31.7.2009 | 03:45
Á villigötum
Nú velta menn vöngum yfir því hvers vegna AGS hefur frestað lánveitingu til Íslands.
Menn velta líka fyrir sér afleiðingarnar af frestun lánsins og ekki vantar dómsdagsspár þeirra sem vilja að Íslendingar afsali griðum fullveldisins til Breta og Hollendinga. Sjálfsagt hinir sömu og samþykkja afsal sjálfstæðis með því að færa vald í hendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Menn hafa kannski ekki velt nægilega vöngum yfir því hvers vegna við tökum lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Megintilgangur lántökunnar er að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn. Gjaldeyrisvarasjóðurinn er í vörslu banka í Bandaríkjunum sem greiðir lága vexti af fjárhæðinni. Á hverjum degi mun ríkissjóður, íslenskir skattgreiðendur þurfa að greiða fleiri tugi milljóna í vaxtamun vegna erlendra lána og það í GJALDEYRI. Tilgangurinn, jú efla þarf traust fjármálakerfisins. Ha, fattar alþjóðafjármálakerfið ekki að þetta er bara lán eða treystir fjármálakerfið Íslandi mikið betur ef Ísland er mjög skuldugt.
Treystir alþjóðafjármálakerfið Íslandi t.d. betur ef Ísland skuldar 3.000 milljarða en ef Ísland skuldar t.d. 1.000 milljarða? Hvað ef Ísland skuldar t.d. 10.000 milljarða er því þá treyst enn betur?
Þetta gengur ekki upp í mínum huga og samræmist á engan hátt á skilningi mínum á hugtakinu traust. Það er vert að taka það fram að ég er mikill sérfræðingur í þessu hugtaki. Tók það fyrir í masterritgerðinni minni, þ.e. traust í viðskiptum. Hef líka verið að skoða þetta hugtak í doktorsritgerðinni minni.
Man eftir því að Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún ferðuðust vítt og breytt um heiminn í fyrra og lugu að fólki til þess að efla traust þess á Íslenskum bönkum. Traust í skilningi nýfrjálshyggjunnar er nefnilega notað sem samheiti við að ljúga á skilvirkan hátt. Vel heppnuð blekking eflir traust. Þess vegna er lögð rík áhersla á að fjármálakerfið haldi að Íslendingar eigi mikinn gjaldeyrisvarasjóð. En auðvitað fattar alþjóðafjármálakerfið alveg að nettó gjaldeyrisvaraforði er lítill eftir sem áður. En vegna griðalegrar skuldsetningar verða Íslendingar undir stöðugri ógn af lokun lánalína.
Hvílíkt vald sem alþjóðafjármálakerfið fær yfir íslensku þjóðarbúi. Vegna þess að ríkisvaldið velur að ganga með betlistaf um heimsbyggðina í stað þess að takast á við vandann. Í minni orðabók heitir það aumingjaskapur. En það sem verra er, er aulahátturinn í strategískum samskiptum við aðrar þjóðir.
Það er því alsendis óvíst að það takist að kjafta upp krónuna eða traust á henni. Rétt eins og Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu tókst ekki að kjafta bankanna upp úr gjaldþrotinu. Og víst reyndu þau.
Lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fer ekki til uppbyggingar atvinnulífs. Ekki til þess að styrkja varnir samfélagsins gegn þeim sem vilja notfæra sér ringulreiðina á Íslandi og hirða hér auðlindir án þess að láta neitt á móti.
Stóriðjan á Íslandi er gott dæmi um bókhaldsbrellur alþjóðafjármálasamfélagsins. Erlendu móðurfyrirtækin lána dótturfélögum sínum, á Íslandi, hundruði milljarða. Við það hækka erlendar skuldir þjóðarbúsins. Hefur það áhrif á lánshæfismat? Hækkar það vaxtabyrði Landsvirkjunar? Hvers vegna skuldsetja alþjóðafyrirtæki dótturfélög sín hér á landi? Jú til þess að losna við að greiða skatt á Íslandi. Viljum við fleiri svona díla? Ekki ég.
Þess má geta að einstaklingar á Íslandi skulda erlendum aðilum ekki neitt. Erlendar skuldir einstaklinga eru 0. Skuldsetning stóriðjunar eru um 600 milljarðar að meðtaldri áhættufjármögnun.
Hamrað er á því í erlendum fjölmiðlum sem ganga erinda alþjóðafyrirtækja að íslenskur almenningur þurfi að standa við sínar skuldbindingar. Ég spyr: hverjar eru þær? Vogunarsjóðir sem léku sér með íslenskt efnahagskerfi og alþjóðafyrirtæki sem hafa arðrænt þjóðarbúið, hvar er ábyrgð þeirra?
Hvers vegna vill hinn græni forsætisráðherra byggja fleiri álver? Þegar erlendir aðilar byggja á Íslandi eykst eftirspurn eftir krónu. Krónan hækkar í verði.
Ég spyr er endalaust hægt að taka vitlausar ákvarðanir til þess að styrkja krónuna.
Í haust þegar bankarnir hrundu lá fyrir, að mínu mati, áætlun á borði Breta um það hvernig þeir ætluðu að beita öllum valdastofnunum hins vestræna heims til þess að græða sem mest á öngþveitinu.
Hegðun Breta, Hollendinga, Norðurlandanna, ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er strategísk. Fyrsta skrefið var að telja stjórnvöldum á Íslandi í trú um að aðeins ein leið væri út úr vandanum og síðan var sú leið stráð þyrnum.
Stjórnmálamenn sitja fastir í hugmyndafræði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og eru þess vegna hluti af vandamáli þjóðarinnar. Þessi leið er einfaldlega of dýrkeypt.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
Tenglar
Áhugaverðar innlendar vefsíður
- Áskorun til forseta Íslands
- Economic Disaster Area
- "Glæsileg niðurstaða"!
- Heimssýn
- Hagsmunasamtök heimilanna
- Hvítbókin
- Icesave-reiknir - hver skuldbindingin?
- Samningurinn við Breta vegna Icesave
- Samningurinn við Hollendinga vegna Icesave
Áhugaverðar erlendar vefsíður
- Bloomberg
- Business Monitor International
- Do you know the truth about the EU?
- Folkebevægelsen mod EU, Danmörku
- Global Britain... in the wider world
- Institute for Creditary Economics - ICE
- Naomi Klein
- Nei til EU, Noregi
- Nej til EU, Svíþjóð
- Juni bevægelsen for et nyt og slankt EU
- RGE Monitor
- TEAM the European Alliance of EU-Critical Movements
- VOX
- World Socialist Web Site
Erlend dagblöð og tímarit
- Aftenposten
- Al Jazeera
- Berlinske Tidende
- Dagens Nyheter
- Deutsche Welle - DW-World
- Dimmalætting
- E24
- Economist
- Financial Times
- Forbes
- Fortune
- Gulf Times
- IceNews - Daily News
- Irish Independent
- Jyllands-Posten
- Le Figaro
- Le Monde
- London Evening Standard
- Politiken
- Spectator
- Telegraph
- The Daily Princetonian
- The Huffington Post
- The Independent
- The New York Times
- The Wall Street Journal - Europe Edition
- The Washington Post
- Zeit On Line
Greinar um Ísland og kreppuna í erlendum miðlum
- Walking up to reality in Iceland, by Jón Daníelsson
- Time to install Iceland 2.0, by Ben H Murray
- Bizarre battering of insurers, by Anthony Hilton
- European bank bail-out could push EU into crisis, by Bruno Waterfield
- In praise of Iceland, editorial
- Culpability debate at RBS intensifies, by Kate Burgess
- Iceland in turmoil as coalition collapses, by David Ibison
- Iceland Turns Hard Left
- Ireland? Iceland? Doubts on Doomsday Scenario in Eire, by Landon Thomas
- Crime Once Exposed Has no Refuge but in Audacity - Tacitus, by Íris Erlingsdóttir
- Iceland's Conservatives Try to Rewrite History, by Íris Erlingsdóttir
- Cracks in the crust
- Major-Washington Agency Runs Iceland Look-Alike Casting, by Edward Hugh
- Nobel prize winner blasts IMF over loans
- How Bad Could The Crisis Get? Lessons From Iceland, Jón Daníelsson
- Iceland: The country that became a hedge fund, by Peter Gumbel
- Ultra-Capitalism Killed Iceland
- Upheaval calls for Fleece Revolution in Iceland, by Lenka Vaiglova
- Who bombed Iceland? by Uwe Reinhardt
- World Agenda: is this the most hated man in Iceland? by Roger Boyes
- Britain and the Netherlands bully little Iceland, by Ársæll Valfells
- Iceland gets cold feet over paying back bailout
- Latvian debt crisis shakes Eastern Europe, by Ambrose Evans-Pritchard
- Iceland PM hits out at IMF rumors, by K. Már Hauksson
- Britain's 'gunboat' diplomacy still angers Iceland, by Ambrose Evans-Pritchard
- A Debate Rages in Iceland: Independence vs. I.M.F. Cash, by Landon Thomas
- All Of Them Must GO, by Naomi Klein
- SFO to help Iceland as probe turns to Kaupthing's US links, by Rowena Mason
- Iceland hits impasse over lost savings, by Andrew Ward and Alex Barker
- Icelanders are angry but will make sacrifices, by Jóhanna Sigurðardóttir
- Iceland seeks UK fraud office help, by Andrew Ward
- For you, the war is over, by Andrew Hill
- Iceland poised for foreign payback pact, by Andrew Ward, Megan Murphy and Jim Pickard
- Icelands debt repayment limits will spread, by Michael Hudson
- Iceland: what ugly secrets are waiting to be exposed in the meltdown?, by Rowena Mason
- The ice storm, by Gauti Kristmannsson
- Brain drain hits cash-strapped Iceland, by Susanne Henn
- Islands nye krise, av Ola Storeng
- Iceland's bank crisis delivers baby boom, by Andrew Ward
- Is Iceland too small? By Þorvaldur Gylfason
- Iceland shows the dangers ahead for us all, by Robert Wade
- Islands Schulden sind zu teilen, Von Clemens Bomsdorf
- The IMF destroys Iceland and Latvia, by Nathan Lewis
- The Lehman Brothers collapse: the global fallout, by Richard Wachman
- Iceland urges media to lift nations gloom, by Andrew Jack
- Iceland after a year of financial crisis, by Robert Jackson
- Icelands PM: Icesave Will Decide the Coalitions Fate
- Icelands PM: We Cannot Wait for IMF Any Longer
- Iceland Reaches Agreement with IMF
- Iceland Minister Confident Icesave Bill Will Pass
- Iceland's president turns cold on Icesave deal, by Rowena Mason
Greinar um Ísland og kreppuna í innlendum miðlum
Álit erlendra sérfræðinga um orsakir efnahagshrunsins
- Undersized: Could Greenland be the new Iceland? Should it be?
- The Icelandic banking crisis and what to do about it: The lender of last resort theory of optimal currency areas
Greinar um hvers vegna Icesave eru ekki skuldir Íslendinga
Greinar um efnahagskreppuna í erlendum dagblöðum
Evrópusambandið
- Support for Lisbon Treaty falls eight points to 46%, by Stephen Collins
- The European Union the New Soviet Union, by Vladimir Bukovsky
Útvarps- og sjónvarpsþættir á netinu
Innlendir og erlendir ljósvakamiðlar
Bloggvinir
- malacai
- andrigeir
- arikuld
- axelthor
- baldvinj
- creel
- birgitta
- bjarnihardar
- gattin
- gagnrynandi
- draumur
- egill
- erla
- estheranna
- finni
- gretarmar
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- bofs
- hreinn23
- morgunblogg
- maeglika
- helgatho
- hedinnb
- kreppan
- islandsfengur
- jonl
- kaffistofuumraedan
- capitalist
- katrinsnaeholm
- liljaskaft
- lydurarnason
- vistarband
- marinogn
- pallvil
- raksig
- raudurvettvangur
- rutlaskutla
- sigurjonth
- siggi-hrellir
- sij
- siggith
- fia
- lehamzdr
- isspiss
- tryggvigunnarhansen
- vest1
- kreppukallinn
- reykur
- thjodarsalin
- aevark
- isleifur
- thorsaari
- tbs
- eeelle
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.