Viðbrögð lesenda Le Monde við grein Joly!

Athugasemdir lesenda Le Monde við grein Joly um stöðu Íslendinga gagnvart valdamiklum fjölþjóðastofnunum heimsins ættu að vekja athygli í stjórnarráðinu. Gríðarlega margir lesendur finna hjá sér þörf til að tjá skoðanir sínar og hugsanir.

Laurent þarf ekki mörg orð: "Joli, Joly!" (Fínt, Joly). JPX: "Merci Madame Joly." (Þakka þér, frú Joly). Francis segir m.a.: "Bravo Madame Joly! et à bas le FMI!" (Bravó frú Joly! og niður með AGS!). Guillaume segir: "Excellent article. Enfin une mise en perspective qui manque cruellement dans nos medias." (Frábær grein. Loksins er ástandinu lýst á þann hátt sem sárlega vantar í fjölmiðlana okkar). Bonin segir m.a.: "Et oui le même Strauss Kahn qui a forcé la lituanie à baisser les salaires des fonctionnaires de 15%." (Já, og sá hinn sami Strauss Kahn neyðir Litháa til að lækka laun opinberra starfsmanna um 15%).

Vissulega er margar athugasemdir gegn málstað Íslendinga og frá fólki sem veit ekki hverju það á að trúa. En fyrir Íslendinga skiptir mestu máli að augljóst er af athugasemdum lesenda Le Monde að almenning í Frakklandi og víðar í Evrópu, svo og í öðrum heimsálfum vantar upplýsingar.

Íslenskir ráðherrar hysji nú upp um sig buxurnar og fari að tala máli íslensku þjóðarinnar í útlöndum.

Skyldur ráðherranna eru fyrst og síðast við íslenskan almenning, en ekki fjölþjóðafyrirtæki og fjölþjóðastofnanir sem nýta allar lagagreinar, reglur og hverja glufu til að leika sér með líf og eignir einstaklinga og þjóða.

Það er síðan tillaga mín að aðstoðarmanni forsætisráðherra verði bannað að koma nálægt kynningu á málstað Íslendinga.

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband