7.8.2009 | 13:01
Fréttastofa Ríkisútvarpsins = fréttastofa ríkisstjórnarinnar?
Í hádegisfréttunum sá fréttastofa RÚV ekki ástæðu til að segja frá þessari grein sem lögmennirnir Lárus Blöndal og Stefán Már Stefánsson rituðu í Morgunblaðið í dag.
Lárus er hæstaréttarlögmaður og Stefán er prófessor og höfundur kennslubóka í Evrópu- og gjaldþrotarétti.
Icesave-samningarnir
Eftir Lárus L. Blöndal og Stefán M. Stefánsson
Eftir Lárus L. Blöndal og Stefán M. Stefánsson: "Við teljum nauðsynlegt að greina lögfræðilega stöðu Íslands áður en gengið er frá samningunum af hálfu íslenska ríkisins."
Í UMRÆÐUNNI undanfarnar vikur hefur athygli manna beinst að lánasamningunum sem liggja fyrir Alþingi. Stefnt er að því að Alþingi taki fljótlega endanlega afstöðu til samninganna. Því eru hér dregnar fram nokkrar staðreyndir og sjónarmið sem máli skipta um leið og við vitnum til fyrri skrifa.
Við teljum nauðsynlegt að greina lögfræðilega stöðu Íslands áður en gengið er frá samningunum af hálfu íslenska ríkisins. Jafnvel þótt sú afstaða sé tekin að ganga til samninga um að greiða, þá hefur það augljóslega úrslitaáhrif á samningsstöðu okkar hvort íslenska ríkið telur sig vera að taka á sig ábyrgð umfram skyldu eða ekki. Því verður þessi lögfræðilegi grundvöllur ávallt að vera í forgrunni í umræðunni. Jafnframt verður að gæta þess að samningsniðurstaðan sé hófleg og sanngjörn miðað við þennan grundvöll.
Engin ríkisábyrgð
Afstaða okkar í Icesave-málunum er og hefur verið að engin ríkisábyrgð hvíli á innistæðutryggingarsjóðnum. Veigalítil lögfræðileg rök hafa komið fram gegn sjónarmiðum okkar. Rökin hafa hins vegar einkum verið af öðrum toga en lögfræðilegum, m.a. af hálfu samninganefndarinnar. Hafi tryggingarkerfinu verið ætlað verja innistæðueigendur gegn öllum mögulegum áföllum, að lágmarki að fjárhæð rúmlega 20.000 evrur, þá er ljóst að kerfið hefur reynst meingallað. Það er að tæpast á ábyrgð Íslands heldur fremur Evrópusambandsins sem samdi reglurnar og setti þær í umferð.
Vinnubrögð Íslands
Það vandamál sem við blasir nú má m.a. rekja til þess að ekki var leitað eftir viðeigandi ráðgjöf, innlendri sem erlendri, áður en yfirlýsingar voru gefnar og samningar undirritaðir. Þegar bresk lögfræðistofa sem ráðin var af íslenska ríkinu til ráðgjafar gefur með skýrum hætti til kynna að hún telji að við höfum lögin okkar megin þá virðast ábendingar hennar um frekari skoðun málsins ekki teknar til greina. Hvers vegna var þessa álits og annarra lögfræðilegra álita ekki aflað til stuðnings málstað Íslands?
Að standa við skuldbindingar
Íslandi ber að standa við allar alþjóðlegar skuldbindingar. Í því felst hins vegar ekki að falla frá rétti til að hafa skoðun á því hverjar skuldbindingar Íslands eru, berjast fyrir þeim og að fá ágreining leystan fyrir erlendum úrskurðaraðilum. Samningarnir sem Alþingi fjallar nú um bera þess tæpast merki að lögfræðileg sjónarmið til hagsbóta fyrir Ísland hafi náð fram að ganga. Sú staðreynd bendir til þess að þeim hafi ekki verið nægjanlega haldið fram.
Samningarnir og lágmarkstryggingin
Fyrir liggur að ríkisstjórnin hefur ákveðið að semja umfram skyldu um að Ísland ábyrgist lágmarkstrygginguna svokölluðu, að fjárhæð rúmlega 20.000 evrur fyrir hvern innistæðueigenda sem tryggingarsjóðurinn tryggir.
Í umræðunni hefur komið fram að lánafyrirgreiðsla frá ýmsum ríkjum og sjóðum fáist ekki nema gengið sé frá umræddum samningum á þennan hátt. Hefur þetta verið formlega staðfest og skiptir ekki máli hvers efnis samningarnir eru? Er eðlilegt að þessu skilyrði sé fullnægt með því að rita samningana nánast á forsendum gagnaðila? Ef einhvers konar óeðlilegri nauðung hefur verið beitt gegn Íslandi skiptir líka máli að opnuð sé leið þannig að Ísland geti sótt rétt sinn í framtíðinni.
Íslenskur gjaldþrotaréttur
Samkvæmt samningunum er niðurstaðan sú að þrátt fyrir að við greiðum innistæðueigendunum fyrstu evrurnar, þ.e. rúmlega 20.000 evrur, þá hafa innistæðueigendurnir jafnan rétt á við íslenska tryggingasjóðinn til greiðslna úr þrotabúum bankanna vegna viðbótarinnistæðna sem þeir kunna að hafa átt. Hollenska og breska ríkið munu einnig eiga jafnan rétt við íslenska tryggingasjóðinn vegna þess sem þeir hafa greitt innistæðueigendum umfram greiðslur sjóðsins.
Eins og þeir Hörður Felix Harðarson og Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmenn og Eiríkur Tómasson prófessor hafa gert grein fyrir m.a. í Morgunblaðinu hinn 20. júlí sl. teljum við þá niðurstöðu samninganefndarinnar í ósamræmi við íslensk gjaldþrotalög sem óumdeilanlega gilda við þessi skipti. Forgangskrafa hvers innistæðueiganda telst ein krafa. Sú staðreynd breytist ekki við innlausn eins eða fleiri aðila og henni eða hlutum hennar fylgja við innlausn réttindi á hendur þrotabúi samkvæmt 115 gr. gjaldþrotalaga. Engin atvik hafa komið fram sem gefa til kynna að um tvær eða fleiri kröfur væri að ræða við innlausn fleiri en eins aðila. Af þessu leiðir að þegar íslenski tryggingasjóðurinn greiðir fyrstu rúmlega 20.000 evrurnar þá öðlast hann jafnframt réttinn til að fá fyrst þá fjárhæð greidda áður en sá eða þeir sem eiga þann hluta kröfunnar sem eftir stendur fá greiðslu til sín.
Í andsvörum fulltrúa samninganefndarinnar hefur sú skoðun annars vegar verið sett fram að greiðslufyrirkomulagið sé í samræmi við íslenskan gjaldþrotarétt og hins vegar að önnur aðferð færi í bága við EES-samninginn. Að því er fyrra atriðið varðar þá fær sú skoðun ekki staðist eins og fyrr hefur verið rökstutt. Frekar er ástæða til að spyrja hvers vegna samninganefndin hélt ekki þessum reglum gjaldþrotaréttarins til streitu í stað þess að fallast á sjónarmið gagnaðila. Um síðara atriðið er það að segja að skipti í búi Landsbankans (þ.m.t. útibú erlendis) fara fram samkvæmt íslenskum lögum og er það í samræmi við tilskipun ESB. Fyrrgreind regla um rétt til greiðslu við úthlutun úr þrotabúi, sem við teljum að gildi hér á landi, tekur með engum hætti mið af þjóðerni kröfuhafa en mismunun á grundvelli þjóðernis er bönnuð í EES-rétti. Þar eru allt önnur sjónarmið sem liggja til grundvallar. EES-samningurinn kemur því ekki frekar til álita við úrlausn þessa álitaefnis.
Önnur atriði varðandi samningana
Við teljum að samningarnir séu að öðru leyti gallaðir í mörgum atriðum. Hér skulu nokkur atriði nefnd:
Samningarnir eru nefndir lánasamningar en ekki milliríkjasamningar og fjalla ekki um lausn á deiluefni milli ríkja eins og rétt væri heldur uppgjör á skuldum. Þetta hefur margvísleg áhrif, m.a. að ekkert er fjallað um deiluefnið sjálft á milli viðkomandi ríkja og að verið sé að ná niðurstöðu sem ætlast er til að báðir aðilar geti sætt sig við og efnt. Í samningunum er ekkert fjallað um forsendur fyrir uppgjörinu og þá ekki hvaða áhrif breytingar á þessum forsendum hefðu á efndir þeirra. Áberandi er að ákvæði um varnarþing eru algerlega einhliða í þágu gagnaðila. Í grein í Morgunblaðinu gerðum við grein fyrir því að Evrópubandalagið sjálft kynni að vera bótaskylt vegna óljósrar og ófullkominnar löggjafar um innistæðutryggingar. Samkvæmt samningunum virðist ekkert tillit hafa verið tekið til þessa sjónarmiðs eða haldið opinni leið fyrir Ísland til að láta á slíkt reyna. Ekki er óhugsandi að bresk stjórnvöld kunni að hafa farið offari þegar þau beittu hryðjuverkalögum gegn íslenskum bönkum og valdið þar með tjóni. Eðlilegt hefði verið að þetta álitaefni hefði verið leyst í umræddum samningum. Ekki er gerð nein grein fyrir því hvernig með skuli fara ef neyðarlögin um forgang innistæðueigenda reynast ekki standast íslenska stjórnarskrá. Í samningum er aðeins að finna endurskoðunarákvæði sem veitir Íslandi engan sjálfstæðan rétt í tilvikum sem þessum. Í samninginn skortir ákvæði sem veitir færi á endurskoðun komist alþjóðlegir dómstólar síðar meir að þeirri niðurstöðu að ekki hafi verið um greiðsluskyldu íslenska ríkisins að ræða eða að hún hafi verið mun takmarkaðri en samningurinn gerir ráð fyrir. Engin ákvæði eru í samningunum sem tryggja stöðu Íslands ef til þess kæmi að ekki reyndist unnt að standa undir greiðslum samkvæmt samningunum. Samningur sem getur fyrirsjáanlega leitt til slíkrar niðurstöðu varðar fullveldi þjóðarinnar og vekur stjórnarskrárlegar spurningar.
Þáttur Alþingis
Alþingismenn eiga nú leikinn. Engin ríkisábyrgð er fyrir hendi fyrr en Alþingi hefur samþykkt slíka ábyrgð. Að okkar mati eiga alþingismenn tvo kosti í þessu máli. Ef þeir taka eingöngu mið af lagalegri stöðu okkar þá segja þeir nei við Icesave- samningunum. Ef það er pólitískt mat þeirra að við verðum að semja verður að koma fram skýr rökstuðningur fyrir því og síðan verður að vísa málinu aftur í samningsferli. Alla vega er ljóst að samningarnir geta ekki staðið eins og þeir eru lagðir fyrir Alþingi.
Lárus er hæstaréttarlögmaður og Stefán er prófessor og höfundur kennslubóka í Evrópu- og gjaldþrotarétti.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Áhugaverðar innlendar vefsíður
- Áskorun til forseta Íslands
- Economic Disaster Area
- "Glæsileg niðurstaða"!
- Heimssýn
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hvítbókin
- Icesave-reiknir - hver skuldbindingin?
- Samningurinn við Breta vegna Icesave
- Samningurinn við Hollendinga vegna Icesave
Áhugaverðar erlendar vefsíður
- Bloomberg
- Business Monitor International
- Do you know the truth about the EU?
- Folkebevægelsen mod EU, Danmörku
- Global Britain... in the wider world
- Institute for Creditary Economics - ICE
- Naomi Klein
- Nei til EU, Noregi
- Nej til EU, Svíþjóð
- Juni bevægelsen for et nyt og slankt EU
- RGE Monitor
- TEAM the European Alliance of EU-Critical Movements
- VOX
- World Socialist Web Site
Erlend dagblöð og tímarit
- Aftenposten
- Al Jazeera
- Berlinske Tidende
- Dagens Nyheter
- Deutsche Welle - DW-World
- Dimmalætting
- E24
- Economist
- Financial Times
- Forbes
- Fortune
- Gulf Times
- IceNews - Daily News
- Irish Independent
- Jyllands-Posten
- Le Figaro
- Le Monde
- London Evening Standard
- Politiken
- Spectator
- Telegraph
- The Daily Princetonian
- The Huffington Post
- The Independent
- The New York Times
- The Wall Street Journal - Europe Edition
- The Washington Post
- Zeit On Line
Greinar um Ísland og kreppuna í erlendum miðlum
- Walking up to reality in Iceland, by Jón Daníelsson
- Time to install Iceland 2.0, by Ben H Murray
- Bizarre battering of insurers, by Anthony Hilton
- European bank bail-out could push EU into crisis, by Bruno Waterfield
- In praise of Iceland, editorial
- Culpability debate at RBS intensifies, by Kate Burgess
- Iceland in turmoil as coalition collapses, by David Ibison
- Iceland Turns Hard Left
- Ireland? Iceland? Doubts on Doomsday Scenario in Eire, by Landon Thomas
- Crime Once Exposed Has no Refuge but in Audacity - Tacitus, by Íris Erlingsdóttir
- Iceland's Conservatives Try to Rewrite History, by Íris Erlingsdóttir
- Cracks in the crust
- Major-Washington Agency Runs Iceland Look-Alike Casting, by Edward Hugh
- Nobel prize winner blasts IMF over loans
- How Bad Could The Crisis Get? Lessons From Iceland, Jón Daníelsson
- Iceland: The country that became a hedge fund, by Peter Gumbel
- Ultra-Capitalism Killed Iceland
- Upheaval calls for Fleece Revolution in Iceland, by Lenka Vaiglova
- Who bombed Iceland? by Uwe Reinhardt
- World Agenda: is this the most hated man in Iceland? by Roger Boyes
- Britain and the Netherlands bully little Iceland, by Ársæll Valfells
- Iceland gets cold feet over paying back bailout
- Latvian debt crisis shakes Eastern Europe, by Ambrose Evans-Pritchard
- Iceland PM hits out at IMF rumors, by K. Már Hauksson
- Britain's 'gunboat' diplomacy still angers Iceland, by Ambrose Evans-Pritchard
- A Debate Rages in Iceland: Independence vs. I.M.F. Cash, by Landon Thomas
- All Of Them Must GO, by Naomi Klein
- SFO to help Iceland as probe turns to Kaupthing's US links, by Rowena Mason
- Iceland hits impasse over lost savings, by Andrew Ward and Alex Barker
- Icelanders are angry but will make sacrifices, by Jóhanna Sigurðardóttir
- Iceland seeks UK fraud office help, by Andrew Ward
- For you, the war is over, by Andrew Hill
- Iceland poised for foreign payback pact, by Andrew Ward, Megan Murphy and Jim Pickard
- Icelands debt repayment limits will spread, by Michael Hudson
- Iceland: what ugly secrets are waiting to be exposed in the meltdown?, by Rowena Mason
- The ice storm, by Gauti Kristmannsson
- Brain drain hits cash-strapped Iceland, by Susanne Henn
- Islands nye krise, av Ola Storeng
- Iceland's bank crisis delivers baby boom, by Andrew Ward
- Is Iceland too small? By Þorvaldur Gylfason
- Iceland shows the dangers ahead for us all, by Robert Wade
- Islands Schulden sind zu teilen, Von Clemens Bomsdorf
- The IMF destroys Iceland and Latvia, by Nathan Lewis
- The Lehman Brothers collapse: the global fallout, by Richard Wachman
- Iceland urges media to lift nations gloom, by Andrew Jack
- Iceland after a year of financial crisis, by Robert Jackson
- Icelands PM: Icesave Will Decide the Coalitions Fate
- Icelands PM: We Cannot Wait for IMF Any Longer
- Iceland Reaches Agreement with IMF
- Iceland Minister Confident Icesave Bill Will Pass
- Iceland's president turns cold on Icesave deal, by Rowena Mason
Greinar um Ísland og kreppuna í innlendum miðlum
Álit erlendra sérfræðinga um orsakir efnahagshrunsins
- Undersized: Could Greenland be the new Iceland? Should it be?
- The Icelandic banking crisis and what to do about it: The lender of last resort theory of optimal currency areas
Greinar um hvers vegna Icesave eru ekki skuldir Íslendinga
Greinar um efnahagskreppuna í erlendum dagblöðum
Evrópusambandið
- Support for Lisbon Treaty falls eight points to 46%, by Stephen Collins
- The European Union the New Soviet Union, by Vladimir Bukovsky
Útvarps- og sjónvarpsþættir á netinu
Innlendir og erlendir ljósvakamiðlar
Bloggvinir
- malacai
- andrigeir
- arikuld
- axelthor
- baldvinj
- creel
- birgitta
- bjarnihardar
- gattin
- gagnrynandi
- draumur
- egill
- erla
- estheranna
- finni
- gretarmar
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- bofs
- hreinn23
- morgunblogg
- maeglika
- helgatho
- hedinnb
- kreppan
- islandsfengur
- jonl
- kaffistofuumraedan
- capitalist
- katrinsnaeholm
- liljaskaft
- lydurarnason
- vistarband
- marinogn
- pallvil
- raksig
- raudurvettvangur
- rutlaskutla
- sigurjonth
- siggi-hrellir
- sij
- siggith
- fia
- lehamzdr
- isspiss
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- kreppukallinn
- reykur
- thjodarsalin
- aevark
- isleifur
- thorsaari
- tbs
- eeelle
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kærar þakkir fyrir pistilinn og alla hina.
Elle_, 8.8.2009 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.