13.8.2009 | 15:11
Ísland þarf nýja sýn á Icesave-deiluna
Grein eftir Pétur Blöndal, þingmann, sem birtist í Morgunblaðinu í dag.
Grein þessi er samhljóða grein, sem birtast mun víða erlendis og tekur hún mið af því.
ÍSLAND er örþjóð, með einungis 300.000 íbúa. Þrátt fyrir það náðu þrír einkabankar landsins að vaxa svo gríðarlega á alþjóðavísu að þeir urðu meðal stærstu banka í Evrópu. Stærð þeirra var slík að þeir yfirgnæfðu íslenska hagkerfið. Alþjóðlega fjármálakreppan og fall bandaríska bankans Lehman Brothers leiddi til hruns í fjármálakerfi Íslands sem ekki var hægt að koma í veg fyrir vegna stærðar fjármálageirans.
Það hafði í för með sér að 85% af bankakerfi landsins féll sem aftur olli hruni á hlutabréfamarkaði sem var meira en fall Dow Jonesvísitölunnar í Bandaríkjunum í heimskreppunni 1929-32. Ísland er nú statt í flóðbylgju þar sem landið þarf að takast á við hrunið bankakerfi, stórauknar skuldir ríkisins, veika krónu og hagkerfi í molum. Fyrir ári voru opinberar skuldir þjóðarinnar engar og þegnarnir nutu góðra lífskjara. Nú stefnir í að landið verði eitt skuldsettasta ríki Evrópu og það er raunveruleg hætta til staðar að landið verði fátækt.
Icesave og ágallar í evrópskri bankalöggjöf
Landsbankinn kom á fót Icesaveinnlánsreikningum erlendis. Þar vann bankinn í fullu samræmi við regluverk ESB og þessi innlán voru tengd inn í íslenska innlánstryggingasjóðinn (ITS) samkvæmt tilskipun ESB. Vegna þess hve hrun bankanna var víðtækt og þar sem engin ákvæði eru í Evróputilskipuninni um ríkisábyrgð, var ljóst að ITS hafði engin tök á því að greiða 20.887 lágmarkstryggingu sem innlánseigendum hafði verið lofað í regluverki ESB. Hrun af svipaðri stærðargráðu í öðru ESB-landi myndi óhjákvæmilega leiða til sömu niðurstöðu. Þ.e. ef nægur fjöldi banka í einu ESB-landi félli mundi innlánstryggingakerfi þess lands alls ekki geta staðið við ábyrgð innlána. Það varð því strax augljóst að þetta var meiriháttar galli í Evrópulöggjöfinni sem gæti grafið undan trausti á öllu evrópska bankakerfinu og valdið áhlaupi á banka Evrópu.
Viðbrögð Breta og Hollendinga
Í því skyni að tryggja traust á eigin bankakerfi ákváðu bresk og hollensk stjórnvöld einhliða að endurgreiða eigendum Icesave-innlánsreikninganna með skattfé og til að viðhalda ímynd innlánstryggingakerfisins var Ísland neytt til að ábyrgjast lágmarkstrygginguna. Gríðarlegum þrýstingi var beitt á Ísland í þessum tilgangi, þar með talin beiting Breta á hryðjuverkalögum gegn herlausri þjóð sem ásamt Bretum er aðili að NATO. Fyrir Íslendinga voru þetta einstaklega harkalegar aðgerðir af hálfu þjóða sem álitnar voru vinaþjóðir og bandamenn. Frá upphafi hafa íslensk stjórnvöld lýst því yfir að þau ætli sér að standa við lögmætar skuldbindingar sínar en var neitað um möguleikann að fá á hreint fyrir alþjóðlegum dómstólum hverjar þær eru. Reglum var breytt afturvirkt og íslenskum skattgreiðendum gert að borga til þess að tryggja trúverðugleika bankakerfis Evrópu. Undir leiðsögn Frakka samþykktu allir viðsemjendur að fara í samningaviðræður með beinni þátttöku ESB sem myndu taka tillit til hinna erfiðu og fordæmislausu aðstæðna sem Ísland er í.
Skuldbindingar samkvæmt Icesave-samningum
Blygðunarlaust neyddu Bretar og Hollendingar íslensku þjóðina til að tryggja skuldir sem nema 50% af landsframleiðslu landsins. Hvernig myndu Bretar bregðast við kröfu upp á £700ma frá Bandaríkjunum sem þröngvað væri upp á þá eða Holland við 300b frá Þýskalandi sem þröngvað væri upp á þá og það án þess að mega sannreyna lögmæti slíkrar kröfu? Hvernig myndi Norðmönnum líða ef þeir yrðu krafðir um að leggja megnið af olíusjóði sínum sem tryggingu fyrir kröfu sem hefur engan lagalegan grundvöll? Samkvæmt samningnum þarf íslensk meðalfjölskylda að taka á sig tryggingu upp á sjö milljónir króna. Hvernig myndu fjölskyldur í Bretlandi eða Hollandi bregðast við slíkri þvingaðri kröfu til að borga töpuð innlán hjá erlendu útibúi gjaldþrota einkabanka? Skuldin við Breta og Hollendinga er fest í erlendri mynt og Ísland tekur alla áhættuna, þar með talið áhættuna af heimtum eigna Landsbankans og að neyðarlögin standist. Til að geta greitt skuldina þarf Ísland að ná óraunhæfum markmiðum um hagvöxt og aðgang að erlendu fjármagni. Það er því umtalsverð hætta á fólksflótta með tilheyrandi vítahring niðursveiflu. Á einföldu máli: Þessi Icesave-samningur tekur á engan hátt tillit til hinnar fordæmislausu stöðu á Íslandi.
Það þarf að finna sanngjarna lausn
Bresk og hollensk yfirvöld verða að átta sig á því að íslenska þjóðin, sem telur 300 þúsund manns, stendur nú frammi fyrir einu stærsta efnahagslega áfalli sem þjóð hefur lent í. Meðferðin sem Ísland hlýtur af hálfu vina sinna og bandamanna í Bretlandi, Hollandi og annarra (einnig Norðurlandaþjóðanna) verður skráð í sögubækur og kemur til með að verða minnisvarði um sanngirni Evrópusambandsins og hlutleysi IMF. Það þarf að endurhugsa algerlega Icesave-deiluna og finna sanngjarna lausn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Áhugaverðar innlendar vefsíður
- Áskorun til forseta Íslands
- Economic Disaster Area
- "Glæsileg niðurstaða"!
- Heimssýn
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hvítbókin
- Icesave-reiknir - hver skuldbindingin?
- Samningurinn við Breta vegna Icesave
- Samningurinn við Hollendinga vegna Icesave
Áhugaverðar erlendar vefsíður
- Bloomberg
- Business Monitor International
- Do you know the truth about the EU?
- Folkebevægelsen mod EU, Danmörku
- Global Britain... in the wider world
- Institute for Creditary Economics - ICE
- Naomi Klein
- Nei til EU, Noregi
- Nej til EU, Svíþjóð
- Juni bevægelsen for et nyt og slankt EU
- RGE Monitor
- TEAM the European Alliance of EU-Critical Movements
- VOX
- World Socialist Web Site
Erlend dagblöð og tímarit
- Aftenposten
- Al Jazeera
- Berlinske Tidende
- Dagens Nyheter
- Deutsche Welle - DW-World
- Dimmalætting
- E24
- Economist
- Financial Times
- Forbes
- Fortune
- Gulf Times
- IceNews - Daily News
- Irish Independent
- Jyllands-Posten
- Le Figaro
- Le Monde
- London Evening Standard
- Politiken
- Spectator
- Telegraph
- The Daily Princetonian
- The Huffington Post
- The Independent
- The New York Times
- The Wall Street Journal - Europe Edition
- The Washington Post
- Zeit On Line
Greinar um Ísland og kreppuna í erlendum miðlum
- Walking up to reality in Iceland, by Jón Daníelsson
- Time to install Iceland 2.0, by Ben H Murray
- Bizarre battering of insurers, by Anthony Hilton
- European bank bail-out could push EU into crisis, by Bruno Waterfield
- In praise of Iceland, editorial
- Culpability debate at RBS intensifies, by Kate Burgess
- Iceland in turmoil as coalition collapses, by David Ibison
- Iceland Turns Hard Left
- Ireland? Iceland? Doubts on Doomsday Scenario in Eire, by Landon Thomas
- Crime Once Exposed Has no Refuge but in Audacity - Tacitus, by Íris Erlingsdóttir
- Iceland's Conservatives Try to Rewrite History, by Íris Erlingsdóttir
- Cracks in the crust
- Major-Washington Agency Runs Iceland Look-Alike Casting, by Edward Hugh
- Nobel prize winner blasts IMF over loans
- How Bad Could The Crisis Get? Lessons From Iceland, Jón Daníelsson
- Iceland: The country that became a hedge fund, by Peter Gumbel
- Ultra-Capitalism Killed Iceland
- Upheaval calls for Fleece Revolution in Iceland, by Lenka Vaiglova
- Who bombed Iceland? by Uwe Reinhardt
- World Agenda: is this the most hated man in Iceland? by Roger Boyes
- Britain and the Netherlands bully little Iceland, by Ársæll Valfells
- Iceland gets cold feet over paying back bailout
- Latvian debt crisis shakes Eastern Europe, by Ambrose Evans-Pritchard
- Iceland PM hits out at IMF rumors, by K. Már Hauksson
- Britain's 'gunboat' diplomacy still angers Iceland, by Ambrose Evans-Pritchard
- A Debate Rages in Iceland: Independence vs. I.M.F. Cash, by Landon Thomas
- All Of Them Must GO, by Naomi Klein
- SFO to help Iceland as probe turns to Kaupthing's US links, by Rowena Mason
- Iceland hits impasse over lost savings, by Andrew Ward and Alex Barker
- Icelanders are angry but will make sacrifices, by Jóhanna Sigurðardóttir
- Iceland seeks UK fraud office help, by Andrew Ward
- For you, the war is over, by Andrew Hill
- Iceland poised for foreign payback pact, by Andrew Ward, Megan Murphy and Jim Pickard
- Icelands debt repayment limits will spread, by Michael Hudson
- Iceland: what ugly secrets are waiting to be exposed in the meltdown?, by Rowena Mason
- The ice storm, by Gauti Kristmannsson
- Brain drain hits cash-strapped Iceland, by Susanne Henn
- Islands nye krise, av Ola Storeng
- Iceland's bank crisis delivers baby boom, by Andrew Ward
- Is Iceland too small? By Þorvaldur Gylfason
- Iceland shows the dangers ahead for us all, by Robert Wade
- Islands Schulden sind zu teilen, Von Clemens Bomsdorf
- The IMF destroys Iceland and Latvia, by Nathan Lewis
- The Lehman Brothers collapse: the global fallout, by Richard Wachman
- Iceland urges media to lift nations gloom, by Andrew Jack
- Iceland after a year of financial crisis, by Robert Jackson
- Icelands PM: Icesave Will Decide the Coalitions Fate
- Icelands PM: We Cannot Wait for IMF Any Longer
- Iceland Reaches Agreement with IMF
- Iceland Minister Confident Icesave Bill Will Pass
- Iceland's president turns cold on Icesave deal, by Rowena Mason
Greinar um Ísland og kreppuna í innlendum miðlum
Álit erlendra sérfræðinga um orsakir efnahagshrunsins
- Undersized: Could Greenland be the new Iceland? Should it be?
- The Icelandic banking crisis and what to do about it: The lender of last resort theory of optimal currency areas
Greinar um hvers vegna Icesave eru ekki skuldir Íslendinga
Greinar um efnahagskreppuna í erlendum dagblöðum
Evrópusambandið
- Support for Lisbon Treaty falls eight points to 46%, by Stephen Collins
- The European Union the New Soviet Union, by Vladimir Bukovsky
Útvarps- og sjónvarpsþættir á netinu
Innlendir og erlendir ljósvakamiðlar
Bloggvinir
- malacai
- andrigeir
- arikuld
- axelthor
- baldvinj
- creel
- birgitta
- bjarnihardar
- gattin
- gagnrynandi
- draumur
- egill
- erla
- estheranna
- finni
- gretarmar
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- bofs
- hreinn23
- morgunblogg
- maeglika
- helgatho
- hedinnb
- kreppan
- islandsfengur
- jonl
- kaffistofuumraedan
- capitalist
- katrinsnaeholm
- liljaskaft
- lydurarnason
- vistarband
- marinogn
- pallvil
- raksig
- raudurvettvangur
- rutlaskutla
- sigurjonth
- siggi-hrellir
- sij
- siggith
- fia
- lehamzdr
- isspiss
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- kreppukallinn
- reykur
- thjodarsalin
- aevark
- isleifur
- thorsaari
- tbs
- eeelle
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært framtak hjá Pétri Blöndal, góð grein einnig frá honum...!
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 14.8.2009 kl. 09:55
Ég er forvitinn að vita hvar greinin verður birt og hver viðbrögðin verða.
Haraldur Baldursson, 14.8.2009 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.