„Óvissu um bankanna eytt“

Hefur óvissu verið eytt? Hvaða óvissu?

Úr fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins um samkomulag stjórnvalda við skilanefndir bankanna þriggja; Glitnis, Kaupþings og Landsbanka Íslands:

Aðalatriði:

  • Mikilvægt skref í endurreisn bankakerfisins.
  • Fjármögnun bankanna tryggð.
  • Mun minna skattfé til endurfjármögnunar en áður var áætlað.
  • Uppgjör vegna uppskiptingar bankanna fer fram með ráðstöfun eignarhluta í Nýja Kaupþingi og Íslandsbanka.
  • Lagður grundvöllur að sátt við kröfuhafa.
  • Staða viðskiptamanna bankanna verður óbreytt.

1. Er óhætt að trúa þessu?

"Innstæður í útibúum á Íslandi voru fluttar yfir í nýju bankanna ásamt útlánum íslensku útibúanna og öðru sem tengdist starfseminni hér á landi" (úr fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins).

2. Hvaða útlán eru þetta sem voru flutt úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju?

3. Hvað er þetta "annað" sem tengdist starfseminni hér á landi?

"FME skipaði gömlu bönkunum skilanefndir í október og skyldu þær gæta hagsmuna gömlu bankanna og kröfuhafa þeirra. Samkvæmt því hafa skilanefndirnar átt í viðræðum við íslenska ríkið um uppgjör vegna skiptingar bankanna" (úr fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins).

Aðspurður um hverjir væru helstu kröfuhafar Kaupþings svaraði formaður skilanefndar bankans:"Já, þetta eru auðvitað bara stærstu fjármálastofnanir heims. Þetta eru skuldabréfaeigendur og þetta eru stórir bankar sem að lánuðu bankanum... evrópskir... stórir, evrópskir bankar... þannig að það eru stærstu kröfuhafar í Kaupthing banka. En hins vegar kemur þetta ekki endanlega í ljós fyrr en að kröfulýsingarfresti lýkur sem verður núna í desember."

Í fréttum Sjónvarpsins í gærkvöldi spurði fréttamaðurinn: "En hverjir eru þessir kröfuhafar sem nú geta eignast nýju bankanna?" Og hann svaraði sjálfur um hæl: "Það er ekki vitað."

Aðspurður í sama fréttatíma svaraði formaður skilanefndar Kaupþings að ómögulegt væri að segja hvort vogunarsjóðir væru meðal kröfuhafa.

Þá sagði formaðurinn að erlendir kröfuhafar kæmu ekki til með að stjórna Nýja Kaupþingi með "neinum hætti" og að ekkert væri víst að kröfuhafar komi með "beint eignarhald á Nýja Kaupþingi, en það ætti eftir að koma í ljós."

4. Fjármálaráðuneytið gefur út fréttatilkynningu um að erlendir kröfuhafar muni eignast tvo banka hér á landi, en ekki fæst uppgefið hverjir þeir eru! Hafa hinir óþekktu kröfuhafar verið spurðir? Er vitað hver er vilji hinna óþekktu kröfuhafa? Finnst fleirum en mér að rétt sé að bíða með að fagna?

Meðal samningsmarkmiða ríkisins var að "mæta væntingum kröfuhafa eins og mögulegt væri".

5. Hvernig mætir maður "væntingum" þess sem maður veit ekki hver er?

6. Hvaða veðskuldir fylgja með Nýja Kaupþingi?

7. Viðskipti eru gerð til að hagnast á þeim. Hvað er í pakkanum sem meintir, væntanlega nýir eigendur ættu að vilja eiga?

Ég sé ekki að innstæða sé fyrir því að segja að "óvissu hafi verið eytt", ef átt er við íslenskan almenning.

Með samningi ríkisins og skilanefndanna skuldbindur ríkið sig til að leggja bönkunum tveimur til 58 milljarða. Mér finnst almenningi koma við hvaðan þessir peningar koma. Eru þeir til í ríkissjóði eða fær ríkið lánað fyrir þeim og þá hvaðan?

Þetta virkar á mig eins og fjármálaráðuneytið hafi fundið leið til að ýta málinu til hliðar í nokkra mánuði. Mér finnst þetta um margt minna á vandann sem sama ráðuneyti sveipir hulu þagnar og myrkurs og kallar "7 ára skjól".

Ég fékk útlendan vin minn sem er fjármálaráðgjafi til að hlusta á viðtal CNBS-sjónvarpsstöðvarinnar við Steingrím J. Sigfússon og bað hann að því loknu að segja mér hvað hann hugsaði meðan hann hlustaði á viðtalið. Svar hans var: "Sigfusson does not know what he is talking about. It will require u to pay the debts for years. It is good that u will join the EU coz u will get their protection as per the EU resolutions and laws. But am sure the goods prices will increase dramatically after joining EU so i really do not know how u will compete in the export or tourism. I guess the current government just wanted to say that they did make a deal but it will never be resolved for the long run... watch and see after this government moves out... the new one will face horrible."

Helga Garðarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vogunarsjóðirnir virðast vera að veðja á ágættufjárfestingu í íslenskum bönkum.

Ísland virðist vera orðið spilavíti alheimsins.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.7.2009 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Vaktin
Vaktin

Samtökin Vaktin hafa það hlutverk að vekja upp umræðu í þjóðfélaginu og standa með almenningi. Samtökin beina spjótum sínum og stuðningi að fjölmiðlum og fræðasamfélagi til að dýpka umræðuna.

Skipulag samtakanna er svokallað flatt skipulag. Samtökin mótast af minni "vöktum" sem virkjast eftir því sem tilefni gefst til. Vaktirnar sem eru virkjaðar núna er Icesave-vaktin og ESB-vaktin. Þátttaka í hverri vakt er frjáls og er hverjum og einum frjálst að stofna nýja vakt og leita samstarfs innan samtakanna eða utan um að koma málefni þeirrar vaktar í höfn.

Leita í fréttum mbl.is

Nýjustu myndir

  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á flótta
  • Ásta með þann sólgula
  • 4a666932dd973
  • image001
  • Athugasemd - Bitruvirkjun 1
  • sv-linur
  • hengill_15
  • 800px-gothafossoverview
  • 800px-gothafossoverview
  • Icesave
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband