Að vilja...

Fréttastofa RÚV flytur þessa dagana framhaldssöguna: "Ég vil"... eftir Steingrím J. Sigfússon.

Í kvöldfréttum gærdagsins var lesinn fyrsti kafli sögunnar: "Ég vil að Kjartan Gunnarsson biðjist afsökunar".

Í kvöldfréttum dagsins í dag var lesinn annar kafli sögunnar: "Ég vil að stjórnvöld biðjist afsökunar vegna símhlerana. Ég vil að stjórnvöld biðji íslensku þjóðina afsökunar vegna þátttökunnar í stríðinu í Írak. Ég vil að þeir sem voru vanaðir verði beðnir afsökunar."

Hér verður ekki lesið sérstaklega í það að höfundur leitaði skjóls kirkjunnar við frumflutning sögu sinnar í gær.

Hvort Steingrímur hefur með þessari sögu skapað sér nafn og virðingu eins og King þegar hann flutti ræðu sína: "I have a dream"... mun tíminn leiða í ljós.

Nú er það svo að fleiri en Steingrímur vita hvað þeir vilja.

Ég vil t.d. fá að vita af hverju Steingrímur undirritaði Icesave-nauðungarsamingana án þess að allur þingfokkur VG gæfi honum heimild til þess.

Ég vil fá að vita af hverju Steingrímur tók þátt í þeim óheiðarlega leik að ætla að koma frumvarpi sínu um ríkisábyrgð á nauðungarsamningunum gegnum þingið án þess að þingmenn og þjóð fengju að lesa samningana.

Ég vil fá að vita af hverju Steingrímur stóð að því að gefa utanríkisráðherra umboð til að sækja um aðild Íslands að ESB, vitandi að kostnaðurinn við umsóknarferlið mun velta á milljörðum.

Næstu kaflar minnar sögu verða birtir hér á síðunni.

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband