Sendi póst til að fá fram skilning Breta
Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@mbl.is
ÞEGAR þessi umræða kom upp í kjölfar fullyrðinga Ragnars Hall taldi ég eðlilegt að það lægi fyrir sjónarmið [Bretanna] í þessu efni. Ég vildi fá það hreint fram hver þeirra skilningur væri, segir Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og nefndarmaður í Icesave-samninganefndinni, um tölvupóst sem hann sendi Gary Roberts, formanni bresku samninganefndarinnar, hinn 21. júlí sl., einum og hálfum mánuði eftir undirritun Icesave-samkomulagsins.
Efni fyrirspurnar Indriða varðar ákvæði 3.1.2 í samningnum við Hollendinga og hliðstætt ákvæði í uppgjörssamningi við Breta, en það fjallar um greiðslu jöfnunargreiðslna til Seðlabanka Hollands eða Tryggingarsjóðs innistæðueigenda ef annar aðilinn endurheimtir hærra hlutfall en hinn, t.d vegna forgangsstöðu Tryggingarsjóðsins, í kjölfar framsals á hluta krafna til Tryggingarsjóðsins. Tilgangur ákvæðisins er að að tryggja að hvor aðili um sig, Tryggingarsjóðurinn og Seðlabanki Hollands, endurheimti sama hlutfall vegna framseldrar kröfu og hinn. Mikið hefur verið deilt um þetta ákvæði, en Ragnar Hall hrl., og Eiríkur Tómasson, lagaprófessor, telja að það veiti Bretum og Hollendingum rýmri rétt en þeir hefðu samkvæmt íslenskum lögum og tilskipun ESB.
Í svari Roberts segir að hann telji að bakgrunn ákvæðisins megi rekja til þess að stuttu fyrir undirritun samninganna (hinn 5. júní sl.) hafi komið fram sjónarmið um ofurforgangskröfu Tryggingarsjóðs innistæðueigenda á eignir Landsbankans. Það er mitt álit að enginn slíkur ofurforgangur fyrirfinnist í íslenskri löggjöf, segir Roberts og vísar til þess að Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu og nefndarmaður í samninganefndinni, hafi staðfest meðan á viðræðunum stóð að slíkur ofurforgangur væri ekki til staðar. Með ofurforgangskröfu er vísað til þess að upphæð innistæðueigenda sé ein krafa á hendur þrotabúi Landsbankans þrátt fyrir að fleiri en einn kröfuhafi haldi fram rétti á grundvelli hennar fyrir tilstilli framsals (Morgunblaðið, 7. ágúst 2009: 15).
Á maður trúa því, að samninganefndarmaður íslensku nefndarinnar hafi skrifað andstæðingnum tölvupóst og beðið hann um að segja sér hvort Ragnar Hall lögmaður viti um hvað hann er að tala???
Í faglegri grein sinni segja lögmennirnir Lárus Blöndal og Stefán Már Stefánsson: "Eins og þeir Hörður Felix Harðarson og Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmenn og Eiríkur Tómasson prófessor hafa gert grein fyrir m.a. í Morgunblaðinu hinn 20. júlí sl. teljum við þá niðurstöðu samninganefndarinnar í ósamræmi við íslensk gjaldþrotalög sem óumdeilanlega gilda við þessi skipti. Forgangskrafa hvers innistæðueiganda telst ein krafa" (Morgunblaðið, 7. ágúst 2009: 21).
Getur maður átt von á því að Indriði riti Gary Roberts annan e-mail til að fá úr því skorið hvort Hörður Felix Harðarson, Eiríkur Tómasson, Lárus Blöndal og Stefán Már Stefánsson hafi vit á lögum?
Nánasti samstarfsmaður Indriða, að Gary Roberts væntanlega frátöldum, Steingrímur J. Sigfússon, sagði í Kastljósi 6. ágúst 2009:
Steingrímur: "Svo vil ég fá að segja þetta með... með... sem kennt er við Ragnar H. Hall, sem örugglega af góðum hug hefur komið fram með þessi sjónarmið og hafði áhyggjur af því... að þarna hefðu menn kannski samið af sér. Hvað kemur í ljós? Það er búið að fara mjööög rækilega yfir það mál. Það er búið að taka saman lögfræðileg álit af mörgum innlendum aðilum, reyndir skiptastjórar hafa komið fyrir nefndina, það er búið að leita til evrópskra lögfræðinga, það er búið að afla gagna frá hinum Norðurlöndunum og búið að skoða þetta mjög vel og niðurstaðan er að mínu mati alveg skýr: Það er engin lagaleg stoð fyrir þessu sjónarmiði. Í fyrsta lagi ekki í íslenskum rétti, það er það ekki"...Spyrill: "Það er umdeilanlegt"...
Steingrímur: "Það er umdeilanlegt, já. En ég er orðinn nokkuð sannfærður eftir að hafa skoðað rækilega lögfræðiálit og rætt við marga helstu og reyndustu skiptastjóra landsins. Í öðru lagi er það þannig... það er augljóst að þetta stenst ekki Evrópuréttinn. Það höfum við núna mjög rækileg lögfræðiálit frá hollenskum prófessor og lögfræðingi í Brussel og frá fleiri aðilum"...
_______________________
Steingrímur!
Hættu að valta með frekju yfir réttlætiskennd samlanda þinna.
Leggðu á borðið með fullyrðingum þínum, hverjir skrifðu "lögfræðilegu álitin" sem þú vitnar í. Hverjir eru "reyndustu og helstu skiptastjórarnir" sem þú velur frekar að hlusta á en Ragnar H. Hall og aðra ofannefnda lögmenn? Í hvaða evrópsku lögfræðinga ertu að vitna? Hver er hollenski prófessorinn? Hver er lögfræðingurinn í Brussel?
_______________________
Til Kastljóss!
Fáið Steingrím til að takast á um málið við einn eða fleiri lögmannanna Ragnar H. Hall, Hörð Felix Harðarson, Eirík Tómasson, Lárus Blöndal eða Stefán Má Stefánsson. Leyfið áhorfendum að sjá og heyra þá skiptast á skoðunum og meta hver er trúverðugastur og virðist vita best um hvað hann er að tala!
Helga Garðarsdóttir
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:21 | Facebook
Tenglar
Áhugaverðar innlendar vefsíður
- Áskorun til forseta Íslands
- Economic Disaster Area
- "Glæsileg niðurstaða"!
- Heimssýn
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hvítbókin
- Icesave-reiknir - hver skuldbindingin?
- Samningurinn við Breta vegna Icesave
- Samningurinn við Hollendinga vegna Icesave
Áhugaverðar erlendar vefsíður
- Bloomberg
- Business Monitor International
- Do you know the truth about the EU?
- Folkebevægelsen mod EU, Danmörku
- Global Britain... in the wider world
- Institute for Creditary Economics - ICE
- Naomi Klein
- Nei til EU, Noregi
- Nej til EU, Svíþjóð
- Juni bevægelsen for et nyt og slankt EU
- RGE Monitor
- TEAM the European Alliance of EU-Critical Movements
- VOX
- World Socialist Web Site
Erlend dagblöð og tímarit
- Aftenposten
- Al Jazeera
- Berlinske Tidende
- Dagens Nyheter
- Deutsche Welle - DW-World
- Dimmalætting
- E24
- Economist
- Financial Times
- Forbes
- Fortune
- Gulf Times
- IceNews - Daily News
- Irish Independent
- Jyllands-Posten
- Le Figaro
- Le Monde
- London Evening Standard
- Politiken
- Spectator
- Telegraph
- The Daily Princetonian
- The Huffington Post
- The Independent
- The New York Times
- The Wall Street Journal - Europe Edition
- The Washington Post
- Zeit On Line
Greinar um Ísland og kreppuna í erlendum miðlum
- Walking up to reality in Iceland, by Jón Daníelsson
- Time to install Iceland 2.0, by Ben H Murray
- Bizarre battering of insurers, by Anthony Hilton
- European bank bail-out could push EU into crisis, by Bruno Waterfield
- In praise of Iceland, editorial
- Culpability debate at RBS intensifies, by Kate Burgess
- Iceland in turmoil as coalition collapses, by David Ibison
- Iceland Turns Hard Left
- Ireland? Iceland? Doubts on Doomsday Scenario in Eire, by Landon Thomas
- Crime Once Exposed Has no Refuge but in Audacity - Tacitus, by Íris Erlingsdóttir
- Iceland's Conservatives Try to Rewrite History, by Íris Erlingsdóttir
- Cracks in the crust
- Major-Washington Agency Runs Iceland Look-Alike Casting, by Edward Hugh
- Nobel prize winner blasts IMF over loans
- How Bad Could The Crisis Get? Lessons From Iceland, Jón Daníelsson
- Iceland: The country that became a hedge fund, by Peter Gumbel
- Ultra-Capitalism Killed Iceland
- Upheaval calls for Fleece Revolution in Iceland, by Lenka Vaiglova
- Who bombed Iceland? by Uwe Reinhardt
- World Agenda: is this the most hated man in Iceland? by Roger Boyes
- Britain and the Netherlands bully little Iceland, by Ársæll Valfells
- Iceland gets cold feet over paying back bailout
- Latvian debt crisis shakes Eastern Europe, by Ambrose Evans-Pritchard
- Iceland PM hits out at IMF rumors, by K. Már Hauksson
- Britain's 'gunboat' diplomacy still angers Iceland, by Ambrose Evans-Pritchard
- A Debate Rages in Iceland: Independence vs. I.M.F. Cash, by Landon Thomas
- All Of Them Must GO, by Naomi Klein
- SFO to help Iceland as probe turns to Kaupthing's US links, by Rowena Mason
- Iceland hits impasse over lost savings, by Andrew Ward and Alex Barker
- Icelanders are angry but will make sacrifices, by Jóhanna Sigurðardóttir
- Iceland seeks UK fraud office help, by Andrew Ward
- For you, the war is over, by Andrew Hill
- Iceland poised for foreign payback pact, by Andrew Ward, Megan Murphy and Jim Pickard
- Icelands debt repayment limits will spread, by Michael Hudson
- Iceland: what ugly secrets are waiting to be exposed in the meltdown?, by Rowena Mason
- The ice storm, by Gauti Kristmannsson
- Brain drain hits cash-strapped Iceland, by Susanne Henn
- Islands nye krise, av Ola Storeng
- Iceland's bank crisis delivers baby boom, by Andrew Ward
- Is Iceland too small? By Þorvaldur Gylfason
- Iceland shows the dangers ahead for us all, by Robert Wade
- Islands Schulden sind zu teilen, Von Clemens Bomsdorf
- The IMF destroys Iceland and Latvia, by Nathan Lewis
- The Lehman Brothers collapse: the global fallout, by Richard Wachman
- Iceland urges media to lift nations gloom, by Andrew Jack
- Iceland after a year of financial crisis, by Robert Jackson
- Icelands PM: Icesave Will Decide the Coalitions Fate
- Icelands PM: We Cannot Wait for IMF Any Longer
- Iceland Reaches Agreement with IMF
- Iceland Minister Confident Icesave Bill Will Pass
- Iceland's president turns cold on Icesave deal, by Rowena Mason
Greinar um Ísland og kreppuna í innlendum miðlum
Álit erlendra sérfræðinga um orsakir efnahagshrunsins
- Undersized: Could Greenland be the new Iceland? Should it be?
- The Icelandic banking crisis and what to do about it: The lender of last resort theory of optimal currency areas
Greinar um hvers vegna Icesave eru ekki skuldir Íslendinga
Greinar um efnahagskreppuna í erlendum dagblöðum
Evrópusambandið
- Support for Lisbon Treaty falls eight points to 46%, by Stephen Collins
- The European Union the New Soviet Union, by Vladimir Bukovsky
Útvarps- og sjónvarpsþættir á netinu
Innlendir og erlendir ljósvakamiðlar
Bloggvinir
- malacai
- andrigeir
- arikuld
- axelthor
- baldvinj
- creel
- birgitta
- bjarnihardar
- gattin
- gagnrynandi
- draumur
- egill
- erla
- estheranna
- finni
- gretarmar
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- bofs
- hreinn23
- morgunblogg
- maeglika
- helgatho
- hedinnb
- kreppan
- islandsfengur
- jonl
- kaffistofuumraedan
- capitalist
- katrinsnaeholm
- liljaskaft
- lydurarnason
- vistarband
- marinogn
- pallvil
- raksig
- raudurvettvangur
- rutlaskutla
- sigurjonth
- siggi-hrellir
- sij
- siggith
- fia
- lehamzdr
- isspiss
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- kreppukallinn
- reykur
- thjodarsalin
- aevark
- isleifur
- thorsaari
- tbs
- eeelle
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það væri afar fróðlegt Kastljós að horfa á.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 11.8.2009 kl. 01:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.