Hugsað upphátt!

Í dag er runninn upp 300. dagurinn frá því Geir Haarde sagði: "Guð blessi Ísland"!

Hvað hefur breyst þessa 300 daga? Það er æði margt og flest á sömu bókina lært. Fyrir 300 dögum þurfti ég að hugsa mig um áður en ég skrifaði milljarður með tölustöfum. Núna kann ég upp á mína 10 fingur að milljarður er skrifaður með níu núllum. Fyrir 300 dögum veltu fæstir Íslendingar því fyrir sér hvort til væru viðurlög við landráði! Núna geta margir talað um landráð af góðri þekkingu. Fyrir 300 dögum leiddu fáir hugann að landsdómi! Núna ræðir fólk í alvöru um hvaða einstaklinga þarf að stefna fyrir landsdóm.

Í þjóðhátíðarræðu fyrir nokkuð mörgum árum sagði þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, að nútímasamfélag byggðist á trausti og nefndi nokkur dæmi um birtingarmynd á daglegu trausti sem íbúarnir sýna hver öðrum: Bílstjórar treysta því að umferðarreglur séu virtar og íbúarnir treysta m.a. hinu opinbera og bönkum. Mér fannst þessi þjóðhátíðarræða þáverandi forsætisráðherra vera sérlega góð og þess vegna man ég hana enn.

Traustið á stjórnvöldum og bönkunum er farið og kannski kemur það ekki aftur næstu áratugina. Íbúarnir hættu ekki einn daginn að treysta hver öðrum og stofnunum samfélagsins. Það sem gerðist er að traustið var tekið frá íbúunum: Stjórnvöld, sem nefndur forsætisráðherra tilheyrði eitt sitt, tóku traustið frá íbúunum.

Hvaða möguleika á þjóð sem hefur ærna ástæðu til að treysta ekki kjörnum fulltrúum, stjórnkerfinu, embættismannakerfinu, bönkunum og fjölmiðlum?

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Svoleiðis þjóð á ekki marga möguleika því miður.  Landflótti næstu kynslóðar verður meiri en flestir gera sér grein fyrir. Til hvers að þrauka hér á hjara veraldar og borga skuldir og skatta þegar maður getur flutt til hinna Norðurlandanna þar sem maður fær annað en skuldir að borga fyrir sína skatta?  Þetta verður hin mikla spurning á næstu árum.  

Andri Geir Arinbjarnarson, 1.8.2009 kl. 09:02

2 Smámynd: Vaktin

Það er rétt Andri, það er mikil hætta á landflótta.

Til hvers að þrauka hér, spyrðu? Mitt svar er: Gefumst ekki upp fyrr en fullreynt er hvort okkur tekst að kollsteypa þeim sem tóku frá okkur traustið með því að vera óheiðarleg við okkur.

Tökum stjórnina úr höndum þeirra sem sviptu okkur traustinu. Náum landinu okkar úr höndum þeirra sem augljóslega ganga erinda annarra en almennings á Íslandi. Berjumst fyrir tilveru okkar og landsins okkar: Verndum okkur sjálf, menningu okkar og landið okkar fyrir árásum innan lands og utan lands.

Gerum þetta þetta núna. Á morgun gæti það orðið of seint!

Vaktin, 1.8.2009 kl. 15:33

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Bylting er tja, eina leiðin sem eftir er - eða hvað?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 2.8.2009 kl. 02:31

4 Smámynd: Vaktin

Vonandi ekki bylting með ofbeldi, Arinbjörn. En hvað veit maður hvað gerist þegar atvinnulausu fólki verður kalt í vetur, litill matur í búrinu og innheimtumenn fjármálafyrirtækja á gluggunum.

Það er ekki lengur hægt að gera grín að því hvað stjórnvöld eru sambandslaus við alþýðuna. Það er of skelfilegt til að gera lengur grín að því.

Vaktin, 2.8.2009 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband