Hafa þau ekkert lært?

Undir stjórn íslenskrar útgáfu af "norrænni velferðarstjórn" kusu þingmenn í dag í þrjár nefndir: Þingvallanefnd, landskjörstjórn og bankaráð Seðlabankans.

Flest nöfnin eru kunnugleg og mörg þeirra hafa verið áskrifendur að nefndalaunum sem pólitískir fulltrúar pólitísku flokkanna árum saman. Sumir þessara einstaklinga hafa sýnt sig vera ágætlega hæfir, en það er einnig fjöldi fólks sem núna dregur fram lifið á atvinnuleysisbótum. Meðal nýskipaðra nefndamanna er m.a. fólk sem er þegar í vel launuðu starfi og aðrir sem þegar njóta góðra eftirlauna.

Þegar samfélagið er á hraðleið ofan í djúpa kreppu sem enginn veit hvað varir lengi eða hve djúp hún verður er þá til of mikils mælst að þingmenn sjái sóma sinn í því að dreifa til margra þeirri litlu, launuðu atvinnu sem í boði er?

Sumt fólk hefur meira upp úr nefndarsetu og/eða nefndasetum, sem er aukavinna hjá þeim, heldur en margur launamaðurinn sem hefur ekki annað.

15.825 einstaklingar eru atvinnulausir í dag, þ.á m. eru sérfræðingar í sinni grein, fólk með ólíka menntun og fólk með ólíka reynslu.

Hefði verið óviðeigandi að "norræna velferðarstjórnin" hefði leitað til atvinnuleyisskrár eftir hæfu fólki í umræddar nefndir?

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Veistu það ekki að þetta vonlausa fólk er ennþá kallað "Elítan" af okkar helsnobbaða samfélagi. Jafnframt er þversögnin sú að þessi grey eru flest hálfpartinn fyrirlitin af því sama samfélagi og hæðst að þeim.

Árni Gunnarsson, 11.8.2009 kl. 23:48

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Uuu nei þau hafa ekkert lært virðist vera. Brandari.

Kveðja að norðan

Arinbjörn Kúld, 12.8.2009 kl. 01:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband