Honum hefur verið hrósað fyrir það að vera ræðuskörungur, en hvað um innihaldið?

Hann fær nú varla verðlaun fyrir frammistöðu sína í Kastljósi gærkvöldsins, fjármálaráðherrann!

 

Spyrill: "Hvaða fyrirvara getur þú sætt þig við til þess að búa til einhverja samstöðu um málið?"

Steingrímur: "Ja, ég sætti mig alveg prýðilega við það sem fjárlaganefnd vinnur fram til lausnar málsins og ef að það tryggir breiðari stuðning við það þá er það vel."

Var hann ekki beðinn um að segja hvaða fyrirvara hann gæti sætt sig við?

 

Spyrill: "En hvað eruð þið tilbúin til þess að ganga langt í einhvers konar fyrirvörum til þess að fá stjórnarandstöðuna til liðs við málið?"

Steingrímur: "Ja, þetta... sko, í mínum huga snýst þetta nú fyrst og fremst um það að þetta er komið til Alþingis."

Var hann ekki beðinn um að svara því hversu langt þau væru tilbúin að ganga til þess að fá stjórnarandstöðuna til liðs við málið?

 

Steingrímur: "Þetta snýst auðvitað um það að við ætlum að reyna að takast á við að... að greiða þessa skuld. Axla okkar ábyrgð í þessum efnum. Þetta er reikningur sem við hefðum öll viljað losna við, en því miður komumst við ekki undan honum."

Er þetta okkar skuld? Hvers vegna fullyrðir Steingrímur að "við" komust ekki undan honum reikningnum?

 

Hafa ekki lögmennirnir Lárus Blöndal og Stefán Már Stefánsson ritað fimm greinar um það faglega mat þeirra að það sé ekki ríkisábyrgð á tryggingasjóðnum, skv. tilskipun Evrópusambandsins og hefur ekki Eiríkur Tómasson lagaprófessor sagt að honum finnist þeir Lárus og Stefán Már rökstyðja mat sitt vel?

 

Hvers vegna hefur Steingrímur valið að halda áfram með málið í þeim pólitíska farvegi sem Ingibjörg Sólrún og Geir settu það í?

Hvers vegna hunsar Steingrímur faglegt mat lögmanna og lagaprófessora?

Hvers vegna vill Steingrímur ekki verja íslensku þjóðina fyrir efnahagsárásum að utan?

Hvers vegna kemst Steingrímur upp með það að láta sem minnisblöð, sem hafa ekki verið lögð fyrir Alþingi til samþykktar, hafi lagagildi?

Á Steingrímur hagsmuna að gæta að Icesave-skuldum eigenda Landsbankans verði velt yfir á íslenskan almenning?

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Kvitt og undirtektir við þessum "æpandi" spurningum.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 7.8.2009 kl. 00:58

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sama hér.

Rut Sumarliðadóttir, 7.8.2009 kl. 11:42

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Á Steingrímur hagsmuna að gæta að Icesave-skuldum eigenda Landsbankans verði velt yfir á íslenskan almenning?

STÓR SPURNING!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.8.2009 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband