Enn á ný um nauðungarsamningana!

Þann 30. júní sl. upplýsti Steingrímur fjármálaráðherra í fréttaviðtali að hann hafi vitað frá því "leið á febrúar" hvað það var sem ríkisstjórn Geirs Haarde hafði gert í Icesave-málunum... Orðrétt sagði hann: "Mér var þetta ekki ljóst fyrr en leið á febrúar"..., Nánar hér. Hann sagði þjóðinni þetta hins vegar ekki fyrir kosningar og hefur kannski ekki enn sagt frá því öllu!

Í viðtalsþætti við þær Eyglóu Harðardóttur og Margréti Tryggvadóttur á Útvarpi Sögu fyrr í dag kom margt athyglisvert fram og hvet ég fólk til að athuga hvort þátturinn verður ekki endurfluttur.

Þann 3. júní var fjármálaráðherra spurður á Alþingi hvernig samningar við Hollendinga og Breta gangi og hann svaraði víst að ekkert væri að frétta. Tveimur dögum síðar, þann 5. júní, mun formaður samninganefndarinnar hafa óskað eftir því að hitta þingflokkana til að kynna þeim samningana. Það er aldeilis að menn brettu upp ermarnar þessa tvo daga.

Margrét sagðist hafa á tilfinningunni að samningarnir hafi verið gerðir fyrir kosningar, sem fram fóru 25. apríl. Í ljósi þess að Steingrímur vissi þegar "leið á febrúar" hvað það var sem ríkisstjórn Geirs gerði í Icesave-málunum, að eigin sögn, en sagði þjóðinni það ekki, er þá nokkuð óeðlilegt að spyrja hvort gengið hafi verið frá Icesave-nauðungarsamningunum vikum áður en það var gert opinbert?

Fjármálaráðherrann undirritaði svo nauðungarsamningana án þess að full samstaða væri um það í hans eigin þingflokki.

Hversu mikið betra væri nú andrúmsloftið á Alþingi og í samfélaginu ef fjármálaráðherrann og samstarfskona hans, forsætisráðherrann, hefðu virt lýðræðið og þingið; lagt samningana fram opinberlega, með öllum fylgigögnum og ætlað margar vikur fyrir sérfræðinga og allan almenning til að kynna sér málið, skoða það frá öllum hliðum, skiptast á skoðunum, leita sér upplýsinga?

Í staðinn var pukrast með heila málið: Hvorki þingmenn né utanþingsmenn áttu að fá að sjá nauðungarsamninga. Ekki var gert ráð fyrir að lagasérfræðingar hefðu neitt um málið að segja, nema þeir sem voru handplokkaðir til þess.

Var fólk nokkuð að tala um traust?

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband