinga og umhverfisvernd, lagaákvæði um upplýsingaskyldu í umhverfismálum o.fl. lagaákvæði sem til að mynda eru tilgreind í réttarstefnu sem var fylgiskjal bréfs míns dags. 14. janúar 2009. Þannig verði umhverfi okkar best varðveitt og verndað í þágu komandi kynslóða. Með því að halda ekki lögbundinn kynningarfund á sínum tíma var grundvelli að aðkomu almennings og athugasemdum kippt burt. Það blasir því við að sveitarstjórnin verður í framhaldi af kynningarfundi hennar 10. júní sl. að feta á nýjan leik þá málsmeðferðarslóð sem mælt er fyrir um í 2. og 3. mgr. 17. gr., 18. gr. og 19. gr. laga nr. 73/1997. Það ber því að vísa málinu til meðferðar sveitarstjórnarinnar á nýjan leik. Það dugir engin sýndarmennska í umhverfismálum og óþolandi að skýr lagafyrirmæli og lagamarkmið séu virt að vettugi. Þessi rök og mörg fleiri eru ítarlega tíunduð í bréfi mínu dags. 14. janúar 2009 og fylgiskjölum, sem ég vísa enn og aftur til. Allur réttur er áskilinn. Sérstaklega er óskað eftir því að mér verði gefinn kostur á að tjá mig um öll gögn sem ráðuneytinu hafa borist eða berast vegna málsins.
Virðingarfyllst
Atli Gíslason, hrl.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Facebook
Tenglar
Áhugaverðar innlendar vefsíður
- Áskorun til forseta Íslands
- Economic Disaster Area
- "Glæsileg niðurstaða"!
- Heimssýn
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hvítbókin
- Icesave-reiknir - hver skuldbindingin?
- Samningurinn við Breta vegna Icesave
- Samningurinn við Hollendinga vegna Icesave
Áhugaverðar erlendar vefsíður
- Bloomberg
- Business Monitor International
- Do you know the truth about the EU?
- Folkebevægelsen mod EU, Danmörku
- Global Britain... in the wider world
- Institute for Creditary Economics - ICE
- Naomi Klein
- Nei til EU, Noregi
- Nej til EU, Svíþjóð
- Juni bevægelsen for et nyt og slankt EU
- RGE Monitor
- TEAM the European Alliance of EU-Critical Movements
- VOX
- World Socialist Web Site
Erlend dagblöð og tímarit
- Aftenposten
- Al Jazeera
- Berlinske Tidende
- Dagens Nyheter
- Deutsche Welle - DW-World
- Dimmalætting
- E24
- Economist
- Financial Times
- Forbes
- Fortune
- Gulf Times
- IceNews - Daily News
- Irish Independent
- Jyllands-Posten
- Le Figaro
- Le Monde
- London Evening Standard
- Politiken
- Spectator
- Telegraph
- The Daily Princetonian
- The Huffington Post
- The Independent
- The New York Times
- The Wall Street Journal - Europe Edition
- The Washington Post
- Zeit On Line
Greinar um Ísland og kreppuna í erlendum miðlum
- Walking up to reality in Iceland, by Jón Daníelsson
- Time to install Iceland 2.0, by Ben H Murray
- Bizarre battering of insurers, by Anthony Hilton
- European bank bail-out could push EU into crisis, by Bruno Waterfield
- In praise of Iceland, editorial
- Culpability debate at RBS intensifies, by Kate Burgess
- Iceland in turmoil as coalition collapses, by David Ibison
- Iceland Turns Hard Left
- Ireland? Iceland? Doubts on Doomsday Scenario in Eire, by Landon Thomas
- Crime Once Exposed Has no Refuge but in Audacity - Tacitus, by Íris Erlingsdóttir
- Iceland's Conservatives Try to Rewrite History, by Íris Erlingsdóttir
- Cracks in the crust
- Major-Washington Agency Runs Iceland Look-Alike Casting, by Edward Hugh
- Nobel prize winner blasts IMF over loans
- How Bad Could The Crisis Get? Lessons From Iceland, Jón Daníelsson
- Iceland: The country that became a hedge fund, by Peter Gumbel
- Ultra-Capitalism Killed Iceland
- Upheaval calls for Fleece Revolution in Iceland, by Lenka Vaiglova
- Who bombed Iceland? by Uwe Reinhardt
- World Agenda: is this the most hated man in Iceland? by Roger Boyes
- Britain and the Netherlands bully little Iceland, by Ársæll Valfells
- Iceland gets cold feet over paying back bailout
- Latvian debt crisis shakes Eastern Europe, by Ambrose Evans-Pritchard
- Iceland PM hits out at IMF rumors, by K. Már Hauksson
- Britain's 'gunboat' diplomacy still angers Iceland, by Ambrose Evans-Pritchard
- A Debate Rages in Iceland: Independence vs. I.M.F. Cash, by Landon Thomas
- All Of Them Must GO, by Naomi Klein
- SFO to help Iceland as probe turns to Kaupthing's US links, by Rowena Mason
- Iceland hits impasse over lost savings, by Andrew Ward and Alex Barker
- Icelanders are angry but will make sacrifices, by Jóhanna Sigurðardóttir
- Iceland seeks UK fraud office help, by Andrew Ward
- For you, the war is over, by Andrew Hill
- Iceland poised for foreign payback pact, by Andrew Ward, Megan Murphy and Jim Pickard
- Icelands debt repayment limits will spread, by Michael Hudson
- Iceland: what ugly secrets are waiting to be exposed in the meltdown?, by Rowena Mason
- The ice storm, by Gauti Kristmannsson
- Brain drain hits cash-strapped Iceland, by Susanne Henn
- Islands nye krise, av Ola Storeng
- Iceland's bank crisis delivers baby boom, by Andrew Ward
- Is Iceland too small? By Þorvaldur Gylfason
- Iceland shows the dangers ahead for us all, by Robert Wade
- Islands Schulden sind zu teilen, Von Clemens Bomsdorf
- The IMF destroys Iceland and Latvia, by Nathan Lewis
- The Lehman Brothers collapse: the global fallout, by Richard Wachman
- Iceland urges media to lift nations gloom, by Andrew Jack
- Iceland after a year of financial crisis, by Robert Jackson
- Icelands PM: Icesave Will Decide the Coalitions Fate
- Icelands PM: We Cannot Wait for IMF Any Longer
- Iceland Reaches Agreement with IMF
- Iceland Minister Confident Icesave Bill Will Pass
- Iceland's president turns cold on Icesave deal, by Rowena Mason
Greinar um Ísland og kreppuna í innlendum miðlum
Álit erlendra sérfræðinga um orsakir efnahagshrunsins
- Undersized: Could Greenland be the new Iceland? Should it be?
- The Icelandic banking crisis and what to do about it: The lender of last resort theory of optimal currency areas
Greinar um hvers vegna Icesave eru ekki skuldir Íslendinga
Greinar um efnahagskreppuna í erlendum dagblöðum
Evrópusambandið
- Support for Lisbon Treaty falls eight points to 46%, by Stephen Collins
- The European Union the New Soviet Union, by Vladimir Bukovsky
Útvarps- og sjónvarpsþættir á netinu
Innlendir og erlendir ljósvakamiðlar
Bloggvinir
- malacai
- andrigeir
- arikuld
- axelthor
- baldvinj
- creel
- birgitta
- bjarnihardar
- gattin
- gagnrynandi
- draumur
- egill
- erla
- estheranna
- finni
- gretarmar
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- bofs
- hreinn23
- morgunblogg
- maeglika
- helgatho
- hedinnb
- kreppan
- islandsfengur
- jonl
- kaffistofuumraedan
- capitalist
- katrinsnaeholm
- liljaskaft
- lydurarnason
- vistarband
- marinogn
- pallvil
- raksig
- raudurvettvangur
- rutlaskutla
- sigurjonth
- siggi-hrellir
- sij
- siggith
- fia
- lehamzdr
- isspiss
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- kreppukallinn
- reykur
- thjodarsalin
- aevark
- isleifur
- thorsaari
- tbs
- eeelle
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.