Tapast hefur forsætisráðherra!

Sást síðast til viðkomandi í Norræna húsinu þann 10. maí 2009 þegar viðkomandi sagði frá norrænum draumum ríkisstjórnar sem viðkomandi yrði í forsæti fyrir. Síðan hefur nokkuð oft sést til konu áþekka forsætisráðherranum, bæði innan og utan Alþingishússins, en viðkomandi hefur ekki reynst vera forsætisráðherrann heldur formaður Samfylkingarinnar.

 

Aðstoðarmaður forsætisráðherrans sást þann 2. ágúst 2009 urra og gelta á facebook-síðu sinni að frönskum dómara. Vonir vöknuðu um að forsætisráðherrann týndi myndi skjóta upp kollinum og annaðhvort taka undir urr og gelt aðstoðarmanns síns eða reka hvoru tveggja ofan í hann. En hvorugt varð: Forsætisráðherrann virðist vera alveg horfinn!

 

Í forsætisráðuneytinu leynist maður sem sagður er vera upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins. Þann 3. ágúst 2009 upplýsti upplýsingafulltrúinn að hann veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga, að eigin sögn vegna stefnuleysis einhverra annarra.

 

Fundarlaunum er ekki heitið en finnandi vinsamlegast vekji athygli forsætisráðherrans á því að það væri ekki brot á friðhelgi heimila landsmanna ef forsætisráðherrann horfði framan í þjóðina, ávarpaði þjóðina og upplýsti hvert forsætisráðherrann stefnir með þjóðina!

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Góð

Rakel Sigurgeirsdóttir, 10.8.2009 kl. 18:17

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jebb, góð

Arinbjörn Kúld, 11.8.2009 kl. 01:21

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég geri ráð fyrir að semja þurfi lögfræðiálit um málið

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.8.2009 kl. 02:56

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Tapast hefur forsætisráðherra! Finnandi er vinsamlega beðinn um að segja ekki nokkrum lifandi manni frá því hvar hann er niðurkominn.

Árni Gunnarsson, 11.8.2009 kl. 23:50

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég hef tekið eftir því að Árni er alveg yndislega meinhæðinn

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.8.2009 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband