Komum okkur sjálfum til hjálpar með því að bregðast vel við kalli InDefence!

Átak til kynningar á málstað Íslands

InDefence samtökin leita nú Íslendinga til að kynna málstað landsins erlendis. Leitað er að fólki sem hafa tengsl við erlenda fjölmiðla, þekkingu sem gætu nýst við kynninguna, reynslu af almannatengslum og gott vald á erlendum tungumálum. Nauðsynlegt sé að Íslendingar leggist á eitt svo hægt verði að ná eyrum alþjóðasamfélagsins.

InDefence samtökin óska nú eftir liðsinni Íslendinga til að kynna málstað Íslands í nágrannalöndunum. Það liggi fyrir að Icesave samningurinn verði afgreiddur á næstu dögum og hver sem niðurstaðan verði sé nauðsynlegt að Íslendingar vinni saman að því markmiði að kynna málstað landsins erlendis, bæði fyrir almenningi og fyrir stjórnvöldum. Reynslan sýni að með samstilltu átaki og markvissri vinnu sé mögulegt að ná eyrum alþjóðasamfélagsins. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem hópurinn hefur sent frá sér.

Þá segir að InDefence hópurinn muni á komandi vikum vinna ötullega að þessu verkefni og óski því eftir liðsinni Íslendinga sem telji sig hafa tengsl eða þekkingu sem gætu nýst við kynninguna. Meðal annars leiti samtökin að fólki sem hafi tengsl við erlenda fjölmiðla, hvort sem þau eru fagleg eða persónleg, reynslu af almannatengslum og hafi mjög gott vald á evrópskum tungumálum, þá sérstaklega hollensku, þýsku eða spænsku.

Þeir sem hafa áhuga á að leggja verkefninu lið eru beðnir um að senda tölvupóst með helstu upplýsingum og hugmyndum á info@indefence.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband