Hvaða leikrit er í gangi og hver leikstýrir?

Margir halda því fram að það að ekki hafi fengist ríkisábyrgð á nauðungarsamningum ríkisstjórnarinnar við hollensk og bresk stjórnvöld sé ástæðan fyrir því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur ekki afgreitt annan hluta lánsins til Íslendinga. Almenningur getur ekki annað en giskað vegna þess að ríkisstjórnin segir fólki helst ekkert.

Formenn stjórnarflokkanna bera báðir af sér að stjórnin hafi ekki staðið við sitt. Er það satt?

Um hvað sömdu íslensk stjórnvöld og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sl. vetur? Hvað nákvæmlega stendur í samningnum?

Gerðu íslensk stjórnvöld og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ekki áætlun? Hvar er hún?

Stenst áætlunin ekki vegna þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er sífellt að bæta við kröfur sínar á hendur Íslendingum? Eða stenst áætlunin ekki vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa ekki staðið við sinn hluta? Eða stenst áætlunin fullkomlega en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn svíkur?

Hvers vegna er samningur íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ekki birtur opinberlega, ásamt öllum hliðarsamningum, ef einhverjir eru? Er það brot á samningnum að fresta því að afhenda Íslendingum lánið? Styðst frestunin við ákvæði í samningnum?

Stjórnvöldum er mikið í mun að geta veðsett framtíðartekjur Íslendinga með ríkisábyrgð á Icesave-nauðungarsamningunum. Sterk rök hníga að því að Icesave-nauðungarsamningarnir séu aðgöngumiði að Evrópusambandinu - sem aftur er þráhyggja ýmissa stjórnmálamanna.

Meðan samningurinn við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, ásamt hliðarsamningum og fylgigögnum eru ekki birt opinberlega: Meðan öll gögn vegna Icesave-nauðungarsamninganna eru ekki birt opinberlega: Meðan ríkisstjórnin er ekki tilbúin að taka undir með Atla Gíslasyni þingmanni um að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn leggi öll spilin á borðið: Meðan ríkisstjórnin hefur ekki varaáætlun (plan B),

þá verður hún að bíta í það súra epli að vera vantreyst innan lands og ef til vill líka utan lands.

Er Icesave-deilumálið skálkaskjól?

Vill ríkisstjórnin vinna með þjóðinni og njóta trausts? Eða vill hún halda áfram að valda óöryggi og kvíða meðal almennings?

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband