Getur "samninganefndin" toppað einhvern annan en sjálfa sig í vitleysunni?

 Sendi póst til að fá fram skilning Breta

 Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is

„ÞEGAR þessi umræða kom upp í kjölfar fullyrðinga Ragnars Hall taldi ég eðlilegt að það lægi fyrir sjónarmið [Bretanna] í þessu efni. Ég vildi fá það hreint fram hver þeirra skilningur væri,“ segir Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og nefndarmaður í Icesave-samninganefndinni, um tölvupóst sem hann sendi Gary Roberts, formanni bresku samninganefndarinnar, hinn 21. júlí sl., einum og hálfum mánuði eftir undirritun Icesave-samkomulagsins.

Efni fyrirspurnar Indriða varðar ákvæði 3.1.2 í samningnum við Hollendinga og hliðstætt ákvæði í uppgjörssamningi við Breta, en það fjallar um greiðslu jöfnunargreiðslna til Seðlabanka Hollands eða Tryggingarsjóðs innistæðueigenda ef annar aðilinn endurheimtir hærra hlutfall en hinn, t.d vegna forgangsstöðu Tryggingarsjóðsins, í kjölfar framsals á hluta krafna til Tryggingarsjóðsins. Tilgangur ákvæðisins er að að tryggja að hvor aðili um sig, Tryggingarsjóðurinn og Seðlabanki Hollands, endurheimti sama hlutfall vegna framseldrar kröfu og hinn. Mikið hefur verið deilt um þetta ákvæði, en Ragnar Hall hrl., og Eiríkur Tómasson, lagaprófessor, telja að það veiti Bretum og Hollendingum rýmri rétt en þeir hefðu samkvæmt íslenskum lögum og tilskipun ESB.

Í svari Roberts segir að hann telji að bakgrunn ákvæðisins megi rekja til þess að stuttu fyrir undirritun samninganna (hinn 5. júní sl.) hafi komið fram sjónarmið um „ofurforgangskröfu“ Tryggingarsjóðs innistæðueigenda á eignir Landsbankans. „Það er mitt álit að enginn slíkur ofurforgangur fyrirfinnist í íslenskri löggjöf,“ segir Roberts og vísar til þess að Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu og nefndarmaður í samninganefndinni, hafi staðfest meðan á viðræðunum stóð að slíkur ofurforgangur væri ekki til staðar. Með „ofurforgangskröfu“ er vísað til þess að upphæð innistæðueigenda sé ein krafa á hendur þrotabúi Landsbankans þrátt fyrir að fleiri en einn kröfuhafi haldi fram rétti á grundvelli hennar fyrir tilstilli framsals (Morgunblaðið, 7. ágúst 2009: 15).

 

Á maður trúa því, að samninganefndarmaður íslensku nefndarinnar hafi skrifað andstæðingnum tölvupóst og beðið hann um að segja sér hvort Ragnar Hall lögmaður viti um hvað hann er að tala???

 

Í faglegri grein sinni segja lögmennirnir Lárus Blöndal og Stefán Már Stefánsson: "Eins og þeir Hörður Felix Harðarson og Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmenn og Eiríkur Tómasson prófessor hafa gert grein fyrir m.a. í Morgunblaðinu hinn 20. júlí sl. teljum við þá niðurstöðu samninganefndarinnar í ósamræmi við íslensk gjaldþrotalög sem óumdeilanlega gilda við þessi skipti. Forgangskrafa hvers innistæðueiganda telst ein krafa" (Morgunblaðið, 7. ágúst 2009: 21).

 

Getur maður átt von á því að Indriði riti Gary Roberts annan e-mail til að fá úr því skorið hvort Hörður Felix Harðarson, Eiríkur Tómasson, Lárus Blöndal og Stefán Már Stefánsson hafi vit á lögum?

 

Nánasti samstarfsmaður Indriða, að Gary Roberts væntanlega frátöldum, Steingrímur J. Sigfússon, sagði í Kastljósi 6. ágúst 2009:

Steingrímur: "Svo vil ég fá að segja þetta með... með... sem kennt er við Ragnar H. Hall, sem örugglega af góðum hug hefur komið fram með þessi sjónarmið og hafði áhyggjur af því... að þarna hefðu menn kannski samið af sér. Hvað kemur í ljós? Það er búið að fara mjööög rækilega yfir það mál. Það er búið að taka saman lögfræðileg álit af mörgum innlendum aðilum, reyndir skiptastjórar hafa komið fyrir nefndina, það er búið að leita til evrópskra lögfræðinga, það er búið að afla gagna frá hinum Norðurlöndunum og búið að skoða þetta mjög vel og niðurstaðan er að mínu mati alveg skýr: Það er engin lagaleg stoð fyrir þessu sjónarmiði. Í fyrsta lagi ekki í íslenskum rétti, það er það ekki"...

Spyrill: "Það er umdeilanlegt"...

Steingrímur: "Það er umdeilanlegt, já. En ég er orðinn nokkuð sannfærður eftir að hafa skoðað rækilega lögfræðiálit og rætt við marga helstu og reyndustu skiptastjóra landsins. Í öðru lagi er það þannig... það er augljóst að þetta stenst ekki Evrópuréttinn. Það höfum við núna mjög rækileg lögfræðiálit frá hollenskum prófessor og lögfræðingi í Brussel og frá fleiri aðilum"...

_______________________

 

Steingrímur!

Hættu að valta með frekju yfir réttlætiskennd samlanda þinna.

 

Leggðu á borðið með fullyrðingum þínum, hverjir skrifðu "lögfræðilegu álitin" sem þú vitnar í. Hverjir eru "reyndustu og helstu skiptastjórarnir" sem þú velur frekar að hlusta á en Ragnar H. Hall og aðra ofannefnda lögmenn? Í hvaða evrópsku lögfræðinga ertu að vitna? Hver er hollenski prófessorinn? Hver er lögfræðingurinn í Brussel?

_______________________

 

Til Kastljóss!

Fáið Steingrím til að takast á um málið við einn eða fleiri lögmannanna Ragnar H. Hall, Hörð Felix Harðarson, Eirík Tómasson, Lárus Blöndal eða Stefán Má Stefánsson. Leyfið áhorfendum að sjá og heyra þá skiptast á skoðunum og meta hver er trúverðugastur og virðist vita best um hvað hann er að tala!

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það væri afar fróðlegt Kastljós að horfa á.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 11.8.2009 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband