Nú getur ESB fylgst náið með þér

Eftirfarandi frétt birtist í sænska fréttablaðinu Expressen:

Nú er á borðinu að ESB fái frjálsan aðgang að upplýsingum um ferðir, fjármál og netnotkun þegnanna. Áhyggjurnar og óánægjan eykst. Þetta myndi bitna illilega á Svíum segir sænski þingmaðurinn Camilla Lindberg (FP).

Auka á réttarfarslega samvinnu meðal ESB landanna undir sænsku forræði. Á miðvikudag hittast dómsmálaráðherrar ESB á óformlegum fundi í Stokkhólmi til þess að ræða stefnuna í hinu svo kallaða Stokkhólmprógrammi.

Eitt af aðalatriðunum er réttarfarslegt samstarf í ESB -og bæta á upplýsingargjöf á milli landanna.

Frjáls aðgangur að upplýsingum um ferðir þegnanna, fjármál og netnotkun eru nokkrar af tillögunum.

Viðkvæmar upplýsingar

Það sem hefur lekið út um tillöguna hefur nú þegar mætt gagnrýni bæði á blogginu og meðal stjórnmálamanna.

Þingmaðurinn Camilla Lindberg sem var sú eina í samstarfsflokkunum sem kaus gegn FRA heldur að það mismuni Svíum að halda uppi svona samstarf.

Í Svíþjóð erum við gríðarlega berskjölduð þegar kemur að persónuupplýsingum. Það er mun auðveldara að safna miklum upplýsingum um Svía en t.d. Frakka, þess vegna myndi þetta bitna mjög illa á sænskum almenningi segir hún.

Mark Klamberg doktorsnemi í lögfræði við Stokkhólmsháskóla kemur líka auga á vandamál:

Það er hætta á því að löndin geti notað upplýsingar í öðrum tilgangi en þeim var safnað.

Það stendur til að móta þetta prógram nú með haustinu.   

Þýð. Jakobína Ólafsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 18758

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband