Forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann hugsi sinn gang!

Forsætisráðherrann hefur ekki yrt á íslensku þjóðina síðan hún tók við starfi þann 1. febrúar.

Fjármálaráðherrann hefur tamið sér að tala niður til almennings og sérfræðinga sem eru ósammála honum. Hann hefur ítrekað misboðið réttlætiskennd fólks með því að neita að taka tillit til skoðana sem standa í vegi fyrir Icesave-nauðungarsamningunum hans.

Þau ætluðu bæði að láta þingmenn samþykkja ríkisábyrgð á Icesave-nauðungarsamningunum án þess að þingmenn fengju að sjá þá.

Sl. nótt sameinaðist meirihluti fjárlaganefndar um fyrirvara við samþykkt vegna ríkisábyrgðar á nauðungarsamningunum. Ekkert hefur enn heyrst um faglegar umsagnir um þá fyrirvara - en stjórnmálamenn hafa látið ljós sitt skína.

Eitt er öruggt! Jóhanna og Steingrímur voru rekin til baka með samningana sem þau voru ákveðin í að troða ofan í kokið á þjóð og þingi. Ættu þau ekki bæði að hugsa sinn gang og leita sér að nýju starfi?

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband