Sannfæring þingmanna vs. frekjugangur samstarfsmanna

Ákvörðun Lilju Mósesdóttur, þingmanns Vinstri grænna og fulltrúa í efnahags- og skattanefnd Alþings um að víkja og kalla inn varamann opinberar kúgandi "reglur" og kúgandi vinnubrögð á þingi!

Þessar kúgandi reglur (a) veikja lýðræðið, (b) veikja metnað þingmanna til að vinna faglega, (c) hlúa að og styrkja frekjur í stjórnmálaflokkum og (d) þær verða til þess að heiðarleiki og vandvirkni víkja.

Lilju gekk það eitt til að fá að taka afstöðu til Icesave-nauðungarsamninganna samkvæmt þekkingu sinni og samkvæmt sannfæringu sinni. En það gat hún ekki vegna kúgandi reglna...

eða eru þetta kannski bara siðir sem frekjur meðal þingmanna heimta að aðrir beygi sig undir?

"Vék sæti frekar en að kjósa gegn meirihlutanum" segir Vísir í fyrirsögn um frétt af málinu í dag. "„Mér finnst skipta meira máli að mín rök komi fram í þingsal en í nefnd," segir Lilja og bætir við að hún hafi viljað fara óbundin til atkvæðagreiðslu um málið ... Þá hefði það þýtt að ég væri að segja mig úr stjórnarliðinu. Ég vil ekki blanda Icesave-málinu saman við ríkisstjórnarmynstur á þessu stigi," segir Lilja að lokum, en segir ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda."" Þetta er mjög athyglisvert.

Þingmaðurinn á að eigin sögn ekki kost á að greiða atkvæði í sátt við sannfæringu sína byggða á þekkingu nema "segja sig úr stjórnarliðinu". Hvernig stendur á þessu? Hvernig hafa svona kúgandi vinnubrögð getað hreiðrað um sig á Alþingi?

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, greip inn í umfjöllun um málið í fjölmiðlum til að tala máli Lilju: "Birgitta segir Lilju hafa verið stillt upp við vegg í málinu og telur að hún hafi ekki átt annarra kosta völ en að víkja sæti. Annars hefði hún annaðhvort þurft að skrifa upp á meirihlutaálitið og þar með fórna því að kjósa gegn málinu í þinginu, eða kljúfa ríkisstjórnina ella."

Finnst fólki í lagi að frekjur meðal þingmanna séu búnar að koma málum þannig fyrir á Alþingi að neiti þingmaður að beygja sig undir vilja meirihluta/minnihluta þá sé viðkomandi þingmaður vændur um að vilja slíta stjórnarsamstarfi og verði gert að axla ábyrgð á því hvort ríkisstjórn lifir eða deyr?

Fari ég með rangt mál þá endilega leiðrétti mig sú/sá sem veit betur. En er það ekki forsætisráðherrann sem hefur þingrofsvaldið í hendi sér? Og heitir forsætisráðherrann ekki Jóhanna Sigurðardóttir en ekki Lilja Mósesdóttir? Og er forsætisráðherrann ekki þingmaður Samfylkingarinnar en ekki þingmaður Vinstri grænna?

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis heitir Helgi Hjörvar. Í samtali við Vísi hafði hann m.a. þetta að segja: "„Það er nú alltaf matsatriði hvenær umfjöllunin er orðin nægileg""...

Hann er lítill skilningur formannsins á alvarleika málsins og lagasetningu yfir höfuð ef honum finnst að umfjöllun um milliríkjadeilur eigi að mæla í mínútum, klukkustundum, dögum eða e-u öðru. Það er spurning hvort hann eigi ekki að leita fyrir sér með aðra vinnu!

En formaðurinn hafði fleira að segja: "„Það voru þrír nefndarmenn sem kölluðu inn varamenn og um ástæður þess verða þeir að svara til sjálfir""...

Og það gerði Lilja. Hún sagði frá því í dag hvers vegna hún kallaði inn varamann og RÚV sagði frá því í fréttum klukkan 18: Lilja "ætlaði að skila séráliti en það hafi fallið í grýttan jarðveg hjá formanni nefndarinnar".

Það féll sem sagt í grýttan jarðveg hjá Helga Hjörvar formanni efnahags- og skattanefndar Alþingis að þingmaðurinn Lilja Mósesdóttir ætlaði sér að skila séráliti. Hann hefði sjálfur getað sagt frá þessu. Hvers vegna valdi hann að gera það ekki?

Þeir sem eiga sök verða að kannast við hana en ekki koma henni yfir á þolandann!

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Takk fyrir góða grein

Það ofbelti sem þingmenn eru beittir er, eins og Birgitta sagði ÓGEÐSLEGT.

það sem er þó enn ógeðslegra er sú skipulagða óhræingarherferð sem er skipulögð á kommentakerfi eyjunnar (og eflaust víðar) gegn þingmanni sem hefur tekist að halda heilindum sínum og heiðarleika, þrátt fyrir samstarf við samfylkinguna. Þessi aðferð, gegn þeim sem ekki lúta foringjanum, að hóta og beita ofbeldi bak við tjöldin, senda svo  rotturnar af stað til að til að narta í þá á opinberum vettvangi er viðurstyggileg.

Ég held að Lilja og þeir þingmenn VG sem ekki eru enþá smitaðir, ættu að segja skilið við þetta stjórnarsamstarf.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 23.7.2009 kl. 02:01

2 identicon

Takk, Benedikt!

Birgitta tók örugglega ekki of djúpt í árina.

Og það er þakkarvert að Birgitta steig fram til að verja þingmann sem var ráðist á ómaklega.

Helga (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband