Ólíkt hafast þær að...

Eva Joly og Jóhanna Sigurðardóttir.

Sú fyrrnefnda brást vel við einlægri beiðni Egils Helgasonar: "Can you help us"? Sú síðarnefnda lagði í kostnað og fyrirhöfn til að sannfæra nægilega marga kjósendur um að kjósa sig á þing.

Sú fyrrnefnda sagði í blaðaviðtali: "Ég gerði samning við þjóðina". Sú síðarnefnda virðir þjóðina ekki viðlits. Hún er forsætisráðherra á mestu erfiðleika- og óvissutímum sem þjóðin hefur staðið frammi fyrir. Á sex mánaða forsætisráðherraferli sínum hefur hún aldrei ávarpað þjóðina.

Sú fyrrnefnda skrifaði afbragðsgóða blaðagrein þar sem hún stendur upp óumbeðin og talar máli þjóðarinnar - þjóðarinnar sem hún "gerði samning við". Á sama tíma stendur sú síðarnefnda fyrir því að þröngva í gegnum Alþingi ríkisábyrgð á nauðungarsamningi sem varðar líf þjóðarinnar í nútíð og framtíð og sem mun ráða miklu um það hvort þjóðin eigi sér framtíð í eigin landi.

Aðstoðarmaður þeirrar síðarnefndu sýnir Joly opinberlega óafsakanlega ókurteisi. Sólarhring eftir að óhróðurinn var birtur á facebook-síðu hans hefur ekki heyrst orð frá Jóhönnu Sigurðardóttur. Er hún sammála aðstoðarmanni sínum? Eru skrif hans í sátt við ráðningarsamning hans og hennar?

Skömmin verði þeirra sem hafa unnið fyrir henni!

Þakkir til hennar fyrir að gera samning við þjóðina.

Joly

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þessu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.8.2009 kl. 17:47

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Sama hér.

Rut Sumarliðadóttir, 3.8.2009 kl. 12:06

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og ég vil vera með.

Árni Gunnarsson, 3.8.2009 kl. 19:58

4 Smámynd: Vaktin

Allt er þegar þrennt er! Takk!

Vaktin, 3.8.2009 kl. 20:04

5 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Góður samanburður og sannur.

Arinbjörn Kúld, 4.8.2009 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband